Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 20
Föstudagur 27. ágúst 1976
FÓÐURVÖRUR
þekktar
UM LAND ALLT
fyrir gæði
Guðbjörn
Guðjðnsson
Heildverzlun Síðumúla 22
Simar 8S694 & 85295
Auglýsingasími
Tímans er
195»
r-ALLAR TEGUNDIR-
^IBANDAREIAAA
Einnig: Færibandareimar úr
miu
ryðfriu og galvaniseruðu stáli
ÁRNI ÓLAFSSON & CO,
———————— 40088 ^40098 —
Kaunda:
„Nú berj-
umst við"
Reuter, Lusaka. — Kenneth
Kaunda, forseti Zambiu, var
klökkur og þurrkaöi tár af
hvörmum sér meö hvitum vasa-
klút i gær, þegar hann hafnaöi öll-
um möguleikum á friðsamlegum
lausnum á vandamálum suöur-
hluta Afriku og sagöi: — Nú berj-
umst viö.
Forsetinn, sem eitt sinn var lit-
iö á sem frjálslyndan meöal
blökkumanna i Afrlku, skýrði mál
sitt ekki nánar. Taliö er þó, aö
þessi yfirlýsing hans um baráttu
auki á stuöning Zambiumanna
við skæruliöa úr þjóðernissinna-
hreyfingum, sem nú berjast
frelsisbaráttu rétt utan við landa-
mæri rikis hans.
I einni af hörðustu og gagnyrt-
Harðir dómar fyrir mútu-
þægni í Sovétríkjunum
Reuter, Moskvu. — SovCzkur
embættismaður, sem var hátt-
settur i riki.sstofnun sem fer
með utanrikisviðskipti, hefur
verið dæmdur til langrar
fangelsisvistar fyrir að afhenda
vestrænum kaupsýslumönnum
viðskiptaleg leyndarmál, fyrir
mútur, að þvi er dagblaðið
Izvestia sagði I gær.
Ifregn af réttarhöldunum yfir
embættismanninum, sem
nefndur er A.S. Baranov, segir
Izvestia, að tveim
vestur-þýzkum kaupsýslu-
mönnum, sem blandaðir eru I
málið, haífi veriö vlsað úr landi i
Sovétrikjunum og fengju þeir
aldrei að koma þar meir.
Samkvæmt Izvestia hefur
Baranov tekið við tólf þúsund
rúblum og tvö þúsund banda-
riskum dollurum frá kaupsýslu-
mönnunum tveim, sem sjálfir
voru handteknir og sátu i varð-
haldi um tima.
Embættismaðurinn afhenti
kaupsýslumönnunum i staðinn
leyndar upplysingar um
markaðsmál, sem gerðu þeim
kleift að komast að mjög hag-
stæðum samningum um véla-
sölur til Sovétmanna.
Þessifrétt I Izvestia ernýjasti
þáttur sovézkra uppljóstrana
um það hvernig vestrænir kaup-
sýslumenn spilla sovézkum em-
Framhald á 19. siðu.
ustu yfirlýsingu sinni um málefni
suðurhluta Afriku réðst forsetinn
einnig af mikilli hörku á ónefnd
vestræn riki, sem viðhéldu
tengslum sinum við Suður-Afrfku
og rlkisstjórn hvítra manna þar,
en styddu jafnframt aðgerðir
Sameinuðu þjóöanna gegn rlkis-
stjórn hvita minnihlutans I Pre-
toriu.
Dr. Kaunda sagði, að tilraunir
blökkumanna i Afriku til þess að
finna friðsamlega leið út úr
spennunni I suðurhluta Afríku,
hefðu mistekizt og lét hann að þvi
liggja, að eina leiðin sem enn væri
opin fyrir blökkumenn I Afrlku,
og sú leið sem opin yrði i framtíð-
inni, væri styrjöld.
— Nú berjumst við, sagði hann
\,a samkomu, þar sem diplomat-
ar og stjórnmálamenn voru sam-
an komnir við opnun stofnunar
Sameinuðu þjóðanna fyrir Nami-
biu (Suð-vestur-Afriku), en þar á
að reka skóla fyrir stjórnendur,
sem stýra eiga þessari fyrrver-
andi nýlendu Þjóðverja, eftir að
hún fær sjálfstæði frá Suður-
Afrlku.
Rhódesía:
Biskup sak
aður um að
hylma yfir
skæruliðum
Reuter.Salisbury. —
Rómversk-kaþólski biskup-
inn i Umtali i Rhódeslu, Don-
ald Lamont, hefur veriö á-
kærðurfyrir að tilkynnu ekki
um nærveru skæruliða, sem
hann vissi hvar dvöidust, svo
og að hafa hvatt aðra til þess
að fremja sama afbrot, að
þvi' er rikisstjórn hvitra
minnihlutans i Rhódesiu
skýrði frá i gær.
