Tíminn - 02.04.1976, Page 24

Tíminn - 02.04.1976, Page 24
 Föstudagur 2 . apríl 1976. ir«rdikMM þeytidreifarinn góö vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guðbjörn Guðjónsson Heildvenlun Síðumúla 7.2 Simar 85694 & 85295 Franskir kommúnistar: Svara AAoskvu Reuter, Paris. Leiðtogi franskra kommúnista, Georges Marchais, staðfesti i gær hvarf flokks sins frá Moskvulinunni, þegar hann varaði Sovétmenn við þvf að reyna að þvinga sig til að ganga á þeirra linu. t yfirlýsingu, sem birt var i gær eftir tveggja daga stjórnmálanefndarfund flokksins, sagði Marchais.að það væri ekki lengur til neitt alheimsmódel fyrir sósial- ista að móta sig af. — Við lifum á árinu 1976 og i Frakklandi. Þess vegna erum við að berjast fyrir frönskum sósialisma, sagði hann. — Eðlilega getum við ekki lengur farið eftir gömlu regl- unni, sem kveður svo á að grundvöllur alþjóða sósial- isma sé stuðningur við Sovétrikin i öllum málum. Það ætti enginn að reyna að þvinga shkum hugmyndum upp á franska kommúnista- flokkinn. Yfirlýsing þessi er svar við gagnrýni Kremlverja á franska kommúnistaflokk- inn, þar sem leiðtogarnir i Moskvu drógu m.a. i efa rétt m æti samstarfs Mar- chais, við franska sósialista. A blaðamannafundi i gær sagði Marchws, að mögu- lega mætti auka kosninga- samstarf kommúnista og sósialista með þvi að hafa framboðslista flokkanna tveggja sameiginlega i kosn- ingunum á næsta ári. Spánn: Leiðtogar Alþýðufylkingarinnar sakaðar um að skaða stjórnina Reuter/NTB, Madrid. Dómari i Madrid lagði i gær fram kröfu um fangelsisdóm yfir fjórum af leiðtogum nýju Alþýðufylking- arinnar á Spáni, sem stjórnar- andstöðuflokkarnir þar hafa myndað með sér. Mennirnir eru ákærðir fyrír að hafa skaðað stjórn landsins og eiga yfir hö.fðum sér allt að þrjátiu ára fangelsi, ef þeir verða fundnir sekir. Þeir voru handteknir á mánu- dagskvöld, skömmu áður en hefjast átti blaðamannafundur, þar sem Alþýðufylkingin ætlaði að kynna stefnuskrá sina. Meðal hinna handteknu er Marcelino Camacho verkalýðsleiðtogi. Ekki er kunnugt um hvenær réttarhöld í máli fjórmenning- anna hefjast. Alþýðufylkingin hefur gert það að kröfu sinni, að þegar verði gengið til almennra kosn- inga í landinu, auk þess að þjóð- aratkvæðagreiösla verði látin fara fram um það, hvort i land- inu skuli rikja lýðræði eða það verði áfram konungdæmi. Hópur manna úr liði stjómar- andstæðinga hefur skrifað Man- uel Fraga innanrikisráðherra bréf, þar sem þeir biðja um að mennirnir fjórir verði látnir lausir.Segja þeiri bréfi sinu, að handtökur þeirra og fangelsun hindri viðræður milli stjómar og stjórnarandstæðinga, og séu þannig þröskuldur á veginum til lýðræðis á Spáni. Akærurnar á hendur fjór- menningunum hafa einnig orðið til þess að grafa undan trausti almennings á rikisstjórninni. Margir spyrja nú að þvi, hvort hún hafi dregið til baka loforð sin um meira frjálsræði i stjórn- málalifi landsins. Rikisstjórnin segist hinsvegar lita svo á, að Alþýðufylkingin sé ógnun við sig og i raun endur- fæðing á þeirri fylkingu, sem sigraði i kosningunum á Spáni árið 1936. Þeirri stjórn var steypt i borgarastyrjöldinni, þegar Franco náði völdum. öeirðirnar a Spáni hafa nú legið niðri um nokkurt skeið, en hætta þykir á að þær taki sig upp að nýju, ef leiðtogar Alþýðufylkingarinn- ar