Tíminn - 30.04.1976, Síða 19
Föstudagur :!(). april l!)7(i
TÍMINN
19
,Gamanað
sjá draum-
inn rætast'
— segir Guðmundur Þorbjörnsson,
hinn marksækni leikmaður úr Val,
sem er nýliði í landsliðshópnurn
— Ég er mjög ánægður að vera kominn i iandsliðshópinn, þetta er það,
sem maður hefur stefnt að. Það er gaman að sjá drauminn rætast,
sagði hinn ungi og sókndjarfi miðvörður Valsiiðsins, Guðmundur Þor-
björnsson, sem hefur verið valinn i 20 manna landsliðshópinn I knatt-
spyrnu. — Ég stefni að sjálfsögðu að þvi að vinna sæti i landsliðinu og
komast með þvi til Oslóar. Ég veit að það verður erfitt að tryggja sér
sæti i landsliðinu, þar sem margir góðir leikntenn berjast um hverja
stöðu i því, sagði þessi sniðugi og djarfi leikmaður, sem er eitt mesta
efni, sem hefur komið fram i knattspyrnunni á undanförnum árum.
Guðmundur byrjaði að leika
með Valsliðinu siðasta keppnis-
timabil og vakti hann þá mikla
athygli — enda var hann mark-
sækinn með afbrigðum. Guð-
mundur skoraði „Hat-trick” —
þrjú mörk, þegar Valsmenn unnu
sigur (3:0) yfir FH-ingum á
Kaplakrikavellinum. Hann lét
ekki þar við sitja — heldur voru
mörk hans orðin 8 talsins, þegar.
1. deildarkeppninni lauk. Það er
ekki að efa, að þessi glæsilegi
ungi piltur, á eftir að verða full-
trúi íslands á knattspyrnusviðinu
i sumar — það hefur hann sýnt.
— Er ekki erfitt að sameina
iþróttir og nám?
— Jú, það er talsvert erfitt. Ég
er nú i erfiðum prófum og hef ekki
stundað námið sem skyldi — hef
að mörgu leyti tekið knattspyrn-
una fram yfir. Maður liggur yfir
REVIE
SETUR
5 ÚT
Don Revie, iandsliðseinvaldur
Englands, hefur fækkað um 5
leikmenn i landsliðshópi
sinum, sem hann valdi til
undirbúnings fyrir Bretlands
eyjakeppnina, Bandarikjaför
og HÖ-leik gegn Finnum.
t>essir óhamingjusömu
menn eru, Colin Bell og
Oennis Tueart,, Manchester
City, Paul Madeley, Leeds,
Trevor Francis, Birmingham
og Alan Dodd, Stoke. Þrir af
þessum leikmönnum — Bell,
Madeley og Francis, eiga við
meiðsl að striða
bókunum á daginn, æfir siðan
knattspyrnu á kvöldin og siðan er
leikið um helgar.
— Komstu fljótt i snertingu við
knattspyrnuna?
— Já, blessaður vertu — ég fór
að eltast við bolta, sem smástrák-
ur (6—7 ára) og var maður þá að
allan daginn hlaupandi á eftir
boltanum.
— Þú hefur strax byrjað að
skora mikið af mörkum?
— Nei, ekki get ég sagt það, ég
tók ekki við mér, fyrr en ég var
orðinn 14 ára — áður hafði ég leik-
ið sem varnarmaður.
— Þú færð að glima við þá
Martein Geirsson og Jón Péturs-
son á morgun, hvað viltu segja
um það?
GUÐMUNPUR ÞORBJÖRNSSON.
dagana. (Timamynd Gunnar)
— Ég vil sem minnst ræða um
það, það verður leikurinn, sem
talar. Mér finnst gott að leika
með þeim Marteini og Jóni — á
. er á kafi i námsbókunum þcssa
morgun fæ ég að kynnast hinni
hliðinni, sagði Guðmundur að lok-
um.
—sos
Marteinn
bjartsýnn
Framarar mæta
Valsmönnum
d morgun
-Viö föruin inn á völlinn, til aö
vinna sigur, sagði Marteinn
Geirsson, landsliðsmiðvörður
úr Fram-iiöinu, sem mætir
Valsmönnum á Mclavellinum
ámorgun i Reykjavlkurmótinu
i knattspyrnu. — Ég er mjög
bjartsýún — viö höfum notað
siöustu æfingar okkar,
sérstaklega til að undirbúa
okkur fyrir átökin gegn Val.
Við munum leggja hart að
okkur, þvi að við gerum okkur
grein fyrir, að þetta er úrslita-
leikur mótsins, sagði
Martein n.
— Hvað viltu segja uin Vals-
liöiö?
— Valsliðið hefur yfir að
ráða sterkri framlinu. Þeir
eru þar með unga og friska
stráka, sem verður gaman að
glima við. Aftur á móti er
vörnin ekki eins sterk — og
erum við ákveðnir i að sundra
henni.
Marteinn sagði að aö
sjálfsögðu stefndi hann að þvi
að skora mark — já, tvö frekar
en eitt. Leikur Fram og Vals
hefst á Melavellinum kl. 2 á
morgun. — SOS
TONY KNAPP — hefur í
mörg horn að líta...
