Tíminn - 04.01.1976, Side 15

Tíminn - 04.01.1976, Side 15
Sunnudagur 4. janúar 1976. TÍMINN 15 USRAR ÞJÓÐAR Hestarnir hans Tryggva Þórhallssonar. Við vorum að tala um visur, sem fljúga, svo að segja á vængj- um vindanna, og eru munaðar og lærðar af mörgum. Mig minnir það vera vorið 1924, sem Tryggvi heitinn Þórhallsson fór pólitiskan leiðangur um Aust- urland, hélt svo vestur á bóginn og kom i Þingeyjarsýslu á sauð- burði. Þá var afarhart vor i Þing- eyjarsýslum og sjálfsagt viðar, og fénaður gekk yfirleitt óvenju- illa fram. Tryggvi hafði meðferð- is tvo hesta, og kom þeim fyrir hjá Þórólfi i Baldursheimi, á meðan hann stanzaði og hélt fundi i Suður-Þingeyjarsýslu. A þessum tima var frændi minn, Páll Jónsson, bóndi á Grænavatni. Liklega hefur hann verið forðagæzlumaður i Mý- vatnssveit þetta ár, en hvað sem þvi liður, þá var hann andstæð- ingur Tryggva i pólitíkinni, og nú gerði hann sér litið fyrir, kyrr- setti hesta Tryggva, sagði að þeir væru illa útlitandi, og kærði Tryggva fyrir vonda meðferð á hestunum. Tryggvi Þórhallsson tók þess- um aðgerðum með stakri ljúf- mennsku, eins og hans var von og visa. Sagðist vita vel, að hann hefði orðið að ganga of nærri hestunum á ferðalaginu, en hins vegar hefði ekki verið gott við þvi að gera. Vita það og allir, að hest- ar láta auðveldlega á sjá á slikum langferðalögum, þótt ekki verði þeir svo magrir að ástæða sé til þess að setja þá á bakvið lás og slá og banna eigendum afnot þeirra. Mun það og mál sannast, að flestir Þingeyingar hafi verið Páli frænda minum reiðir fyrir tiltækið, og fundizt vera i þvi heldur litil gestrisni. Ctaf þessum atburðum voru ortar nokkrar visur. Eina þeirra langar mig að tilfæra hér, einkum vegna þess, aðflestir, — og þeirra á meðal Páll á Grænavatni — töldu, að aldreihefði sannazt hver ort hefði. Sjálfsagt er faðirinn að henni ófundinn enn. Visan er svona: Hestar þeir, sem Þóri varði, þóttu efni i höfðun máls, horaðir eins og geit i Garði og gengu eins og meri Páls. Orðalag visunnar lýtur að þvi, að Páll frændi minn, sá er klagað hafði Tryggva, átti hryssu, úr- valshross að visu, en þegar hér var komið sögu, var hún orðin gömul og fótaveik. Sömuleiðis hefur höfundur visunnar þótzt vita, að á þessu harða vori væru fleiri skepnur magrar en hestar Tryggva Þórhallssonar. — Og það hcfur ekki tekizt að uppgötva höfundinn á þeim rúm- um fimmtiu árum sem liðin eru, síðan visan var ort? — Ekki mér vitanlega, Ég ber ekki á móti þvi að mig-hafi grun- að, hver faðirinn var, en ekkert get ég fullyrt um það. Var verið að stæla Passíusálmana? — Kannt þú ekki mikið eftir hin frægu Ljósavatnssystkin, sem mörg snjöll visan er við kennd? — Ég heyrði mikið um þau tal- að, kveðskapur þeirra þótti snjall, og var það, og það var eng- in furða, þótt fólk drægi dám af þeim allt fram á mina daga. Sú visa þeirra, sem liklega er þekkt- ust, og mun vera kunn um allt land, er þessi: Fjalla kauða foringinn, fantur nauðagrófur, er nú dauður afi minn, Oddur sauðaþjófur. Þegar ég var krakki, heyrði ég þá sögn, að gamli maðurinn hefði lagt sig i' rökkrinu, sofnað fast, og krakkarnir farið að hafa það i skympingum, að liklega væri karlinn dauður. Siðan hafi þau farið að yrkja um þetta — og auð- vitað ekki i alvöru. Til er bæjarima, sem hefur ver- ið eignuð þessum systkinum. Það kvæði er tilfært i bókinni Skáld- konur fyrri alda