Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 25

Tíminn - 11.01.1976, Blaðsíða 25
Sunnudagur 11. janúar 1976. TÍMINN 25 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson HRESSANDI BLOÐBAÐ OG SVART ER ORÐIÐ SVART A NÝ Tónabió Borsalino og Co. Leikstjóri: Jaques Jardin Aðalhlutverk: Alain Delon, Ricardo Cucciolla, Daniel Ivernel, Catherine Rouel, Lionel Vitrant, Reinhardt Kolldehoff. Frönsk, með ensku tali. Eitt sinn var tilveran einföld. Þá voru glæpamenn glæpa- menn, óvinir þjóðfélagsins, sam- einaðir i baráttu sinni við lögin. Þá voru glæpamyndir einnig einfaldar, ferill þeirra fyrirsjáan- legur og gat ekki — mátti ekki — leitt til hagstæðrar niðurstöðu fyrir hin verri og myrkari öfl þjóðfélagsins. Siðar breyttist þessi einfald- leiki og umsnerist. Glæpamaðurinn var ekki leng- ur glæpamaður heldur skilnings- vana og afvegaleitt barn, sem umhverfi og rangt uppeldi hafði leitt i vegvillur. Hann þjáðist meir vegna verka sinna en fórnarlömb hans, hann þráði skilning þjóðfélagsins, en gat ekki komið óskum sinum á fram- færi öðruvisi en um skorna hálsa og sundurskotin kviðarhol. Þá kom timabil hinna barngóðu morðingja og ástsjúku banka- ræningja, sem þjóðfélagið átti að bjarga með ástúð og hlýju — bjargaúr klóm einkennisklæddra óvætta, sem hrintu saklausum út i myrkur og eymd lögleysunnar. Þá var sekt lögreglunnar sönnuð;grim.ndarverk hennar af- hjúpuð, og máttu glæpamyndir ekki enda með hennar sigri. Það var um þessar mundir að mafiuforingjarnir urðu elskandi fjölskyldufeður og viðkvæmir syrgjendur, sem að visu skutu fyrst, en grétu þó altént yfir fold- um fórnarlambanna á eftir. Þá var það að einhverjum datt snjallræði i hug. Snjallræði, sem hefur siðan leyst eitt af verstu vandamálum kvikmyndafram- leiðenda og leyst það fyrir fullt og allt. Þegar glæpamynd er fram- leidd tekur framleiðandinn af- stöðu gagnvart efni hennar. Það er slæmtað þurfa að taka afstöðu, en þvi miður óhjákvæmilegt og þvi varð kvikmyndaframleiðandi ávallt að sætta sig við að það voru aldrei allir sammála honum. Tæki hann afstöðu með lög- reglunni, fékk hann allt umbóta- sinnað og gáfað fólk á móti sér. tæki hann afstöðu með vesalings glæpamanninum risu feitu kapitalistasvinin með peninga- veskin sin að vopni gegn honum. Snjallræðið.sem fyrr var á minnzt, losaði kvikmyndagerðar- manninn úr þessari klipu — leiddi hann hinn gullna meðalveg og tryggði honum samúð allra. Snjallræðið var einfaldlega það, að i stað þess að láta lögreglu berjast við glæpamenn og glæpa- menn við lögreglu, þar til annar hvor aðilinn bar sigur af hólmi, var att saman tveim glæpamönn- um og sá skárri látinn sigra i viðureigninni. Lögreglan sat hjá og taldi likin. Framfarir. Með stút og stelpu Borselino og Co. fjallar um viðureign stráks með stút og stelpu, við miðaldra mann með grettu og Hitlersorg. Báðir tilheyra þeir Mafiunni, þeim elskulegasta ai öllum elskulegum fjölskylduklúbbum, en þó hvor með sinu lagi. Siffredi, sá ungi með stútinn og stelpuna, er af gamla skólan- um og rikir með glæsibrag yfir undirheimum Marseilleborgar i Frakklandi. Hann á og rekur vændishús borgarinnar, spilaviti hennar og helztu opinbera skemmtistaði og nýtur lifsins likt og við öll vildum njóta þess ef okkur gæfist kostur á. Volpone, sá eldri með gretturnar og Hitlersorgið, er þar á móti framfarasinnaður, pólitiskur og leitandi. Hann vill hreinsa til i undirheimum borgarinnar, losa hana við eitur- áhrif Siffredi og félaga, til þess að geta hugað að viðskiptum sin- um með hiiia krifftalshvitu lausn vestrænnar menningar frá hörmungum tilveru sinnar og niðurlægingar, Heroin, i friði og spekt. Siffredi er óvinur þjóðfélagsins, Volpone vinur þess og velunnari. Milli þeirra hlaut að brjótast út styrjöld. Einfaldleikinn endurheimtur Og þar meö er tilveran einföld á ný. Svart og grátt skiptist á þannig að hinn almenni borgari fær skilið rás atburða — hið hvita er ekki þess vert að festa það á filmu, nema þá i duftformi. Hressandi andvari bærir loftið, púðureimur fyllir vitin og það verður aftur gaman að lifa. Siffredi og Volpone takast á i glimunni miklu og áhorfandanum gefst færi á að sjá fólk limlest og drepið eftir öllum kúnstarinnar reglum. Vélbyssur gelta, ikveikjur lýsa upp nóttina, brennisteinssýran kraumar, haglabyssan hrærir i innyflum og vinið flýtur. 