Tíminn - 28.04.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 28.04.1976, Qupperneq 7
Miðvikudagur 28. april 1976 TÍMINN 7 Keflavíkurganga 1976 MIÐNEFND herstöðvaandstæð- inga hefur ákveðið að efna til mótmælagöngu frá Keflavik til Reykjavikur laugardaginn 15. mai næstkomandi. Göngunni lýk- ur með útifundi i Reykjavik um kvöldið. Á þessu vori eru tuttugu og fimm ár liðin siðan bandariskur her tók sér bækistöð á Islandi öðru sinni. Með Keflavikurgöngu er ætlunin að mótmæla hersetu og herstöðvum hér á landi, krefjast uppsagnar herstöðvasamningsins við Bandariki Norður-Ameriku og úrsagnar Islands úr Atlantshafs- bandalagi. (úr fréttatilkynningu) S-Þingeyingar mótmæla ,,óróð ursníði" í garð landbúnaðarins Þriðjudaginn eftir páska var haldinn almennur bændafundur um landbúnaðarmál, að tilhlutun Búnaðarsambands Suður-Þing- eyinga, að Breiðumýri i Reykja- dal. Doktor Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri flutti yfir- gripsmikið erindi á fundinum um kjötgæðarannsóknir og stefnuna i landbúnaðarmálum, og Haraldur Gislason mjólkurbússtjóri um mjólkurmál. Út af erindum fram- sögumanna spunnust fjörugar umræður fram á kvöld. Töldu margir bændur að mjólkurfram- leiðslan ætti nú i vök að verjast, sökum of lágrar verðlagningar, miðað við sauðfjárafurðir, og margt benti til, að skortur gæti orðið á mjólkurvörum i landinu, að óbreyttu ástandi. Þá kom mjög fram i ræðum fundarmanna, að áróðurinn gegn landbúnaðinum væri skipulögð skemmdarstarf- semi, sem bæði fjárhagslegu og menningarlegu sjálfstæði þjóðar- innar stafaði hætta af. Eftirfar- andi fundarályktun var samþykkt i fundarlok: „Almennur bændafundur Búnaðarsambands Suður-Þing- eyinga, um landbúnaðarmál, haldinn að Breiðumýri 20. april 1976, lýsir fyllstu andúð á þvi áróðursniði, sem birzt hefur i fjöl- miðlum um landbúnaðinn og is- lenzka bændastétt. Fundurinn vill vara þjóðina við þessari skemmdarstarfsemi, sem er ætlað að grafa undan efna- hagslegri uppbyggingu eins af höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar og gera hann tortryggilegan i augum almennings. Bendir fundurinn á, að án öflugs land- búnaðar geti þjóðin ekki lifað sjálfstæðu lifi i landinu, og skorar á almenningsálitið að standa vörð um atvinnuvegi þjóðarinnar, gegn óþjóðhollum áróðri, svo að fjárhagslegt og menningarlegt sjálfstæði landsins verði tryggt i framtiðinni”. (Frá búnaðarsambandi Suður- Þingeyinga) Sverrir heldur áfram á Kjalarnesi SVERRIR Runólfsson leit inn á ritstjórn Timans i gær, hýr og bjartsýnn að vanda, og tilkynnti að hann væri engan veginn hættur við vegagerð, þótt framkvæmdir hafi legið niðri i vetur. Vegagerð rikisins hefur gefið honum grænt ljós á að hann geti hafið áfram- haldandi framkvæmdir við veg- arspottann á Kjalarnesi, sem hóf- ust i fyrravor. Mun Sverrir leggja slitlag á veginn i sumar. Sverrir vann um árabil við vegagerð i Bandarlkjunum og hefur upp á vasann meðmæla- bréf, sem sýnir og sannar að hann hefur fengizt við þessa iðju. Birt- ist bréfið hér á eftir og slðan I is- lenzkri þýðingu: G n f) D I M G P fl V I N G To Whom It May Concern: July 25, 1966 Re: Mr, Sven Runolfson We have known Mr. Runolfson personally since 1948. We have found him to be industrious, honest and sober. During these years Mr. Runolfson has operated his own trucking business and supplied rock and sand for one of our asphalt plants along with aggregate base materials for highway jobs. He has operated his own sand and gravel plants, has owned and operated a Model #54 Woods Mixer. In the operations of his sand plants, Mr. Runolfson actually operated various types of machinery such as bulldozers, skiploaders and cranes. Please do not hesitate to call