Tíminn - 04.01.1976, Side 22

Tíminn - 04.01.1976, Side 22
22 TÍMINN Sunnudagur 4. janúar 1976. HEFND ALFANNA — ó, gerðu það, stigðu ekki inni álfalaut- ina Nuala. — Vitleysa Conn, álf- arnir koma ekki út fyrr en á miðnætti svo þeir geta ekki vitað að ég hafi farið inn i lautina. — Trúðu mér Nuala, þeir vita allt. — Það má vel vera, en ég er viss um að þeir geta ekki séð fótsporin eftir mig i mjúku gras- inu. Sjáðu bara þessar fallegu hvitu fjólur. Ég ætla að tina nokkrar i vönd. Álfarnir s já áreið- anlega ekki eftir þeim.— — Æ, Nuala, það vaxa alveg jafn falleg blóm hinum megin á akrin- um. — Ég veit það, en mig langar i þessi. — Það er heimskulegt af þér Nuala, álfarnir munu örugglega hefna sin. — Það ert þú, sem ert heimskur Conn, og þú sem ert orðinn 12 ára. Þó að ég sé tveimur árum yngri er ég miklu skynsamari. Conn og Nuala bjuggu með foreldrum sinum á afskekktum stað á Vest- ur-írlandi. Nálægt heimili þeirra voru margir staðir, þar sem álfar bjuggur. Þeir áttu sér bústað i hverri hæð, hól og þúfu og höfðu börnin margsinnis verið vöruð við því að gera nokkuð sem gæti styggt þá. — Þetta eru fallegar fjólur, Nuala, sagði móðir þeirra, þegar þau komu heim. Hvar fékkstu þær? Nuala hikaði. — Nú, hvar fékkstu þær? Segðu mér það, sagði faðir þeirra. — t álfalautinni stam- aði Nuala. — Hvað oft á ég að þurfa að segja þér að þú mátt ekki taka neitt úr álfalautinni? Ég vona svo sannarlega að ekk- ert illt komi fyrir okkur vegna þessa. Nuala elskaði blóm. Hún setti þau i vasa við hliðina á rúminu sinu. Þegar hún seinna um kvöldið fór upp i her- bergið sitt til að fara að hátta, sá hún að blómin voru horfin. Vasinn var galtómur. Conn var al- veg að sofna, þegar hann heyrði óp koma úr herbergi Nuolu. Hann þaut ásamt foreldrum sinum til herbergis hennar. Þau sáu að Nuola var öll rifin og það blæddi úr henni. Rúmið var fullt af þyrnum. Mamma hennar lyfti henni upp úr rúminu. Við það hurfu allir þyrn- arnir. En þegar Nuala lagðist aftur i rúmið, komu þeir til baka. — Þetta er hefnd, sagði mamma. — Nuala mun aldrei framar geta sofið i rúmi. — Hún getur sofið i minu, sagði Conn. — Ég er hræddur um að það sé ekki til neins, sagði pabbi. Nuala lagðist i rúm Conns, en það hafði verið rétt, sem pabbi þeirra hélt. Rúmið fyllt- ist af þyrnum, en um leið og hún fór úr þvi hurfu þeir. — Ó, ó, sagði mamma, hún getur ekki aftur sofið í rúmi fyrr en hún losnar úr álögunum. Aumingja Nuala varð að sofa á teppi framan við arininn um nóttina. Næsta morgun, þegar fjölskyldan var að bor^ ða morgunverð, birtist Sorcha, ná- grannakona þeirra. — Ég kom til að fá lánuð nokkur egg, sagði hún, — hænurnar minar verpa ekki. — Við erum i voðaleg- um vandræðum Sorcha, sagði mamma. — Hvað er það? sagði Sorcha. Þegar hún heyrði hvað gerzt hafði, hristi hún höfuðið og sagði: — Þetta er slæmt, það er afskaplega erfitt að losna undan álögum álf- anna. Eina leiðin er að reyna að gera eitthvað til að þóknast þeim. — Veiztu um eitthvað sem þeim mundi falla sérstaklega i geð? sagði pabbi. — Jú, ég held að þeir séu mjög hrifnir af tón- list. Ef einhver gæti spil- að undir fyrir þá á meðan þeir dansa yrðu þeir það ánægðir að þeir uppfylltu hvaða ósk sem væri. — Það búa ekki nokkrir tónlistarmenn hér i nágrenninu, sagði raarama. — Rétt er það, sagði Sorcha, og það er leiðin- legt að þú skulir ekki hafa iært að spila á neitt hljóðfæri Sive, þú sem hefur svo fallega söng- rödd. Og það er áreiðan- lega vandfundinn maður, sem getur blistr- að betur en hann Conn. En það er nú vist ekkert við þvi að gera. Þakka þér fyrir eggin, Sive, mér þykir þetta leiðin- legt