Tíminn - 30.04.1976, Page 11

Tíminn - 30.04.1976, Page 11
Fiistudagur :!0. april 1976 TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- Jýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Iðnaður og stjórnun Hvert eitt starf við frumatvinnuvegi landsmanna, sjávarútveg, landbúnað og iðnað, fæðir sjálfkrafa af sér vinnu handa þremur öðrum. öll afkoma þjóðarinnar byggist á þessum atvinnuvegum og úr- vinnslugreinum þeim, sem eru I tengslum við þá. Skýringin á þvi, að hver maður i Súðavik, Grims- ey, Bakkafirði og Stöðvarfirði skilxr að meðaltali tuttugu til þrjátiu sinnum meiri verðmætum i þjóðarbúið en gerist á Reykjavikursvæðinu er ofur- einföld: Úti um landið vinna langflestir, sums stað- ar svo til allir, að framleiðslustörfum. Efnahags- örðugleikar landsmanna eiga sér hliðstæða skýr- ingu, að minnsta kosti að verulegu leyti: Þeim fækkar hlutfallslega, er starfa i þágu frumatvinnu- veganna og úrvinnslugreinanna, en hinum fjölgar að sama skapi, er sinna milliliðastörfum og þjón- ustustörfum af ýmsu tagi, og sá baggi er að verða of þungur. Nú er á hinn bóginn svo komið, að mikilvægustu fiskstofnarnir eru i hættu sökum ofveiði og öðrum verður ekki meira boðið en nú er gert. Sums staðar á landinu er einnig svo margt beitarpenings, að högum er ofgert á sumrin, þótt i öðrum landshlutum séu þeir vannýttir. Þótt vissulega komi til greina veiðar nýrra fiskstofna, betri vinnsla aflans og skipulegri nýting lands til búskapar, er það samt iðnaðurinn, sem við hljótum fyrst og fremst að horfa vonaraugum til eins og ástatt er. Og raunar er þar ekki i kot visað. Við eigum margt ágætra iðnaðarmanna og iðnverkafólks og vélakost og húsakost, sem nýta má miklu betur en gert er . Auk þess æpir milljarðahalli i gjaldeyrisbúskapnum á okkur að hagnýta mannaflann og tækjakostinn og draga úr þarflausum innflutningi. Nú vill svo til, að við gætum fyrirvaralitið beint milljarðakaupum á iðnvarningi, sem nú er fenginn frá öðrum löndum, til islenzkra aðila. Riki, sveitar- félög, opinberar og hálfopinberar stofnanir standa fyrir gifurlegum kaupum á efni og margvislegum búnaði vegna framkvæmda sinna. Nú er sú kylfa oft látin ráða kasti um uppruna og framleiðsluland tækja og búnaðar við slik kaup, hverju einhverjum arkitekt kann að hafa þóknazt að gera ráð fyrir á teikningum sinum og negla þar fast með tilhögun innréttinga, svo að brey tingum verði ekki við komið eftir á. Enn hastarlegra er, ef það á við rök að styðj- ast, er haldið var fram ómótmælt i ræðu á fjöl- mennri samkomu i höfuðstaðnum nýlega, að dæmi fyndust þess, að hinum annarlegustu og óviður- kvæmilegustu sjónarmiðum væri teflt fram opin- skátt við ákvarðanir um val tækja og búnaðar af þeim, sem sizt skyldi. Ef stjórnvöld skipuðu svo fyrir, að undantekn- ingarlaust skuli fyrst leitað kaupa á innlendri fram- leiðsluvöru i sambandi við opinberar og hálfopin- berar framkvæmdir, og hún látin sitja i fyrirrúmi, ef til væri, og verð og gæði mæltu með þvi, myndi i senn hlaupa vaxtarkippur i innlendan iðnað og stór- draga úr gjaldeyrishallanum. Þessi leið, eða hlið- stæð, hefur verið farin i nágrannalöndum okkar, til dæmis Noregi, og i Danmörku er þvi haldið fram, að það borgi sig fyrir riki og þjóð að kaupa danskan varning allt að þriðjungi dýrari en útlendan vegna skatta og annars, sem með flýtur. Þetta væri þeim mun auðveldara i framkvæmd hér, að við