on me in event other information is desired. v/Sverris Runólfssonar Við höfum haft kynni af Sverri Runólfssyni persónulega siðan árið 1948. Hann reyndist okkur starfsamur, heiðarlegur og hóf- samur i hvivetna. A þessu timabili starfrækti Sverrir sitt eigið flutningafyrir- tæki og seldi hann þá einnig malbikunarstöð okkar möl og sand ásamt blönduðu grunnefni til vegagerðar. Hefur hann og rekið eigin sand og malarfram- Very truly yours, - á'^rr H. D. Coots^ Vice President leiðslu og hefur átt og starfrækt Woods-blöndunarvél, gerð nr. 54. I sambandi við sandframleiðslu sina hefur Sverrir I rauninni starfrækt ýmsar gerðir véla eins og t.d. jarðýtur, vélskóflur og krana. Hikið ekki við að leita til min ef frekari upplýsinga skyldi vera þörf. Virðingarfyllst, (sign) H.D. Coots Varastjórnarformaður tlr gróðrarstöðinni á Hallormsstað — vökvunarkerfið I gangi mynd: G.R. Sýnikennsla hjó Skóg- ræktarfélagi Laugardaginn 1. mai n.k. fer fram á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar sýnikennsla i sáningu trjáfræs og meðferð trjá- plantna. Sýnikennslan fer fram i græðireit félagsins við Hval- eyrarvatn. Hér gefst sumarbústaöa- og lóðaeigendum gott tækifæri til að Hafnarf jarðar læra rétt handtök við að sá og ala upp sin „eigin börn” frá fyrstu tið. Farið verður frá Alfafelli (við Iþróttahúsið) kl. 13:30 og er gert ráð fyrir að þátttakendur leggi sér til farartæki. öllum er heimil þátttaka og vonast Skógræktar- félagið eftir þvi að sem flestir notfæri sér þetta tækifæri. Véladeild Sambandsins byrjar innflutning á Universal dróttarvélum VÉLADEILD Sambandsins hefur nýlega tekið að sér söluumboð fyrir Universal dráttarvélar, að þvi er segir i nýjasta tölublaði Sambandsfrétta. Vélarnar eru framleiddar i Rúmeniu i tækni- legu samstarfi við FIAT verk- smiðjurnar itölsku. Jón Þór Jó- hannsson frkvstj. tjáði okkur, að tilgangurinn með þvi að taka söluumboð fyrir þessar vélar væri fyrst og fremst sá, að mæta mjög vaxandi samkeppni i drátt- arvélarsölunni frá ýmsum lönd- um Austur-Evrópu. Dráttarvél þessi er tæknilega mjög vel búin, og hefur hún rutt sér til rúms sið- ustu árin á mörkuðum i Ameriku og Vestur-Evrópu. Verksmiðjan i Rúmeniu framleiðir um 50 þús. dráttarvélar á ári, og þar af eru 35 þúsund vélar fluttar út. Fyrstu UNIVERSAL dráttarvélarnar koma á markaðinn hér á landi nú siðar i þessum mánuði. Verjum r88gróðurJ verndumi Jand^íf^f Aðalfundur Mjólkursamsölunnar: Brýnt að bændur reyni að jafna mjólkurframleiðslu — með framleiðslu geymsluþolinnar mjólkur mætti og draga úr mjólkurflutningum Föstudaginn 23. april var haldinn aðalfundur Mjólkur- samsölunnar. Stjórnarformaður, Ágúst Þorvaldsson á Brúna- stöðum setti fundinn og stjórnaði honum. Á fundinum mættu 16 kjörnir fulltrúar frá mjólkur- samlögunum innan MS. Formaður skýrði frá störfum stjórnarinnar og ræddi um þá erfiðleika, sem bændur urðu fyrir vegna óþurrkanna á siðastliðnu sumri á Suður- og Vesturlandi. Einnig um það vandamál mjólkurbúanna, sem stafar af mikilli árstiðarsveiflu i mjólkur- framleiðslunni, og taldi að með framleiðslu geymsluþolinnar mjólkur mætti draga úr mjólkur- flutningi frá öðrum landshlutum, en brýnna væri að bændur reyndu með öllum ráðum að jafna fram- leiðsluna, þvi það mundi þjóna hagsmunum . neytenda og framleiðenda bezt. Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar flutti itarlega skýrslu um starfsemina á siðastliðnu ári og lagði fram reikninga fyrirtækisins. Hér á eftir mun verða drepið á ýmis- legt, er kom fram hjá Stefáni. Arið 1975 minnkaði innvegið mjólkurmagn á samlagssvæðinu um rúmlega 3 millj. ltr. eða 5.38% miðað við árið 1974. Innvegið mjólkurmagn var nú rúml. 56 millj. ltr. en innvigtun á öllu landinu var 1080 millj. ltr. sem var 3,83% minna en árið áður. Hlutfallslega minnkaði mjólkin mest á svæði samlagsins I Búðar- dal, 11,6%, en minnst i Borgar- nesi, 3,4%. I Mjólkurstöðinni i Reykjavik var tekið á móti 31 millj. ltr. mjólkur, en þar af komu 25,2 millj. ltr. frá öðrum samlög- um, en 5,8 millj. beint frá bændum. A svæði samsölunnar var innvegin mjólk fyrstu 4 mán. nokkru meiri en sömu mánuði árið áður, en næstu 8 mánuði minnkaði mjólkin verulega. Mesta innvigtun var i júli, 6,5 millj. ltr., en minnst i nóvember, 3,3 millj. ltr. en þá var mjólkin um 17% minni en i nóvember 1974. M jólkurframleiðendum fækkar stöðugt á svæðinu. Árið 1975 voru þeir 1369 en árið áður 1453. Þannig var fækkunin 84, en milli áranna á undan fækkaði þeim um 62. A árinu jókst sala á neyzlu- mjólk um 5,23%. Sala á 33% feitum rjóma drógst litillega saman, en þá var tekin upp fram- leiðsla á geymsluþolnum rjóma, sem er fituminni. Af honum seldust um 90 þús. ltr. Einnig var hafin -sala á kókómjólk, en af henni seldust 593 þús. ltr. Veruleg aukning varð i sölu jógúrts eða 9,5%. Sama er að segja um sölu á sýrðum rjóma og kryddsósum. Af undanrennu seldust 1,2 millj. ltr. Það var aukning um 12,5% og af mysu seldust 233 þús. Itr. Svip- uð sala var hjá isgerðinni og árið áður. Engin mjólk var keypt frá bú- um utan svæðisins á árinu, en af rjóma voru keyptir 212 þús. ltr. frá Norðurlandi, sem var þrisvar sinnum meira magn en árið áður. Útborgunarverð til bænda er nú 69,43% af óniðurgreiddu útsölu- verði mjólkur. Það eru kr. 46,13. Það vantar þvi kr. 1,70 á ltr. að þeir fái meðalgrundvallarverð fyrir árið 1975. Lengst af hefur útborgun til bænda verið 70-71% af útsöluverði mjólkur. A árinu 1969-1973 var útborgunarverð bænda aðeins yfir grundvallar- verði en nú siðastíiðin tvö ár hefur vantaö á að það næðist. Ef mjólkurframleiðslan dregst saman, þá verður að taka tillit til þess i verðlagningu, þvi dreifing og vinnslukostnaður hækkar á hvern litra mjólkur. Bændur hafa orðið fyrir mikilli kjara- skerðingu, sem nemur samtals um 96 millj. kr. Það gerir rétt um 70 þús. kr. á hvern mjólkur- framleiðenda á svæði Mjólkur- samsölunnar. Heildarsaia á siðastliðnu ári nam 3.223 millj. króna. Þar af voru seldar mjólkurvörur fyrir 2,885 millj. kr. Kostnaður vegna starfsfólks MS jókst á árinu um 39%, þrátt fyrir að starfsmönnum hafði fækkað um 13. Starfsfólk alis var sliðastliðin áramót 420. Um s.l. áramót var mjólk seld 165 verzlunum á svæðinu, þar af voru 70 reknar af MS, en 37 af öðrum samvinnufélögum. Fyrir- huguð er breyting á sölu mjólkur. Það var reiknað með, að MS legði niður sinar verzlanir 1. júni, en nú eru verulegar likur á, að það muni dragast, þannig að jafnvel er gert ráð fyrir óbreyttu ástandi fram á næsta ár. A s.l. ári var fjárfest fyrir rúmar lll millj. króna, mest munaði þar um kostnað við breytingu á brauðgerð, vélum til framleiðslu á G-vörum og kaup á tölvu og tilheyrandi tækjum. Miklar umræður urðu um skýrslu stjórnar og forstjóra. Ennfremur var mikið rætt um tjón það, sem bændur urðu fyrii i verkfallinu og samþykkt var ályktun frá Engilbert Hannes- syni, þar sem fundarmenn lýstu stuðningi við framkomið frumvarp á Alþingi frá Jóni Ármanni Héðinssyni um að koma i veg fyrir, að mjólk verði eyðilögð i verkföllum. Ennfremur var samþykkt tillaga frá Asgeiri Bjarnasyni, Asgarði. um að kanna leiðir til að lækka flutningskostnað mjólkurfram- leiðenda á svæði samlagsins i Búðardal. 1 stjórn eru Agúst Þorvaldsson, Brúnastöðum. formaður. Einar Ölafsson frá Lækjarhvammi. Oddur Andrésson á Neðra-Halsi. Eggert Ólafsson. Þorvaldseyri og Gunnar Guðbjartsson. Hjarðar- felli. (Frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.