Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.04.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Köstudagur 2. april 1976. Þrímöstruð freigáta begar Pétur mikli, sem var keisari i Rússlandi á 17. og önd- verðri 18. öld, smiðaði sitt fyrsta skip með eigin höndum, kom honum vart til hugar, að alveg sams konarskip yrði sjósett um 200 árum siðar. Samt sem áður má nú sjá það með rá og reiða og öllu tilheyrandi, þar sem það liggur við festar í höfninni i Leningrad. bessi þrimastraða freigáta , Neva, var smiðuð af ungum borgarbúum, sem i allt voru 30 aö tölu og á aldrinum 17 til 18 ára. bau hafa lokið prófi frá verknámsdeild i gagnfræða- skóla og vinna nú sem renni- smiðir eða vélamenn i verk- smiðjum. bau eiga það sam- eiginlegtað hafa mikinn áhuga á öllu, sem viðkemur sjóferðum og sögu. Skipstjóri þeirra, Rudolf Pozhogin, er 37 ára og starfar sem tækniteiknari. Neva var smiðuð eftir teikningum hans, og stjórnaði hann jafnframt framkvæmdinni. Ungmennin fengu gamlan fiskibát, og gerðu nauðsynlegar breytingar á honum. Verkið tók heilt ár, og þau gerðu sjálf allt sem gera þurfti. bau söfnuðu rekaviði, reistu möstur og trissur, saumuðu segl og skáru út fjalir og borð til skreytinga. Dagbók skipsins er full af alls kyns ævintýralegum frásögnum af sjóferðum, þátttöku þeirra i' hátfðarhöldum vegna 250 ára afmælis frægs minnismerkis i borginni og af töku myndar- innar „Star of Enchanting Happiness”, sem fjallar um at- burði i sögu Rússlands. Annars er skipið og áhöfnin oft leigð af kvikmyndafrarnleiðendum, og fylgja hér þrjár myndir, sem teknar voru við upptöku á sjón- varpsleikriti, sem virðist, eftir búningum að dæma, eiga að gerast á 18. öldinni. DENNI DÆMALAUSI ,,Og þetta er litli sonur okkar, sem hefur verið óþekkur i morg- un.” ,,Já, kallaðu mig bara litla hornaflónið.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.