Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 27. ágúst 1976 NORÐUR I LAND t f jörunni neftan vift Ashdl 10. ág. 1976. Þa6 rigndi eins og vanalega i Reykjavik, þegar við Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins, lögð- um af stao til Akureyrar þriöju- daginn 10 ágiist þeirra erinda aö Uta eftir ræktun útsæðiskartaflna á 14 stööum i Kaupangssveit, Svalbarösstrandar- og Grýtu- bakkahreppum. Eru jafnan þarna 2 eftirlitsferðir á sumri, og hefur undirritaöur framkvæmt sjúkdómaeftirlit. Eyjafjörður heilsaði meö sól og sumri. Fögur byggöin blasti viö úr lofti, grænir garðar, slegin og alhirt tún. Rosk- ið fólk kvaost varla muna eftir öðru eins einmunagóðu sumri. Að visu hafði verið sunnanstrekking- ur nokkra daga og fauk lltilshátt- ar af heyi, en mestallt var það komið i hlöðu áður. Dálitiö sá á kartöflugrösum sums staðar, en þóekkitil teljandi skemmda. Arfi sást varla i þessari samfelldu þurrkatlðog flestir garðeigendur nöfðu úöað með arfaeyðandi lyfjum I vor. Það sparar mjög vinnu, en mikla nákvæmni þarf við blöndun og notkun lyfjanna — eins og allra plöntulyfja. Upp- skeruhorfur virtust mjög góðar, þroskinn talsvert á undan meðal- lagi á þessum tima. Ashóll, nýbýli I landareign Laufáss, er miðstöð útsæðisrækt- arinnar þarna nyrðra og hefur held ég allt að 9 ha kartöfluakra, bæði niður við sjó á eyrunum og suður frá bænum. Smáhorn við sjóinn var sviðið af særoki. Otsæðiskartöflutegundirnar, sem Grænmetisverzlunin lætur rækta, eru: Gullauga, Helga Rauðar islenzkar og Bintje. Heil- brigði virtistyfirleittgóð, en jafn- an ber þó eitthvaö á stóngusýki og tiglaveiki. Er sennilega ógerning- ur að útrýma þeim alveg, en vel fært að halda þeim I skefjum, ef vandað er val á útsæði — og fariö umgarðana á sumrin, litið eftir og sjuk grös fjarlægð, ásamt þeim kartöflum.sem undir þeimkunna aö vera. Niöri á Fnjóskáreyrum var allt fagurblátt af umfeðmingi. Þar eru „prestagarðarnir". Hefur séra Bolli Gústafsson og fleiri prestar haft þar talsverða kartöflurækt i mörg ár. Gæsir sækja hér að á stundum. A myr.d, sem tekin er i fjörunni neöan við Ashól, sýnir Bergvin Jóhannsson bóndi okkur „gæsa- hræðu". Hún hefur staðið þarna i mörg ár, sagði hann og er klaedd i gömlu fermingarfötin mih. Hér á einnig viö visan gamla, kveðin um reka á Ströndum: „Ójá, elsku vinurinn — fjörurnar eru fullar af: Asum, súlum, röftum, rám, keflum, mori, kubbum, trjám". Rétt sunnan við Laufás var fólk frá bænum Sigluvik að taka upp kartöflur til sölu, er okkur bar aö garði i fylgd Karls Gunnlaugs- sonar kaupfélagsstjóra. Upp- skeran ver óvenjugóð, svo snemma á tima. Fyrstu kartöflur af þessum stóðum höfðu komiö á markað á Akureyri nokkrum dög- um fyrr. Karl ók okkur brátt til Grenivikur, sem er kauptún i vexti og viðgangi, rétt utan viö Höföann.Bæirnir Hjalli og Finna- staðir skammt frá eru nú yztu byggð ból á Látraströnd, en hún var áður byggð allt út i hinn kunna útgeröarstað Látur, er mikið kemur við sögu i bók Haga- lins „Virkir dagar". — Mér þykir leiðinlegt að sjá ljósin smáhverfa af Látraströndinni, sagði bóndi vestan fjarðar, er mundi allfjöl- menna byggð þar, og fast var sóttur sjórinn. A Grenivik hafa nýlega verið gerðar hafnarbætur, ibúðarhús eru i byggingu og unnið er við hol- ræsagerð. Frystihus er þarna og minkabú. Frá Grenivik eru nú gerðir út þrir stórir bátar — um 30 tonn — auk smærri þilfarsbáta og trflla. Um 40 manns borða að staðaldri i mötuneyti á Grenivflc — og sýnir það atvinnuna. Á myndinni er horft af brún Hófðans norður yfir Grenivik og i blásinn Kaldbak. Oftblæs á norð- an á Grenivik og særok gengur yf- ir. Onnur mynd sýnir stærstu tré á Grenivik. Þaö eru 30-40 ára göm- Kartöfluupptaka sunnan vift l.aufás 11. ág. 1976. / 3040 ára reynitré við Miðgarð á ág. 1976. Hey á Stóru-Hámundarstöðum 13. ág. 1976.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.