Tíminn - 05.09.1976, Page 9

Tíminn - 05.09.1976, Page 9
Sunnudagur S. september 1976 TÍMINN 9 Blómstrandi kona. — Er skyldleiki milli tónlistar- innar sem þú semur og málverk- anna? — Já, þaðer viss skyldleiki þar á milli. Ég gef mér stundum nokkuð frjálsar hendur i tóniist- inni, sum verkanna eru i léttum dúr, eins og til dæmis verk, sem ég hef samið við texta enskra barna á aldrinum 8 til 11 ára. 1 sambandi við þetta, má geta þess, að ég hef fundið hjá mér einhverja þörf til þess að semja eitthvað auðvelt og aðgengilegt, þvi ætti þessi tónlist að vera áheyrileg fyrir börn, og þá,sem halda áfram að vera börn, þó svo að aldurinn færist yfir. 1 málverkunum kemur fram svipuð skipting, en ég berst ekki við þau af jafn mikilli alvöru og tónlistina. A timabili hélt ég að málara- listin eyðilegði fyrir mér, og reyndi ég þvi að hætta að mála. En mér leið ekki vel, ef ég málaði ekkert, svo ég reyndi ekki frekar að spyrna við fæti i þvi efni. Þessir tveir þættir listarinnar eru vissuiega báðir stórkostlegir, en fyrir mér verður tónlistin ailtaf feti framar. — Hvert stefna tónskáld i dag? — Það má segja að þau stefni mjög til baka, og það er kominn viss fegurð eða samhengi aftur, sem virtistá timabili vera horfið. Annars er tónlistin skrifuð á mjög mismunandi hátt, en i þessum stóra hópi eru margir glæsilegir einstaklingar sem viö eigum eftir að heyra mikið frá i náinni fram- tið. Elektrónisk tónlist virðist ekki hafa náð þeim vinsældum, sem gert var ráð fyrir i upphafi, og tónskáldin hafa minnkað það að skrifa fyrir stórar hljórhsveitir, en vinna frekar fyrir litla hópa. