Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. ágúst 1976 TÍMINN Si'&an I desember s.l. , er smá- gos varö viö Leirhnjúk hefir oft- sinnis veriögefið i skyn, aö búast megi við að af tur gjósi á svipuð- um slóðum. Ef svo yrði, þá gæ.ti • Kröfluvirkjun, og e.t.v. einnig þéttbýlið við Reykjahlið og Kisil- iðjan verið i yfirvofandi hættu. Hér verður reynt að kryfja til mergjar þá þekkingu, sem fyrir liggur og nýta má til að áætla gos- hættu við Kröflu (eða annars staðar þar nálægt. Jarðskjálftar: Eldgosum fylgja jafnan jarð- skjálftarogoftverður þeirra vart áður en gos hefjast. A Kröflu- svæðinu er nú fylgzt mjög náið með jarðskjálftum og eru stöðugt i gangi þrir jarðskjálftamælar á svæðinu. Jarðskjálftar hafa verið tiðir á svæðinu siðan snemma á árinu 1975, en um þverbak keyrði eftir gosið 20. desember 1975 og allt fram i miðjan febrúar 1976. Svo virðist sem mjög tiðir jarð- skjálftar hafi hafizt um 2 klst fyr- ir gosið 20. desember, en enginn fylgdist þá með mælunum. Jarð- skjálftar munu hafa fundizt á Reykjahliðarsvæðinu um 20 min- útum fyrir gosið. Þessar upp- lýsingar geta benttilþess, að með stöðugri vakt við jarðskjálfta- mælana megi segja fyrir með hálfrar til tveggja klstfyrirvara ef gos er að hefjast. Álitamál er hvort nýta megi jarðskjálfta- mælingarnar tilað segja fyrir um goshættu vikum eða mánuðum fyrir hugsanlegt gos. Sem fyrr segir dró mjög úr skjálftavirkni i febrúar 1976 og náði hún lágmarki siðari hluta marzmánaðar eða I aprfl, en þá mældust að meðaltali um 15 jarð- skjálftar á dag ÍReynihlið. Siðan i april hefir skjálftavirkni aukizt, fyrsthægfara, en siðar með meiri hraða. Meðalfjöldi jarðskjálfta sem mældust á dag I Reynihlíð var um 20 i mai, tæplega 30 i júni og um 40 i julí. Enn fleiri mældust fyrri hluta ágústmánaðar. Þessa fjölgun jarðskjálfta má ttílka sem merki um aukna goshættu, en ekki liggja fyrir neinar upplýs- ingar sem nota megi til að dæma um, hve mikil goshætttan er, né hvenær helzt megi búast við að eldgos brjótist upp á yfirborð jarðar. Þó er e.t.v. hægt að gera einhverjar ágizkanir þar að lút- andi. Svo virðist sem fjöldi jarð- skjálfta umfram 10á dag hafi um það bil tvöfaldazt á mánuði hverj- um siðan I april. Ef svo heldur áfram, verða jarðskjálftar orðnir mjög ti'öir um næstu áramót, eða nokkrir tugir mælanlegra jarð- skjálf ta á hverri klukkustund, en slíkt er eðlilegt að tulka sem yfir- vofandi hættuástand. Þótt vafasamt sé að jarð- skjálftamælingar verði notaðar til að áætla goshættu dögum eða vikum fyrir gos, þá er hægt að nota þær til að áætla hvar mest hætta sé á gosi. Nú i sumar hafa langflestir jarðskjálftar á Mý- vatnssvæðinu verið innan hrings með miðju við Leirhnjúk og 4 km geisla, en auk þess hafa nokkrir jarðskjálftar átt upptök á linu, sem liggur um það bil frá Leir- hnjúki að Bjarnarflagi. Flestir stærstu jarðskjálftarnir hafa átt upptök innan eins km fjarlægðar frá Viti. Nær allir jaröskjálftar & Krötf lusvæðinu hafa átt upptök á minna en 4 km dýpi, en upptök sumra skjálfta á llnunni frá Leir- hnjúk að Bjarnarflagi hafa verið nokkru dýpri, allt niður undir 10 km dýpi. Þessi dreifing jarð- skjálftaupptaka afmarkar tvö svæði þar sem goshætta virðist mest. Annars vegar næsta ná- grenni Vitis, þar sem stærstu skjalf tarnir eiga upptök, og hins vegar linu frá Leirhnjúk að Bjarnarflagi, þar sem dýpstu jarðskjálftarnir verða. Þessi llna fylgir gossprungu Mývatnselda frá fyrri hluta átjándu aldar. Athuganir á jarðskjálftabylgj- um geta sýnt, hvort bylgjan hefir