verða ekki látnir lausir. Borgarstjórar ó herteknu svæðunum Halda fast við þó dkvörðun að taka ekki þdtt í kosningunum þar 12. apríl Reuter, Jerusalem. Borg- stóðu enn við þær yfirlýsingar arstjórnir i tveim stærstu borg- sinar, að þeir myndu ekki taka unum á herteknu svæðunum á þátt i kosningunum þar i þessum vesturbakka árinnar Jórdan mánuði. Þeir höfðu ekkilátið skrá Tíu daga vopnahlé íLíbanon En alis óvíst að þar með sé endanlegur friður kominn d Enn fjölgar gagnrýn- endum Teng... Reuter/llong Kong. Samtök „Berfættra lækna” i Kina hafa nú gengið til liðs viö rót- tæk öfl þar i baráttu þeirra gegn endurskoðunarsinnum þeim, sem Teng Hsiao Ping er ætluö forysta fyrir. Fréttastofan Nýja-Kina hefur skýrt frá þvi, að full- trúar þessarar stéttar hafi sótt fund, þar sem Teng var gagnrýndur harðlega: Berfættu læknarnir eru bændur og verkamenn sem hlotið hafa nokkra heUsu- gæzluþjálfun og starfa sem læknar að hluta til, en hafa aðalstarfa sinn af landbún- aði. f fréttum af fundi lækn- anna, þar sem Teng var gagnrýndur, segir að lækn- arnir hafi sakað hann um að hafa gert sitt ýtrasta til að gera litið úr stéttinni og rægja hana, Læknarnir munu ekki hafa nafngreint Teng, en Kins vegar notað yfir hann það nafn sem róttækir hafa gefið honum: „þessi iðrunarlausi vegalagningamaður kapital- ismans i flokknum.sem neit- ar aö leiðrétta villu sina”. Rcuter/Libanon. Leiðtogar vinstrisinna i Libanon boðuðu i gær tiu daga vopnahlé i landinu, sem ganga á i gildi i dag, til þess að timi vinnist til kosninga á nýj- um forseta, i stað Suleiman Franjieh. Akvörðun þessi var tekin á fundi í Beirút, á heimili Kamal Junblatt, leiðtoga framfaraflokks sósialista, þess flokks, sem á undanförnum tveim vikum hefur staðið á bak við baráttuna gegn hægrisinnuðum Falangistum. Junblatt hefur á undanförnum dögum mætt sivaxandi þrýstingi frá Sýrlandi og bandamönnum sinum úr röðum Palestinubúa, sem hafa viljað koma á vopnahléi i borgarastyrjöldinni i Libanon. Fyrirtveim dögum sagði hann, að Sýrland hefði hætt að senda hermönnum sinum i Libanon skotfæri, og á miðvikudag var Palestinubúum fyrirskipað að beita ekki skotvopnum nema i sjálfsvörn. Þetta tiu daga vopnahlé er ætl- að til þess að þingið i Libanon fáf tima til að breyta stjórnarskrá landsins þannig að það geti kosið nýjan forseta nú þegar. En Junblatt hefur einnig sett fram aðrar kröfur, meðal annars þá, að tekin verði upp áætlun um þjóðfélagsbreytingar, sem flokkur hans hefur unnið að. Talið er, að ef þess verða engin merki eftir vopnahlésdagana tiu, að þær kröfur verði teknar til greina, munihann láta vopnaða liðsmenn sina hefja baráttuna að nýju. sig sem frambjóðendur i gær, þegar frestur til framboðsskrán- ingar rann út, eftir að hafa tvisv- ar verið framlengdur. Israelsk yfirvöld á herteknu svæðunum framlengdu á mið- vikudag frestinn um allt að þvi sólarhring, i þeirri von að nokkrir úr hópi þeirra áhrifamanna Araba, sem ekki fylgja PLO að málum, myndu láta skrá sig til kosninganna 12. þessa mánaðar. Israelskir embættismenn hafa áhyggjur af þvi að margir þeirra frambjóðenda, sem látið hafa skrá sig — alls eru þeir 530, eða um 219 fleiri en i kosningunum 1972 — eru annað hvort kommún- istar, eða hafa samúð með málstað frelsishers Palest- inuaraba, PLO. Aðalmál