Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. ágúst 1976 TÍMINN 3 REYKJAVÍKUR-SKÁKMÓTIÐ Fridrik vann Wester- fonkiarik /9 7-L L L L £ jL JL L SL ÍL ii ÍL H \il lí lí. inen glæsilega í gær MóL. Reykjavik. - Friörik Ingi og Helgi sömdu jafntefli ólafsson vann Westerinen i e“J.r aöeins þrettán leiki. mjög vel tefldri skák, af hálfu Kunningjarnir Keen og Guö- Friðriks, I þriöju umferö mundur somdu emmg jafntefli I Reykjavikurmótsins I skák i nær ötefldri skák, eftir aðeins gærkvöldi. sey.tján leiki. Hann þjarmaði illþyrmilega Skák .Antoshin og Björns fór I að finnska stórmeistaranum, bið og hefur Bjorn aðeins lakari sem varð að gefast upp eftir að- stööu. Þá fór einnig I bið skák eins 24 leiki. Gunnars og Hauks, en Haukur Margeir var með skiptamun hefur mann yfir og sennilega yfir á móti Tukmakov, en lék unna stöðu. óvænt af sér hrók og gaf þegar. Staða efstu manna: Matera tefldi vel á móti Timman — 3 vinninga Timman, en hollenzki skák- Najdorf — 2 1/2 vinning meistarinn tefldi einfaldlega Tukmakov - 2 vinninga og bið- betur og vann sannfærandi sig- skák ur Friðrik — 2 vinninga Vukcevich og Najdorf tefldu Klukkan 14.001 dag verða bið- skemmtilega skák, sem lyktaði skákir tefldar, en fjórða umferö með jafntefli. mótsins á morgun. JL Helgi ólafsson X k 'k 1 2 Gunnar Gunnarsson 'k X a 1 Ingi R Jóhannsson 'lx T 0 *L Margeir Pétursson X h o cT JL Milan Vukcevich X h K á Heikki Westerinen X 0 T o X Raymond Keen X 0 {h. X Salvatore Matera X '/2. Ö JÍL Vladimir Antoshin % X T /ó Björn Þorsteinsson IF iL Jan Timman 1 1 r T iL Guðmundur Sigurjónsson lk Tx X H Friðrik ólafsson Tx k i T Æ Miguel Najdorf ± 1 'k T /s Vladimir Tukmakov T ; FT T ÍL Haukur Angantýsson - __ - — — >— — —- — — T Leitar- og björgunaræfing: Flugslys við Kleifarvatn Gsal-Reykjavik — Atlantshafs- bandalagiö sviðsetti I gærmorgun flugslys á islandi og I Noregi, og fóru fram leitar- og björgunar- æfingar i báðum iöndunum með þátttöku margra aðila. Segja má, að þessari æfingu hafi verið stjórnað frá þremur höfuðstöðv- um hér, frá Björgunarstöð varnarliðsins á Keflavikurflug- velli, frá Flugstjórnarmiðstöö- inni á Reykjavfkurflugvelli og frá alrnanna vörnum rikisins I Reykjavik. Auk þessara aðila tóku þátt i æfingunni m.a. Björgunarmið- stöðin á Reykjavíkurflugvelli, Flugbjörgunarsveitin, Hjálpar- sveitir skáta, Slysavarnarfélagið, Landhelgisgæzlan og Lögreglan i Reykjavik. Orsök flugslysanna var sú, að tvær farþegaflugvélar rákust saman skammt frá Færeyjum, en voru þó báðar flughæfar eftir áreksturinn. önnur þessara véla hafði skömmu áður haldið frá Færeyjum, til Reykjavikur, og hin vélin var á leið til Keflavikur frá Shannon i trlandi. Orsök árekstursins var sú, að vélin frá Færeyjum var I annarri flughæð en hún átti að vera. Við áreksturinn rofnaði fjar- skiptasamband við báðar vélarn- ar, og þvi var ekki hægt að hafa neitt samband við þær. Skömmu eftir áreksturinn bárust þó upp- lýsingar frá radarstöð I grennd við Færeyjar, og frá veöurat- hugunarskipi um aðra vélina og virtist hún vera á leið til Norður- landa. Nokkru áður haföi flug- stjórnarmiðstööin I Voga I Fær- eyjum heyrt neyðarkallið „may- day” frá flugvél, en ekki var vitaö frá hvorri flugvélinni kallið var. Flugstjórnarmiöstöðin I Reykjavik reyndi eftir öllum hugsanlegum leiðum að grennsl- ast fyrir um hina vélina, sem samkvæmt sinni flugáætlun átti að lenda i Reykjavik. Strax eftir að fjarskiptasambandið rofnaði við vélina var komið á svonefnt óvissustig, en á Flugstjórnarmið- stöðinni er unnið eftir þrlskiptu kerfi I tilvikum sem þessum. Óvissustigið er fyrsta stigiö I þessu kerfi. Þá er leitaö upp- lýsinga eftir öllum tiltækum leið- um, haft samband viö loftskeyta- stöðvar, skeyti send út til nær- liggjandi stöðva I nágrannalönd- um, og allar stöðvar aðvaraöar, ef ekki næst neinn árangur I þess- ari upplýsingaleit. 