Charles Waddingon, sem
nú gegnir embætti saksókn-
ara i Rhódesiu, sagöi i yfir-
lysingu i gær, að ákærurnar
væru á engan hátt tengdar
opnu bréfi, sem biskupinn
skrifaði, þar sem hann gagn-
rýndi Ian Smith, forsætis-
ráðherra landsins.
1 bréfi sinu til rikisstjórn-
arinnar, þann 15. ágúst,
sagði biskupinn, að aukin og
harðari skæruliðabarátta i
landinu væri engum að
kenna nema kynþáttafor-
dóma-og kúgunarstefnu for-
sætisráðherrans.
— Rfkisstjórn lands okkar
er fordæmd af öllum hinum
siðmenntaða heimi, sagði
biskupinn I bréS sinu, en
hann er hvltur maður og hef-
ur opinberlega gagnrýnt
mjög hvernig hviti minni-
hlutinn i landinu stjórnar
þvi.
Búizt er viö, að biskupinn
komi fyrir rétt- i borginni
Framhald á 19. siðu.
Lockheed hneykslið í Hollandi:
Orkuskortur
í Póllandi
Reuter.Varsjá. — Ljósin
verða slökkt á götum og 1
verzlanagluggum i Póllandi á
mestu álagstimum i haust, til
þess að spara orkuna og beina
hennitilheimilisnota, að þvier
dagblað Kommúnistaflokks
landsins skýrði frá i gær.
Blaðið sagði ennfremur að
nú væri áriðandi að allir raf-
magnsnotendur spöruðu við
sig þetta ár og hvatti það til
þess að rafmagnstæki á.heim-
ilum yrðu sem minnstu notuð.
Rafmagnsneyzla almenn-
ings i Póllandi hefur vaxið
mikið undanfarið og bygging
raforkuvera er á eftir áætlun
þar.
Edward Gierek, leiðtogi
kommúnista i landinu fór ný-
lega i ferð um kolanámahéruð
landsins og hvatti yfirvöld þar
til þess að ná framleiðsluáætl-
unum.
Gortaði af
bankaráninu
Reuter.Edinburgh. — Drukk-
inn bankaræningi eyðilagði
fyrir sér annars fullkomið rán,
með þvi að veifa bunka af
fimmpunda seðlum framan i
tvo undrandi lögregluþjona og
segja: — Langar ykkur til að
vita hvar ég fékk þetta.
John Sinclair, sem er
tuttugu og fjögurra ára gam-
all verkamaður og á tuttugu
og niu dóma að baki, var
dæmdur til fimm ára fangels-
isvistar i gær, eftir að hafa
viðurkennt að hafa rænt tvö
hundruð og fjörutiu sterlings-
pundum úr banka i Glasgow.
Verjandi Sinclair sagði fyr-
ir rétti, að skjólstæðingur hans
hefði drukkið sleitulaust frá
þviaðhannvar látinnlaus eft-
ir að hafa afplánað sex mán-
aða fangelsisdóm fyrir inn-
fíiH^SrlORNA
'AMILLI
brot. Eftir fjögurra daga
drykkju gekk hann fram hjá
banka og datt þá i huga að
ræna hann.
Hann varð svo hissa þegar
hann fékk peningana i hend-
urnar og komst undan, að
hann gat ekki stillt sig um að
gorta af þvi.
Töpuðu hálfri
annarri milljón
sterlingspunda
Reuter.London. — Brezka
flugfélagið British Airways
tilkynnti I gær, að það hefði
tapað 16,3 milljónum sterl-
ingspunda á siðasta efnahags-
ári, sem verið héfði mjög erf-
itt. Félagið tapaði á
Concorde-rekstri sinum og
varð illa fyrir barðinu á falli
sterlingspundsins.
Frank McFadzean, forstjóri
félagsins, sagði fréttamönn-
um, að félagið, sem er i eigu
rikisins, hefði tapað meir en
tveim milljónum sterlings-
punda á rekstri Concorde-vél-
anna, fyrstu tiu vikurnar, sem
þær héldu uppi áætlunarflugi
tii Washington og Bahrain. í
tapinu er innifalinn stofn-
kostnaður, sem nemur einni
milljón sterlingspunda.
Þrátt fyrir þetta var for-
stjórinn bjartsýnn og sagði, að
flugfélagið hefði skilað einn-
ar og hálfrar milljónar sterl-
ingspunda ágóða mánuðina
mai', júni og júll á þessu ári, en
það er i fyrsta sinn, sem það
skilar hagnaði á ársfjórðungs-
grundvelli um tveggja ára
skeið.
