Tíminn - 02.04.1976, Side 21

Tíminn - 02.04.1976, Side 21
Köstudagur 2. april 1976. ''TÍMINN 21 „Áfram stiórnarskrárnefnd'', segir J.K., og hvetur einnig til niðurfellingar á lögum þeim, sem nú gilda um greiðslur orlofsfjár J.K. hringdi: Ég vil láta i ljós samstöðu með þeim hugmyndum Hanni- bals Valdimarssonar, formanns stjómarskrárnefndar, að þær breytingar verði meðal annars gerðar á stjórnarskránni, að Alþingi verði ein málstofa og alþingismönnum verði fækkað, jafnvel i f jörutíu og átta, sem ég tel alveg nægilegan fjölda. Það er annars gleðilegt að verða þess var, að stjórnar- skrárnefnd er vel lifandi og starfsglöð. Vonandi heldur hún vöku sinni og leggur fram vel grundaðar tillögur um eðlilegar og nauðsynlegar breytingar, sem miðist við það að þjóðin sniði sér stakk eftir vexti, jafat inn á við sem út á við. I annan stað, vegna umræðna um orlofsfé og vanefndir at- vinnurekenda á greiðslum i þvi sambandi, mætti spyrja hvort þetta orlofsgreiðslukerfi sé ekki orðið úrelt. Ég held að við, sem eigum þessa peninga, séum fullfær um að varðveita þann hluta launa okkar, jafnt og hin útborguðu laun. Þvi er spurningin sú, hvort ekki sé kominn timi til að hið opinbera.hætti að hafa hér hönd i bagga, eins og um börn sé að ræða. Ég legg einfaldlega til að lög um orlofsfé verði úr gildi felld með öllu, og létt sé þar með ofurlitið á skriffinnskubákninu i þjóðfélaginu. Útborguð laun hækki sem þvi svarar, eða kannski vel það, vegna þess sparnaðar, sem af þessu myndi leiða. Vilja ekki forráðamenn laun- þega taka þetta mál til athugun- ar og umræðna, bæði stjórn ASI og stjórnir hinna einstöku félaga? Mér kæmi það ekki á óvart, þótt launþegar almennt vildu hér breytingu á. Tekjustofn handa Landhelgisgæzlunni Fylkir Ágústsson Fjarðar- stræti 13 á ísafirði, rekur hug- myndir, sem fram hafa komið um fjáröflun handa Landhelgis- gæzlunni, og bætir siðan sinni hugmynd við: „Einhverjir Alþýðubanda- lagsmenn fluttu fyrir skömmu tillögu á Alþingi um 25% innflutningstoll á allar vörur, sem við kaupum frá Bretlandi. Hvort sem hér lá að baki fjáröfl- un fyrir landhelgisgæzluna eða það að koma i veg fyrir, eða minnka, vörukaup okkar frá Bretlandi veit ég ekki. Morgun- blaðið var hins vegar ekki hrifn- ara af þessari fjáröflunarleið en það, að Staksteinar kalla hana „vanhugsaða aðgerð með öfug- snúnar afleiðingar” og „refsi- skattheimtu”. Þessi „bráö- snjalla” fjáröflunaraðferð átti að gefa um 2000 milljónir króna i rfkissjóð miðað við 8 milljarða innflutning frá Bretlandi á sl. ári. Staksteinar voru einnig búnir fyrir hönd Breta, að leggja 25% innflutningstoll á allar islenzkar vörur i Bret- landi, og kæmi þvi tilfaga AB-manna okkur i koll. Ef þessi tillaga AB-manna hefði komizt i Féll niður Vegna mistaka i prentsmiðju féll niður nafn þess, er kom á framfæri tillögum um sparnað oliu hjá fiskibátaflotanum i lesendadálkum okkar á mið- vikudag. Það var Hjálmar Vil- hjálmsson, fyrrverandi ráðú- neytisstjóri, sem hringdi þessar hugmyndir til okkar, og varð Hjálmar fyrstur manna til að notfæra sér simaþjónustuna. framkvæmd, þá hefðu „aðeins” brezkar vörur hækkað i verði, og við kaupendur orðið að kaupa dýrari vöru en ella, og kaupið verið rýrara. Hins vegar held ég að AB-menn hafi aðeins ætlað að finna einhverja leið til fjár- öflunar fyrir landhelgisgæzluna án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum, en talið að al- menningur i landinu myndi þvi minnka við sig kaup á brezkum vörum. Við skulum nú ihuga hvort forsætisráðherra hafi ekki likað þessi tillaga, hann hefur jú verið að tala um aukið fjármagn til gæzlustarfa. Forsætisráðherra mun hafa sagt á Alþingi, að ekki yrði komizt hjá þvi að afla fjár til landhelgisgæzlunnar með skattlagingu. Ef skattleggja á brezkar vör- ur er það kallað