Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 27. ágúst 1976 TÍMINN 17 FH-ingar voru að fagna þegar Skagamenn skoruðu — sigurmarkið (3:2) á Kaplakrikavellinum í gærkvöldi og tryggðu sér farseðilinn í úrslit bikarkeppninnar á Laugardalsvellinum Skagamenn tryggðu sér rétttil að leika til úrslita í bikarkeppninni/ þegar þeir unnu sigur (3:2) á FH-ing- um á Kaplakrikavellinum í Hafnarfirði i gærkvöldi. Árni Sveinsson tryggði Skagamönnum sigurinn, þegar hann skallaði knött- inn i netið hjá Haf nf irðing- unum, þegar 8 mínútur voru til leiksloka. Skagamenn áttu í miklu basli með FH-inga, þrátt fyrir að þeir voru alltaf betri aðilinn. Það var ekki laust við, að það færi skjálfti um þá, þegar FH-ingar náðu að vinna upp tveggja marka (2:0) forskot peirra og jafna (2:2) þegar 9 minútur voru til leiks- loka. En Skagamenn gáfust ekki upp — þeir snéru dæminu við strax á eftir og 'AHANGENDUR FH-liðsins voru enn að fagna jöfnunarmarki Helga Ragnars- sonar þegar Skagamenn voru búnir aö senda k nöttinn i netiö hjá FH-ingum og tryggja sér farseð- ilinn i úrslitin á Laugardalsvell- inum 12. september. Skagamenn mættu ákveðnir til leiks — og fljótlega tóku þeir leik- inn i sinar hendur. FH-ingar áttu þó margar hættulegar sóknarlot- ur, þar sem varnarleikur Skaga- manna var oft mjög gloppóttur. Fyrsta hættulega marktækifærið kom á 13. minutu, þegar Arni Sveinsson tók aukaspyrnu fyrir utan vitateig FH-inga. Arni „vippaði" knettinum skemmti- íega yfir varnarvegg FH, og skall knötturinn á þverslá FH-marks- ins. Það var svo ekki fyrr en á 32. minútu, að Skagamenn fundu leiðina að marki Hafnarfjarðar- liðsins, Jón Alfreðsson sendi þá góðan bolta fyrir mark FH-inga, þar sem Arni Sveinsson tók við nonum og skaut lausu skoti að marki. Ómari Karlssyni, mark- verði FH, urðu þá á ljót mistök. t staðinn fyrir að góma knöttínn örugglega, kastaði hann sér niður — fékk knöttinn i brjóstið og það- an hrökk knötturinn til Teits Þórðarsonar, sem skoraði örugg- lega. Teitur Þórðarson var siðan aftur á feröinni á 3. minútu siðari %Zgé!!5föito PÉTUR PÉTURSSON... hinn stórefnilegi leikmaður Skagamanna, sést hér I baráttu við Magnús Teits- son, bakvörð FH-inga á Kaplakrikavellinum igærkvöldi. (Timamynd: Gunnar). hálfleiks, þegar hann ,,nikkaði" knettinum yfir varnarvegg FH- inga — til Péturs Péturssonar, sem skoraði auðveldlega af stuttu færi — 2:0. FH-ingar náðu að minnka mun- inn (2:1) á 57. minútu, þegar íþróttir U m íí j ó n; Sigrrtundur O. Steínarsson Gunnar Bjarnason skoraði með skalla. Hafnfirðingarnir náðu sið- an að jafna (2:2) á 81. minútu, þegar Helgi Ragnarsson skoraði eftir varnarmistök Skagamanna. Helgi skoraði með hælnum, eftir að hann hafði fengið sendingu frá Leifi Helgasyni. Eins og fyrr seg- ir, þá var gleðin ekki lengi i her- búðum FH-inga, þvi að Arni Sveinsson tryggði Skagamönnum sigur, með þvi að skalla knöttinn aftur fyrir sig og i mark FH-inga, eftir sendingu frá Guðjóni Þórð- arsyni. Pétur Pétursson, hinn stórefni- legi leikmaður Skagamanna vakti mikla athygli á Kaplakrika- vellinum. Þessi 17 ára piltur sem var aðalógnavaldur FH-inga, sýndi stórgóðan leik - var pottur- innog pannan i sóknarleik Skaga- manna. Pétur er fljótur og ákveð- inn leikmaður, sem hefur næmt auga fyrir samspili og einnig skil- ar hann knettinum mjög vel — sendir hann kantanna á milli. Þarna er gifurlegt efni á ferðinni. Þá má geta þess til gamans, að Helgi Númason, fyrrum lands- liðsmaður úr Fram, lék sinn fyrsta leik með FH — kom inn á, sem varamaður. Helgi var nær búinn að skora gott mark, þegar hann kastaði sér fram og skallaði knöttinn að marki Skagamanna — en áður en