Tíminn - 25.04.1976, Page 15

Tíminn - 25.04.1976, Page 15
Sunnudagur 25. apríl 1976 TÍMINN 15 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- iýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr.lCOO.OO á mánuði. Blaðaprenth.f. Húsgagnaiðnaðurinn og húsgagnavikan Húsgagnavika svonefnd hófst i Reykjavik á sum- ardaginn fyrsta. Opnuðu þá þrjátiu islenzkir hús- gagnaframleiðendur sýningu i sýningarhöllinni i Laugardal. Af þvi er skemmst að segja, að þetta er merkileg sýning, er ber ótvirætt með sér, að miklar framfarir hafa orðið i islenzkum húsgagnaiðnaði. íslenzkir húsgagnasmiðir standa erlendum starfsbræðrum sinum auðsjáanlega fyllilega á sporði. Hitt verður að segja eins og er, að ekki hefur verið sem bezt að innlendum húsgagnaiðnaði búið. Sam- timis og hrúgað hefur verið hér á markað útlendum húsgögnum, hefur innlendi húsgagnaiðnaðurinn bú- ið við tollaákvæði, sem verið hafa honum næsta þung i skauti. Nær það þó auðvitað ekki neinni átt, að samkeppnisaðstaða útlendinga sé á þennan hátt gerð betri en efni standa til, mitt i gjaldeyrisvand- ræðum okkar, og væri sýnu nær, að einhverjar skorður væru reistar við innflutningi húsgagna, svo mikið fé sem kaup á útlendum húsgögnum geta dregið úr landi, ef veruleg brögð eru að þeim. Þrátt fyrir þessi vandkvæði, sem innlendur hús- gagnaiðnaður á við að striða, gætu islenzkir hús- gagnasmiðir ekki aðeins fullnægt öllum þörfum Is- lendinga með prýði, heldur er innanlandsmarkaður of þröngur til þess að taka á móti allri framleiðsl- unni, ef vélar og vinnustofur og sérhæft vinnuafl er fullnýtt. Þetta kallar á það, að innlendur húsgagnaiðnaður sitji að öllu leyti að innlendum markaði og auk þess verði svo að þessari iðngrein búið, að hún geti hafið samkeppni erlendis. Það ætti að takast, ef saman getur farið sæmilega fjárhagsaðstaða þessarar at- vinnugreinar, vönduð vinna á framleiðslunni og fallegir gripir með islenzku yfirbragði, sem sker sig úr þvi, er aðrir hafa á boðstólum. Á villigötum Það fer varla lengur milli mála, að við höfum kallað yfir okkur mikla ógæfu, þar sem eru hin fjöl- mörgu vinveitingahús með óteljandi börum. Drykkjuskapur er orðinn svo hemjulaus, að engu tali tekur, og i kjölfar hans koma svo slys og afbrot, heimiliserjur og meiðingar og siaukinn fjöldi drykkjusjúklinga, auk alls vinnutapsins, sem áreið- anlega er jafnmikið eða meira en af öllum verkföll- um og vinnudeilum, sem þó þykir þungt undir að búa. Ekki má heldur gleyma stórauknum kostnaði við löggæzlu, sem að langmestu leyti tengist drykkjuskapnum, sjúkrahús, fangelsi og margs- konar stofnanir. Tæpast er of harkalega til orða tekið að kalla það kraðak vinveitingabara, sem upp hefur verið kom- ið, drykkjuskaparskóla, og við höfum þegar séð nóg af hroðalegum dæmum um það, hvað það gildir að stunda þá. Þótt þessum börum sé lokað á lögskipuð- um tima, er haldið úr þeim af allt of mörgum á vit hvers konar ógæfuverka, sem verða einstaklingum og þjóðfélaginu i heild þyngri i skauti en tárum taki. Þessi ofboðslegi drykkjuskapur er hvort tveggja i senn, þjóðarböl og þjóðarsmán. —JH. Japan: Rísandi iðnaðarveldi lb Björnbak, þýtt og endursagt úr Kristeligt Dagblad JAPAN, sem efnahagslegt stórveldi og forystuland d mörgum sviftum, er i sjálfu sér flókin samsteypa, og er komiö vel á veg