Tíminn - 30.04.1976, Qupperneq 14

Tíminn - 30.04.1976, Qupperneq 14
14 TÍMINN Föstudagur ;!0. april 1976 Föstudagur 30. apríl 1976 mc Heilsugæzia Slysavarðstufan: Simi 81200, eftir skiptborðslokun 81212. Sjúkrahifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafn- arfjörður, simi 51100. Kvöld-, nætur og helgidaga- varzla apóteka i Reykjavik vikuna 30. aprfl til 6. mai er i Borgarapóteki og Reykja- vikur apoteki. Það apótek sem fyrr er nefnt,' annast eitt vörzlu á sunnudögum, helgi- dögum og almennum fridög- um. Hafnarfjörður — Garðabær: Nætur og helgidagagæzla: Upplýsingar á Slökkvistöð- inni, simi 51100. I.æknar: Reykjavik — Kópavogur. I'agvakt: Kl. 08:00-17:00 mánud -föstudags, ef ekki næst i heimilislækni, simi 11510. Kvöld- og uæturvakt: Kl. 17:00-08:00 mánud-föstud. simi 21230. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en læknirer til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Ileimsóknartimar á I.anda- kotsspitala: Mánudaga til föstud. kl. 18.30 til 19.30. Laugardag og sunnud. kl. 15 til 16. Barnadeild alla daga frá kl. 15 til 17. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til kl. 7 nema laugar- daga er opið kl. 9-12 og sunnu- daga er lokað. Ileilsuverndarstöð Kópavogs: Mænusóttarbólusetning fyrir fulloröna fer fram alla virka daga kl. 16-18 i Heilsuverndar- stöðinni að Digranesvegi 12. Munið að hafa með ónæmis- skirteini. Löqregla og slökkviliö Keykjavik: I.ögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabif- reið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabif- reið, simi 11100. llafnarfjörður: Lögreglsn simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51100. Bilanatilkynningar Kafmagn: 1 Reykjavik og Kópavogi i sima 18230. I Hafn- arfirði i sima 51336. Ilitaveitubilanir simi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Simabilanir simi 05 Bilanavakt borgarstofnana. Sfmi 27311 svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið við tilkynningum um bilanir i veitukerfum borg- arinnar og i öðrum tilfellum sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgar- stofnana. Vaktmaður hjá Kópavogsbæ. Bilanasimi 41575, simsvari. Félagslíf Prentarar muniö kaffisöluna 1. mai i Félagsheimilinu. Stjóm Eddu. Frá Guðspekifélaginu: Hvaö eru sálfarir nefnist erindi sem Karl Sigurðsson flytur i Guð- spekifélagshúsinu Ingólfs- stræti 22 I kvöld föstudaginn 30. april kl. 9. Frá Dýraverndunarfélagi Reykjavikur: Aðalfundur félagsins veröur haldinn að Hallveigarstöðum, sunnudaginn 2. mai kl. 2 e.h. Féiagar eru beðnir aö mæta sem flestir. Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins i Reykjavik: Heldur basar og kaffisölu I Lindarbæ laugardaginn 1. mai kl. 2. Tekiö á móti munum á basarinn i Lindarbæ á föstu- dagskvöld eftir kl. 8 siðd. Kökumóttaka fyrir hádegi 1. mai. Stjórnin. Aðalfundur iþróttafélags fatlaðra i Reykjavik verður haldinn mánudaginn 3. mai næstkomandi kl. 20,30 i Sjálfs- bjargarhúsinu Hátúni 12. Dag- skrá: Venjuleg aðalfundar- störf, rætt um ferð á Ólymplu- leikanai Toronto. Stangaveið- ar. Ferð til Akureyrar. Stjórn- in. Kvenfélag Laugarnessóknar: Siöasti fundurinn á þessu