Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2005 3
Næstum því bíll og næstum því
mótorhjól.
Með 500 hestafla V-10 mótor úr
Viper er Dodge Tomahawk tvær og
hálfa sekúndu í hundrað.
Hámarkshraðinn er áætlaður í
kringum 480 km/klst en hönnuðir
mótorhjólsins, sem er reyndar á
fjórum hjólum og er því stundum
kallað bíll, segja að fræðilega nái
það 640 km/klst. Hvort einhver
hafi fengist til að sannreyna það,
sitjandi á hjólinu, er óvíst.
Aðeins níu hjól hafa verið fram-
leidd til sölu og hvert þeirra fór á
rúmar 36 milljónir. Það er reyndar
ólöglegt að aka þeim á vegum úti
svo íslenskir mótorhjólaaðdáendur
verða að láta peningana í annað.
Tvær og hálf sekúnda í hundraðið
Dodge Tomahawk. Stútarnir fyrir ofan framhjólin eru ekki ljós, heldur loftinntak fyrir 500
hestafla V-10 mótorinn. Ekki slæmt fyrir mótorhjól.
Raunverð bíla á netinu
Á vef Bílgreinasambandsins er nú hægt að finna út raunverð bíla.
Bílgreinasamband Íslands hélt
á mánudaginn upp á 35. ára
afmæli sambandsins. Í tilefni
af því hefur sambandið hannað
nýja þjónustu fyrir almenning
í landinu á heimasíðu sinni,
bgs.is. Þar má á auðveldan hátt
finna út raunverð bíla, bæði
síns eigins og annarra. Þessi
þjónusta ætti að hjálpa mörg-
um þegar kaupa eða selja á
bíl. Fyrst er bíltegundin fund-
in, síðan af hvaða gerð hún er
og seinast er skráð inn hversu
langt bíllinn hefur keyrt og
hver sé skráningardagur bíls-
ins. Að því loknu reiknar vef-
urinn raunverð bílsins. Nú er ekkert mál að reikna raunverð hvaða
bíls sem er á heimasíðu Bílgreinasam-
bandsins, bgs.is
Bíll ársins 2006 í Evrópu er Ren-
ault Clio III en Clio hlaut einnig
þessa nafnbót árið 1991. Þetta er
í fyrsta sinn í 43 ára sögu vals á
Bíl ársins í Evrópu sem sama gerð
af bíl hlýtur þessa viðurkenningu
oftar en einu sinni.
Aðeins fimm stig skildu að
bílinn í fyrsta sæti og bílinn í
öðru sæti en í því sæti lenti Volks-
wagen Passat.
Meðal helstu kosta bílsins að
mati valnefndarinnar eru mikið
rými, vandaður frágangur, þæg-
indi og öryggi. Nokkrir þeirra
minnast í umsögnum sínum á að
þessi bíll hljóti að verða leiðarljós
í smíði stærri bíla ekki síður en
bíla í flokki smábíla.
Bílar frá Renault hafa reynst
sigursælir í valinu á bíl ársins
í Evrópu. Ekki eru nema þrjú
ár síðan Renault Megane hlaut
þennan titil. Renault Clio III
verður kynntur hjá B&L snemma
á næsta ári.
Renault
Clio III
Bíll ársins
Í vikunni útnefndi nefnd evr-
ópskra bílablaðamanna Bíl
ársins í Evrópu 2006.
Renault Clio var valinn Bíll ársins 2006 í
Evrópu.
Þetta er niðurstaða könnunar
sem nýlega birtist í Læknablað-
inu. Rannsakendur voru Krist-
ín Sigurðardóttir og Hjalti Már
Björnsson. Lögð var könnun fyrir
47 lækna á Landspítalanum sem
sinna sjúklingum sem geta orðið
óökuhæfir af völdum sjúkdóma
eða annarlegs ástands. Athugað
var hvort og í hve miklum mæli
mætti reikna með því að úti í
umferðinni væru ökumenn sem
háskalegir væru sjálfum sér og
öðrum af einhverjum sökum.
Alls sögðust 64 prósent lækn-
anna hafa orðið þess vör að sjúk-
lingar hefðu haldið áfram akstri
gegn ráðleggingum og alls 52 lækn-
ar vissu til þess að slíkir sjúkling-
ar hefðu valdið tjóni eða skaða án
þess að vera í líkamlegu ástandi til
þess að aka. Algengast var að ein-
staklingar með flogaveiki og heila-
bilun hefðu ekki hlýtt fyrirmælum
læknis um að hætta akstri.
Hættulegir
ökumenn
Óhæfir ökumenn eru í umferð-
inni og skapa sjálfum sér og
öðrum vegfarendum raunveru-
lega hættu.