meö aö valda vestrænum iönaöarrikjum miklum vanda. Vestrænu löndin eiga enn erfitt meö að venjast þeirri tilhugsun, að þetta riki i Austurlöndum fjær hefur haslað sér völl meö hraðri tækniþróun og náö tök- um viöa um heim. A sama tima eru Japanir sjálfir að gera sér grein fyrir aö þessi hraöa þróun hlýtur aö hægja á sér, að frekari framfarir nást betur með samvinnu en meö áframhaldandi einstefnu. Japanir hafa vanizt þvi að tileinka sér svo til eingöngu tæknilega þekkingu annarra þjóöa, aö sveigja hana til japanskrar framleiöslu, og aö geta selt þá framleiöslu hvar sem er. Erlendri framleiðslu hefur verið haldið frá japanska^ markaönum meö innflutn- ingshöftum, en á þvi sviði verða breytingar nú einnig óhjá-' kvæmilegar. Japanir verða aö sætta sig viö erlenda sam- keppni á heimamarkaöi, svo sem á alþjóöamarkaöi, og til- einka sér þar hugtakiö ,,Æ sér gjöf til gjalda”. JAPAN ER nú að veröa góð- ur markaöur fyrir iönaö vest- rænna landa, þvi vestrænar vörur eru þar vinsælar vegna gæða og útlits, Verölags vegna eru þær einnig samkeppnis- færar á sumum sviðum, meöal annars á neyzluvörusviöinu að hluta til, þvf Japanir hafa bæöi vilja og getu til aö greiöa það verð, sem sett er upp. Að visu er gert ráö fyrir að efnahagsþróun i Japan hægi nokkuöá sér á komandi árum, likt og annars staöar í heimin- um, en engu aö siöur er taliö, aö þjóðarframleiösla þeirra aukist aö meðaltali um sex til átta prósent á ári, og því ætti aö vera mögulegt að auka inn- flutning til muna, ekki siöur en útflutning. SKIPASMIÐ AIÐNAÐUR Japana hefur oröið nokkuð fyrir baröinu á samdrætti undanfariö, en ekki svo, aö breytt hafi hlut þeirra i heild- artonnafjölda smiöaöra skipa i heiminum. Þeir byggja enn rúmlega helming allra skipa. Megin orsök þessa er verð- lag, þar sem Japanir hafa get- aö smiðaö ódýr skip. Þeir hafa jafnvel selt þau undir kostnað- arveröi til aö halda sölu sinni, en engu aö siöur hafa þeir að- gang aö tiltölulega ódýru hráefni og vinnuaf li, þannig aö sala undir kostnaöi er ekki al- geng. Samdráttur efnahagsþróun- arinnar hefur einnig haft áhrif á atvinnumarkaöinn I Japan, og þrátt fyrir aö gömul hefö kemur i veg fyrir aö fastráönu starfsfólki sé sagt upp störf- um, eru nú rúmlega ellefu milljónir manna atvinnulausir I Japan. Hversu ótrúlega sem það má hljóma, þá er þessi samdráttur einnig kominn á það stig, aö sum fyrirtæki eru aö veröa gjaldþrota. Að mestu leyti er um aö ræöa smáfyrir- tæki, en þó hafa nokkur stærri einnig lagt upp laupana. Hver áhrif þetta kann aö hafa á jap- anska efnahagskerfiö i heild, launþega og sterk sambönd þeirra viö þau fyrirtæki sem þeir starfa viö, er ekki gott aö segja. Einsog er viröist tengsl milli launþega og vinnuveit- enda halda fast heföbundnu formi sinu, en ekki er gott að segja hvað veröur. UM ÝMS atriöi i sambandi við rekstur fyrirtækja i Japan Japanskur þungaiönaöur er grundvöllurinn aö efnahags- legri veigengni iandsins. Hann skapar þó einnig vandamál. er mikiö deilt, þar á meðal vinnuafl og virkni þess. Flest- ir halda þvi fram, aö Japanir vinni ákaflega vel i hópum, og það út af fyrir sig gæti verið orsök þess aö efnahagslif landsins gengur svo til hnökralaust enn, þrátt fyrir allt. Þar á móti segja Evrópu- menn, sem unnið hafa með Japönum, að þeir eigi erfitt meö aö stilla