Tíminn - 30.04.1976, Page 6

Tíminn - 30.04.1976, Page 6
6 TÍMINN Pöstudagur :t(). april l!)7(i Sjötugur í dag Einn af fremstu myndlistarmönnum þjóðarinnar, sem nú eru á lifi, Þorvaldur Skúlason, á sjötugsafmæli í dag 30. april. Hann er einn af brautryðjendum á sviði islenzkrar myndlistar, og hefur lengi verið einn af forystumönnum samtaka myndlistarmanna. Sumarstarf KFUM í Vatnaskógi Áætlun fyrir starfið I sumar- búðum KFUM i Vatnaskógi á þessu sumri er komin út. Samkvæmt skránni verða 10 dvalarflokkar i Vatnaskógí á þessu sumri. Fyrsti flokkurinn fer til dvalar þar föstudaginn 28. mai. Fyrsti flokkurinn verður fyrir drengi9-ll áraen siðankoma þrir flokkar fyrir 10 ára og eldri. Dagana 25. — 27. júni verður haldið mót i Vatnaskógi, og eru allir velkomnir þangað, og væri sérstaklega ánægjulegt að eldri Skógarmenn, sem nú eru orðnir fjölskyldufeður kæmu með fjölskyldur sinar og dveldu i „Rjóðrinu” og upplifðu gömlu timana og skoðuðu staðinn og nytu góðra samverustunda. í júli' mánuði verður svo aldurinn i flokkunum yfirleitt 12 ára og eldri. Þá má geta þess, að 16. til 22. júli verður haldiö mót KFUM drengja frá öllum Norðurlöndum, en slik mót hafa verið haldin i áraraðir, en verður nú .hér á Islandi i fyrsta skipti. Unglingar héðan hafa einu sinni sótt slikt mót, sem þá var haldið i Noregi. Um verzlunarmannahelgina verður að venju haldið mót fyrir pilta og stúlkur, sem eru 13 ára og eldri, en slik mót hafa verið haldin um áraraðir og hafa nokkur hundruð unglingar dvalið um þessa helgi i Vatnaskógi. Siðan verða tveir dvalarflokkar i ágúst fyrir drengi 10 ára og eldri, en starfinu lýkur með sér- stökum flokki dagana 24. til 31. ágúst, sem nefndur er Bibliu- námskeið og er hann fyrir pilta og stúlkur, sem eru 16 ára og eldri. 1 Vatnaskógi er nú i byggingu iþróttasalur og er stefnt að þvi að gera hann fokheldan fyrir næsta vetur. Til þess að afla fjár til þessara framkvæmda var i fyrra haldið happdrætti, en i ár voru gefnir út sérstakir peningar ú kopar og silfri, sem hafa selzt mjög vel. A peningunum er annars vegar mynd af sr. Friðrik Friðrikssyni sem Sigurjón Ölafsson, mynd- höggvari gerði i þessu tilefni, en á hinni hliöinni er merki Skógar- manna KFUM. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu KFUM & K. að Amtmannsstig 2B, urr flokkana og mótin. (Frá Skógarmönnum KFUIV '*« Bryce og Donna Hamilton, sér- fræðingar um stoppuð teppi og teppasafnarar frá Tipton i Iowa, koma til Islands i þessari viku og munu sýna um tuttugu „quilts” úr hinu athyglisverða safni sinu. Sýningar þessar munu verða haldnar i tengslum við tvo fyrir- lestra, hinn fyrri verður haldinn i Ameriska bókasafninu að Nes- haga 16, fimmtudaginn 29. april. Sýning þessi er opin fyrir al- menning og hefst kl. 20.30. Seinni fyrirlesturinn ásamt sýningunni verður haldinn i Myndlista- og handiðaskóla Islands á föstudag- inn 30. og verður aðeins fyrir nemendur skólans. Athugasemd vegna ritdóms 1 ritdómi TIMANS (11. april 1976) um skáldsögu mina FRAMTÍÐIN GULLNA er sagt, að það sé „aldrei nema rétt”, að þaö hafi verið DALURINN (DALEN), sem hlotið hafi H.C. Andersenbókmenntaverðlaun- in. Þetta er ekki rétt. Verðlaun- in I skáldsögusamkeppni Dana á sinum tima hlaut handrit mitt, með heitinu DEN GYLDNE FREMTID. Það var danska út- gáfufyrirtækið, Nyt Nordisk Forlag, sem breytti titlinum, með hótun þess, að annars yrði bókin ekki gefin út. Þvi varð höfundurinn, ungur og óþekkt- ur, að lúta, þótt sárt tæki. Þá er og sagt I ritdómi TIM- ANS að breytt hafi verið um nöfn á sumum persónunum i þýðingu minni. Þetta er heldur ekki sannleikanum samkvæmt. Mannanöfn og svo að setja still- inn allur i FRAMTIÐIN GULLNA er nákvæmlega eins og á frummálinu. En um þetta allt gat gagnrýnandi eðlilega ekki vitað, þar sem augljóst er, að hann hefur ekki einu sinni lesið bókina á dönsku og verður