Hann hefur komið með athyglisverða tillögu um uppbyggingu landsliðsins
TONY KNAPP, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur i mörg horn að lita þar sem hann mun sjá um
þjálfun þriggja landsliöa okkar i knattspyrnu — landsliðsins, unglingalandsliðsins og landsliðs drengja.
Það er ekki hægt að segja, að Knapp hafi setið auðum höndum siöan hann kom til landsins — hann hefur
séð alia leiki, sem hann hefur komizt yfir, til að „njósna” um væntanlega landsliðsmenn. Þá er hann
nýkominn frá Hoilandi, þar sem hann hafði leikmenn Hollendinga og Belgiumanna undir smjásjánni, en
þeir verða mótherjar Islendinga I sumar.
Knapp hefur komið með mjög athyglisverða tillögu I sambandi við uppbyggingu landsliðsins, en hún
er I stórum dráttum þannig, að iandsliðið sem leikur gegn Norömönnum I Osló 19. mai og unglinga-
landsliðið, sem tekur þátt i úrslitakeppni Evrópukeppni unglingalandsliða sem fer fram i Ungverja-
landi 27. mai - 7. júni, æfi meira og minna saman.
— Ég tel að þetta geti orðið mikil upplyfting fyrir ungu strákana, að þeir fái að æfa með landsliðs-
mönnum okkar — þannig öðlast þeir mikla reynslu, sem þeir njóta góðs af i framtiðinni, sagði Knapp
Knapp telur, að þetta fyrirkomulag sé nauðsynlegur liður i uppbyggingu landsliðsins, þar sem að
strákarnir í unglingalandsiiðinu séu komnir á þann aldur, að þeir geti hvenær sem er bankað á dyrnar
hjá landsliðinu.
Með þvi að láta leikmenn unglingalandsliðsins æfa með a-landsliðinu, er verið að auðvelda þeim, að
þeir geti strax gengið i æfingar hjá landsliðinu, þar sem þeir væru búnir að kynnast þeim og leik-
mönnum landsliðsins, sagði Knapp, þegar sagt var frá þessari tillögu hans á blaðamannafundi hjá
K.S.t.
Þessi tillaga Knapps um að brúa bilið á milli unglingalandsliðsins og landsliðsins, er stórt skref i rétta
átt, i sambandi við uppbyggingu landsliðs.
Hingað til hefur það verið nokkuð stórt stökk á milli unglingalandsliðsins og landsliðsins, en með
þessu nýja fyrirkomulagi, verður auðveldara fyrir ungu strákana okkar, aðganga inn i landsliðshópinn.
TON Y
KNAPP....
an.
landsliösþjálf-
AAútumál í sviðsljósinu í Belaíu
GUÐGEIR.... og félagar úr fall-
hættu.
— Það er nú nær öruggt að La
Louviere-liðið verði dæmt úr 1.
deildarkeppninni, þar sem upp
hefur komið mútumál i sambandi
við leik liðsins gegn Berchem,
sagði Guðgcir Leifsson, þegar
Timinn ræddi við hann i gær-
kvöldi. — Það þýöir, að við hjá
Charleroi höldum sæti okkar i 1.
deildarkeppninni, en baráttan
hefur verið geysilega hörð um
fallið.
Það urðu mikil blaðaskrif i
sambandi við mútumálið hér i
blöðunum, um að forráðamenn
La Louviere hafi boðið mótherj-
um sinum (Berchem) peninga-
upphæð, fyrir að tapa. Þetta kvis-
aðist út, þegar leikmenn liðanna
fóru að ræða um þetta fyrir leik-
inn. Þetta varð til þess að viðtal,
sem forráðamenn La Louviere
áttu við þjálfara Berchem var
tekið upp á segulband — og notað
sem sönnunargagn. Þá er einnig
búið að sanna, að dómari leiksins
tók við peningaupphæð frá for-
ráðamönnum La Louviere, sagði
Guðgeir.
— Þetta mál hefur vakið gifur-
lega athygli hér — og einnig vakti
það mikla athygii, þegar blöðin
birtu fréttir um, að Charleroi
hefði mútað Malinois til að tapa
fyrir okkur — en við unnum sigur
(2:0) yfir liðinu á dögunum. Þetta
er algjörlega út i hött. enda hefur
það komið fram. Talið er að ein-
hver forvstumanna La Louviere
hafi viljað hefna sin. eftir að upp
komst um ráðabrugg þeirra,
sagði Guðgeir.
— Þetta þýðir þá. að þið veröið
áfram uppi?.
— Já, þá verður það La Louvi-
ere. Berchem og Malines, sem
falla niður.
— Þetta þýðir ekki. að við telj-
um okkur örugga. Við eigum eftir
að leika þrjá leiki — gegn meist-
urum Molenbeek hér i Charleroi
ti dag) og siðan gegn La Louviere
á útivelli og Lieres á heimavelli.
— Við erum ákveðnir að gefa ekk-
ert eftir og að ná a.m.k. fjórum
stigum úr þessum þremur leikj-
um. sagði Guðgeir að lokum.
—sos