með Nuolu, en við vitum öll vel að það er enginn barnaleik./ur að ætla sér að glettast við álfana. Conn hafði hlustað af mikilli athygli á allt sem sagt hafði verið, Þegar Sorcha var farin sagði hann: — Mamma, er það ekki sorglegt að það skuli ekki vera neinn, sem getur spilað á hljóð- færi fyrir álfana? Ég vildi óska, að ég hefði lært að leika á hljóðfæri. — Hvernig væri að reyna að flauta fyrir þá Conn, sagði mamma hlægjandi. Conn gat blistrað hvaða lag sem hann heyrði. Flaut hans var svo tært og hreint, að þrestir, mariuerlur og aðrir fuglar svöruðu FRJÁLS VERZLUN FRJALS VERZLUN SÉRRIT UM VIÐSKIPTI OG ATHAFNALÍF Frjáls verzlun 12. tbl. þessa árgangs er lielguö Noregi. Þar cr greint frá efnahagsmálum og utanrikisviöskiptum Norö- manna. Þá er sagt frá hclztu þáttum i atvinnulifi i Noregi, fisk- veiöum, og stefnu Norömanna i hafréttarirtálum og viötal er viö Gunnar Kogstad forstjóra norsku útflutningssamtakanna. i blaðinu er sagt frá útflutningi á islenzkri iönaöarvöru til Noregs og viöleitni til þess aö afla islenzkum iönaöarvörum markaöar. Fjallaö er um fcröamöguleika i N'oregi, sagt frá samvinnu Slippstöövarinnar á Akureyri við norska aöila i skipasmiðum. Þá er greint frá varnarmálum i Noregi. Frjáls verzlun er eitt elzta sérrit landsins og fjallar reglulega um viöskipti, efnahags- og þjóömál. Sérstakir greinarflokkar eru um byggöamálefni, iönaö, stjórnunarmálefni og fleiri mál sem viö kuma viðskiptum. Frjáls verzlun býöur yður velkomin I hóp fastra áskrifenda — UM LEIÐ OG ÞÉR FAIÐ FRJALSA VERZLUN EIGNIST ÞÉR VERÐMÆTI SEM EYKST MED IIVERJU ARI. Til Frjálsrar verzlunar, Laugavegi 178, pósthólf 1193, Rvlk. Óska cftir áskrift. / Nafn Heimilisfang FRJALS VERZLUN Laugavegi 178 — Símar 82-300 og 82-302 honum er hann flautaði. Hann hló þegar mamma hans sagði að hann gæti flautað fyrir álfana, en hann ákvað að reyna. Hann beið þar til fjöl- skyldan var sofnuð, stalst þá út og fór að álfalautinni. Nóttin var dimm, en blómin i kringum lautina lýstu eins og stjörnur svo hann gat auðveldlega fylgzt með þvi sem fram fór. Það var glatt á hjalla hjá álfunum. Einn þeirra var að leika á hljóðfæri, sem líktist flautu, en hinir allir voru að dansa. Conn faldi sig á bak við tré og hlustaði á lag- ið, sem leikið var þar til hann var þess fullviss að hann kynni það. Eftir nokkurn tima lagði hljóðfæraleikarinn flautuna niður. Hann leit út fyrir að vera þreytt- ur. Conn sá, að dansfólk- ið varð vonsvikið. Þau sögðu: — Okkur langar til að halda áfram að dansa. Þá byrjaði Conn að blistra,~álfarnir urðu undrandi og einn þeirra kallaði: — Hvar er þessi dauð- legi maður, sem getur leikið álfatónlist? Conn kom blistrandi fram undan trénu. Álf- arnir dönsuðu og döns- uðu en á meðan hélt Conn áfram að flauta. Að lokum hættu þeir og drottningin ávarpaði Conn og sagði: — Þú hefur glatt okk- ur með tónlist þinni og ætlum við að launa þér með þvi að uppfylla eina ósk fyrir þig. — Mig langar til að þið leysið hana systur mina úr álögum sagði hann. — Álög eru aðeins lögð á þá, sem gera álf- unum einhvern miska, sagði drottningin. — Ég veit það, sagði Conn. Systir min tók nokkur blóm úr lautinni i gær. — Já, sagði drottning- in og við breyttum þeim i þyrna. Hún tók hvitu fjólurnar, sem eru okkar persónulega eign. Við getum ekki liðið það að nokkur dauðlegur mað- ur taki eitthvað úr laut- inni án þess að hljóta refsingu fyrir. — Er nokkur leið að fá hana leysta úr álögum, — sagði Conn. — Já, en það verður erfitt. En þar sem þú hefur skemmt okkur með þvi að blistra lagið okkar ætlum við að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.