Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2005 3 Næstum því bíll og næstum því mótorhjól. Með 500 hestafla V-10 mótor úr Viper er Dodge Tomahawk tvær og hálfa sekúndu í hundrað. Hámarkshraðinn er áætlaður í kringum 480 km/klst en hönnuðir mótorhjólsins, sem er reyndar á fjórum hjólum og er því stundum kallað bíll, segja að fræðilega nái það 640 km/klst. Hvort einhver hafi fengist til að sannreyna það, sitjandi á hjólinu, er óvíst. Aðeins níu hjól hafa verið fram- leidd til sölu og hvert þeirra fór á rúmar 36 milljónir. Það er reyndar ólöglegt að aka þeim á vegum úti svo íslenskir mótorhjólaaðdáendur verða að láta peningana í annað. Tvær og hálf sekúnda í hundraðið Dodge Tomahawk. Stútarnir fyrir ofan framhjólin eru ekki ljós, heldur loftinntak fyrir 500 hestafla V-10 mótorinn. Ekki slæmt fyrir mótorhjól. Raunverð bíla á netinu Á vef Bílgreinasambandsins er nú hægt að finna út raunverð bíla. Bílgreinasamband Íslands hélt á mánudaginn upp á 35. ára afmæli sambandsins. Í tilefni af því hefur sambandið hannað nýja þjónustu fyrir almenning í landinu á heimasíðu sinni, bgs.is. Þar má á auðveldan hátt finna út raunverð bíla, bæði síns eigins og annarra. Þessi þjónusta ætti að hjálpa mörg- um þegar kaupa eða selja á bíl. Fyrst er bíltegundin fund- in, síðan af hvaða gerð hún er og seinast er skráð inn hversu langt bíllinn hefur keyrt og hver sé skráningardagur bíls- ins. Að því loknu reiknar vef- urinn raunverð bílsins. Nú er ekkert mál að reikna raunverð hvaða bíls sem er á heimasíðu Bílgreinasam- bandsins, bgs.is Bíll ársins 2006 í Evrópu er Ren- ault Clio III en Clio hlaut einnig þessa nafnbót árið 1991. Þetta er í fyrsta sinn í 43 ára sögu vals á Bíl ársins í Evrópu sem sama gerð af bíl hlýtur þessa viðurkenningu oftar en einu sinni. Aðeins fimm stig skildu að bílinn í fyrsta sæti og bílinn í öðru sæti en í því sæti lenti Volks- wagen Passat. Meðal helstu kosta bílsins að mati valnefndarinnar eru mikið rými, vandaður frágangur, þæg- indi og öryggi. Nokkrir þeirra minnast í umsögnum sínum á að þessi bíll hljóti að verða leiðarljós í smíði stærri bíla ekki síður en bíla í flokki smábíla. Bílar frá Renault hafa reynst sigursælir í valinu á bíl ársins í Evrópu. Ekki eru nema þrjú ár síðan Renault Megane hlaut þennan titil. Renault Clio III verður kynntur hjá B&L snemma á næsta ári. Renault Clio III Bíll ársins Í vikunni útnefndi nefnd evr- ópskra bílablaðamanna Bíl ársins í Evrópu 2006. Renault Clio var valinn Bíll ársins 2006 í Evrópu. Þetta er niðurstaða könnunar sem nýlega birtist í Læknablað- inu. Rannsakendur voru Krist- ín Sigurðardóttir og Hjalti Már Björnsson. Lögð var könnun fyrir 47 lækna á Landspítalanum sem sinna sjúklingum sem geta orðið óökuhæfir af völdum sjúkdóma eða annarlegs ástands. Athugað var hvort og í hve miklum mæli mætti reikna með því að úti í umferðinni væru ökumenn sem háskalegir væru sjálfum sér og öðrum af einhverjum sökum. Alls sögðust 64 prósent lækn- anna hafa orðið þess vör að sjúk- lingar hefðu haldið áfram akstri gegn ráðleggingum og alls 52 lækn- ar vissu til þess að slíkir sjúkling- ar hefðu valdið tjóni eða skaða án þess að vera í líkamlegu ástandi til þess að aka. Algengast var að ein- staklingar með flogaveiki og heila- bilun hefðu ekki hlýtt fyrirmælum læknis um að hætta akstri. Hættulegir ökumenn Óhæfir ökumenn eru í umferð- inni og skapa sjálfum sér og öðrum vegfarendum raunveru- lega hættu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.