II. bindi, eftir dr. Guðrúnu P. Helgadóttur skóla- stjóra, og er þar nefnt Sóknar- sálmur, og einungis eignað systr- unum á Ljósavatni, Rut og Jútit. Þar i eru meðal annars þessar tvær visur: Á Bessakoti býr einn mann, bragnar ófróman kalla þann. Helgi er nefndur halurinn, hann er lögdæmdur skjóðuhvinn. Skolla likur er skjóma grér. Skrambans fála hans kona er. Bessakot er býli i Ljósavatns- landi á milli Vatnsenda og Ljósa- vatns. Og enn fremur: Á Landamóti rikir Rafn, Reiðingadónum sá er jafn. Ofan i buxur bauga grér blóðrauða skinnpeýsu girðer. Kona hans fer með rugl og raus, Rannveig heitir, nærri vitlaus. Ég fer hér með visuna eins og ég lærði hana ungur, en t.d. i Skáldkonum fyrri alda, er prent- að „reiðingadóna”, og orðið „gyrðir” er haft með i en ekki e. Svo ég leyfi mér að vitna enn i Skáldkonur fyrri alda, þá er þar sagt, og leidd að þvi sterk rök, að Sóknarsálmurinn sé ortur á árun- um 1776-1778. Og þá erum við komin að spurningu, sem mér hefur oft hvarflað i hug: Hvað er hér á ferðinni? Það skyldi þó ekki vera, að hér sé verið að stæla sjálfa Passiusálmana? Engum dylst, hve mjög Sóknarsálmurinn likist snilldarverki Hallgrims Péturssonar um bragarhátt, stil og meira að segja orðaval, þótt efnið sé svo gerólikt sem verða má. Passiusálmarnir voru fyrst prentaðir á Hólum árið 1666, og eru þvi rösklega aldargamlir, þegar Sóknarsálmurinn er ortur á Ljósavatni. Enginn þarf að efast um, að sálmar Hallgrims hafi veriðvel kunnir fólkinu á Ljósa- vatni, bæði ungum og gömlum, — og hvi skyldi þá ekki orðhvötum unglingum detta i hug að sækja þangað fyrirmyndir um stil og jafnvel orðfæri lika? — Ég veit þetta ekki, en oft hefur mér dottið það i hug. íslendingar munu halda áfram að yrkja — Það fer nú að liða að lokum þessa spjalls okkar, Höskuldur, en hvað heldur þú uni framtíð lausa visunnar? Heldur hún á- fram að vera okkur meira en gleðigjafi? Verður hún hagnýtur þáttur daglegs lifs I framtiðinni? — Það er alveg vist, að is- lenzka þjóðin breytist ekki svo i náinni framtið, að hún hætti að yrkja. En með hvaða hætti og i hvaða form i það verður gert, veit ég ekki. Hitt er ég alveg viss um, að það verður enginn maður snjall rithöfundur, nema hann finni sér einhvern sérstakan tón, ef ég má komast svo að orði. Fjarri sé mér að áfellast hin svo- kölluðu atómskáld. Enginn veit, hversu mikla vinnu, elju og heila- brot þeir hafa lagt i það, hver og einn, að finna nýtt lag. Hvernig framtiðin verður, skal ég ekki um segja. Sennilega verður hvort tveggja til. Lengi, og kannski allt- af, verða að koma fram menn, sem hallast að „gamla laginu”, gömlu visnagerðinni, Það er at- hyglisvert, að margir höfundar sem við köilum „atómskáld,” geta gert öldungis ljómandi góðar ferskeytlur, þegar þeir bregða þvi fyrir sig. Gaman er að lesa lýsingu llalldórs Laxness á þvi, hve hann hreifst af Jóni Trausta á unglingsárum sinum. En það hef- ur pilturinn i Laxnesi séð, að hann yrði aldrei mikill rithöfundur með þvi að leika Jón Trausta. Það dugði ekki að höggva alltaf i sama farið. Þú spurðir, hvað ég héldi um lausavisuna. Ég geri alveg ráð fyrir þvi, að i framtiðinni verði til fleiri en ein og fleiri en tvær teg- undir af kveðskap og ljóðagerð. Og satt að segja held ég.að það sé ákaflega heilbrigt. —VS. Vatnshorn i Skorradal. Myndin er tekin árið 1954.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.