1 gærmorgun var þessu einmitt þannig farið, að engar upplýsingar bárust um þessa vél. Annað stigiö er svonefnt hættu- stig, en þá eru ýmsir aðilar, sem heyra undir Flugstjórnarmið- stöðina, beðnir um að vera til taks. Þá er hafinn undirbúningur að leit, og stundum sendar út flugvélar til leitar. I gærmorgun voru tvær flugvélar sendar til leitar á þessu hættustigi, önnur var vél frá Keflavik, sem var send á móti vélinni samkvæmt flugáætlun hennar, en hin vélin var flugvél Landhelgisgæzlunnar, sem I sinu eftirlitsflugi var beðin um að leita meöfram suöaustur- ströndinni. Siðasta stigið er sjálft neyöar- stigið, en þá eru allir kallaðir út, leitarflokkar og björgunarsveitir auk fjölmargra annarra. Það er af vélinni að frétta, að menn I radarstöð varnarliðsins á Stokksnesi við Hornafjörö sáu til flugvélar I radarnum, sem ekki kom heim og saman við þær upp- lýsingar, sem þeir höfðu um flug- umferð. Nokkru eftir þetta bárust einnig upplýsingar frá manni á Eyrarbakka, sem hafði séð vél- ina, og sagði hann, að hún hefði stefnt I átt til fjalls. Vélin brotlenti siðan viö Kleifarvatn, en I vélinni voru 53 farþegar, og slösuðust margir mikiö. Flugbjörgunarsveitin kom fyrst á slysstaöinn, og voru þegar hafnir flutningar á sjúkum til Reykjavikur. Hin vélin, sem lenti I árekstrin- um, lenti aftur á móti I fjalli skammt frá Bodo I Noregi. 1 þeirri vél voru 40 farþegar. — Okkar hluti I þessari æfingu tókst ágætlega, sagði Guðmundur Matthiasson deildarstjóri á Flug- stjórnarmiðstöðinni á Reykja- víkurflugvelli I gær. — Þvi er hins vegar ekki að leyna, að nokkur smáatriði má bæta, en það er ekki hægt að segja aö neinir stórgallar hafi komið fram. Guðmundur sagði, að raunar hefði gengið of greiðlega að finna vélina og þvi hefði ekki orðið nægjanlega mikil leit að vélinni, til þess að hún hefði orðið aö veru- legu gagni sem æfing fyrir leitar- flokkana. — Það hefur ekki verið haldin áður jafnyfirgripsmikil æfing og þessi, þar sem hún tekur til tveggja landa, sagði Guðmundur og bætti við, aö liklega yrði fram- hald á þessum æfingum og jafn- vel yrði um árlegar æfingar að ræöa. — Tilkynning kom til okkar kl. 10.45, sagði Guðjón Petersen hjá almannavörnum rikisins i sam- tali við Timann I gær, um að saknað væri flugvélar meö 53 innanborðs og eldsneyti hennar þrotið, — en leitarflokkar hefðu hafið leit. Um likt leyti komu upp- lýsingar um þaö, að vélin væri fundin við Kleifarvatn. Með tilliti til þess aðvöruðum við almannavarnarnefndina i Hafnarfirði, og tók hún til starfa, samkvæmt skipulagi sem gert hefur verið fyrir hana, auk þess sem hún haföi samband við al- mannavarnarnefndina á Suður- nesjum og bað hana um aöstoö. Við tókum að okkur að sam- ræma dreifingu slasaðra á spital- ana og hafa eftirlit með sjúkra- flutningum inn I borgina og annaðist lögreglan I Reykjavik þann þátt á götum úti. Reyndar voru sjúklingar aðeins fluttir aö spitölunum, en ekki talin ástæða til þess að æfa spitalana aftur. Við erum nokkuð óánægðir með ýmsa þætti varðandi þessa æf- ingu, sagði Guðjón, t.d. voru fjar- skiptin ekki nægjanlega góð, og það var erfitt að henda reiður á það, hversu margir bflar voru á Guömundur Matthiasson deildar- stjóri t.v. viröir fyrir sér kort af flugleiöum beggja vélanna. Timamynd: Gunnar leiö til borgarinnar og hve margir væru I hverjum bil. Einnig var sambandið viö slysstaðinn nokk- uð slitrótt. Guðjón gat þess þó, að fjar- skipti við Flugbjörgunarsveitina hefði verið mjög gott, bæði I bilunum og ennfremur á slys- staðnum. Að lokum má geta þess, að þyrlur varnarliösins komu