þvi (með mjög góöum vilja) að teljast honum til afsökunar. Hins vegar hygg ég, að fáir is- lenzkir ritsnillingar séu gagn- rýnanda sammála um það, að „Gullna framtiðin” hefði verið betra en „Framtíðin gullna” (sbr. „Rauða þökan” og „Þokan rauða”, „Bláu dægrin” og „Dægrin blá” svo að tekin séu sem dæmi aðeins tvö þekkt islenzk bókaheiti). Það er ekki alltaf, að betur fari á venjulegri orðaröö i is- lenzkum skáldskap. Með beztu k veðjum. Þorsteinn Stefánsson. Aðalfundur AAjólkurbús Flóamanna: Mjólkurframleiðendum fækkaðu um 37 og inn- vegin mjólk var 5% minni en ó drinu óður FJÖLMENNT var á aðalfundi MBF. sem haldinn var að Leik- skálum i Vik i Mýrdai sl. þriðju- dag. Fundinn setti stjórnarfor- maður Eggert Ólafsson á Þor- valdseyri. Fundarstjórar voru skipaðir Agúst Þorvaldsson á Brúnastöðum og Einar Þorsteins- son á Sólheimahjáleigu. Hér verður getið nokkurra atriða, sem komu fram i ræðum for- manns og mjólkurbússtjórans Grétars Simonarsonar: Innvegin mjólk hjá búinu voru tæplega 37 milljón litra en það var 4,97% minna en á árinu 1974. Mjólkurframieiðendur voru 824. Þeim hafði fækkað frá árinu áður um 37. Mjólkurkúm fjölgaði aftur á móti um 176, en þær voru á s.l. ári 12.521. Meðal kúaeign hvers framleiðanda var 15,2 kýr, en var 1974 14,34 kýr. Mjólkur- magn á hvern framleiðanda var á s.l. ári 44.809 litrar eða 216 1 minna en árið áður. Bændur á Suðurlandi hafa þvi um 96 millj. kr. minna i tekjur fyrir mjólkina á sl. ári vegna minni nytar i kún- um en árið áður. Á árinu voru seldir 22,1 millj. 1 af nýmjólk og 631 þús. 1 af rjóma. Framleitt var i búinu 365 lestir af smjöri og 988 lestir af skyri. 1 árs- lok voru til hjá búinu 78,2 lestir af smjöri, sem seldust fljótlega upp úr áramótum. Nú er hafin smjör- framleiðsla á ný hjá búinu. Meðalverð til bænda að þessu sinni var kr. 46,18 á litra, sem er tæplega kr. 1,80 lægra en grund- vallarverðið. Þar skortir þvi á um 66 millj. kr„ að bændur fengju umsamið verð fyrir mjólkina Aðalástæðan fyrir lægra útborg- unarverði er samdráttur i mjólk úr framleiðslunni, þvi fastur kostnaður á hvern innveginn 1 hefur hækkað af þeim sökum. Heildartekjur mjólkurbúsins voru 2.230 millj. kr. Launagreiðslur 126 millj. kr. en heildargreiðsla til bænda fyrir innvegna mjólk var 1.705 millj. kr. Eins og fyrr segir, var brúttó útborgunarverð til framleiðenda kr. 46.18 á ltr. en til frádráttar koma ýmis sjóðagjöld og flutn- ingskostnaður til búsins, þannig að nettógreiðsla var kr. 42,97 fyrir hvern mjólkurlitra. Flutnings- kostnaður á hvern ltr. til búsins var kr. 2,15 á s.l. ári, en árið áður 1,56. Á s.l. ári voru 45 framleiðendur, sem lögðu inn hjá búinu meira en 100 þús. lítra hver. Eftirfarandi framleiðendur voru með yfir 150 þús. ltr.: litrar Jósep Benediktss. Armóti 278.957 Laugardælabúið. 263.329 Kjartan Georgss. Ólafsvöllum 165.137 Félagsbúið á Brúnastöðum 163.145 Guðni Kristinss., Skarði 158.234 Miklar umræður urðu á fundin- um um skýrslu stjórnar og mjólk- urbússtjórans. Bændur voru óánægðir yfir þvi, hve mikið vantaði á grundvallarverðið, en þetta er hlutfallslega það mesta, sem vantað hefur upp á að grund- vallarverð næðist. Fjölda margar ályktanir voru bornar fram á fundinum. 1 þeim var lögð áherzla á að finna leiðir til að koma i veg fyrir álika kjara- skerðingu og að þessu sinni. Enn- fremur komu fram ákveðnar ósk- ir um, að það yrði kannað, hvort ekki væri tiltækt að greiða bænd- um fyrr en verið hefur fyrir mjólkina. Fundur stóð langt fram á kvöldið, en aðalfundir Mjólkur- bús Flóamanna eru fjölmennustu fundir, sem haldnir eru á vegum bænda og þeirra samtaka. I stjórn búsins eru: Eggert Ólafs- son, Þorvaldseyri, formaður, Ágúst Þorvaldsson, Brúnastöð- um, Jón Egilsson, Selalæk, Hörð- ur Sigurgrimsson, Holti og Magnús Sigurðsson, Birtinga- holti. (Frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.