Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 27. ágúst 1976
Föstudagur 27. ágúst 1976
TÍMINN
11
NORÐURí LAND
Þaö rigndi eins og vanalega i
Reykjavik, þegar viö Jóhann
Jónasson, forstjóri Grænmetis-
verzlunar landbúnaöarins, lögö-
um af staö til Akureyrar þriöju-
daginn 10 ágúst þeirra erinda aö
lita eftir ræktun útsæöiskartaflna
á 14 stööum i Kaupangssveit,
Svalbarösstrandar- og Grýtu-
bakkahreppum. Eru jafnan
þarna 2 eftirlitsferöir á sumri, og
hefur undirritaöur framkvæmt
sjúkdómaeftirlit. Eyjafjöröur
heilsaöi meö sól og sumri. Fögur
byggöin blasti viö úr lofti, grænir
garöar, slegin og alhirt tún. Rosk-
iö fólk kvaöst varla muna eftir
ööru eins einmunagóöu sumri. Aö
visu haföi veriö sunnanstrekking-
ur nokkra daga og fauk litilshátt-
ar af heyi, en mestallt var þaö
komiö i hlööu áöur. Dálitiö sá á
kartöflugrösum sums staöar, en
þóekkitil teljandi skemmda. Arfi
sást varla i þessari samfelldu
þurrkatiö og flestir garöeigendur
nöföu úöaö meö arfaeyöandi
lyfjum i vor. baö sparar mjög
vinnu, en mikla nákvæmni þarf
viö blöndun og notkun lyfjanna —
eins og allra plöntulyfja. Upp-
skeruhorfur virtust mjög góöar,
þroskinn talsvert á undan meöal-
lagi á þessum tima.
Ashóil, nýbýli I landareign
Laufáss, er miöstöö útsæöisrækt-
arinnar þarna nyröra og hefur
held ég allt aö 9 ha kartöfluakra,
bæöi niöur viö sjó á eyrunum og
suöur frá bænum. Smáhorn viö
sjóinn var sviöið af særoki.
Útsæðiskartöflutegundirnar,
sem Grænmetisverzlunin lætur
rækta, eru: Gullauga, Helga
Rauöar islenzkar og Bintje. Heil-
brigöi virtist yfirleitt góö, en jafn-
an ber þó eitthvað á stöngusýki og
tíglaveiki. Ersennilegaógerning-
ur aö útrýma þeim alveg, en vel
fært aö halda þeim i skefjum, ef
vandað er val á útsæöi — og fariö
umgarðana á sumrin, litiö eftir og
sjúk grös fjarlægö, ásamt þeim
kartöflum, sem undir þeim kunna
aö vera.
Niöri á Fnjóskáreyrum var allt
fagurblátt af umfeðmingi. Þar
eru „prestagaröarnir”. Hefur
i f jörunni neðan viö Ashól 10. ág. 1976.
Kartöfluupptaka sunnan viö Laufás 11. ág. 1976.
/
séra Bolli Gústafsson og fleiri
prestar haft þar talsveröa
kartöflurækt i mörg ár.
Gæsir sækja hér aö á stundum.
A myrd, sem tekin er i fjörunni
neöan við Ashól, sýnir Bergvin
Jóhannsson bóndi okkur „gæsa-
hræöu”. Hún hefur stabiö þarna i
mörg ár, sagði hann og er klædd i
gömlu fermingarfötin min. Hér á
einnig viö visan gamla, kveöin
um reka á Ströndum: „Öjá, elsku
vinurinn — fjörurnar eru fullar
af: Asum, súlum, röftum, rám,
keflum, mori, kubbum, trjám”.
Rétt sunnan við Laufás var fólk
frá bænum Sigluvik að taka upp
kartöflur til sölu, er okkur bar aö
garði i fylgd Karls Gunnlaugs-
sonar kaupfélagsstjóra. Upp-
skeran ver óvenjugóð, svo
snemma á tima. Fyrstu kartöflur
af þessum slóðum höföu komiö á
markaðá Akureyri nokkrum dög-
um fyrr.