höfum samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir, er gæti gert það skilyrði fyrir sam- þykki sinu, að teikningar allar gerðu ráð fyrir inn- lendum búnaði i hús og stofnanir, að svo miklu leyti sem islenzkir framleiðendur gætu látið hann i té. — JH Vestrænir kommúnistaflokkar: Áhyggjur austan tjalds og vestan vegna fylgisaukningar þeirra og fráhvarfs frá sovézkri leiðsögu Enrico Berlinguer. Henry Kissinger, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, hef- ur undanfarnar vikur látið i ljós sivaxandi áhyggjur vegna aukins fylgis kommúnista- flokka i Vestur-Evrópulönd um. Einkum er þaf kom múnistaflokkur ttaliu sem staðið hefur ráðherranum fyrir svefni, enda virðist fyrir- sjáanlegt. að flokkur Ber- linguers hafi tryggt stöðu sina svo. að erfitt reynist að ganga fram hjá honum við stjórnar- myndun. Fram undan virðasl nú óhjákvæmilega vera kosn ingar á ítaliu. þar sem valda- staða kommúnista getur ráð- izt. og þar með hvort áhyggjur Kissingers hafi verið á rökum reistar. Þetta ukna fylgi kommún ista i Vestur-Evrópu, ekki að- eins á ttaliu. heldur einnig i Frakklandi. Portúgal og við- ar, hefur vakið með Banda- rikjamönnum ugg um öryggi NATO. Telja þeir, að aðild kommúnista að rikisstjórnum NATO-rikja geti valdið röskun á starfsháttum, bæði vfir- stjórnar og öryggisstjórnar bandalagsins. og þar með á valdajafnva'gi i Evrópu. Þvi hafa þeir, með Kissinger i fararbroddi, beitt sér fyrir þvi að viðkomandi riki fái við- varanir um. að aðild komm- unista að rikisstjórn ga'ti hugsanlega breytt stöðu þeirra innan NATO. Greini- lega er þarna um lítt duldar hótanir að ræða og jafnvel skýlaus brot á öllum sáttmál- um um afskiptaleysi af innan- rikismálum. En i baráttu sinni við kommúnisma láta Kissinger og félagar hans sig slikt litlu varða. ÞEIR ERU þó ekki einir um að hafa vaxandi áhyggjur af uppgangi kommúnistaflokk- anna i Vestur-Evrópulöndum. þvi leið sú, er viðkomandi flokkar hafa valið sér til fylgisaukningar, veldur nú si- vaxandi ugg meðal forystu- manna innan Sovét-blokkar- innar. Kommúnistaflokkurinn á ítaliu veldur ef til vill mestum áhyggjum, en er alls ekki sá eini, sem og hefur byrst sig i samskiptum við kommúnista- flokka i Austur-Evrópu undanfarið. Til þess að auka fylgi sitt meðal alþýðunnar á Italiu hef- ur kommúnistaflokkurinn þar, undir forystu Berlinguers, nánast hafið á loft merki demókrata og telur sig nú vera eiginlega fallinn frá kommúnisma i þeirri mynd, sem hann var fyrir nokkrum árum. Leiðtogár flokksins segja nú, að hann viðhaldi nafninu kommúnistaflokkur einvörðungu vegna þess, að hann er verkalýðsflokkur, en ekki vegna stefnumiða. Þessa mynd tók flokkurinn á sig fljótlega eftir siðari heims- styrjöld. og siðan hefur hann óneitanlega á margan hátt starfað sem lýðræðisflokkur. Eitthvað er þó stefna þessi blandin. þar sem innan flokks- ins sjálfs rikir enn kommún- ismi. Agi hans er að fyrir- mynd kommúnista. og ef stefna hans er lesin niður i kjölinn. sjást þar ýmis merki þess. að hann stefni ekki að demókratiskum markmiðum, heldur að hagnýtingu demó; kratiskra sjónarmiða- á leið sinni til kommúnisma. Engu að siður hefur þessi breyting á flokknum oröið til þess að minnka til muna sam- band hans við Sovétrikin, þótt þvi hali engan veginn verið slitið að fullu. Allt frá árunum upp úr 1960 hefur italski kommúnistaflokkurinn öðru hvoru gagnrýnt bræður sina i