starfsári verður mánudaginn 3. mai i fundarsal kirkjunnar kl. 8,30. Mjög áriðandi mál á dagskrá. Stjórnin. Kvennadeild Borgfiröinga- félagsins hefur sitt árlega veizlukaffi og skyndihapp- drætti i Lindarbæ sunnudginn 2. mai n.k. húsiö verður opnað kl. 2. Stjórnin. I.O.G.T. Svava nr. 23. Fundur 2.5. kl. 14. Laugardag 1. mai kl. 09.30 1. Ferð umhverfis Akrafjall undir leiðsögn Jóns Böðvars- sonar, sem kynnir sögustaði, einkum þá, er varöar æfi Jóns Hreggviössonar, bónda frá Rein. Verð kr. 1200. 2. Gönguferð á Skarðsheiði (Heiðarhom), einn besta út- sýnisstaö við Faxaflóa. Fararstjóri: Tómas Einars- son. Verð kr. 1200. Fargj. greitt viö bilinn. Brottför frá Umferðamiðstöðinni (að austanveröu) Kynnist landinu og sögu þjóðarinnar. Feröa- félag Islands. ÚTIVISTARFERÐIR Siglingar Skipadeild S.t.S. Jökulfell fór I gær frá Reykjavik áleiðis til Murmansk. Dlsarfell losar I Reykjavik. Helgafell fór I gær frá Rotterdam til Svendborg- ar og siðan Gautaborgar. Mælifell losar á Blönduósi. Skaftafell losar I Reykjavik. Hvassafell fór 28. þ.m. frá Akureyri til Larvikur, Gdynia, Ventspils, Kotka og Sörnes. Stapafell losar á Austfjarða- höfnum. Litlafell er I Þorláks- höfn. Sæborg er væntanlegt til Reykjavikur i dag. Vega fór I gær frá Svendborg til Þórs- hafnar. Vesturland lestar I Osló um 5/5 og Larvik 7/5. Laugard. 1. mai. Kl. 10: Þráinsskjöldur—Mera- dalir.Fararstj. Jón I. Bjarna- son. KI. 13: Selatangar. Fararstj. Gisli Sigurðsson. Sunnud. 2/5. kl. 13. Garðskagi—Básendar, fugla- skoöun—strandganga, hafiö sjónauka með. Fararstjóri Arni Waag. Útivist. Tilkynning Flóamarkaður i sal Hjálpræðishersins i dag, föstudag kl. 10-22. Mikið og gott úrval af fötum og skófatn- aði. Forsiöa 16. árgangs Húnavöku, ársrits Ungmennasambands Austur Húnvetninga. Tilkynning til símnotenda um breytingu á síma- númerum í Reykjavík Simnotendum þeim, sem hafa fengið til- kynningu um breytingu á simanúmerum, skal bent á að breytingin verður gerð sið- degis föstudaginn 30. april 1976. Búast má við timabundnum truflunum á simasam- bandi, einkum við Hátún, Hraunbæ og Rofabæ. Simstjórinn i Reykjavik. Mó-Reykjavik — Húnavaka.árs- rit Ungmennasambands Austur- Húnvetninga er komið út. Að venju hefur það að geyma marg- ar greinar, frásagnir og ljóð, en um þrir tugir manna hafa skrifað i ritið. Þá er einnig iritinu langur kafli um það helzta, sem gerzt hefur i héraðinu á siðasta ári. Meðal efnis, sem er i ritinu má nefna, að Kristinn Pálsson kenn- ari skrifar um aldarafmæli Blönduóss, en 1. jan. sl. var öld siðan Blönduós varð löggiltur verzlunarstaður. I grein sinni rekur Kristinn sögu Blönduóss I stórum dráttum og bregður upp svipmynd af þorpinu eins og það er i dag. Þá er i ritinu grein um Skóga i Húnavatnsþingi eftir Guðmund Jósafatsson frá Brandsstöðum og sr. Arni Sigurðsson skrifar um Hólafélagið. Bjarni i Blöndudals- hólum litast um i Svinavatns- hreppi og skrifar um bændavisur, sem til eru I handriti frá 1830. Vis- ur þessar eru um bændur i hinu forna Auðkúluprestakalli. Einnig skrifar Bjarni grein I ritið um for- göngumenn verzlunarkærunnar úr Bólstaðahliðarhreppi 1797. Aðalbjörg G. Þorgrimsdóttir, Holti á Asum, skrifar um drag- ferjuna á Blöndu, en ferja þessi var starfrækt hvert sumar frá 1915 til 1943 og var ferjað yfir Blöndu rétt utan við bæinn Syðra Tungukot (nú Brúarhlið). Guðrið- ur B. Helgadóttir ritar um skepn- ur og menn og Halldór Jónsson ritar um örnefni og staðanöfn. Pétur B. ólason skrifar um fyrstu hreppsnefnd i Sveinsstaðahreppi, sem kjörin var 1874. Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson skrifar um bókasöfn og Jón Ól. Benónýsson segir frá töku erlends togara I landhelgi 1924. Þá er i Húnavöku birt opið bréf til Húnvetninga, sem Páll Briem lét prenta og sendi 1902. Jón Is- berg segir frá heimsókn til Vestur íslendinga á siðasta sumri og Björn Bergmann skrifar þanka um örnefni. Þá er spjallað við Svein Ingólfsson, framkvæmda- stjóra útgerðar félagsins Skaga- strendings. Einnig er birt niður- lag ferðasögu Ásgeirs J. Lindals frá Islandi til Ameriku sumarið 1887, og siðari hluti greinar Þor- steins Guðmundssonar um Jarða- bótafélag Svinavatns- og Ból- staðahliðahreppa 1842-1863. Ljóð eru I Húnavöku eftir Stein- grim Daviðsson, Friðrik Hansen, Hólmfriði Danielsdóttir, og Kristján Hjartarson. Þá eru þar stökur eftir Bjarna Pálsson og Ingva Guðnason. Einnig er i ritinu stutt æviágrip þeirra Húnvetninga, sem létust á sl. ári. Ritstjórn Húnavöku annast Stefán A. Jónsson Kagaöarhóli, en fréttir og útbreiðslu ritsins annast Jóhann Guðmundsson, Holti Svinadal. Þeir, sem óska að fá ritið, geta snúið sér til hans. Húnavaka er rúmar 200 blað- siður að stærð prentað i Prent- verk Odds Björnssonar Akureyri. 14 ára - Sveit Traustur, samvizku- samur strákur óskar ettir að komast í sveit. Nokkuð vanur. Simi (91) 10060. Tjónauppgjör/óhættu- eftirlit Óskum eftir að ráða tæknimenntaðan mann til starfa i Brunadeiid vora. Starfiö er fólgið I skoðun og uppgjöri eignatjóna ásamt áhættueftirliti. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega, og hafa bif- reið til umráða. Frekari upplýsingar hjá Starfsmannahaldi, (ekki i sima). Samvinnutryggingar g.t. Ármúla 3, simi 38500. % i'* ,v* • \r;'- c/ .7 Sjúkraliðar & Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga á hinar ýmsu deildir Borgarspitalans. Nánari upplýsingar á skrifstofu forstöðukonu i sima 81200. % 'hr Reykjavik, 29. april 1976. Borgarspitalinn mm I '■Kr >V|? i Staða bókasafns- fræðings við Borgarbókasafn Reykjavikur er laus til umsóknar. Launakjör fara eftir samningum við Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist borgarbókaverði fyrir 22. mai n.k. Borgarbókasafn Reykjavikur. swMmmiÉ Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem hafa styrkt okkur og stutt við hið sviplega fráfall ástkærra eigin- manna, unnusta, feðra okkar og sona, sem fórust með vb Hafrúnu AR 28, 2. marz s.l., þeirra: Ágústar Ólafssonar, Haraldar Jónssonar, Jakobs Zóphoniassonar, Júliusar Stefánssonar, Valdemars Eiðssonar og Þórðar Þórissonar. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Engilbertsdóttir, Sigurlina Helgadóttir, Guðbjörg Benediktsdóttir, Bryndis Kjartansdóttir, Guðlaug Jóns- dóttir, börn og aörir aöstandendur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.