Tíminn - 04.01.1976, Page 2

Tíminn - 04.01.1976, Page 2
2 TÍMINN Sunnudagur 4. janúar 1976. Sigurgeir Jónsson Hvers virði er landhelgin okkur íslendingum? Svo margt hefur nú verið skrifað og skrafað um fiskveiði- lögsögu Islendinga og islenzkan sjávarútveg, að kannski er að bera i bakkafullan lækinn að bæta þar við. Ég ætla nú samt að gera það, og er ástæðan sú, að mér hefur virzt svo, að ýmsir þættir þessara mála hafi lent meira og minna utan garðs i þessum umræðum, sumpart, og oft af ásettu ráði, og stundum hefur mátt ætla, að um hreinan þekkingarskort hafi verið að ræða. Þó getur verið erfitt að dæma um, hvort á við i hinum ýmsu tilvikum. Samningurinn við Vestur-Þjóðverja Þvi hefur til dæmis verið haldið mjög á lofti af stuðningsmönnum samningsins við Vestur-- Þjóðverja, að aðalkostir samningsins væru þeir, að aðeins væri um fimm þúsund tonn af þorski að ræða i samningnum, en aðaluppistaðan (55 þús. tonn) væri ufsi og karfi. Hefur jafnvel verið gefið i skyn, bæði i blöðum, á alþingi, i sjónvarpi og annars staðar, að i lagi væri að auka sóknina i þessa stofna. Maður getur sér þess til, og það ekki að ástæðulausu, að ætlunin hafi verið, og sé, að beina islenzka togaraflotanum i þessa stofna, ef til niðurskurðar kæmi á sókninni i þorskstofninn, sem hlýtur að verða. Að öðrum kosti er verið að hundsa alla fiskifræðinga þessa lands og annarra landa. Væri þá erfitt að sjá, að við hefðum nokkuð við slika menn að gera. Og þá verður manni á að spyrja : Hafa þeir mætu menn, sem vilja auka sóknina i ufsa- og karfastofninn, ekki lesið hina margumtöluðu „svörtu skýrslu”? Eða eru þeir hér að reyna að blekkja fólk? Þvi miður verður maður að ætla, að hér séu blekkingar á ferðinni, þvi svo oft hefur verið vitnað i skýrsluna, þegar við hefur þótt eiga. Staðreyndin er sú, að i skýrslunni stendur: „Rannsóknir á ufsa- stofninum benda til þess, að hann sé nú fullnýttur, en há- marksafrakstur hanser talinn 100 þús. tonn á ári. Samkvæmt niður- stöðum Alþjóðahafrannsókna- ráðins er þó ekki talið ráðlegt að veiða nema 75 þúsund tonn 1976. Við þetta má svo bæta, að Is- lendingar veiddu árið 1974 65.224 tonn af ufsa, og Þjóðverjar segjast hafa veitt 18.600 tonn. Þetta gerir til samansum 83.200 tonn, og erum við þá þegar komnir 9000 tonn yfir það mark, sem fiskifræðingar ráðleggja, og erum þó aðeins búnir að semja við eina þjóð, af þeim 9-10 sem ætlunin er, að því er virðist, að semja við, án þess að fá nokkuð i staðinn fyrr en eftir dúk og disk. 1 skýrslunni segir um karfann: „Samkvæmt mati á aflaskýrslum hefur verið áætlað, að reikna mætti með a.m.k. 80 þús. tonna karfaafla á Islandsmiðum að jafnaði. Þessu marki hefur ekki verið náð s.l. rjú ár (1972-1974) og hefur karfaaflinn 1973 og ’74 verið tæp 79 þús. t. Með tillit til þessa er mælt með, að ekki verði tekin meira en 50-60 þús. tonn af karfa á árinu 1976.” Við þetta má bæta, að Islendingar veiddu árið 1974 37.590 tonn Þetta gerir til samans 73.993. Þjóðverjar segjast hafa veitt 5554 tonn af þorski árið 1974. Þegar er búið að úthluta