boriztgegnum vökva. Bylgjur frá jarðskjálftum austan Leirhnjúks og norðan stöðvarhúss Kröflu- virkjunar sýna merki um að þær hafi borizt gegnum vökva á leið til Reynihliöar. Þessar upplýsingar gefa til kynna, að bráðin hraun- kvika sé undir svæði sem tak- markast að vestan af norður-suð- url&iuum Lcirhnjúk, en að sunn- an af austur-vestur llnu um stöðvarhus Kröfluvirkjunar. Dýpi á þessa hraunkviku er vart yfir 4 km, annars mundu bylgjur frá Greinargerð um jarð- fræoilegt ástand Kröflu- svæðisins og ályktanir varðandi hættu á eldgosi Stöðugt bætist við kvikuna, en það má tiilka þannig, að mögu- leiki sé á langvarandi gosi. 7) Ekki verður sagt með neinni vissu, hvortgoshefstá Kröflú- svæðinu á þessu ári, eða næstu árum, og ekki hvenær slíkt gæti helzt orðið. Þó benda bæði jarðskjálftamælingar og hæð- armælingar til þess að gos- hætta fari nú sifelllt vaxandi. 8) Ef svo fer, að gos hefjist að nýju, þá verður það sennilega annað hvort á gossprungu er liggurfrá Leirhnjúk að Bjarn- arflagi, eða i botni Hlíöardals, mjög grunnum skjálftum ekki berast gegnum kvikuna. Hæðarmælingar og hallamælingar: Hæð fastamerkja i hornum stöðvarhúss Kröfluvirkjunar hef- ir verið mæld nokkrum sinnum bæði fyrir og eftir gosið i desem- ber s.l. Fyrsta mæling eftir gosið var gerð 18. jan. 1976 og kom þá i ljös, að norðurendi hussins hafði sigiðum næstum 5 cm miðað við suðurendann siðan i október 1975. Siðan seig norðurendinn enn allt fram i miðjan febrúar og hafði þá sigið 5,2 cm miðað við suðurend- ann. Mælingar fyrst i mar/ sýndu, að þessi þróun hafði snúizt við. Siðan hefir norðurendi húss- ins risið jafnt og þétt um rúmlega 4 mm á mánuði, eða samtals um 2,4 cm siðan snemma i marz, en siðasta mæling var framkvæmd 11. ágúst 1976. Mælingar þessar sýna,að með sama rishraða mun húsið haf a rétt sig við til fulls um miðjan febrúar 1977. Hæðarmælingar frá Mývatni til Kröflusvæðisins hafa verið fram- kvæmdai' nokkrum sinnum siðan i marz 1976, en þá kom I ljós, að vrð stöðvarhús Kröfluvirkjunar hafði land sigið um rúma 2 metra miðað við Reykjahlið. Siðan hefir land risiö við Kröflu og I byrjun ágúst 1976 var risið orðið 1 meter siðan i marz. Rishraðinn hefir verið mjög jafn, en siðasta mæling gaf til kynna minnkun rishraðans um 5 til 10%. Þessi minnkun rishrað- ans er svo litil, að hæpið er að um raunverulega breytingu sé að ræða. Ef rishraðinn verður jafn áfram, verður hæð lands við Kröflu orðin jöfn og fyrir gos um miðjan janúar 1977. Nákvæmnishallamælingar austan Námaskarðs sýna, að þar ris land til norðurs eða norö-norð- austurs, en hallabreytingar eru j>ar aðeins 1/18 þess sem mælist við stöðvarhúsið. Þessar halla- og hæðarmæling- arsýna.aðsíðan imarz I976hefir land risið á Kröflusvæðinu. Risið er f mjög góðu samræmi við þaö ris sem fræðilega á að eiga sér stað ef efnisauki verður á 2900 metra dýpi undir stað, sem liggur 500 til 1000 metra norðan stöðvar- húss Kröfluvirkjunar. Þetta verð- ur bezt skýrt með því, að bráðin kvika þrýstist að þessum stað. Aðstreymið þarf að vera um 4,25 rúmmetra á sek. til að skýra landrisið. Dýpi á kvikuna virðist aðeins vera 2900 metrar, en þess ber að gæta, að forsendur, sem gera þarf ráð fyrir viö útreikning þessa dýpis, eru ekki að fullu þekktar, svo vera má að nokkru skakki, þó vart meira en 500 metrum. Mælingar á landrisi og halla gefa ekki til kynna, hvort gos á eftir að verða, eða hvenær. Þó er augljóst að ekki getur land haldið áfram að hækka mjög lengi þar sem togspenna bergsins yfir kvikuþrónni hlýtur þá að