Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. ágúst 1976 TÍMINN 11 ul reynitré, er vaxa I skjóli við húsið Miðgarð. Særokið sviður laufio, ef trén reyna að gægjast upp yfir húsið. Til hægri er unnið aðholræsagerö rétt við grænmál- að, gamalt sjóhús, byggt upp úr húsi i Hrisey. Af Höfðanum rétt sunnan við Grenivik er hið fegursta útsýni út og suður um Eyjafjörð. 1 skjól- sælum Kvigudölum vestan i Höfð- anum hefur land verið brotið til tún- og kartöfluræktar. Annast bæði Höfða- ög Grenivlkurbúar þau ræktarlönd. Bændur höfðu hvarvetna lokiö fyrri slætti, en sums staðar haföi verið borið á i annað sinn, og var beðið eftir góðri háarsprettu. Mennvoruað dytta aðhúsum sin- um og verkfærum, kljúfa rekavið i girðingahólk fyrir fé að haust- lagi o.s.frv. Mikið var rætt um tankvæðináu þá, er stendur fyrir dyrum. Hún er mjög dýr og verður líklega til þess, að sum kuabú stækka, en önnur verða lögö niöur og snúið yfir I sauöfjárrækt. Vonandi batn- ar mjólkin eitthvaö við breyting- una, ef vel er að verki staöið. Erlend reynsla virðist benda i þá átt, aö mjög þurfi að vanda til tankanna og hirðingu þeirra, ef bót til mjólkurgæ,ða á að verða að þeim. Og tankvagnar eru mjög þungir og þurfa góða snjólétta vegi og öruggar heimkeyrslur að bæjunum. Hvarvetna blöstu við stór upp- borín hey, vel verkuð. Myndin sýnir eitt á Stóru-Hámundarstöö- um. Gamalli sildarnót hefur veriö hvolft yfir heyið, og stög með þungum steinum hanga niður með hliðunum. Þetta er gott farg, og tryggir gegn suðvestanvind- um, er hér eru stundum snarpir. A Akureyri var suddi ur lofti, aldrei þessu vant, 12. ágúst. Þungur himinn grúfði yfir tjald- svæðinu við Þórunnarstræti, sem oft hefur verið þéttsetið I sumar. En brátt skeim sól á ný. Reyni- berin voru að veröa rauö — og út um móa var fólk byrjað að vaga með berjailát sin. Ing.Dav. Séð yfir Grenivik 10. ág. 1976. gróður og garðar Tjaldstæftið við Þórunnarstræti á Akureyri 12. ág. 1976.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.