Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 42
Úlfar er lærður rafvirki og útvarps- virki af gamla skólanum eins og hann segir sjálfur, og er með að- stöðu fyrir trévinnslu í bílskúrnum hjá sér. Þar vinnur hann með efni- viðinn og skapar þessi listaverk, en Úlfar mun eiga nokkur verk á næstu sýningu á vegum verkefnis- ins Handverk og hönnun, sem hald- in verður fljótlega. Dæmi um hluti sem Úlfar býr til eru t.d. skálar, vas- ar, lampar, staup og fleira. Úlfar vinnur með ís- lenskan efnivið og hefur þess vegna tekið upp á að líma hluti saman til þess að geta búið til stærri verk. Verk hans eru öll búin til úr íslensk- um viði. Úlfar kaupir mest frá Hall- ormsstað og er það þá birki og lerki sem hann vinnur mest með. Hann hefur einnig unnið úr gull- regni, sem Úlfar segir að sé einn glæsilegasti viður sem hægt sé að fá á Íslandi og tekur fram að mjög gott sé að vinna með gull- regn. Ferlið við vinnslu er langt. Fyrst þarf að saga efnið í búta en nauð- synlegt er að viðurinn sé alveg þurr svo hægt sé að vinna úr honum. Úlfar vinnur mikið með hringlaga form, en í slíkri vinnu þá sagar hann viðinn í hringi og rennir þá á rennibekk. Límir svo hring ofan á hring, áður en hann rennir aftur, svo úr verða þessi einstöku verk. 2 ■■■■ { íslenskur iðnaður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ hönnun } Margrét Guðnadóttir hefur vakið athygli fyrir frumlega og skemmti- lega hönnun á spiladósum sem spila íslensk lög eins og Krummavísur og Vísur Vatnsenda-Rósu. Tágarnar sem eru hennar aðalefniviður hafa leitt hana inn á skemmtilegar braut- ir og hefur hún meðal annars útbú- ið lampa og nú síðast spiladósir. „Ég hef lagt mig alla fram við að vinna spiladósirnar,“ segir Margrét en hún hyggur á að útbúa þær í fleiri útgáfum og bæta við nýjum lögum. „Mér fannst algerlega þurfa eitthvað þessu líkt hér á landi, og eftir að ég byrjaði á þeim hafa þær tekið allan minn tíma,“ segir Rósa. Hönnun Margrétar er til sölu í Kirsuberjatrénu, Safnaverslun Lista- safn Íslands og í Jólahúsinu á Skólavörðustíg. Tónlistin dregur mann á tágar FALLEGIR SVEPPALAMPAR. GLÆSILEG STAUP ÚR GULL- REGNI. SKÁL UNNIN Í BÍLSKÚRN- UM HJÁ ÚLFARI. Skartgripir Guðbjargar Kr. Ingvars- dóttur hafa vakið verðskuldaða at- hygli allt frá því hún stofnaði versl- unina Aurum í litlu bakhúsi við Laugaveginn. Árið 2003 flutti hún verslunina niður í Bankastræti og kynnir nú nýjar línur undir heitunum Svala og Sæunn, í verslun sinni á næstu dögum og á sérstakri hönnunar- og tískusýningu á Hótel Borg á sunnudaginn. „Í hönnun hluta minna leitast ég við að flétta sam- an leikandi létta hreyfingu, kven- legan fínleika ásamt styrk og ein- faldleika“ segir Guðbjörg sem situr ekki auðum höndum og kynnir að jafnaði þrjár nýjar línur á ári, og allar bera þær kvenmannsnafn, eins og Hekla, Blær, Líf og Dögg. Í hverri línu eru hannaðir nokkrir ólíkir munir sem hægt er að raða saman eftir smekk hvers og eins. Guðbjörg lærði gullsmíði og skartgripahönnun í Danmörku „Ég lærði skartgripahönnun á eftir gull- smíðinni og legg ég mjög mikla vinnu í hönnunina og gef henni góðan tíma,“ segir Guðbjörg. Skart- gripir hennar sem eru fínlegir og minna jafnan á blóm eða gróður eru mjög nútímalegir, og segir Guð- björg að náttúruformin séu ríkjandi í hönnun hennar. „Ég nota mikið silfur, og vil ég kalla fram ákveðinn léttleika, en gef gripunum dýpt með því að hafa þá í þrívídd,“ segir Guðbjörg. Hægt er að skoða skart- gripi Guðbjargar á vefsíðunni www.aurum.is. Býr til falleg trélistaverk í bílskúrnum Úlfar Sveinbjörnsson er trélistamaður í hjáverkum og býr til fallega muni úr íslenskum efniviði. Íslenskir ostar eru eitt af því sem gott er og glæsilegt að færa góð- um vinum að gjöf. Ekki spillir að láta fljóta með úrvalsálegg á borð við parmaskinku og salamipylsur og góða vínflösku. Þá er og nauðsynlegt að vera einnig með gott brauð, annað hvort heimabakað, úr bak- aríi eða frystiborðum verslana. Ostabúðin við Bitruháls raðar ostum, sultum, kjöt- meti og fleiru í körfur fyrir viðskiptavini sína. Bæði er hægt að fá tilbúnar körfur eða velja sjálf/ur úr girni- legu ostaborði versl- unarinnar og nota tækifærið í leiðinni til að smakka á öllum ljúffengu ost- unum. Körfurnar eru bæði stórar sem smáar en eru gjöf sem hittir alltaf í mark. Ljúffengur kostur Ostakörfur til gjafa Nútímalegir og kvenlegir skartgripir í þrívídd Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir gullsmiður og hönnuður kynnir nýja línu í skartgripum í þessari viku, í verslun sinni Aurum í Bankastræti 02-03 Iðnaður-lesið 15.11.2005 15:41 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.