Tíminn - 05.09.1976, Síða 8

Tíminn - 05.09.1976, Síða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 5. september 1976 Haflibi Hallgrimsson sellóleikari. Hann er tslendingum aö góöu kunnur fyrir leik Tíminn ræðir við Hafliða Hallgrímsson sellóleikara Aö undanförnu hefur selló- leikarinn Hafliöi Hallgrlmsson dvaldizt hér á landi. Hafliöi hefur, ásamt fleiri listamönnum, haldiö tónleika I Norræna húsinu, en jafnhliöa þeim hefur einnig veriö opin sýning á málverkum hans I kjallara hússins. Hafliöi hefur haldiö fjöimarga tónleika hér á landi, en þetta mun vera I þriöja sinn, sem almenningi gefst kostur á aö sjá verk hans. Einu sinni áöur hefur veriö haldin mál- verkasýning á gangi Norræna hússins, en einnig hafa málverk listamannsins, veriö sýnd á Akur- eyri, fæöingarbæ hans. Þær hafa þá allar veriö I sambandi viö tón- leika, sem haidnir hafa veriö um svipaö eöa sama leyti. A efnisskrá tónleikanna voru þrjú verk Hafliöa frumflutt, og viö spuröum hann hvenær hann heföi fyrst byrjaö á þvi aö semja tónverk. — Þaö má segja, aö þaö hafi fyrst veriö þegar ég var 16 ára, en þaö timabil stóö þá tiltölulega stutt. Hins vegar hef ég eytt mikl- um tlma i að semja tónlist siöast liöin tiu ár, en alltaf hafa komið stórar eyöur I þetta áhugamál mitt. — Hefur þú fundiö þinn eigin stll? — Éger aö þreifa mig áfram og reyna að sjá, hvaö þaö er I raun og veru sem ég ætla og vil semja. Reyndar getum viö sagt, aö það sé fariö að bera á vissum Búningsherbergi I frönsku leik- húsi. Tónlistin er og verður alltaf mitt æðsta áhuaa- mál einkennum, sem svo siðar gætu oröiö min eigin. Þetta vil ég greina sem vissan einfaldleika, sem er nokkuð, sem tekst ekki aö ná fram nema sárasjaldan. En i tónlist minni er viss skyldleiki viö heföbundinn stil, en eins og gefur að skilja er nokkuð erfitt aö losa sig við hann, og ef til vill ónauð- synlegt. Það er lika erfitt aö skapa eitt- hvað nýtt. Hluti þeirra verka, sem ég sem, kemur ekki fyrir almenningssjónir, og ég reyni ekki aö fá þau tónverk min gefin út, fyrr en ég hef leikið þau aftur og aftur, og er oröinn sæmilega ánægöur með þau. Ég hallast aö þvi, aö rétt sé að leggja tónverkin til hliöar i tvö til þrjú ár, og taka þau þá upp aö nýju, og reyna aö sjá, hvað ég hef i raun og veru gert, og lita á þaö i nýju ljósi. En þetta gildir ekki um alla þá tón- list, sem frá mér kemur — aðeins hluta hennar, eins og fram kom áöan. En þessi stilbrögö, sem ég hef verið aö ræða, þ.e. sá einfaldleiki, sem ég er aö reyna að ná fram, gæti vel breytzt einn góðan veður- dag, og þá I þá átt aö verða fjráls- ari. Hugmyndina aö þessu verki fékk Hafliöi á Fiji-eyjum, þar sem hann kom viö I annarri hnattferöinni. Verkiö ber llka nafniö — frá Fiji-eyjum —. I Teikningar Hafliöa eru margar æöi sérkennilegar og um skem mtilegar . Þessi heitir einfaldlega —Kettir —. leiö

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.