Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 12
 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR FRIEDRICHSHAFEN, AP Saksóknar- ar í Baden-Württemberg gruna bónda nokkurn í ríkinu um að hafa ætlað að eitra Boden-vatn sem er á landamærum Þýskalands, Sviss og Austurríkis. Kafarar fundu í síðustu viku opna geyma á 70 metra dýpi í vatn- inu, 300 metra frá ströndu þess, og leikur grunur á að þeir hafi verið fylltir plöntueitrinu Atraz- ine. Efnagreining stendur yfir en á meðan leita kafararnir að fleiri tönkum. Boden-vatn er helsta vatns- ból 4,5 milljóna manna sem búa í Suður-Þýskalandi, Austurríki og Sviss en Karl Franz, talsmaður umhverfisráðuneytisins í Baden- Württemberg, segir þeim engin hætta búin. „Það er engin ástæða til skelfingar.“ Otto Röding saksóknari grein- di svo frá því í gær að bóndi sem byggi í nágrenni Ravensburg væri grunaður um að hafa komið eitrinu fyrir en hann er sagður hafa hótað slíku fyrir nokkrum vikum. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna bóndinn vildi valda slíkum umhverfisspjöll- um, en að sögn lögreglunnar krafð- ist hann þess að fjölmiðlar yrðu látnir vita af hótununum. Yfirvöld urðu ekki við kröfum mannsins en ákváðu í staðinn að fylgjast grannt með öllum þeim sem freistuðu þess að kaupa illgresis- og skordýraeitur í grunsamlega miklum mæli. - shg EITUREFNA LEITAÐ Kafarar fundu í síðustu viku tvo opna tanka á botni stöðuvatnsins sem taldir eru hafa innihaldið illgresiseyði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bóndi í Baden-Württemberg grunaður um græsku: Hafði í hyggju að eitra vatnið DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur fellt úr gildi lögbann Sýslumannsins á Ísafirði á að 3X stál ehf. höndlaði með ákveðna gerð flokkunarvéla í fiskvinnslu. Fyrirtækið Style ehf. fór fram á lögbannið í krafti einkaleyfis á flokkunarbúnaði sínum. Dómurinn, sem kveðinn var upp síðasta föstudag, gerði Style einnig að greiða 3X stáli tvær milljónir króna í málskostnað. Dómurinn taldi ekki brotið gegn einkaleyfi Style með upp- setningu 3X á flokkunarbúnaði hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Súðavík, enda væri „um að ræða tæknilega ólíkar leiðir við lausn innmötunar fyrir rækju á hrygg- bönd stærðarflokkara“. Dóminn kváðu upp héraðsdóm- ararnir Jón Finnbjörnsson og Greta Baldursdóttir og Sveinn V. Árnason vélaverkfræðingur. - óká Tekist á um flokkunarvélar: Lögbann Style fellt úr gildi ÍRAK, AP Yfir 170 vannærðir írask- ir fangar sem fundust í fangelsi á vegum íraska innanríkisráðu- neytisins virðast hafa verið pynt- aðir, að því er forsætisráðherra Íraks greindi frá í gær. For- svarsmaður súnní-múslima sagði fangana vera súnní-araba og að ríkisstjórnin, sem sjía-múslimar fara fyrir, hefði lengi skellt skollaeyrum við kvörtunum um misþyrmingar á föngum innan- ríkisráðuneytisins. Þessar fréttir komu fram tveimur dögum eftir að her- menn úr bandaríska setuliðinu umkringdu og tóku yfir stjórn á byggingu í því hverfi Bagdad þar sem umrætt fangelsi innan- ríkisráðuneytisins reyndist vera. Íraski forsætisráðherrann, Ibra- him al-Jaafari, lét þess hins vegar ekki getið hvort bandarísku her- mennirnir hefðu átt þátt í að upp- götva fangelsið. Talsmaður íraska innanríkis- ráðuneytisins sagði á mánudag að rannsókn yrði gerð á því hvað hæft væri í ásökunum um að starfsmenn ráðuneytisins hefðu pyntað fanga sem grunaðir væru um þátttöku í skæruliðauppreisn- inni í landinu. Al-Jaafari sagði að fangarnir hefðu verið fluttir „á betri stað“ þar sem þeim væri veitt læknis- hjálp. Leiðtogi stærsta stjórnmála- flokks súnní-araba sagði að hann hefði sjálfur talað við ráðamenn stjórnarinnar - þar á meðal Al- Jaafari sjálfan - um pyntingar í fangelsum innanríkisráðuneytis- ins en þeir hefðu látið þau orð sem vind um eyru þjóta og kallað fang- ana „öfl fyrrverandi valdhafa“. Flestir uppreisnarmenn eru súnní-arabar, sem eru um þriðj- ungur landsmanna en höfðu svo til öll völd í landinu í stjórnartíð Saddams Husseins. Sjía-múslimar stjórna innan- ríkisráðuneytinu. Talsmenn alþjóðlegu mann- réttindasamtakanna Amnesty international fögnuðu boðaðri rannsókn á ásökununum en hvöttu Al-Jaafari til að láta hana ná til allra ásakana um pyntingar. Talsmaður Alþjóða Rauða kross- ins í Genf sagði að þetta væri það fyrsta sem samtökin heyrðu um fangahald íraska innanríkisráðu- neytisins en þau hefðu æskt frek- ari upplýsinga um það. audunn@frettabladid.is Ólga vegna pyntinga í Írak Forsvarsmenn súnní-araba í Írak saka sjía-múslima í stjórn landsins um að hafa lokað augunum fyrir pyntingum á föngum innanríkisráðuneytisins. IBRAHIM AL-JAAFARI Forsætisráðherra Íraks á blaðamannafundi í Bagdad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.