Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 4
TÍMINN
Föstudagur 27. ágúst 1976
í spegli tímans
Tímabær
uppgötvun
Það hefur löngum veriö til traf-
ala hversu erfitt þaö er fyrir
fatlað fólk að komast leiðar
sinnar, sérstaklega þegar um
stiga er aðræða. Werner Last er
fullorðinn maður, sem kominn
er á eftirlaun, en hann hefur um
árabil reynt að finna upp tæki,
sem hægt væri að festa við
hjólastól, svo hægt sé að fara á
honum upp og niöur stiga.
Werner er sjálfur í hjólastól, og
kona hans var einnig I hjólastól,
en hún dó áður en hann hafði
lokið við þessa uppfinningu
sina. Það hefur tekið Werner sjö
ár að fullgera þetta tæki, sem
fest er við hjólastólinn. Tækið
lætur ekki mikiðyfirsér, eins og
sést á þessari mynd, en vélin er
fimmhyrnd með mjúku sveigj-
anlegu gúmmíbelti. Þessi vél
getur auðveldlega aðlagast að-
stæöum hverju sinni ásamt þvi
að öryggi er fyrir þvi að s tóllinn
er alltaf kyrr og i láréttri stöðu.
Hvort sem þú ert úti eða inni þá
er stjórn vélarinnar alltaf sú
sama. Werner Last, er vélfræð-
ingur að mennt, og hefur bæði i
heimalandi sinu Þýzkalandi
jafnt sem öðrum löndum kynnt
hversu mikilvægt notagildi
þessi litla vél hefur. Uppgötvun
hans ætti að geta orðið fastur
liður hjá þeim sem sjá um hönn-
un hjólastóla og hvers kyns
annarra sjúkrastóla.
Skemmtileg tilbreyting
Heimur tizkunnar er marg-
brotinn og alltaf berast okkur
myndir af skemmtilegum
nýjungum sem koma þar fram.
Hérna gefur að lita eina slika,
sem Italinn Fiorucci á allan
heiðurinn af. Hann segist fara
sinar eigin leiðir þegar hann
uppgötvar eitthvað nýtt, og eins
og sjá má þarf enginn að efast
um það. Hann hefur látið mynd
af kattarhaus skreyta þessar
stuttbuxur sem stúlkan klæðist.
Þetta er ekki svo vitlaus hug-
mynd, sérstaklega fyrir þá sem
finnst gaman að eftir þeim sé
tekið.
með morgunkaff inu
BANK
PRESiDENT
Þú skilur, að þetta er bara ráön
ing til skamms tlma, eöa þangað
til gert verður við leynimynda-
vélina okkar.
Fyrirgefðu, að ég skyldi gera þér hverft við.
Ég sá nefnilega flugfisk.
DENNI
DÆMALAUSI
Það var þó gott, að ég skyldi vera
i druslufötunum miiium,
inainma.