Bernhard drottningarmaður segir af
sér öllum opinberum embættum
— verður ekki sóttur til saka, vegna stöðu sinnar og annars
Reuter, Haag.— Bernhard prins,
eiginmaður Júllönnu Hollands-
drottningar, hefur sagt af sér
embætti sem æðsti yfirmaður hol-
lenzka flughersins, og dregið sig
til baka frá öðrum helztu opin-
beru embættum slnum, að þvi er
Joop den Uyl, forsætisráðherra
Hollands skýrði hollenzka þinginu
frá I gær".
Forsætisráðherrann skyrði þá
þinginu frá niðurstöðum rann-
sóknarnefndar þeirrar, sem haföi
til athugunar ásakanir um að
prinsinn hefði tekið við rúmlega
einni milljón dollara i miitur frá
bandarisku flugvélaverksmiðjun-
um Lockheed.
Nokkrir stjórnmálafræðingar
höfðu áöur spáð þvl, að prinsinn
myndi segja af sér opinberum
embættum, til þess aö koma I veg
fyrir stjórnarfarskreppu I land-
inu, sem meðal annars hefði leitt
til pess að drottningin hefði afsal-
að sér krúnunni.
Bernhard prins hefur neitað að
hafa tekiö við mútunum frá Lock-
heed fyrir að greiða fyrir sölu
þeirra á flugvélum til Hollands.
Den Uyl forsætisráðherra sagði
I gær, að I skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar kæmi fram að
prinsinn hefði — skaðað hags-
muni rikisins — með gerðum sln-
um.
Prinsinn hefði dregiö slnar eig-
in ályktanir af afhjúpunum
nefndarinnar, og hefði látið af öll-
um embættum slnum, sem varða
vlðskipti og iðnað Hka, að þvl er
ráðherrann sagði.
Sagði ráðherrann, að rlkis-
stjórnin hefði ákveðið að gripa
ekki til lagalegra aðgerða gegn
prinsinum. Hann bætti þvl við, að
„löggjöfin um takmarkanir"
myndi koma I veg fyrir að dómur
fengist felldur yfir prinsinum I
tengslum við ásakanir þessar.
- Forsætisráðherrann sagði, að
Bernhard prins hefði látið freist-
ast til einkaframtaks, sem væri
með öllu óþolandi, þótt svo hann
hefði ekki haft eiginleg áhrif á
flugvélakaup Hollendinga.
Sagði den Uyl, að rannsóknin
hefði leitt til þeirrar niðurstöðu,
að Bernhald prins — I þeirri trú
að vegna stöðu sinnar væri hann
friðhelgur — og að dómgreind
hans væri ekki undir áhrifum
Framhald á 19. siðu.
¦»****•'
Einn af leiðtogum Verkamannaflokks
Suður-Afríku handtekinn
Reuter.Port Elizabeth. — Séra
Allan Hendrickse, leiðtogi „lit-
aða" VerkamnMmflokksins
(The Coloured Labor Party) I
Suður-Afrlku (En i þeim flokki
eru fólk af fleiri en einum kyn-
þætti), var I gær handtekinn af
öryggislögreglu rlkisins, að þvl
er eiginkona hans skýrði frá.
Frú Hendrickse sagði, að
engin ástæða hefði verið gefin
upp fyrir handtökunni og lög-
reglan gæfi ekki til kynna sam-
kvæmt hvaða lögum hann væri
fangelsaður.
Hendrickse er formaður
framkvæmdaráðs Verka-
mannaflokksins, en flokkurinn á
ekki mann á þingi I Suður-
Afrlku. Hann er nií einn af tvö
hundruð mönnum, sem haldið
er I fangelsi og hafa verið hand-
teknir á grundvelli öryggislaga
S-Afrlku frá þvl óeiröaaldan
meðal blökkumanna þar hófst I
júnlmánuði.
I bréfi I blaðinu Cape Times I
gær sagði annar af leiðtogum
flokksins, David Curry, að að-
gerðinar nálægt Höfðaborg I
þessari viku hefðu endanlega
eytt þeirri goðsögn, aö kyn-
blendingar I S-Afrlku myndu
standa með hvlta manninum
gegn hinum svarta.
— Með aðgerðum slnum gerði
unga kynslóðin hvlta manninum
greiða, með þvl að svipta hul-
unni frá augum hans og sanna
að nýju, að tlminn vinnur ekki
með honum, sagði Curry.
Framhald á 19. siðu.