kosningabaráttunnar er talið verða framtiðarskipan mála á vesturbakka Jórdan. Eitt helzta dagblað Araba i Jerúsalem sagði í gær, að frambjóðendur skiptust i tvo hópa: þá sem fylgj- andi eru tillögum ísraelsmanna um takmarkaða sjálfstjóm á her- teknu svæðunum, og þá sem mót- fallnir eru þeim. Sovétmenn ógna Egyptum Reuter, Kaíró. Rikisstjórn Egyptalands hafði til athugunar i gær yfirlýsingar Sovétmanna, þar sem Egyptar voru gagn- ryndir og látið að þvi liggja, að vænta mætti breytinga á stefnu Sovétrikjanna gagnvart þeim. Sovézka frettastofan Tass sagði i gær um yfirlýsinguna, sem sovézki sendiherrann i Kairó af- henti rikisstjórninni þar, að hún íjallaði um afnám vináttúsátt- mála Egypta og Rússa, en þeim sáttmála sleit Egyptaland fyrir nokkru. Tass sagði, að Egyptum hefði verið tjáð, að viðhorf þeirra, sem byggjust við þvi að sáttmálaslitin hefðu litil eða engin áhrif á sam- band rikjanna tveggja, væru mjög óraunhæf. Fjölmiðlar i Egyptalandi skýrðu frá þvi i gær, að sendi- herra Sovétrikjanna hefði á miðvikudag gengið á fund for- sætisráðherra Egyptalands. Dagblaðið Al-Akhbar sakaði Sovétrikin i leiðara i gær um að hafa reynt aö kúga Egyptaland og sagði, að Egyptar höfnuðu kommúnisma. Einnig sagði blað- ið að Egyptar „vorkenndu þeim þjóðum, sem búa við einræði kommúnista.” ' Sagði blaðið, að Egyptaland hefði viljað eiga samvinnu við Sovétrikin, en að kommúnistarnir hefðu „afhjúpað sjálfa sig.... þeir hefðu viljað blinda fylgjend- ur”. Pundið fellur enn Reuter/NTB, London. Steri- ingspundið féll i gær enn meira en áður og stendur nú verr gagnvart bandarikjadal en nokkru sinni fyrr. Fyrir hvert sterlingspund fást nú 1,88 dalir, en lækkunin kom eftirmikla sterlingspundasölu á verðmarkaði i Evrópu. Orsakanna til þessarar lækkunarpundsinseraö leita i ótryggu ástandi iðnaðarins i Bretlandi, meðal annars verk- falli þrjú hundruö og fimmtiu starfsmanna Leyland-verk- smiðjanna, en það getur stöðvað allan bifreiðaiðnað i landinu. Réöst á flugþjón Reuter, Vin. Farþegi í hol- lenzkri flugvél réðst i gær á flugþjón, meðan vélin var i lofti, og skar hann I andlitið. Farþeginn var fluttur i geö- sjúkrahús, en flugþjónninn til aðgerðar i venjulegu sjúkra- húsi. Læknar sögðu i gær, aö hann v væri skorinn frá auga og niöur á kinn og myndi þurfa að dveljast i sjúkrahúsinu um nokkurn ti'ma. Lögreglan á flugvellinum i Vin, þar sem vélin lenti eftir árásina, sagði að farþeginn væri truflaður á geðsmunum, en hann er ástralskur rfkis- borgari. / . ■ SHORNA ÁMILLI Lækka og hækka Reutcr, Vin. Yfirvöld i Albaniu ákváðu i gær, að skera niður laun margra „hvitflibba” verkamanna i landinu, sumra allt að fimmtiu prósent. Einnig var ákveðið að hækka laun verka- manna og bænda. 1 fréttinni frá fréttastofunni ATA i Albaniu, segir, að þetta hafi verið ákveðið til þess að meiri jöfnuður fengist i lifs- kjörum ' einstakra stétta i landinu. fölMMCit; Dagblöðin sóttu um hækk- un á verði frá og með 1. marz að telja, og hefur sú hækkun verið samþykkt. Timinn mun þö innheimta gamla áskriftarverðið fyrir marzmánuð, krónur 800, vegna verkfalla i febrúar. Nýja áskriftarverðið er 1000 krónur á mánuði. Ein- takið kostar 50 krónur i lausasölu og grunnverð auglýsinga er 600 kr. dálk- sentimctrinn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.