Tíminn - 02.04.1976, Page 20

Tíminn - 02.04.1976, Page 20
20 TílVlINN Föstudagur 2. april 1976. kjarabot Allt dilkakjöt Á GAMLA VERÐINU Jarðarber 1/1 ds. kr. 254.- Royal búðingar pr. pk. kr. 64,- Emm-Ess is 1 liter kr. 167,- Hveiti 5 lbs. kr. 248,- Strásykur pr. kg. kr. 135,- Ora gr. baunir 1/1 ds. kr. 148,- Frosin ýsuflök pr. kg. kr. 175,- Páskaegg — Páskakerti á Vörumarkaðsverði Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavikur, Njarð- vikur, Grindavikur og Guilbringusýslu. Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða i lögsagnar- umdæminu hefst mánudaginn 12. april 1976 mánudaginn þriöjudaginn miövikudaginn þriöjudaginn miövikudaginn föstudaginn mánudaginn þriðjudaginn miövikudaginn fimmtudaginn föstudaginn mánudaginn þriöjudaginn miövikudaginn 12. aprfl ö-l — Ö-75 13. april Ö-76 — Ö-150 14. april 0-151 — Ö-225 20. aprfl Ö-226 — Ö-300 21. apríl Ö-301 — Ö-375 23. aprfl Ö-376 — Ö-450 26. aprfl Ö-451 — Ö-525 27. aprfl Ö-526 — Ö-600 28. aprfl Ö-601 — Ö-675 29. aprfl Ö-676 — Ö-750 30. aprfl Ö-751 — Ö-825 3. mai Ö-826 — Ö-900 4. mai Ö-901 — Ö-975 5. mái Ö-976 — Ö-1050 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar að Iðavöllum 4 i Keflavik og verður skoðun framkvæmd þar á fyrr- greindum dögum milli kl. 9—12 og 13.00—16.30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðagjöld fyrir árið 1976 sé greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hiut eiga að máli. Vakin er sérstök athygli á þvi, að auglýs- ing þessi varðar alla eigendur ö-bifreiða, hvar sem þeir búa i umdæminu. Bæjarfógetinn i Keflavík, Njarðvik og Grindavik. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Lesendur segja: Guðni J. Þórarinsson: „íslenzkumann til útvarps og sjónvarps til verndar mólinu" INN Sjá frásðgn af málinu á bls. 2 ár komið fyrir í bátsferð eftir smyglvarn- ?um og f löskum af áfengi. Hann hafði áður 'm að eima snjóblautan spíra I Málvillur eru algengar i dagblööum. Hér fylgir eitt dæmi. Tilefni þessara orða er frétt, sem kom i sjónvarpinu fyrir fá- um dögum t fréttinni var talað um að til- tekinn höfundur hefði „hannað” sviðsmynd. Er ekki frambæri- legt að „mála” eða „teikna” myndir lengur? Vilt þú láta „hanna’ á þér andlitið? Mikil er óaðgæzla okkar nú- tima íslendinga á meðferð móð- urmálsins. Ætla mætti, að Rikisútvarpið hefði hér forystu um smekklegt tungutak. Þrá- látur efi sækir þó að um forystu þess, þegar hlýtt er á fréttalest- urinn. Hér skulu tilfærð nokkur dæmi um klaufalega og smekklausa framsetningu og ofnotkun orða, svo að þau verða að hálfgerðum skripum. I skyndiverkfalli togarasjó- mann i vetur var svo að orði komizt i fréttum: „Togararnir eru nú margir á landleið”. Eg sá fyrir mér togarana á leið um vegi landsins, eða veg- leysur. Fréttamenn láta ekki hjá liða að skiptast á skotum, ef tæki- færi gefst. Varla er háður svo skotbardagi i heiminum, að fréttamenn við útvarp og blöð fari ekki að „skiptast” á skot- um. Ósjaldan hljómar eitthvað þessu likt i eyrum manna, er „Óeirðir brutust út I borginni i dag og „skiptast” menn á skot- um”. t fréttum af slysförum i um- ferð er gjarna sagt: „Maður slasaðisti umferðarslysi i dag”, eða,„maður varð fyrir um- ferðaslysi”. Slasast menn ekki I „umferðinni”? Þarf lika að segja i „slysi”? Þá heyrir maður einnig oft: „Kennsla fellur niður vegna veðurs”, eða „Fundurinn fellur niður vegna veðurs”. Er það nokkuð verri framsetning að segja: „Kennsla fellur niður vegna4færðar?” t umræðuþætti i sjónvarpinu fyrir nokkru komst einn þátt- takenda þannig að orði: „Ef reksturskostnaöur er mjög dýr”. Vistkann konunni að hafa orðið á i messunni hér. Þetta sýnist saklaust, þvi menn geta jú mismælt sig. En getur ekki rekstrarkostn- aður lika