Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 11. janúar 1976. TÍMINN 13 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: !>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ititstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðals,træti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu lcr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent R.f; Áhrifaríkt verðlagseftirlit Fyrir nokkru var skipaður nýr verðlagsstjóri og tekið upp áhrifameira og strangara verðlagseftirlit en áður. Hinir nýju starfshættir Georgs ólafssonar og samstarfsfólks hans, hafa þegar borið verulegan árangur, sem skylt er að meta að verðleikum. Með verðmerkingum á vöru, sem er til sýnis, hef- ur verið stuðlað að þvi, að almenningur geti glöggv- að sig betur en fyrr á verðlagi og verðmismun, sem er i búðum. En mestu máli skiptir þó hinn nýi hátt- ur, sem tekinn var upp við sjálft verðlagseftirlitið, er farið var að senda menn á vegum verðlagsstjóra i búðirnar til þess að hyggja þar að verði á varningi og krefjast röksemda fyrir þvi, að það sé réttlætan- legt, og sannreyna það þannig á staðnum. Þetta leiddi þegar i ljós slikar misfellur á verðlagningu, til dæmis i búðum þar sem unglingum var seldur tizkuvarningur, að búðareigendur urðu i sumum til- fellum að lækka verð á einstökum flikum svo að þúsundum króna skipti. Nú mun hafa unnizt timi til þess að fara i þorra búða til slikrar könnunar, og hafa að minnsta kosti allviða verið gerðar umtalsverðar leiðréttingar á verði, einkum i búðum, sem selja tizkuvarning og svokallaðar gjafavörur. Hefur komið i ljós eins og vænta mátti, að mjög er misjafnt, hve vönduðum höndum hefur verið farið um verðlagningu. í mat- vörubúðum og búsáhaldaverzlunum hafa miklu minni misfellur komið fram en i sumum búðum annarrar tegundar. Nokkrir, sem brotlegir hafa gerzt á grófan hátt, hafa verið kærðir, enda verður að fylgja eftirliti af þessu tagi vel eftir. Vaknar sú spurning, hvort ekki beri að birta nöfn þeirra búða, sem fellt hafa á sig sekt, fólki til viðvörunar og leiðbeiningar. En þeim, sem gert hafa verðlagseftirlitið gagnlegra en áður — viðskiptaráðherra, verðlagsstjóra og starfsfólki hans ber að þakka góða framgöngu. Höfnum brezkri vöru Bretar nota álitlegan hluta herskipa sinna til þess að standa vörð um rányrkju mikils togaraflota á viðkvæmum fiskimiðum við land okkar, vitandi það sem öllum er kunnugt, að fiskstofnarnir eru i bráðri hættu. Auk þess hafa þeir þar i þjónustu sinni eins konar leigudáta, likt og tiðkazt hefur i löndum blökkumanna i Afriku, þar sem huldumenn heyja skæruhernað eða strið i eignhagsmunaskyni. I þokkabót gera foringjar hinna brezku herskipa sér að leik að sigla á varðskipin islenzku án þess að horfa i, að sá grái leikur getur valdið manntjóni hvenær sem er. Þegar við íslendingar stöndum andspænis þessu, vopnlaus smáþjóð, er i meira lagi hlálegt, að þess skuli yfirleitt finnast nokkur dæmi, að islenzkt fólk hafi geð i sér til að kaupa brezka vöru, nema brýn- ustu nauðsyn beri til, og leggist meira að segja svo lágt að fara innkaupaferðir til Bretlands. Það er ömurleg saga og vitnisburður um beina litil- mennsku, að til skuli vera fólk, sem hyllist til þess að ausa fémunum i gin Bretans á sömu mánuðum og misserum og hann beitir okkur hervaldi i kúgunarskyni og ógnar bæði islenzkum mannslifum og sjálfum tilverugrundvelli þjóðarinnar. Svei, þess konar íslendingum. — JH ERLENT YFIRLIT Ford skipar konu sendiherra í London Mesta tignarstaða, sem amerísk kona hefur hiotið AF ÞVI, sem hér er rakið, virðist mega ráða það, að frú Armstrong sé hinn athafna- samasti kvenskörungur. Ýms- ir kvensendiherrar Banda- rikjanna hafa hins vegar verið umdeildir og gildir það ekki sizt um Shirley Temple Black, sem nú er sendiherra Banda- rikjanna i Ghana. Hún er talin eiga stöðuna meira að þakka leikkonufrægð sinni en viður- kenndum diplom atiskum hæfileikum — Þ.