Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 42

Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 42
Úlfar er lærður rafvirki og útvarps- virki af gamla skólanum eins og hann segir sjálfur, og er með að- stöðu fyrir trévinnslu í bílskúrnum hjá sér. Þar vinnur hann með efni- viðinn og skapar þessi listaverk, en Úlfar mun eiga nokkur verk á næstu sýningu á vegum verkefnis- ins Handverk og hönnun, sem hald- in verður fljótlega. Dæmi um hluti sem Úlfar býr til eru t.d. skálar, vas- ar, lampar, staup og fleira. Úlfar vinnur með ís- lenskan efnivið og hefur þess vegna tekið upp á að líma hluti saman til þess að geta búið til stærri verk. Verk hans eru öll búin til úr íslensk- um viði. Úlfar kaupir mest frá Hall- ormsstað og er það þá birki og lerki sem hann vinnur mest með. Hann hefur einnig unnið úr gull- regni, sem Úlfar segir að sé einn glæsilegasti viður sem hægt sé að fá á Íslandi og tekur fram að mjög gott sé að vinna með gull- regn. Ferlið við vinnslu er langt. Fyrst þarf að saga efnið í búta en nauð- synlegt er að viðurinn sé alveg þurr svo hægt sé að vinna úr honum. Úlfar vinnur mikið með hringlaga form, en í slíkri vinnu þá sagar hann viðinn í hringi og rennir þá á rennibekk. Límir svo hring ofan á hring, áður en hann rennir aftur, svo úr verða þessi einstöku verk. 2 ■■■■ { íslenskur iðnaður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ hönnun } Margrét Guðnadóttir hefur vakið athygli fyrir frumlega og skemmti- lega hönnun á spiladósum sem spila íslensk lög eins og Krummavísur og Vísur Vatnsenda-Rósu. Tágarnar sem eru hennar aðalefniviður hafa leitt hana inn á skemmtilegar braut- ir og hefur hún meðal annars útbú- ið lampa og nú síðast spiladósir. „Ég hef lagt mig alla fram við að vinna spiladósirnar,“ segir Margrét en hún hyggur á að útbúa þær í fleiri útgáfum og bæta við nýjum lögum. „Mér fannst algerlega þurfa eitthvað þessu líkt hér á landi, og eftir að ég byrjaði á þeim hafa þær tekið allan minn tíma,“ segir Rósa. Hönnun Margrétar er til sölu í Kirsuberjatrénu, Safnaverslun Lista- safn Íslands og í Jólahúsinu á Skólavörðustíg. Tónlistin dregur mann á tágar FALLEGIR SVEPPALAMPAR. GLÆSILEG STAUP ÚR GULL- REGNI. SKÁL UNNIN Í BÍLSKÚRN- UM HJÁ ÚLFARI. Skartgripir Guðbjargar Kr. Ingvars- dóttur hafa vakið verðskuldaða at- hygli allt frá því hún stofnaði versl- unina Aurum í litlu bakhúsi við Laugaveginn. Árið 2003 flutti hún verslunina niður í Bankastræti og kynnir nú nýjar línur undir heitunum Svala og Sæunn, í verslun sinni á næstu dögum og á sérstakri hönnunar- og tískusýningu á Hótel Borg á sunnudaginn. „Í hönnun hluta minna leitast ég við að flétta sam- an leikandi létta hreyfingu, kven- legan fínleika ásamt styrk og ein- faldleika“ segir Guðbjörg sem situr ekki auðum höndum og kynnir að jafnaði þrjár nýjar línur á ári, og allar bera þær kvenmannsnafn, eins og Hekla, Blær, Líf og Dögg. Í hverri línu eru hannaðir nokkrir ólíkir munir sem hægt er að raða saman eftir smekk hvers og eins. Guðbjörg lærði gullsmíði og skartgripahönnun í Danmörku „Ég lærði skartgripahönnun á eftir gull- smíðinni og legg ég mjög mikla vinnu í hönnunina og gef henni góðan tíma,“ segir Guðbjörg. Skart- gripir hennar sem eru fínlegir og minna jafnan á blóm eða gróður eru mjög nútímalegir, og segir Guð- björg að náttúruformin séu ríkjandi í hönnun hennar. „Ég nota mikið silfur, og vil ég kalla fram ákveðinn léttleika, en gef gripunum dýpt með því að hafa þá í þrívídd,“ segir Guðbjörg. Hægt er að skoða skart- gripi Guðbjargar á vefsíðunni www.aurum.is. Býr til falleg trélistaverk í bílskúrnum Úlfar Sveinbjörnsson er trélistamaður í hjáverkum og býr til fallega muni úr íslenskum efniviði. Íslenskir ostar eru eitt af því sem gott er og glæsilegt að færa góð- um vinum að gjöf. Ekki spillir að láta fljóta með úrvalsálegg á borð við parmaskinku og salamipylsur og góða vínflösku. Þá er og nauðsynlegt að vera einnig með gott brauð, annað hvort heimabakað, úr bak- aríi eða frystiborðum verslana. Ostabúðin við Bitruháls raðar ostum, sultum, kjöt- meti og fleiru í körfur fyrir viðskiptavini sína. Bæði er hægt að fá tilbúnar körfur eða velja sjálf/ur úr girni- legu ostaborði versl- unarinnar og nota tækifærið í leiðinni til að smakka á öllum ljúffengu ost- unum. Körfurnar eru bæði stórar sem smáar en eru gjöf sem hittir alltaf í mark. Ljúffengur kostur Ostakörfur til gjafa Nútímalegir og kvenlegir skartgripir í þrívídd Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir gullsmiður og hönnuður kynnir nýja línu í skartgripum í þessari viku, í verslun sinni Aurum í Bankastræti 02-03 Iðnaður-lesið 15.11.2005 15:41 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.