Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 1
fXNGM
Aætlunarstaðir:
Blönduós — Sígluf jöröur
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bildudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkishólm-
ur —Rif Súgandaf j.
Sjúkra- og leiguflug um allt
land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
190. tölublað—Föstudagur27. ágúst—60. árgangur.
Stjórniokar
Olíudælur
Olíudrif
LANDVELAR HF.
Síðumúla 21
Sími 8-44-43
Greinargerð jarofræðinga um Kröflusvæðið:
GOSHÆTTAN VERDUR MEST A
FYRSTU MÁNUDUM NÆSTA ÁRS,
EF HELDUR SEM HORFIR
O.Ó-Rvik. — Kröfluvirkjun, Kisil-
iðjan og þéttbýlið við Reykjahlið
getur verið i yfirvofandi hættu ef
svo fer —sem sterkar likur benda
til — að eldgos brjótist Ut á þvi
svæði, sem þessi mannvirki
standa á. Hættan á gosi eykst
stöðugt, samkvæmt þeim mæl-
ingum sem gerðar hafa verið
þarna undanfarna mánuði og
þeim ályktunum, sem af þeim má
draga. Ef heldur sem horfir er
goshættan mest á fyrstu mánuð-
um næsta ár. Ef fylgzt er ná-
kvæmlega með jarðskjálftamæl-
um, sem komið hefur verið upp á
svæðinu, verður hægt að gera við-
vart um gos með einhverjum fyr-
irvara, en vera má að hann verði
ekki nema hálftima til tvo tima.
Þetta kemur fram I greinar-
gerð um jarðfræðilegt ástand
Kröflusvæðisins og ályktanir varð-
andi hættu á eldgosi, sem fjórir
jarðfræðingar hafa samið. Eru
það þeir Guðmundur E. Sigvalda-
son, Eysteinn Tryggvason, Karl
Grönvold og Páll Einarsson, en
þeir hafa allir unnið að rannsókn-
um á þessu svæði síðan smágos
varð þar I desember sl. Það, sem
gerir ástandið svo iskyggilegt
sem raun ber vitni er, að hraun-
Umsjónar-
rnaður frí-
merkjaþátt-
ar Tímans
fær verðlaun
fyrir hann
Reykjavíkur-
skákmotið:
Friðrik vann
Westerinen
kvika safnast saman undir
Kröflusvæðinu og landrisið þar er
stöðugt, sem bendir til að sifellt
bætist við kvikuna, og um áramót
verður landið biiiö að ná sömu
hæð og þaö var fyrir sigið eftir
siðasta gos. Þá er hættan mest á
að jarðskorpan láti undan og
hraun brjótist út, en hraunkvikan
er aðeins 2900 metra undir yfir-
borði jarðar.
Alyktanir af jarðfræðirann-
soknunum eru þær helztar, að
kvikþró liggur undir allstóru
svæði við Kröflu og eru vestur-
mörk þróarinnar við Leirhnúk, en
suðurmörk nálægt stöðvarhusi
Kröfluvirkjunar.
Miðja þróarinnar er nálægt Viti
og er hún næst yfirborði jarðar
norðan stöðvarhússins.
Inn I kvikuþróna hefur streymt
þunnfljótandi kvika siðan i marz
1976. Aðstreymið er um 370 fer-
metrar á dag. Með vissu er ekki
vitað hvaðan hraun streymir að
kvikuþrónni, en Hkur benda til, að
kvikan komi upp um sprungu þá
er gaus i Mývatnseldum á 18. öld,
en flæði til austurs úr sprungunni
er á 3. þús. m dýpi. Þegar
hraun tók að flæða inn I kviku-
þróna i marz sl. komst nokkurt
magn af hrauni svo hátt I jarð-
skorpuna, að gas úr þvi komst I
jarðvatnið. Þá rnun hafa legið
nærri að gos hæfist.
Undir Kröflusvæðinu liggur nóg
hraunkvika á litlu dýpi til að gos
geti hafizt. Stöðugt bætist við
kvikuna, sem eykur möguleika á
langvarandi gosi.
1 ályktunum sinum segja jarð-
fræðingarnir, að ekki verði sagt
með neinni vissu, hvort gos hefst
á Kröflusvæðinu á þessu ári, eða
næstu árum, eða hvenær slikt
gæti helzt orðið, en mælingar
benda til þess að goshætta fari si-
fellt vaxandi. Fari svo að gos
hefjist að nýju, þá verður það
sennilega annað hvort á gos-
sprungu er liggur frá Leirhnúk að
Bjarnarflagi eða I botni Hllðar-
dals rétt norðan við stöðvarhiis
Kröfluvirkjunar.
