Tíminn - 05.09.1976, Side 3

Tíminn - 05.09.1976, Side 3
Sunnudagur 5. september 1976 TÍMINN 3 ■ 1 M JÉlr . I Æj&A • •*■■ s l i Hjallur í Vatnsfirði tekinn á fornleifaskrá og lagfærður FB-Reykjavík. Nýlega var tek- inn á fornleifaskrá gamallhjall- ur vestur i Vatnsfirði. Hjallur- inn mun vera frá þvi um 1880-90. Hann hefur verið með stærstu og veglegustu húsum sinnar tegundar, en var orðinn mjög illa farinn, að þvi er Þór Magnússon þjóðminjavörður tjáði blaðinu. Staðið hafði til i mörg ár, að þjóðminjasafnið gerði við hjall- inn, og svo var það i sumar, að sendir voru þrir menn vestur til þess aö gera viö hann. Var hann tekinn mjög vandlega i gegn. Sennilega hefur hjallur þessi verið notaður tii þess að þurrka i honum fisk og geyma i honum alls konar sjóvarning. Hann er með lofti, og hlöðnum stein- veggjum. Þetta er eina hús sinnar tegundar, sem enn er komið á foraleifaskrá. — Það þarf að gera meira af þvi að varðveita svona ein- faldari brúkshús, sagði Þór, og binda sig ekki eingöngu við i- búðarhús, bæi og myndarlegri hús. Heldur hugsa einnig um önnur hús, sem notuð voru til daglegs brúks. Þessi hjallur var i upphafi óvenju vandað og fal- legt hús, og þess vegna beindist athygli manna ^yrst að honum. A myndunum tveimur sést hjallurinn I Vatnsfirði eins og hann var áður en viðgerð fór fram, og siöan er hann heföi veriö lag- færður. Frá Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur Sólvallagötu 12 Skólinn býður upp á eftirtalin námskeið i vetur: 1. Saumanámskeið (6 vikur). 1.1 Kennt verður þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 14-17. 1.2 Kennt verður miðvikudaga kl. 14-17. 1.3 Kennt verður mánudaga og miövikudaga kl. 19-22. 1.4 Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19-22. II. Vefnaðarnámskeið (8 vikur). Kennt veröur þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14-17. III. Matreiðslunámskeið (5 vikur). Kennt verður mánudaga, þriðjudaga og miövikudaga kl. 18,30-22. IV. Matreiðslunámskeið (5 vikur). Kennt verður fimmtudaga og föstudaga kl. 17,30-22. Ætlað karlmönnum sérstaklega. Stutt matreiðslunámskeið. Kennslutimi kl. 13,30-16,30. Gerbakstur, 2dagar. Smurt brauð, 3 dagar. Sláturgerð og frágangur i frystigeymslu, 3 dagar. Glóðarsteiking, 2 dag- ar. Grænmetisréttir og frysting grænmetis, 2 dagar. Fisk- réttir, 3 dagar. Innritun daglega kl. 10-14. Upplýsingar i sima 11578. Skólastjóri. SHARP HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA -?HARp £ RAD|° Kassettutæki og útvarp fyrir rafhlöðu og rafmagn með nýju og fullkomnu APSS (sjálfvirkur leitari á kassettutækinu) -tewr—-—zí. CAa»tTT.8e/A»c« .v7~ ~ Sambyggt útvarpstæki (5 bylgjur), plötuspilari, kassettutæki og 2 hátalarar fyrir aðeins 124.800 kr, HLJÓMDEILD litiji KARNABÆR I ^ LAUGAVEG 66 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 ÁRS ÁBYRGÐ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.