vinnu sinni upp I mikilvægisröö, aö þeir nöldri og hafi tilhneigingu til aö láta vínnu sina lita út fyrir að vera mikilvægari en hún er. Þá er þvi einnig haldiö fram aö til dæmis á skrifstofum sé mann- fjöldi mun meiri en álitiö sé nauðsynlegt i Evrópu. Hvaö sem rétt er i þessu til- liti, breytir það engu um það, að Japan er aö verða áhrifa- riki meðal stærstu iönaöar- landa heimsins. ÞRATT FYRIR sterk per- sónuleg tengsl launþega við fyrirtæki þaö sem þeir starfa viö og gagnkvæm sterk tengsl fyrirtækisins viö launþega sina, eru engu aö siöur tvær launabaráttuhreyfingar starf- andi I Japan. önnur þeirra, Komei, er tengd japanska sóslal-demókrataflokknum, en hin, Sohyo, er sérstaklega fyrir rikisstarfsmenn. Þrátt fyrir þaö heföbundna kerfi, sem gerir þaö aö verk- um aö launþegar eru nánast giftir fyrirtækjunum,og vinna yfirleitt á sama stað allt sitt lif, kemur stöku sinnum til verkfalla I Japan. Þaö á jafnt viö um opinbera starfsmenn og aðra, og er oftast i tengsl- um viö bónusgreiöslur. Launakerfiö er byggt á greiöslu mánaðarlauna, en siöan bætist viö bónus, en hann er nokkuð breytilegur. Fá nokkrir sem svarar tveim mánaðarlaunum i bónus yfir áriö, aörir nokkru minna, og til eru þeir, sem hafa allt aö tvöföld laun allt áriö. Nú hefur mikiö verið talaö um niöurskurö launa i Japan og hefur þaö valdiö miklum óróa. Hann er raunar hafinn aö nokkru leyti, og til dæmis halda verkamenn I skipa- smiöastöð einni þvi fram, aö laun þeirra hafi lækkað um 20%. Þetta er þó erfitt að meta, þvi hin föstu laun minnka ekkert, heldur bónus- inn. Opinberir starfsmenn hafa ekki verkfallsheimildir, en efna engu aö síöur til vinnu- stöðvana. Til dæmis hafa járnbrautarstarfsmenn gert það, og valdið meö þvi alveg ótrúlegum vandræöum Þvi eru verkföll ákaflega sterkt vopn i höndum launþega. STÚDENTAR i Japan eru meöal þeirra róttækustu i heiminum og hvergi voru ó- eirðir námsmanna jafn haröar og þar, en óróinn meðal ung- menna er þó minni þar en var fyrir fáum árum siöan. Eink- um stafar þaö af betri liðs- styrk lögreglu, sem fengiö hefur sveitir sérvalinna og sérþjálfaöra manna, sem þyk- ir ekki fýsilegt að mæta i ó- eiröum. Er nú svo komiö aö viö flestar mótmælagöngur og fundi eru sveitir lögreglu- manna, sem eru vel vopnum búnar, allt aö þvi jafn fjöl- mennar og göngumenn. Hefur þaö reynzt áhrifarikt i tilraun- um til aö stilla til friöar. Þaö eru mest stjórnmála- fundir og göngur, sem þessar sérsveitir hafa gæzlu við, og þá fundir og göngur kommún- ista. Stúdentaóróinn kristall- ast nú i innbyröis baráttu tveggja Marxista-hópa, sem beita sér einkum fyrir skömmum og illyrðakasti hvor á annan. Þó gripa þeir einnig til annarra vopia I bar- áttunni, til dæmis stálröra. Það sem mestu skiptir þó ef til vill er sú venja stúdenta, aö sleppa pólitikinni þegar prófin nálgast. An tillits til þess flokks sem þeir fylgja eru þeir allir háðir þeirri heföbundnu kröfu aö prófin verða aö vera góð, ef þjóöfélagsstaöan á ekki aö glatast. Jafnvel i enn rikari mæli en annars staðar i heim- inum munu þvi stúdentarnir róttæku i Japan leggja kapi- taliska kerfinu þar lið i framtiöinni, og ekki er annaö fyrirsjáanlegt en aö það haldi áfram aö ráöa feröinni, þótt hún hægist ef til vill nokkuö

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.