1 kaupbæti fáum við svo spánýja og ferska drápsað- ferð, sem óneitanlega er með þeim nettari. Sá skárri sigrar svo auðvitað að lokum og heldur til fyrirheitna landsins, Bandarikjanna, þar sem hann hefur vafalitið gerzt guðfaðir með fleiru. . Stúturinn og stelpan fara með. Segi hver það sem hann vill um fjöldaframleiddar glæpamyndir. Deili hver sem hann má á þessa — þvi að henni má margt að finna — en fram hjá þvi held ég að enginn komist, að þrátt fyrir alla sina vankanta, þrátt fyrir bros- lega klaufalega þætti á við og dreif um hana, já þrátt fyrir greinilegan skyldleika hennar viðsvomargar aðrar samskonar kvikmyndir, þá er hún verulega hressandi. Hún svalar blóðþorstanum, sem virðist enn svo rikur i okkur, þrátt fyrir alla menninguna og bókmenntirnar. Pabbadrengur Pabbadrengurinn kvenlegi, Alain Delon, sómir sér nokkuð vel i hlutverki Siffredi. Hann ber allt yfirbragð ofdekraðs sykurbarns með sér og þarf þvi ekki annað en að haida svip sinum frosnum og tala með augunum, sem hann og gerir óspart. Ricardo Cucciolla sem fer með hlutverk Volpone, er alger and- stæða Delons að þessu leyti. Að visu gerir hann einnig þolanlegar tilraunir til augnaspils, en beitir aftur á móti ekki frystum vöngum. Hann rykkist og skrykkist i andliti, likt og hver annar Foringi, svo að undravert virðist að höfuðið helst saman. Einnig hann kemst velfráhlut- verki sinu, en þó einkum vegna þess hve vel hann fellur inn i efni myndarinnar. Hann á heima þar með fettur sinar og brettur og án hans væri hún ekki söm. Aðrir leikendur kunna flestir að halda á vélbyssum og uppfylla þvi þær kröfur sem hægt er að gera tilþeirra. Þrátt fyrir vankanta Semsé — hressandi mynd, blóðug og jafnvel stöku sinnum ofurlitið spennandi. Hún kemur ekkiáóvart fyrir neinar sakir, er fyrirsjáanlegogeinföld isniðum. Að sjá hana er likt ög að hitta gamlan kunningja, sem að visu hefur ekki til að bera sérstakar gáfur og bætir litlu við þekkingu umhverfis sins, en er þó viðræðugóður og vel til þess fallinn að biða með á biðstofu tannlæknis. Einn galli er þó á mvndinni, sem er litt skiljanlegur. Það fer vitlaus endi inn i ofninn og þvi er lokaatriði myndarinnar ekki nýtt sem skyldi. -HV. ÞESSI STJÖRNUBÍO STEINDRÁPUR SIÐA ER OPIN Nokkuð venjuleg hasarmynd, sem þó tilheyrir fremur skárri hluta sinnar tegundar. Endurvakning á blóðugum hefndarvigum Mafiunnar og að mörgu leyti óvanalega skynsamlega unnin kvik- mynd. Bronson er þarna i sinu rétta umhverfi og tekst að gera myndina sæmilega, jafnvel rúmlega það. HAFNARBÍÓ: Vegna fyrirspurna, sem bor- izt hafa, skal það skýrt tekið fram,aðsiða þessier opin öllum þeim, sem vilja létta á hjarta sinu i'sambandi við kvikmyndir. Athugasemdir, fyrirspurnir og annað á jafn greiðan aðgang að horninu og skrif umsjónar- manns þess og geta þeir sem hug hafa á sent ábendingar sinar eða annað efni merkt Kvikmyndahorninu, til rit- stjórnar Timans. GULLÆÐIÐ Það er sem fyrr, að það er enginn svikinn af meistara Chaplin. Honum lætur það vel að sýna hlutina frá sérstæðu sjónarhorni og draga fram i dagsljósið mannlega tilburði, sem alla jafna eru okkur huldir, bæði til umhugsunar og ánægju. Enginn kann að leika á hinar viðkvæmari taugar hugans jafn vel og hann og enginn getur heldur gert jafn sársaukalaust grin að mannlegum tilfinningum. Gullæðið er, sem búast mátti við, verulega ánægjuleg mynd og Hundalif, sem sýnd er með, er ekki siðri. Beztu meðmæli. — HV. GAMLA BÍÓ: HRÓI HÖTTUR Sem lyrr er Gamla bió með jólamynd úr hópi fremstu verka Disney kvikmyndaversins. Að þessu sinni Hróa hött. Sem aðrar tfeiknimyndir Disneys er þessi gædd flestu þvi sem eina teiknimynd má prýða. Hún er frábærlega unnin að öllu leyti. Söguþráður hennar, persónusköpun og efnismeðferð hlýtur aö hrifa hvern mannlegan huga. Gamla bió hefur á undanförnum árum skapaö sér þá skemmti- legu venju að sýna teiknimyndir um jól og nú er svo komið að það er oröinn fastur liður á tilhlökkunarskrá jólanna að sjá jólamynd biós- ins. Megi venja þessi verða sem lengst við lýði. _ HV. HÁSKÓLABÍÓ: LADY SINGS THE... Hér er á ferðinni nokkuð góð mynd um feril bandarisku jasssöng- konunnar Billie Holiday, þar sem glitofnu yfirborði stjörnunnar er hafnað, en þess i stað reynt að grafast ofurlitið undir yfirborðið, i átt til raunverulegrar tilveru hennar. Lögð er mikil áherzla áaðsýna niðurlægingu hennar sem eiturlyfjaneytanda og um leið skyggnzt ofurlitið inn i þá baráttu, sem býr að baki velmegunar flestra stjarna. Sem sagt góð mynd. — HV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.