yfirstiga styrkleika bergsins. Þá myndast sprungur og um þær flæðir vænt- anlega upp eitthvað af þeirri hraunkviku, sem safnazt hefir saman. Það er ástæða til að hafa I huga þá staðreynd, að land við Kröflu mun ná fyrri hæð á fyrstu mánuð- um ársins 1977, e.t.v. er það sá timi þegar helzt má búast við gosi. Togspenna bergsins eykst þar sem landris er mest, en það er ná- lægt hánorðri frá stöðvarhúsinu i 500 til lOOOmetra fjarlægð. Hæð- armæhngar benda til að þar sé mest hætta á gosi. Aðrar mælingar: Ymsar fleiri mælingar og at- huganir hafa verið gerðar á Kröflusvæðinu á þessu ári, en þær gefa ennþá a.m.k. litlar eða engar visbendingar varðandi hugsan- lega goshættu. I marz varð vart mikillar aukningar á gasi i bor- holum við Kröflu, sem bendir til þess að þá hafi nokkurt magn hraunkviku komizt i snertingu við jarðvatn svæðisins. Sennilegt er, að litlu hafi munað að hraun flæddi upp á yfirborð jarðar þeg- ar þetta skeði. Ályktanir: 1) Kvikuþró liggur undir allstóru svæði við Kröflu og eru vestur- mörk þróarinnar við Leir- linjiik. en suðurmörk nálægt stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar. 2) Miðja þessarar þróar er nálægt Viti, en hún nær næst yfirboröi jarðar (um 3 km dýpi) skammt (0,5— 1 km) norðan stöðvarhúss. 3) Inn i þessa kvikuþró hefir streymt þunnfljótandi kvika sioan i inarz 1976. Aðstreymið hefir verið jafnt, um 4,25 rúm- metrar á sck., eða um 370.000 rúmmetrar á dag. 4) Ekki er með vissu vitað, hvað- an hraun streymir að kviku- þrónni, en lfkur benda til að kvikan komi upp um sprungu þá sem gaus i Mývatnseldum á atjándu öld, en flæði til austurs út sprungunni á um 3 km dýpi. 5) Þegar hraunkvikan tók að flæða inn i kvikuþróna við Kröflu i marz 1976, komst nokkurt magn af hrauni svo hátt i jarðskorpuna að gas lir þvikomstí jarðvatnið.Þá mun hafa legið við að gos hæfist. 6) Nóg bráðin hraunkvika liggur á litlu dýpi undir Kröflusvæð- inu til að stórgos geti orðið. rétt norðan við Kröfluvirkjunar. stöðvarhtis 9) Land við Kröflu mun, með nú- verandi rishraða, uá sömu hæð og var fyrir gosiö 20. desember 1975 á fyrstu mánuðum ársins 1977. Landris umfram fyrri landhæð má tulka sem merki um yfirvofandi goshættu. 10) Llkur eru til að gos, ef af þvi verður, geri boð á undan sér með snöggri aukningu á tiðni jarðskjálfta. Sii aukning hefst sennilega hálfri til tveimur klukkustundum áður en gos hefst. Vaktmenn við jarð- skjálftamæla munu væntan- lega geta sent út viðvörun áður en hugsanlegt gos hefst. 11) Frásagnir af Mývatnseldum 1724-1729 gefa til kynna að eld- gos á þessu svæði geti verið langvarandi en slitrótt. í Mý- vatnseldum liðu nær þrjú ár með slitróttri virkni unz slór- gos hófst I ágúst 1727. Keykjavik, 25. ágúst 1976. Guðmundur E. Sigvaldson Karl Grönvold Eysteinn Tryggvason Páll Einarsson 'ÍARK II R — nýju endurbættu rafsuðu-mmavrl5og40° TÆKIN 140 Omp.Eru met innbyggðu _ r oryggi til varnar yfir- hitun. Handhæg og ódýr. Þyngd aöeins 18 kg. Ennfremur fyrirliggj- andi: Rafsuðukapall 25 og 35 Sq. mm. ARMULA 7 - SIMI 84450 • • ORYGGISHJALMAR opnir og lokaðir Eigum jafnan mikið úrval öryggishjálma, sem hlotið hafa viðurkenningu í Evrópu og Banda- ríkjunum sem skíða-, vélsleða-, vélhjóla, mótor- hjóla- og bílarallyhjálmar. Andlitshlífar úr glæru, reyklitu og gulu öryggisgleri, einnig mótorhjólagleraugu og baksýnispeglar í úrvali. Veroið er ótrúlega lágt. Sendum gegn póstkröfu. ORYGGI A VEGUAA OG VEGLEYSUAA. m Ur^LIVI 1^1 1^1 Suðurlandsbraut 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.