þeim 5000 tonnum af 60.000 tonna kvóta. Ef við miðum við að Þjóðverjar skeri niður ufsaafla sinn um 3500 tonn.karfa um 4000tonnog þorsk um 500 tonn, þá erum við samt langt yfir markinu, og eigum þó eftir að semja við margar þjóðir sem við neyðumst til að gera á svipuðum grundvelli og við sömdum við Vestur-Þjóðverja, þótt i misjafnlega miklum mæli sé. Þetta er að sjálfsögðu háð þvi, að samningurinn við Vestur- Þjóðverja taki endanlegt gildi. Það var hægt að verja landhelgina fyrir Þjóð- verjum. Þvi ekki nú? Þvihefur lika veriðhaldið mjög á lofti, að nauðsynlegt hafi verið að semja við Vestur-Þjóðverja, svo að hægt væri að beita varðskipunum gegn Bretum eingöngu. Ef ekki yrði samið, yrðu Þjóðverjar hér eftirlits- lausir, og myndu þá veiða meira en þau 60.000 sem samið var um. Það efast enginn um það að okkur veiti ekki af öllum þeim varðskipakosti, sem við eigum, við að verja landhelgina fyrir Bretum, sérstaklegar þegar við herskip er að eiga. Hitt leyfi ég mér að fullyrða, að við hefðum getað varið landhelgina fyrir Þjóðverjum með lélegri skipa- kosti en við notum gegn her- skipum Breta — bæði við að klippa aftan úr og taka togara sem hlýtur að vera framtiðin, ef þessar tvær siðustu útfærslur eiga ekki að vera meira en orðin tóm. Má þar til nefna vopnaða togara eða hvalveiðibáta, sem notaðir voru með góðum árangri i siðasta þorskastriði við Breta, þótt ekki dugi þeir gegn her- skipum. Til dæmis var það vopnaðurhvalveiðibátur, sem tók þann eina þýzka togara, sem tekinn hefur verið siðustu þrjú árin. A siðasta ári notuðum við 5-6 varðskip að jafnaði við að verja landhelgina fyrir öllum þeim VERÐLÆKKUN Þaníf if vcr6l*kkun. innfluttum gfift''.J*kkuðu ‘°«ar á 35». Um lefa ogfS1™ .ur «* i ÍJoJmargar nviar ao A-to^urn heirn verði, vijjum ugerðlr á Jækkuðu Wðskiptavini okkaTl'1' móts viö hlnu nýja útsöluvfrðj msvarandi. mféjffsTnf vfð rnú aukl bætum viðsvniff fpaurva landsins á eimfm "T lepPa geröT:r VTfeinn|g upp a '■yateppin vinsæiu TTPfum , dndl 1 °^úJegu Jitaúrvali.yrir Vi stöðvai samninyu — enyu viaiui — uy per raio seni aðariega, sem greiða mó í banka, sparisjóði Gerið verðsamanburð — Verzlið þar sem verðið er hagstæðast. Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt þjóðum, sem þar stunduðu veiðar, lika okkar eigin veiði- skipum. Af þessum 5-6 varðskip- um voru að jafnaði 1-2 í höfn, eða þá að gegna öðrum störfum en gæzlu. Eftir eru þá 4, sem áttu að lita eftir öllum þeim skipafjölda, sem hér taldist að löglegum veiðum, og jafnframt að stugga Þjóðverjum út úr landhelginni, sem hér veiddu i óleyfi. Þótt ég hafi ekki yfir nákvæmar heimildir, og óvist, að þærséu til, þá lit ég svo á, að vart hafi fleiri varðskip en 1-2 að jafnaði verið i þvi aðstugga við Þjóðverjum. A það verður lika að lita, að annað slagið voru uppi samninga- viðraáur við Þjóðverja, og erfitt virðist að fá það á hreint, hversu hart hafi verið tekið á gæzlunni. Þó verður maður að halda, að heldur linlega hafi verið fram gengið, þvi að ekki voru neinir erfiðleikar við að taka þann eina togara, sem tekinn var, þegar til kom. Þjóðverjarsegja sjálfir, að þeir hafi veitt á Islandsmiðum 1974 (það ár, sem Gæzlan hafði fri frá Bretum, eftir að samningur við þá tók gildi 13. nóv. 1973) 68.000 tonn, en margirdraga það i efa og telja, að Þjóðverjar hafi ekki náð að veiða svo mikið. 