Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 27. ágúst 1976 SUF síðan Umsjónarmaður: Pétur Einarsson Framsóknar- flokkurinn Skipulag Framsóknarflokksins er i megin- dráttum á þann veg að hann skiptist I þrjár deild- ir þ.e.a.s.: Eldri karlmenn eða þá sem eru komn- ir yfir 36 ára aldur, kvenfólk og ungt fólk. Þessi skipting hefur oft verið gagnrýnd og ekki sizt á þessum timum jafnréttis. Það sýnist vera furðuleg þversögn að halda körlum og konum aðskildum i stjórnmálum, ef kynin eiga að starfa saman og vera jafnrétthá i daglega lifinu. Kostir við kynjaskiptingu af þessu tagi eru afar fáir, en þeir helztir, að á þennan hátt má halda aftur af kvenfólkinu, ef menn vilja telja það kost. 1 póli- tiskum kvenfélögum er oft sinnt meir beinu fé- lagslifi frekar er stjórnmálalegri stefnumótun, og afraksturinn fyrir flokkinn þvi takmarkaður. Aldursskiptingin er verri viðfangs. Mörgum finnst hún óeðlileg, en aðrir telja kosti hennar ótviræða. Kostir aldursskiptingarinnar eru þeir, að ungt áhugasamt fólk fær starfsvettvang og með þvi athafnasvæði. Ungmennasamtök sjá fyrir nýju blóði inn i flokkana sem er róttækara og ferskara heldur en þátttakendur i eldri hluta flokksins, enda er það lenzka að kalla ungsam- tökin „samvizku flokksins”. Gallarnir eru hins vegar fjölmargir. Fyrst má e.t.v. telja, að skipting milli aldursflokka er óeðlileg og stuðlar helzt að þvi að fjarlægja þá hvorn frá öðrum. Ungsamtökin eru leikvangur fyrst og fremst, þau skortir allt vald til þess að framkvæma nokkuð af þvi, sem er þeirra baráttumál. Þannig er það þreytandi fyrir full- orðna menn að vinna i alvöru i pólitik i ung- mennasamtökum vitandi það, að þeir eiga þess nær engan kost að hrinda þeim i framkvæmd. SUF hefur starfað i fjölda ára af alvöru i pólitik. Afleiðing þess hefur orðið, að SUF hefur komið fram sem riki i rikinu, eða flokkur i flokknum, með vel unna pólitiska stefnu og góða sveit fram- varða. Þetta hefur siðan orsakað það að eldri hluti flokksins hefur snúizt til varnar gegn sókn SUF. Þannig býður Framsóknarflokkurinn beinlinis heim af skipulagi sinu endalausum deilum og streði milli aldurshópanna i flokknum. Þegar valið hefur verið á framboðslista flokksins, þá hefur einatt verið leitað út fyrir flokksraðirnar, þótt vitað væri um vel frambærilega menn innan ungsamtakanna. Þannig hefur þetta skipulag reynzt, að það hefur skipt Framsóknarflokknum i tvær stjórnmálafylkingar. Á ýmsum stöðum á landinu, þar sem erfitt er að halda úti mörgum félögum, þá hafa félögin verið sameinuð og niðurstaða þess hefur orðið að ungt fólk hefur yfirtekið forystuna i flokks- starfinu átakalaust. Samstarf ungra og eldri manna i hópum af þessu tagi hefur einnig reynzt með ágætum, en i eldri hluta flokksins er auðveldara að fást við alvöru-pólitik þar sem valdastofnanir flokksins eru allar innan seiling- ar. Þrátt fyrir að ýmsar endurbætur hafi verið gerðar á skipulagi flokksins til þess að færa þessi mál i betra horf, þá er það liklega þróunin og vafalaust hin rétta, að flokkurinn starfi sem ein heild án kynja eða aldursskiptingar. PE Dagskrá 16. þings S.U.F. að Laugar- vatni 27.—29. ágúst 1976 Föstudagur 27. ágúst Kl. 19.00 1. Þingsetning, ávarp formanns S.U.F. 2. Kjör starfsmanna a) forseti b) tveir varaforsetar c) tveir ritar- ar 3. kjör kjörbréfanefndar 4. kjör uppstillinganefndar Kl. 19.30 5. skýrsla stjómar um félagsstarfið a) formaður b) gjaldkeri 6. umræður um skýrslu 7. reikningar bornir upp til samþykktar Kl. 20.30 8. kvöldkaffi, ávarp fulltrúa heimamanna Kl. 21.00 9. flokksstarfið og stjómmálaviðhorfin — ritari Framsóknarflokksins 10. almennar umræður Laugardagur 28. ágúst Kl. 9.00 11. skipt i umræðuhópa/nefndir, kjömir umræðustjórar og skrifarar 12. störf umræðuhópa og nefnda Kl. 12.00 13. hádegisverður, ávarp fulltrúa NCF Kl. 13.30 14. störf umræðuhópa og nefnda Kl. 16.30 15. afgreiðsla mála Kl. 19.00 16. kvöldverður, gestir ávarpaðir Sunnudagur 29. ágúst Kl. 10.00 17. afgreiðsla mála Kl. 12.00 18. hádegisverður Kl. 13.00 19. afgreiðsla mála og kosningar a) framkvæmdastjóm b) miðstjórn 20. þingslit, ávarp formanns S.U.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.