orðið mikill? Kemur það ekki lengur fyrir? Þá er það væntanlega. „Væntanlega” verður komin stórhrið i þessum eða hinum landshlutanum eftir tilsettan tima, segja veðurfræðingar. Brjóstumkennanlegt það. Að óska eftir óveðri yfir heila landshluta til að tolla i tizkunni. Já,fyrr má nú rota en dauðrota. Hvað eruð þið veðurfræðingar og aðrir „stórkallar” að reyna að gera úr þessu saklausa orði, „væntanlega”? „A ungum aldri”, heyrist stundum af vörum hinna mæt- ustu manna. Er ekki nóg að hann eða hún séu ung? Þurfa þau lika að vera á aldri? í sjónvarpinu i fyrra var skemmtiþáttur sem nefndist „Ugla sat á kvisti”. Þar var annað hvert orðasamband: „ég kem til með”, ,,þú kemur til með” eða þið komið til með”, hjá stjórnanda þáttarins. Orðið almennt: látlaus vella." Aimeimi,~aimennt, almennt. í útvarpsleikriti fyrir fáum dögum varþettasagt: „Og hvað getur þú svo ,,almennt”sagt um þennan mann?”. Mikið var lika búið að stagast á þessu vesa- lings orði i kjarasamningunum á dögunum. Hvað vilt þú „almennt” segja um álit þitt? Þó tekur fyrst steininn úr, þegar vesalings veðurfræð- ingurinn reynir að útskýra almenn veður i hinum og þess- um landshlutanum. Risar eru þeir er vinsældum eiga að fagna hjá útvarpsmönn- um. Stórþjóðirnar Rússar og Bandarikjamenn, „risaveldin” gerðu með sér samkomulag. Blessaðir sleppið stöku sinn- um þessu „risatali”. Það er skelfilegt að viti bornir menn skuli tröllriða svona einstöku orðum og leggja önnur i einelti, hreint einsog um lif sé að tefla. Engar fréttir hafa lengi borizt frá riki konunganna, en hins vegar hafa borizt fréttir frá „konungdæmum” hinna ýmsu landa. Ni skal spjótum beint að barnabókahöfundi. Það var sannarlega undarlegt að heyra nú fyrir skömmu I upplestri úr barnabók i útvarpi að þar var kettlingur látinn „drekka” mjólkina sina. Athygli vakti, að i þessum eina upplestri var þetta orð, „drekka”, notað ekki ósjaldan, og nærri eingöngu um þá athöfn kattarins að lepja mjólkina sina. A minum uppvaxtarárum var mér kennt að kýr, kindur og hross drykkju, en hundar og kettir leptu. Ég veit ekki annað en dýrin haldi enn óbreyttum siðum, að minnsta kosti hér 1 austanlands. Nóg um þessa upptalningu i bili. Ég vildi gjarna beina orð- um minum til útvarpsráðs og spyrja, hvort útilokað sé að fá til starfa úr röðum „mennta- manna” þokkalegan islenzku- mann, sem bæri skynbragð á „þokkaléga” framsetningu islenzks máls. Þessi maður hefði eftirlit með fréttatextum, tilkynningum og fleira. Það er full þörf fyrir einhvers konar eftirlit eða að- hald hvað málfar i fjölmiðlum snertir. Einhæfni i orðavali og ofnotk- un margra orða er aldeilis undrunarefni. Ef athuguð eru orðin „almennt” og „vænt- anlega”, þá sjá allir skynsamir menn, að upprunaleg merking þeirra er að glatast, og er raun- ar glötuð að sumu leyti. Eða, hvað um eftirfarandi setningu, sem heyrðist i útvarpi fyrir fáum dögum: „Hvað vilt þú segja um skapgerð hans „a'lmennt' ? Við hvað er átt? Getur einn komið i stað almenn- ings? Menn geta verið svo miskunn- arlausir og litilf jörlegir, aö þeir ráðist að orðum, togi þau og teygi og velti þeim svo upp úr svaði tizkufyrirbrigðanna, að þau verða að hálfgerðum skrip- um, og þá þar með þessir orða- smiðir með. Útvarp og sjónvarp þyrftu að ráða til sin mann, sem hefði góða tilfinningu fyrir islenzku máli. Hann þarf að vera laus við halarófuhátt tizkusnobbara. Heilbrigður, hreinlátur islenzkumaður. Þennan mann þyrfti að setja yfir fréttadeildirnar. Með þökk fyrir birtinguna Guðni J. Þórarinsson, Másseli. Sjónvarp og útvarp eru miklir áhrifavaldar um daglegt málfar i landinu. Af þeim fjölmiðlum læra börnin mál sitt að verulegu leyti. V

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.