Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 12

Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 12
 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR FRIEDRICHSHAFEN, AP Saksóknar- ar í Baden-Württemberg gruna bónda nokkurn í ríkinu um að hafa ætlað að eitra Boden-vatn sem er á landamærum Þýskalands, Sviss og Austurríkis. Kafarar fundu í síðustu viku opna geyma á 70 metra dýpi í vatn- inu, 300 metra frá ströndu þess, og leikur grunur á að þeir hafi verið fylltir plöntueitrinu Atraz- ine. Efnagreining stendur yfir en á meðan leita kafararnir að fleiri tönkum. Boden-vatn er helsta vatns- ból 4,5 milljóna manna sem búa í Suður-Þýskalandi, Austurríki og Sviss en Karl Franz, talsmaður umhverfisráðuneytisins í Baden- Württemberg, segir þeim engin hætta búin. „Það er engin ástæða til skelfingar.“ Otto Röding saksóknari grein- di svo frá því í gær að bóndi sem byggi í nágrenni Ravensburg væri grunaður um að hafa komið eitrinu fyrir en hann er sagður hafa hótað slíku fyrir nokkrum vikum. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna bóndinn vildi valda slíkum umhverfisspjöll- um, en að sögn lögreglunnar krafð- ist hann þess að fjölmiðlar yrðu látnir vita af hótununum. Yfirvöld urðu ekki við kröfum mannsins en ákváðu í staðinn að fylgjast grannt með öllum þeim sem freistuðu þess að kaupa illgresis- og skordýraeitur í grunsamlega miklum mæli. - shg EITUREFNA LEITAÐ Kafarar fundu í síðustu viku tvo opna tanka á botni stöðuvatnsins sem taldir eru hafa innihaldið illgresiseyði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bóndi í Baden-Württemberg grunaður um græsku: Hafði í hyggju að eitra vatnið DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur fellt úr gildi lögbann Sýslumannsins á Ísafirði á að 3X stál ehf. höndlaði með ákveðna gerð flokkunarvéla í fiskvinnslu. Fyrirtækið Style ehf. fór fram á lögbannið í krafti einkaleyfis á flokkunarbúnaði sínum. Dómurinn, sem kveðinn var upp síðasta föstudag, gerði Style einnig að greiða 3X stáli tvær milljónir króna í málskostnað. Dómurinn taldi ekki brotið gegn einkaleyfi Style með upp- setningu 3X á flokkunarbúnaði hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Súðavík, enda væri „um að ræða tæknilega ólíkar leiðir við lausn innmötunar fyrir rækju á hrygg- bönd stærðarflokkara“. Dóminn kváðu upp héraðsdóm- ararnir Jón Finnbjörnsson og Greta Baldursdóttir og Sveinn V. Árnason vélaverkfræðingur. - óká Tekist á um flokkunarvélar: Lögbann Style fellt úr gildi ÍRAK, AP Yfir 170 vannærðir írask- ir fangar sem fundust í fangelsi á vegum íraska innanríkisráðu- neytisins virðast hafa verið pynt- aðir, að því er forsætisráðherra Íraks greindi frá í gær. For- svarsmaður súnní-múslima sagði fangana vera súnní-araba og að ríkisstjórnin, sem sjía-múslimar fara fyrir, hefði lengi skellt skollaeyrum við kvörtunum um misþyrmingar á föngum innan- ríkisráðuneytisins. Þessar fréttir komu fram tveimur dögum eftir að her- menn úr bandaríska setuliðinu umkringdu og tóku yfir stjórn á byggingu í því hverfi Bagdad þar sem umrætt fangelsi innan- ríkisráðuneytisins reyndist vera. Íraski forsætisráðherrann, Ibra- him al-Jaafari, lét þess hins vegar ekki getið hvort bandarísku her- mennirnir hefðu átt þátt í að upp- götva fangelsið. Talsmaður íraska innanríkis- ráðuneytisins sagði á mánudag að rannsókn yrði gerð á því hvað hæft væri í ásökunum um að starfsmenn ráðuneytisins hefðu pyntað fanga sem grunaðir væru um þátttöku í skæruliðauppreisn- inni í landinu. Al-Jaafari sagði að fangarnir hefðu verið fluttir „á betri stað“ þar sem þeim væri veitt læknis- hjálp. Leiðtogi stærsta stjórnmála- flokks súnní-araba sagði að hann hefði sjálfur talað við ráðamenn stjórnarinnar - þar á meðal Al- Jaafari sjálfan - um pyntingar í fangelsum innanríkisráðuneytis- ins en þeir hefðu látið þau orð sem vind um eyru þjóta og kallað fang- ana „öfl fyrrverandi valdhafa“. Flestir uppreisnarmenn eru súnní-arabar, sem eru um þriðj- ungur landsmanna en höfðu svo til öll völd í landinu í stjórnartíð Saddams Husseins. Sjía-múslimar stjórna innan- ríkisráðuneytinu. Talsmenn alþjóðlegu mann- réttindasamtakanna Amnesty international fögnuðu boðaðri rannsókn á ásökununum en hvöttu Al-Jaafari til að láta hana ná til allra ásakana um pyntingar. Talsmaður Alþjóða Rauða kross- ins í Genf sagði að þetta væri það fyrsta sem samtökin heyrðu um fangahald íraska innanríkisráðu- neytisins en þau hefðu æskt frek- ari upplýsinga um það. audunn@frettabladid.is Ólga vegna pyntinga í Írak Forsvarsmenn súnní-araba í Írak saka sjía-múslima í stjórn landsins um að hafa lokað augunum fyrir pyntingum á föngum innanríkisráðuneytisins. IBRAHIM AL-JAAFARI Forsætisráðherra Íraks á blaðamannafundi í Bagdad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.