knótturinn komst alla leið, náðu Skagamenn að bjarga. —SOS. verðlaun á Nesinu Allir beztu kylfingar landsins verða i sviðsljósinu á Nesvell- inum á sunnudaginn, en þá fer fram „GLASSEXPORT" keppn- in. Fimm beztu kylfingum frá stærstu golfklúbbum landsins hefur verið boðið til keppninnar og einum bezta kylfing Luxem- borgar — Alec Graas. Glæsileg verðlaun eru i boði, en það eru þrir glæsilegir kristal- vasar, sem eru eignarverðlaun og auk þess fjórði vasinn, sem er farandverölaunagripur. Búast má við að 25-30 beztu kylfingar okkar mæti til leiks i keppnina, sem hefst kl. 10 á sunnudags- morguninn. Leiknar verða 36 holur. Siqurður keppir um heims- bikarinn Hann æfir með landslioi Svía í vetur SIGURÐUR ' Jónsson, hinn ungi og efnilegi skiðamaður frá isafirði, liefui' ákveðið að taka þátt i heims- bikarkeppninni, sem fer fram viðs vegar um Evrópu I vetur. Sigurður mun æfa með sænska landsliðinu I vetur — en hann er nú byrjaður að æfa á I'iilliim krafti I Sviþjóð. Sigurður heldur til ttaliu með sænska landsliðinu 5. september til æfinga —og siðan mun keppnin um heimsbikarinn hefjast og verður Sigurður þá I keppnum i allan vetur og langt fram á vor. KR-ingar réðu ekki við Hinrik — og Blikarnir mæta íslandsmeisturum Vals í undanúrslitum bikarkeppninnar KR-ingar réöu ekki við landsliðsmiðherjann Hinrik Þór- hallsson á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, þegar þeir mættu Blikunum í bikarkeppninni. Hinrik, sem gerði varnarmönnum Vesturbæjarliðsinsoft lífið leitt, skoraði 2 mörk á fimm minútum og öruggur sigur (3:1) Kópa- vogsliðsins var í höfn. Blikarnir mæta því nýbökuðum islandsmeisturum Vals í undanúrslitum á Laugardals- vellinum á þriðjudaginn kemur. Blikarnir náðu fljótlega tökum á leiknum, þar sem þeir léku undanstrekkingsvindi. Þeir léku mjög góða knattspyrnu gegn Vesturbæjarliðinu — knötturinn gekk manna á milli. bað var eftir eina af stórgóðum sóknarlotum þeirra, (20. min.), að Gisli Sig- urðsson skoraði mjög fallegt mark — hann fékk knöttinn send- ann fyrir markið, tók hann niður og skoraði með góðu vinstrifótar- skoti frá vitateig. Ölafur Frið- riksson fékk stuttu siðar gullið tækifæri til að bæta öðru marki við, þegar hann komst einn inn fyrir KR-vörnina. Magnús varði þá gott skot frá honum — en hann hélt knettinum ekki, hann skopp- aði aftur til Ólafs, sem stóð þá fyrir opnu marki. ölafi brást þá bogalistin, eins og svo oft áður — hann skaut i stöng. KR-ingar snéru dæminu við i siöari hálfleik, þegar þeir höfðu vindinn i bakið. Þeir sóttu grimmt — en þaö var ekki nóg, þvi að Hinrik Þórhallsson gerði út um leikinn með tveimur mörkum á fjórum minútum — 15. og 19. minútu. I bæði skiptin var Hinrik i þröngri aðstöðu. Hann náði i bæði skiptin að senda knöttinn með jórðu, fram hjá varnarmönnum KR og i netið. Eftir þetta sóttu KR-ingar i sig veðrið og sóttu stift að marki Blikanna, sem léku varnarleik. Þeim tókst aðeins einu sinni aö koma knettinum i netið og var markið mjög ódýrt. Sigurður Indriðason átti þá fast skot að marki Blikanna — knötturinn skall á Ólafi Hákonarsyni, mark- verði, sem hélt knettinum ekki, með þeim afleiðingum að hann skoppaöi i gegnum klofið á honum og i netið. KR-ingar héldu press- unniáframaðmarkiBlikanna, en þeir vörðust vel og sigurinn var þeirra. Eins og fyrr voru bræðurnir Hinrik og Einar Þórhallssynir beztu menn Breiðabliksliðsins, en Hálfdán örlygsson átti bezt- an leik KR-inga. MAGNÚS JÓNSSON... hinn efnilegi leikmaður KR. sést hér sækja að marki Breiðabliks I gærkvöldi. Bjarni Bjarnason og Heiöar Breiöfjörö eru til varna. (Tlmamynd: Gunnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.