Með núverandi rishraða mun
land við Kröflu ná sömu hæð og
fyrir gosið i des. sl. á fyrstu mán-
uum ársins 1977. Landris umfram
fyrri landhæð má tiilka sem
merki um yfirvofandi goshættu.
Verði gos benda llkur til að það
geri boð á undan sér með snöggri
aukningu á tiðni jarðskjálfta,
sennilega hálfri til tveim klukku-
stundum áður en gos hefst. Vakt-
menn við jarðskjálftamæla munu
væntanlega geta sent út viðvörun
áður en gos hefst.
Að lokum benda jarðfræð-
ingarnir á, að frásagnir af Mý-
vatnseldunum 1724-1729 gefi til
kynna að eldgos á þessu svæði
¦
Fari svo að gos hef jist við Kröflu, verður það sennilega annað hvort á
gossprungu frá Leirhnúk að Bjarnarflagi eða I horni Hiiðardals rétt
norðan við stöðvarhús Kröfluvirkjunar. Þessi mynd er frá gosinu i
Leirhnúk og er reyndar fyrsta myndin, sem tekin var af þvl gosi.
geti verið langvarandi en slitrótt.
i Mývatnseldum liðu nær þrjií ár
með slitróttri virkni unz stórgos
hófst i ágúst 1927.
Loðnuaflinn orðinn 55 þúsund lestir:
Samsvarar að verðmæti á annað hundrað
þúsund lestum á síðustu vetrarvertíð
-hs-RvIk. Heldur betur rættist
úr með loðnuveiðina fyrir
Norðurlandi I fyrradag, en þá
um kvöldið höfðu öll skipin, sem
voru á miðunum fyllt sig. Alls
voru það 17 skip, sem tilkynntu
loðnunefnd um afla, samtals
5800 lestir og var þá heildar-
loðnuaflinn á sumarvertlðinni
orðinn tæplega 55 þúsund tonn.
Verðmæti þessa afla samsvarar
þó á annað hundrað þiisund
tonnum, ef miðað er við vertlð-
ina s.l. vetur, að sögn Andrésar
Finnbogasonar hjá loðnunefnd.
Nokkrir viðmælenda blaðsins
hafa látið I ljósi ugg, um að
sumarveiðarnar kunni að koma
niður á næstu vetrarvertið. Viö
bárum þetta undir Andrés I gær,
og sagði hann, að sannarlega
væri hugað að þvi að loðnan yrði
ekki ofveidd, en vegna þess, hve
sáralitið brot af vetrarloðnunni
væri veitt, þá væri talið með
nokkurri vissu, að þessar veiöar
ættu ekki að koma að sök. Það
kom ennfremur fram I viötali
við Jakob Jakobsson fiskifræð-
ing fyrir skemmstu, að fiski-
fræðingar álitu, að þetta ætti
ekki að koma niður á vetrar-
veiðinni og nefndi hann sömu
ástæður ogAndrés, að stofninn
væri svo geysilega stór og Htill
híuti hans veiddur á hverjum
vetri.
Jakob benti ennfremur á það,
að afurðir sumarloðnunnar
væru miklu betri heldur en
vetrarloðnunnar. Hiin væri
miklu feitari, en horaðist eftir
þvl sem nær drægi hrygning-
unni. Hann tók það ennfremur
fram, að hafa yrði allan vara á
við þessar veiöar.
Skipin, sem tilkynntu um afla
til loðnunefndar frá þvi I fyrra-
dag og til dagsins I gær, voru:
Eldborg 300, Arsæll 180
Loftur Baldvinsson 300, Harpa
320, Gisli Arni 550, Sæberg 250,
Arsæll Sigurðsson 170, Svanur
320, Bjarni Olafsson 70 (bilaði
blökk), Asgeir 360, Hilmir 530,
Rauðsey 440, Hákon 400,
Sigurður 500, Súlan 500, Asberg
320 og Arni Sigurður 300.
Skipin fóru öll með aflann til
Siglufjarðar, utan þriggja, sem
fóru á Raufarhöfn, eins sem fór
til Krassaness og eins sem fór til
Bolungarvikur.