Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. ágúst 1976
TiMÍNN
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ilitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu vift Lindargötu, slmar 18300 —-18306. Skrifstofur I
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgrei&slusimi 12323 — aug-
lýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánu&i. Blaðaprent h.f.
Tjón og tilkostnaður
Tjónið, sem hlýzt af óþurrkunum á Suðurlandi
og Vesturlandi i sumar, er gifurlegt. Engar ágizk-
anir skulu hafðar uppi um það, hversu mikið það
er, enda ekki enn komið á daginn, hvort sumarið
verður allt svipað þvi, sem verið hefur.
Talsvert eru það samt misþungar búsif jar, sem
bændur hafa orðið fyrir, bæði innan sama héraðs,
en þó einkum eftir landshlutum, þótt munur hafi
ekki verið mikill á veðurlaginu. Þessu valda ólikir
búskaparhættir. Á Vestfjörðum, þar sem menn
hafa komizt upp á lag með að verka gott vothey,
sem þeir geta gefið öllum búpeningi sinum áfalla-
laust, eru bændur miklu óháðari tiðarfarinu um
heyannir heldur en þar sem mestan part er treyst
á, að þerrir gef ist, svo að heyið þorni á vellinum að
þvi marki að minnsta kosti, að það sé takandi i
hlöðu til súgþurrkunar þar.
Vafalaust geta búvisindamenn farið nærri um
það, hversu miklum skaða óþurrkarnir hafa valdið
tvö siðustu sumur, en allir geta sagt sér sjálfir, að
hann er gifurlega mikill i krónum talið, Sú spurn-
ing skýtur upp kollinum, hvort tjónið nálgist ekki
jafnvirði þess, sem kostað hefði að reisa votheys-
geymslur af vandaðri gerð á bændabýlum i þeim
hluta landsins, þar sem reynsla manna og skýrslur
veðurfræðinga leiða i ljós, að búast má við mögn-
uðum óþurrkasumrum tiunda hvert ár að meðal-
tali.
Vitaskuld skal ekki neitt um þetta fullyrt, en sé
það nærri lagi, að þetta dæmi gangi fast að þvi
upp, virðist timi til þess kominn að hugleiða, hvort
ekki muni happadrýgra að gera skipulegt átak
með það markmið, að votheysverkun verði sjálf-
sögð og almenn i öllum votviðrahéruðum og búa
svo um hnútana, að bændur eigi greiðan aðgang að
nægu lánsfé i þvi skyni.
Menn kunna ef til vill að benda á lánsf járskort i
landinu. En þá er þvi til að svara, að lánsfé rennur
nú til margs, sem bókstaflega ekkert þjóðfélags-
legt gildi hefur, og það er samfélaginu áreiðanlega
kostnaðarminna að brúa bilið milli viðráðanlegra
og óviðráðanlegra vaxta heldu en sæta siendur-
teknum stóráföllum af völdum votviðra um hey-
skapartimann.
Skipakaupamálin
Forseti lagadeildar háskólans hefur látið uppi
það álit sitt, að eðlilegast hefði verið, að forráða-
menn seðlabankans hefðu gert alþjóð grein fyrir
nöfnum þeirra manna, sem riðnir eru við ávisana-
svikamálið, þegar gögnin voru send sakadómara.
Þessu áliti mun að minnsta kosti mikill fjöldi fólks
i landinu samþykkur. Almenningur er tvimæla-
laust orðinn langþreyttur á þvi, að farið sé með
veggjum i rannsókn stórfelldra auðgunarklækja.
Um þessar mundir fer fram i seðlabankanum
rannsókn annars máls, sem snýst um misferli i
sambandi við skipakaup erlendis. Dauf svör hafa
fengizt, er leitað hefur verið vitneskju um fram-
vindu þessarar rannsóknar, og jafnvel verið sagt,
að hún „gangi fremur hægt". Til þess kunna að
liggja þær ástæður, að i mörg horn sé að lita og
nauðsynleg vitneskja liggi ekki á lausu. Hinu má
búast við, að brátt fari að gæta óþols i sambandi
við þessa rannsókn, og þvi er ekki að leyna, að
þegar eru manna á meðal nefnd nöfn fyrirtækja,
sem þar eru talin koma við sögu, rétt eins og i
ávisanasvikamálinu. Margir eiga erfitt með að
sætta sig við það, að seðlabankinn sé einhver
hulduheimur, likt og yfirskyggður staður i þjóð-
sögu þegar iílt ber upp á. — JH
Þóttaskil í sögu
5. lýðveldisins
Sérfræoingur tekur við af stjórnmálamanni
ÞAÐ hefur ekki farið framhjá
þeim, sem fylgjast með
frönskum stjórnmálum að
harðvitugar deilur hafa áttsér
stað að tjaldabaki i Frakk-
landium nokkurtskeið.Þaðer
ef til vill ekkert einkennilegt,
þegar ullit er tekið til allra
þeirra erfiðleika, sem steðja
að i landinu um þessar mund-
ir. Verðbólga er mikil og meiri
en áætlanir gerðu ráð fyrir,
atvinnuleysi er enn töluvert og
hagur almennings bágborinn
miðað við fyrri timabil. Auk
þess bætist við, að Giscard
d'Estaing, forseti Frakklands,
og Jacques Chirac, forsætis-
ráðherra, eru ekki úr sama
flokkioghafa reyndar imörgu
ólikar skoðanir á þjóðfélags-
málum. Þvi undraði fáa, þeg-
ar fregnir bárust af afsögn
Chiracs fyrir tveim dögum.