1973 segjast þeir hafa veitt 95.000 tonn. Sam- kvæmt þessum tölum hefur afli Þjóðverja minnkað á einu ári um 27 þús. tonn, eða jafnvel meira við það að beita 1-2 varðskipum að jafnaði. Og samt var aðeins einn togari tekinn, sem hlýtur að vera áhrifarikast, og það af hval- veiðibáti. Með 5-6 togurum eða hvalveiðibátum gætum við varið landhelgipa fullkomlega fyrir Þjóðverjum. Og óvist er, að svo marga þyrftitil nema fyrstu dagana. Þessi skip þyrftu að sjálfsögðu að vera vopnuð, og áhafnir þeirra þyrftu þjálfun — þo einkanlega, ef ætlunin væri að taka togara. Engin hætta er á þvi, að okkar togaraskipstjórar kæmust ekki fljótt upp á lagið með að klippa aftan úr. 3000 tonna ársafli. islenzks togara telst gott. Maður verður að álykta sem svo, að 60.000 ársafli sex togara teljistmjög gott, sér í lagi ef þessi 60.000 tonn fengju að vera i friði i sjónum, stækka, hrygna og byggja upp ofveiddan stofn, og kæmi okkur sjálfum til góða sfðar. Nú, ef þessir sex togarar væru ekki við gæzlu og Þjóðverjar fengju að veiða sin 60.000 tonn, þá lægju þessir togarar væntanlega við bryggju, samkvæmt svörtu skýrslunni. Togarar sem gæzluskip hafa lika ýmsa kosti. Erfitt getur verið fyrir landhelgisbrjót að sjá hvort hér er um venjulegan togara að ræða eða gæzlutogara. Bókun sex hjá Efna- hagsbandalaginu og samningar við Breta Eini kostur samningsins við Vestur-Þjóðverja er sá, að hann gildir aðeins til fimm mánaða, nema annað komi til. Samningur- inn fellur sjálfkrafa úr gildi eftir fimm mánuði frá þvi að hann fékk staðfestingu.ef bókun númer sex, sem svo hefur verið kölluð, um tollfriðindi tslands hjá Efnahags- bandalagi Evrópu, hefur ekki tekið gildi. Þessi bókun númer sex hljóðar svo, að hafi tsland ekki samið við eitthvert riki innan Efnahagsbandalagsins um veiðar á svæði fyrir utan 12 milur, sem tsland hefur tileinkað sér, þá get- ur viðkomandi rlki krafizt þess, að samningar tslands um toll- friðindi hjá bandalaginu taki ekki gildi. Ég efa það, að við höfum gert okkur nægjanlega ljóst, hversu alvarlegt þetta refsiákvæði er. Lönd eins og ttalla, Luxemburg og Irland, sem engra hagsmuna eiga að gæta hér I sambandi við fiskveiðar.eru hér að beita okkur þvingunum. Þó eru það einkum tvö riki, sem beita þessu vopni, þ.e. Bretarog Þjóðverjar, en ætla mætti, að Belgar kæmu á eftir, ef ekki væri samið við þá. Ég held, að vonin um tollfriðindin hafi gert útslagið á að Þjóðverjum voru boðin þessi 60.000 tonn. Og þau fáum við ekki fyrr en Bretum hef- ur verið boðið eitthvað, sem þeir geta sætt sig við. Við þessar kringumstæður verðum við að gera okkur grein fyrir þvi, hvað við erum að bjóða og hvað við fá- um i staðinn. Ég hef hvergi getað komið auga Framhald á bis. 27.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.