vanhugsuð að- gerð með öfugsnúnar afleiðing- ar” en ef hækka á sölu skatt, hækka persónuskatta, eða leggja á landslýö „nef-land- helgisskatt”, þá heitir það vist óhjákvæmileg fjáröflun. Já, hvað er nú hvitt og hvað svart? Hver er þá munur á skattlagn- ingu og skattlagningu? Allir viðurkenna nauðsyn þess að efla landhelgisgæzlu, fá fleiriskip og flugvélar, og annað skip i stað- inn fyrir Þór, sem brátt verður ósjófær vegna sifelldra ásigl- inga brezkra herskipa, og allir vita að efling gæzlunnar kostar peninga. Almenningur telur sig skattpíndan og hafa ekkert af- lögu. Ráðamönnum þjóðarinnar dettur ekkert i hug annað en skattpining.ogaðdeilaum hvað sé refsiskattur og hvað sé „nauðsynjaskattur”, en eru þó sammála um það aö ná pening- um úr launaumslögum lands- manna. Já, hvað er hvitt og hvað svart. Þá hlýtur spurningin að vera um hvernig við getum aflað fjár til land- helgisgæzlu, án þess að það komi við launaumslög lands- manna, en iþyngi pyngju t.d. Breta, og fleiri. þ.e. hafi ekki „öfugsnúnar-afleiðingar.” Skattur á þá, sem gleyma að verja okkur Suður á Miðnesiheiði er ame- riskt herlið I umboði NATO að „verja” okkur gegn innrás sumra. Ég tók mér i hönd fjár- lög fyrir árið 1976 og ætlaði að leita að tekjum fyrir leigu lands, eða aðstöðugjaldi, en ekkert kom I leitirnar annað en nokl^ra milljóna króna hagnaður af sölu sorps af vellinum, og kallast það hagnaður af Sölu varnarliðs- eigna. Hins vegar fann ég 17 milljónkróna „tillag” til NATO, svo segja má að við greiöum NATO fyrir „verndina”. Ég tel vænlegustu aðferðina til fjáröfl- unar fyrir landhelgisgæzluna að vera að senda NATO lóöaleigu- reikning uppá allt aö 1 milljarð pr. ár, sem skuli greiðast fyrir- fram. Dómsmálaráöherra sagði fréttamanni útvarpsins i frétta- auka i kvöldfréttum sl. fimmtu- dag, (I dag) og að i ráði væri einhver skattlagning til eflingar landhelgisgæzlu. Upp á 500 millj. króna, a.m.k. Benda má ráöamönnum þjóð- félagsins á, að senda með reikn- ingum til NATO, úrdrátt úr ræð- um NATO-herforingja þegar þeir ræða um mikilvægi her- stöðvarinnar I Keflavik, og einnig úrdrátt, — þó ekki væri annað en fréttaklausa, — úr samningi Bandarikjamanna og Spánverja fyrir afnot af landi á Spáni fyrir bandariska herstöð. Kæmist þessi „skattlagning” á leigu lands fyrir herstöðina á , væru landsmenn e.t.v. lausir við þras þingmanna um skattlagn- ingu á almenning til hausts.” HRINGIÐ í SÍMA 18300 MILLI KLUKKAN 11-12 TÍMA- spurningin — Hvernig lizt þér á samkomulag BSRB og ríkis- ins? Þorvaldur Agústsson aftalféhirðir: — Ég hef ekki beðið neinn að semja fyrir mig, og ég kæri mig ekkert um verkföli. Þeir einir græða á verkföllum, sem æsa til þeirra. Hrönn Hafliftadóttir rilari: — Égerá móti verkfallsrétti opinberra starfsmanna, sérstak- lega eins og að honum hefur verið staðið með þvi að ætla að lög- bjóða einhverja undanþáguhópa. Hrefna Friftgeirsdóttir ritari: — Ég er andvig þvi að opinberir starfsmenn hafi verkfallsrétt. einkum ef það á að kosta það að i sumum stofnunum fari fáir i verkíall fyrir hina, sem eru i undanþáguhópunum og verða á fullum launum. Asmundur Sigurjónsson deildarstjóri: — Mér finnst sjálfsagt að hafa verkfallsrétt, en hinsvegar er ekki endilega ástæða til að nota hann. Ætli Stjórnarráðið verði raunar ekki allt á undanþágu, og þar með Hagstofan lika. svo þetta verður takmarkaður verkfallsréttur. Maria Jóhannsdóttir deildarstjóri: — Mér finnst sjálfsagt að opinberir starfsmenn fái verkfalls- rétt. Það er óréttlátt að aðrir fari I verkfall fyrir mann. eins og ASI hefur gert fyrir okkur i BSRB og BHM. Þar fyrir virðist ekk- ert vinnast með verkföllum — þau hafa verið vita gagnslaus að undanförnu. Ég hef ekki mikla trú á verkföllum eftir þetta sið- asta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.