Þ. SAMKVÆMT frásögnum bandariskra blaða, hefur Ford forseti ákveðið að skipa konu i sendiherraembætti Banda- rikjanna i London. Vegna fyrri tengsla Bandarikjanna og Bretlands þykir þetta virðu- legasta sendiherraembætti Bandarik janna og y firleitt eru ekki aðrir valdir i það en þeir, sem forsetinn vill sýna sér- staka virðingu. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi, að mikil risna fylgir embætt- inu frá fornu fari, og eru þvi yfirleitt ekki aðrir valdir i það en þeir, sem hafa efni á að borga meðsér.Sá maður, sem siðast gegndi embættinu, Elliot L. Richardson, sem nú er orðinn ráðherra að nýju, tók ekki við þvi, nema hann fengi aukafjárveitingu til risnu. Þingið veitti honum hana, þar sem hann var ekki talinn það fjáður, aðhann gæti borgað með sér úr eigin vasa. Konan, sem verður sendi- herra i London, er fimmtánda Bandarikjakonan, sem hefur verið skipuð I sendiherraemb- ætti. Bandariskar konur, sem áður hafa gegnt sendiherra- embættum, voru Perle Mesta i Luxemborg, Clare Boothe Luce i Róm, Eugenie Ander- sen i Kaupmannahöfn, Fran- ces E. Willis i Bern og siðar i Osló, Catherine Elhus White i Kaupmannahöfn, Margaret Joy Tibbets i Osló, Patricia Robert Harris i Luxembourg, Carol Loise i Nepal, Eileen Donovan i Barbados. Fimm bandariskar konur gegna sendiherraembættum um þessar mundir eða þær Jean M. Wilkowsky i Lusaka (Zam- bia), Ruth Farkas i Luxem- bourg, Nancy Rowls i Lome ' (Togo), Shirley Temple Black i Accra (Ghana) og Mary Olmsted i Port Moresby (Papua-New Guinea). Eins og sést á framan- greindu yfirliti hafa banda- riskar konur ekki gengt veiga- miklum sendiherraembættum fram að þessu, nema helzt Clare Boothe Luce, sem var Anne L. Armstrong Þegar Shirley Temple lék sendiherra ur Fords. Hún er fædd i New Orleans 27. desember 1927, dóttir auðugs kaupmanns Ar- mant Legendre, sem var kom- inn af þekktri kreólaætt i Suð- urrlkjunum. Að loknu há- skólanámi vann hún um skeið sem aðstoðarritstjóri við Harper’s Bazaar, en hætti þvi starfi, þegar hún giftist rikum stórbónda i Texas, Tobin Armstrong. Hún fylgdi demó- krötum að málum i uppvexti sinum og vann m.a. öfluglega fyrir Truman i I forsetakosn- ingunum 1948. Hún snerist hins vegar á sveif með repu- blikönum i forsetakosningun- um 1952 og átti aðdáun hennar á Eisenhower sinn þátt i þvi^ Eftir það tók hún mikinn þátt i flokksstarfi republikana i Texas, þar sem langafi hennar Leonidas Jefferson Storey, hafði eitt sinn verið vararikis- stjóri. Vegna þess hve vei henni var ágengt i Texas, hófst hún til áhrifa i lands- samtökum republikana og hefur hún gegnt mörgum trúnaðarstörfum á vegum þeirra, m.a. verið formaður þeirra um skeið. Hún vann mikið fyrir Nixon i forseta- kosningunum 1968 og 1972 og hlaut að launum eftir siðari kosningarnar, að Nixon skip- aði hana sérstakan ráðunaut i Hvita húsinu og voru henni falin þar ýmiskonar einstök verkefni. Hún hefur tekið þátt i ýmsum alþjóðlegum ráð- stefnum. Til dæmis var hún fulltrúi Bandarikjanna á mat- vælaráðstefnunni i Róm 1974. Þá kom hún mjög við sögu kvennaársins. Auk þess á hún svo sæti i stjórn margra þekktra stórfyrirtækja, þar á meðal Union Carbide, Ameri- can Express, International Harvester og First City Bank Corporation of Texas. Það hefur verið tilkynnt. að eiginmaður hennar muni fylgja henni til London og vera henni til aðstoðar þar. Þau hjón eiga fimm börn, þar á meðal tvibura, sem eru 19 ára. sendiherra i Róm, og mun frægust þessara kvenna, en hún var þekktur rithöfundur og átti sæti á Bandarlkjaþingi um skeið. Það þykir mik- ill virðingarauki fyrir konur vestra, að nú skuli ein þeirra vera skipuð i virðulegasta sendiherraembætti Banda- rikjanna. Ekki er ósennilegt, að hér sé um að ræða áhrif frá kvennaárinu. Ef til vill er þetta lika eins konar uppbót vegna þess, að ekki varð neitt úr þeirri ráðagerð, að Ford skipaði konu i hæstarétt. KONA sú, sem Ford hefur ákveðið að skipa sem sendi- herra Bandarikjanna i Lond- on, er Anne Legendre Arm- strong, sem hefur tekið mik- inn þátt i flokksstarfi repu- blikana á undanförnum árum og gegnt hefur störfum i Hvita húsinu, fyrst sem ráðunautur Nixons og siðar sem ráðunaut-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.