Sovétrikjunum og stjórnvöld þar. Einkum var gagnrýni þessi hörð eltir innrás Sovét- rikjanna i Tékkóslóvakiu árið 1968. Siðan þá hefur gagnrýnin verið misjafnlega mikil og hörð, en oftast nær einhver. Ilefur flokkur Berlinguers fjarlægzt æ meira Sovétblokk- ina og enda þótt i alþjóðamál- um haldi hann enn við viður- kenndar Sovétskoðanir að mestu, hefur breytingin orðið svo mikil og greinileg, að ítal- ir telja sovézka kommúnista- flokkinn ekki lengur gegna hlutverki móðurflokks kommúnista. Þetta fráhvarf kommúnista, bæði á Italiu og i öðrum Vest- ur-Evrópulöndum, hefur vald- ið stjórnvöldum i Austur- Evrópu áhyggjum, og þær eiga vafalitið eftir að aukast. Einkum eru það stjórnvöld i Tékkóslóvakiu, sem sýna ótta- merki, enda von, þar sem vigi kommúnismans þar hefur áð- ur látið á sjá. Tékknesk yfirvöld halda þvi nú fram, að andófsöflin i land- inu séu fámenn og litt til þess fallin að valda hræringum. Þessi opinbera afstaða þeirra brýtur þó nokkuð i bága við þekktar staðreyndir, bæði um fjölda andófsmanna i landinu, svo og við þær aðgerðir st jórn- valda gegn andófsmönnum. sem af fréttist. Undanfarin sjö ár hefur hálf milljón manna yfirgefið kom múnistaflokk Tékkó- slóvakiu, ýmist af sjálfsdáð- um. eða verið reknir úr hon- um. Af þessum hópi hafa að- eins fáir gengið i flokkinn á ný og reikna má fastlega með. að nokkur hluti þeirra, sem enn eru utan hans séu i dag virkir andófsnienn að einhverju leyti. Fyrirsjáanlegir erfið- leikar i efnahagslifi landsins á komandi árum munu vafa- laust bæta við þann hóp. Aðgerðir stjórnvalda sjálfra brjóta einnig nokkuð i bága við hina opinberu skoðun, þar á meðal handtökur lista- manna og beinar ofsóknir gegn hópum þeirra, sem ekki hlýðnast að fullu fyrirmælum ylirboðara. Þvi er það. að stjórnvöld i Tékkóslóvakiu lita með ugg til þessarar stefnubreytingar vestrænna kommúnistaflokka. og samvinnuslita við sovézka flokkinn. Þeim þykir hætta á. að þessi sjálfstæðishrevfing og afneitun á skýlausu og endan- legu valdi Sovétmanna geti . dregið dilk á eftir sér innan Sovétblokkarinnar og orðið til þess að blása nýju lifi i glæður andófshreyfinga þar. Hefur verið reynt að spyrna nokkuð gegn þessum óæskilegu áhrif- um. meðal annars með þvi að takmarka mjög þátttöku er- lendra fulltrúa á þingi kom múnistaflokks Tékkó- slóvakiu. A þingi þessu voru italskir kommúnistar til dæmis aðeins áhevrnarfull- trúar og virðist það bera merki um að vfirvöld telji boð- skap þeirra hættulegan og að hann gæti hleypt nýju lifi i þau andófsöfl, sem með öðru móti má halda niðri i landinu. Þessi afstaða stjórnvalda i Austur-Evrópu fellur og að þeim skoðunum. sem Banda- rikjamenn hafa látið i Ijósi um nauðsvn þess að halda rikj- andi jafnvægi i Evrópu og jaínvel trevsta það. Að mati Kissingers og ráðgjafa hans ber að stefna að þvi, að treysta yfirráö Sovétmanna i Austur-Evrópu. með aðstoð við mvndun eðlilegri við- skiptasambanda, eins og það er orðað. Þvi valda vestrænir kommúnistaflokkar Banda- rikjamönnum einnig ugg á fleiri en einu sviði, þvi að vin- slit þeirra og Sovétrikjanna hefurekki aðeins i för með sér ha'ttu á röskun innan NATO. heldur gæti hún einnig raskað völdum innan Varsjár-banda- lagsins. sem ekki væri siður sla'mt. að þeirra dómi. Það er þvi von aö spurt sé. hver vinnur fyrir hvern og hvar eru lýðræðisfrömuðirn- ir?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.