Karl ók okkur brátt til
Grenivlkur, sem er kauptún i
vexti og viðgangi, rétt utan viö
Höföann. Bæirnir Hjalli og Finna-
staöir skammt frá eru nú yztu
byggö ból á Látraströnd, en hún
var áöur byggð allt út i hinn
kunna útgerðarstað Látur, er
mikiö kemur við sögu i bók Haga-
lins „Virkir dagar”. — Mér þykir
leiöinlegt aö sjá ljósin smáhverfa
af Látraströndinni, sagöi bóndi
vestan fjarðar, er mundi allfjöl-
menna byggð þar, og fast var
sóttur sjórinn.
A Grenivik hafa nýlega verið
geröar hafnarbætur, ibúöarhús
eru i byggingu og unniö er viö hol-
ræsagerð. Frystihús er þarna og
minkabú.
Frá Grenivik eru nú gerðir út
þrir stórir bátar — um 30 tonn —
auk smærri þilfarsbáta og trilla.
Um 40 manns borða að staðaldri i
mötuneyti á Grenivik — og sýnir
það atvinnuna.
Á myndinni er horft af brún
Höfðans noröur yfir Grenivik og i
blásinn Kaldbak. Oft blæs á norö-
an á Grenivik og særok gengur yf-
ir.
önnur mynd sýnir stærstu tré á
Grenivik. Þaö eru 30-40 ára göm-
ul reynitré, er vaxa i skjóli við
húsiö Miðgarð. Særokið sviður
laufið, ef trén reyna aö gægjast
upp yfir húsiö. Til hægri er unnið
aöholræsagerð rétt viö grænmál-
að, gamalt sjóhús, byggt upp úr
húsi i Hrisey.
Af Höfðanum rétt sunnan viö
Grenivik er hiö fegursta útsýni út
og suöur um Eyjafjörö. 1 skjól-
sælum Kvigudölum vestani Höfö-
anum hefur land veriö brotiö til
tún- og kartöfluræktar. Annast
bæöi Höfða- og Grenivikurbúar
þau ræktarlönd.
Bændur höföu hvarvetna lokiö
fyrri slætti, en sums staöar haföi
verið borið á i annaö sinn, og var
beðið eftir góöri háarsprettu.
Menn voruað dytta aöhúsum sin-
um og verkfærum, kljúfa rekavið
i giröingahólk fyrir fé aö haust-
lagi o.s.frv.
Mikiö var rætt um tankvæðingu
þá, er stendur fyrir dyrum. Hún
er mjög dýr og veröur liklega til
þess, aö sum kúabú stækka, en
önnur veröa lögö niöur og snúiö
yfir i sauöfjárrækt. Vonandi batn-
ar mjólkin eitthvað viö breyting-
una, ef vel er aö verki staöiö.
Erlend reynsla viröist benda I þá
átt, aö mjög þurfi aö vanda til
tankanna og hiröingu þeirra, ef
bót til mjólkurgæ.öa á aö veröa aö
þeim. Og tankvagnar eru mjög
þungir og þurfa góöa snjólétta
vegi og öruggar heimkeyrslur aö
bæjunum.
Hvarvetna blöstu viö stór upp-
borin hey, vel verkuö. Myndin
sýnir eitt á Stóru-Hámundarstöð-
um. Gamalli sildarnót hefur veriö
hvolft yfir heyiö, og stög meö
þungum steinum hanga niður
meö hliöunum. Þetta er gott farg,
og tryggir gegn suövestanvind-
um, er hér eru stundum snarpir.
A Akureyri var suddi úr lofti,
aldrei þessu vant, 12. ágúst.
Þungur himinn grúfði yfir tjald-
svæöinu viö Þórunnarstræti, sem
oft hefur verið þéttsetiö i sumar.
En brátt skeim sól á ný. Reyni-
berin voru aö veröa rauö — og út
um móa var fólk byrjaö að vaga
með berjailát sin.
Ing.Dav.
30-40 ára reynitré viö Miögarö á ág. 1976.
Hey á Stóru-Hámundarstööum 13. ág. 1976.
Séö yfir Grenivik 10. ág. 1976.
Tjaldstæðiö viö Þórunnarstræti á Akureyri 12. ág. 1976.