Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 27. ágúst 1976 SAMVINNU MENN FRÁ FJÓNI í HEIMSÓKN Nú fyrir skömmu voru á ferö hér á landi sex samvinnumenn frá Fjóni, ásamt eiginkonum sin- Valdemar Rasmussen stjórnar- form. FAF. um, en þaö voru forstjóri og stjórnarmeðlimir Fyens Andels- Foderstofforretning, sem hér á landi er almennt kallaö einfald- lega FAF. Forstjóri fyrirtækisins, H.I. Hansen er jafnframt konsúll Is- lands I Svendborg, en I þeirri höfn hafa Sambandsskipin flestar við- komur af öllum erlendum höfn- um, og hefur hann iöulega greitt götu islenzkra farmanna þar. Auk þess hefur hann tvivegis tekiö á móti stórum hópum islenzkra bænda af miklum höföingsskap, en þaö var sumariö 1972, og nú i júni siðastliönum. Stjórnarmennirnir fimm eru allir stórbændur á Fjóni og nær- liggjandi eyjum, en þeir eru Valdemar Rasmussen, stjórnar- formaður, Aby, Kai Brændgaard, varaformaður, Tommerup, Peder . Harald Pedersen, Tranderup, Poul Hviid, Ebberup og Rasmus Larsen, Gislev. Þessir menn eru allir virkir þátttak- endur i ýmsum samvinnufélögum á Fjóni, auk FAF, og eiga marga kunningja á tslandi, sem setiö hafa meö þeim fundi um landbun- aðarmál i Danmörku. Undanfarin ár hefur Innflutn- ingsdeild Sambandsins flutt inn niikið magn af kjarnfóðri frá þessu fyrirtæki fyrir kaupfélögin um allt land, og af þeim sökum hafði stjórn FAF sérstakan áhuga á að kynna sér land og þjóð og bú- skaparhætti hér. 1 fylgd Hjalta Pálssonar frkvstj. Innflutningsdeildar StS og Gisla Theódórssonar aðstoðar- framkvæmdastjóra heimsóttu þeir nokkur kaupfélög á Suöur- og Norðurlandi og skoðuðu auk þess gróðurhús i Hverageröi, Mjólkur- bú Flóamanna, frystihUs útgerð- arfélags Akureyrar, stórbuið að Sveinbjarnargerði i Eyjafirði, mannvirkjagerð við Kröflu og marga fleiri staöi. Forstjóri og stjórnarmenn samvinnufélagsins FAF á Fjóni ásamt Asmundarsafni. eiginkonum WBSMBSBm sinum I FAF er gamalt og rótgróið fyr- irtæki á Fjóni, en umsvif þess ná einnig til nærliggjandi smáeyja. bann 30. september nk. verða liö- in 75 ár frá stofnun fyrirtækisins, en það er byggt upp á svipaðan hátt og samvinnufélógin hér á landi. Félagsmenn eru um 4.600 bændur, sem skiftast í 17 deildir, en heildaribúatala Fjóns er um hálf milljón. A hverju ári kaupir FAF af bændunum 150.000 til 180.000 tonn af korni, eftir uppskeru, en korniö fer til framleiðslu á fóðurblönd- um, maltbygg til ölgerðar og bezta hveitið til manneldis. Fyr- irtækið rekur tvær mjög stórar fóöurblöndunarstöðvar 1 Svend- borg og ööinsvéum, sem fram- leiða, hvor um sig, 85.000 til 100.000 tonn af kjarnfóðri og auk þess tvær minni stöðvar, aðra á Fjóni en hina á eyjunni Als. Sam- tals selur fyrirtækið, að jafnaði, um 200.000 tonn af kjarnfóöri á ári. Það er athyglisvert, að af þessu magni eru um 40.000 tonn af blöndum sem ekki innihalda neitt korn, heldur eru eingöngu sam- settar proteinefnum, aðallega frækökum, vitaminum og stein- efnum og innihalda allt að 30% af meltanlegu hráproteini og 8-12% Félagsmálastofnun Kópavogs efndi á miðvikudagsmorgun til dagsferðar austur á land fyrir aldraða Kópavogsbúa á aldrinum 67-85 ára, og var þetta þriöja dagsferðin sem Félagsmálastofnunin efnir til fyrir aldraða I Kópavogi. Aður hafði verið farið til Akureyrar og i þjóðgarðinn i Skaftafelli. A miðviku- dagsmorguninn lá leiðin austur á land og tóku 85 manns þátt i ferðinni. Frá Reykjavlk var flogið á Egilsstaðaflugvöll og þaðan ekið til Seyðisf]arðar. Þaðan var haldið I Hallormsstað og siðan ekið kring- um Lagarfljót með viðkomu I Skriðuklaustri. Valþjófsstaöur var einnig heimsóttur og þar hlýtt á helgi- stund. Til Reykjavlkur kom ferðafólkið kl. 22 um kvöldið. Tlmamynd Gunnar. fitu. Um helmingur sölunnar er til félagsmanna, en afgangurinn til annarra. Auk þess að verzla með korn og fóðurblöndur, kaupir FAF um 40.000 tonn árlega af áburöi, sem það dreifir til félagsmanna sinna. Fyrirtækiðá þyrlur, sem notaðar eru viö áburðardreifingu og úðun skordýraeiturs og hefur það gef- izt mjög vel. Forráðamenn FAF voru mjög ánægöir með dvölina hér, og er þess vænzt að.það góða samstarf, sem FAF hefur átt við samvinnu- félögin hér á lanCS hafi styrkzt mjög viö þessa heimsókn og sá skilningur á aöstöðu Islenzks landbúnaðar, sem þeir öðluöust á ferö sinni, auðveldi öll samskipti þessara tveggja samvinnufélaga i framtiðinni. Samvinnufélagsforstjórarnir Erlendur Einarsson StS og H.I. Hansen FAF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.