Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 64

Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 64
Markið sett hátt Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri KB banka, var glaðbeittur og fastur fyrir í sjónvarpsfrétt- um á laugardag, þar sem hann sagði bankann ekki munu hækka vexti íbúðalána meðan aðrir á markaði héldu þeim lágum. Það er því ljóst að KB banki hreyfir sig ekki á þessum markaði fyrr en Íbúðalánasjóður hefur hækk- að sína vexti. Hreiðar Már var búinn að vera í miklu stuði þennan dag, því þann daginn var starfsdagur í KB banka þar sem ríkti mikill baráttuandi og hópefli. Þar flutti forstjórinn ræðu þar sem mark- ið var sett hátt. Þá sagði hann að stefnt væri að því að KB banki yrði kominn í hóp fimmtíu stærstu banka í heimi eftir fimm ár. Það er metnaðarfullt mark- mið, en bankinn er í sæti á bilinu 170 til 180 í dag. Bið eftir viðtali Þeir eru margir sem vilja veg kvenna meiri í íslensku athafna- lífi. Meðal þeirra sem hafa hvatt til aukins hlutar kvenna í við- skiptalífinu er Morgunblaðið. Það voru því margir sem áttu von á því að Mogginn myndi taka ítarlegt viðtal við unga konu sem varð á dögunum stjórnarfomaður í skráðu félagi í Kauphöllinni og er reyndar sú eina af skynsamara kyninu sem gegnir slíkri stöðu. Þetta er Þór- dís J. Sigurðardóttir sem var kosin stjórnarformaður Dags- brúnar sem á 365 fjölmiðlana. Eitthvað hefur dregist hjá Morg- unblaðinu að fagna þessu skrefi í jafnréttisbaráttunni, en úr því hlýtur að verða bætt mjög fljót- lega. Reglugerðarvald hjá einkaaðilum Samspil viðskipta stjórnmála er mörgum þyrnir í augum og þá oftast þeim sem standa í við- skiptum. Í nýrri bók um Jón Ólafsson segir frá stuðningi hans við Albert Guðmundsson. Albert varð síðar fjármálaráð- herra. Jón fékk hann til að fella niður vörugjald af hljómplötum. Jón gerði reyndar meira en það, Hann samdi reglugerðartextann og fór með hann til Alberts niður í Alþingi sem undirritaði hann. Jón lét ekki þar við sitja, heldur tók ómakið af ráherranum og starfsmönnum hans og fór sjálf- ur með reglugerðina undirritaða í Lögbirtingablaðið til birtingar. Í þetta skiptið hefur því Jóni varla fundist tengslin við stjórn- málin til trafala. 44 4,45% 4753milljarða hlutafjáraukning FL Group. vextir íbúðalána Landsbankanseftir hækkun. Nýtt met úrvalsvísitölunnar. xxx SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð 01_24_Markadur-lesið 15.11.2005 16:02 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.