En val eftirmanns hans kom
nokkuð á óvart og spurningin
er, hvort þetta verði framtið-
arþróunin — sérfræðingur i
stað pólitikusar.
ÞEGAR d'Estaing, forseti,
kom fram i sjónvarpi til að
gefa skýringar á afsögn
Chiracs, þá sagði hann, að for-
sætisráðherrann hefði verið að
reyna að færa út starfsvið sitt
á kostnað forsetavaldsins og
það væri vitanlega óliðandi.
Chirac gaf út svipaða yfirlýs-
ingu, en með annarri niður-
stöðu. Hann sagði, að honum
hefði verið settar of þröngar
skorður af forsetaembættinu,
þannig að hann gæti ekki
framfylgt þeim áætlunum,
sem hann hefði viljað.
Þó má gera ráð fyrir, að
eitthvað meira búi að baki en
þessar skýringar, enda þótt
þær séu i sjálfu sér nægilega
athyglisverðar, þvi að þær
varpa fram spurningu um á-
gæti franska stjórnskipulags-
ins.
Vitað er, að Giscard, sem er
úr Lýðveldisflokknum, er
hlynntari róttækari þjóðfé-
lagsumbótum en Chirac, sem
er úr flokki Gaullista. Þá er
einnig vitað, að forsetinn
hefur verið óánægður með
baráttu Chiracs gegn versn-
andi stöðu frankans, sem
hefur haft slæmar afleiðingar
fyrir gjaldeyrisstöðuna og þar
af leiðandi fleira.
Þá er einnig þýðingarmikið,
að Chirac hefur lagt til að
kosningar fari fram í Frakk-
landi i haust, 18 mánuðum
fyrir tilætlaðan tima. Þessu
hefur d'Estaing forseti algjör-
lega hafnað og það mun koma
honum til góða, þvi sam-
kvæmt skoðanakönnunum, þá
myndu vinstri flokkarnir sigra
i þeim kosningum. Þess vegna
er óliklegt, að Gaullistar muni
slita stjórnmálasambandinu
að sinni.
SA SEM tekur við af Chirac
heitir Raymond Barre — ó-
pólitiskur hagfræðingur. Eins
og fyrr segir, þa er útnefning
hans merkisviðburður vegna
þess, að hann er fyrst og
Giscard D'Estaing, Frakklandsforseti.
fremst sérfræðingur i efna-
hagsmálum. Viðbrögðin á ein-
um mikilvægasta stað efna-
hagslifsins — gjaldeyrismark-
aðnum — eru eftirtektarverö,
því að frankinn styrktist
strax. M.a. vegna þessa er
ekki óvitlaust að velta þvi
fyrir sér hvort þetta sé fram-
tiðin — sérfræðingur i staö
stjórnmálamanns.
Raymond Barre, sem er
þekktur fyrir kurteislega en
þó hvetjandi framkomu, er 52
ára gamall hagfræðingur og
hefur einungis verið i ríkis-
stjórninni frá þvi i janúar a
Jacques Chirac,
forsætisráðherra.
þessu ári. Þar sat hann i emb-
ætti utanrikisviðskiptamála-
ráðherra. Arin 1967 til 1972 var
hann varaforseti fram-
kvæmdanefndar Efnahags-
bandalagsins, en hafði áður
verið háskólaprófessor.
Helzta verkefni hans verður
verðbólgan, en hún er enn yfir
12% markinu, sem rikisstjórn
Chiracs hafði sett. Þá mun
hann einnig þurfa að glima við
almennar þjóðfélagsumbætur.
MEÐ útnefningu Barre er nær
tveggja áratuga einokun
Gaullista á embætti forsætis-
ráðherrans rofin.
Þá má fastlega búast við
þvi, að d'Estaing fái aukin
völd með tilkomu Barres. Það
hefur komið fram i frétta-
skeytum, að Barre muni hafa
samráð við forsetann áöur en
hann leggur fram ráðherra-
lista sinn og er ekki að efa, aö
d'Estaingmuni þá losa sig við
þá ráðherra, sem honum hefur
þótt litt samstarfsviljugir.
Meðal þeirra, sem hafa heyrzt
lfklegir er Jean Sauvagnar-
ques, utanrikisráöherra.
NÝTT timabil er runnið upp i
stjórnmálasögu fimmta lýð-
veldisins. Völd Gaullista fara
hverfandi og i þeirra stað
koma sérfræðingarnir. Að
visu kvaddi Chirac ekki emb-
ættiðtáralaust, en við þvi var
ekkert að gera. Hans t&na-
skeið er utrunnið.
MÓL
Auglýsið í Tímanum