ekki á slysstaðinn fyrr en allt var svo að segja um garð gengið. „Við verðum að hlýða lögunum" — en samkvæmt þeim verður AAjólkursamsalan heildsöluaðili, segir Stefón Björnsson forstjóri Mjólkursamsölunnar SJ-Reykjavik. — Viö erum ekki aö hlaupa frá skyldum okkar viö neytendur. Mjólkursamsalan var stofnuö meö sérstökum lögum, og nú hafa veriö sett önnur lög til breytingar á þeim. Viö veröum nátturulega aö fara eftir þeim og þar meö önnumst viö ekki lengur smásölu á mjólk, sagöi Stefán Björnsson forstjóri Mjólkursamsölunnar i Reykjavik I viötali viö Timann I gær. Stefán sagði ennfremur, aö undanfarið hefði nokkuð borið á þvi að deilt hefði verið á Mjólkursamsöluna vegna fyrir- hugaðrar breytingar á mjólkur sölu á svæði Mjólkursamsöl- unnar, en þaö nær yfir Reykja- nesskagann, Suövesturland og Vestmannaeyjar. Um siöastliö- in áramót voru 165 mjólkurút- sölustaöir á þessu svæði, þar af voru 94 eða meirihlutinn reknir af öðrum en Mjólkursamsöl- unni. Stefán Björnsson kvað ókleift að reka tvöfalt dreif- ingarkerfi á mjólk, slikt yrði of kostnaðarsamt, auk þess sem lög in segðu fyrir um að Mjólkur- samsalan og mjólkurbú yrðu heildsöluaðilar. Samkvæmt lögunum á breyt- ingin að hafa átt sér stað 1. febrúar 1977 og eðlilegast væri aö kaupmenn og verzlunarfyrir- tæki tækju við mjólkursölunni á nokkrum mánuðum, segjum frá 1. okt. til 1. feb. — Það hefur verið gert heil- mikið úr þvi að mjólk veröiekki á boðstólum 1 heilum bæjar- hverfum eftir breytinguna. Ég hygg, að það komi samt viðast fram kaupmenn, sem vilji selja mjólk. Og þau hverfi verða ekki mörg, sem slik vandkvæöi koma upp I, en ef það verður. þá fyndist mér eölilegast að kaup- menn yfirtækju þær verzlanir, sem við höfum haft I hverf- unum. A milli 170 og 180 konur hafa til skamms tima starfaö i mjólkurbúðum samsölunnar. Fyrir nokkru var þeim tiikynnt, að þær gætu héðan af ráðiö sig i aðra vinnu með skömmum fyrirvara og hætt störfum hjá Mjólkursamsölunni. Ýmsar þeirra eru þegar farnar að út- vega sér vinnu annars staðar. Þá hafa Kaupmannasamtökin sinnt máii starfsstúlknanna á þann hátt, að þau hyggjast setja upp vinnumiölun, þar sem þær sitja fyrir öðrum að fá starf um ákveðinn tima. — Það viðkvæma i þessu máli er að sjálfsögðu það, hvað verðurum elztu konurnar, sem i buðunum vinna, sagði Stefán Björnsson. Hann sagði starfs- stúlkur mjólkurbúðanna yfir- leitt vera ágæta starfsmenn, sem væru vanar sinum störfum. Hins vegar væri eflaust óþægi- legt og erfitt fyrir þær þeirra, sem farnar væru að eldast að fara i nýtt starf. Stefán Björnsson sagöi for- ystu kapmanna hafa verið m jög ákafa i að verzlanir tækju aðsér mjólkursöluna, og hefði Mjólkursamsalan oft veriö nefnd einokunaraðili, þegar kaupmenn hefðu rætt um þau mál. Hann kvað það þvi nokkuð öfugsnúið nú, þegar úr þeirra hópi hefðu nú heyrzt raddir, sem vildu að Mjólkursamsalan tæki þátt i dreifingunni eftir þær breytingar sem nú eiga að fara fram. Þá hafa einnig veriö uppi raddir um að mjólkurdreifing yrði ef til vill ekki eins fullkomin frá heilbrigðissjónarmiði eftir breytinguna. Borgarlæknir hefur nú þegar tekið þetta mál i Stefán Björnsson. slnar hendur og sent fulltrúum væntanlegra söluaðila bréf þar sem fram kemur að hvergi verði slakað á kröfum i þessu sambandi. Sex manna nefnd ákveöur framvegis verö á mjólk. Alagning á mjólk er töluvert lægri en á öðrum vörum, sem seldar eru i matvöruverzlunum. Mjólkursala hefur i marga áratugi verið hitamál hér á höfuöborgarsvæðinu, en upphaf þess var barátta um, hvortleyfa ætti bændum að selja áfram mjólk beint til neytenda eför að fólki fór að fjölga i borginni eða taka upp hollustusamlegra dreifingarkerfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.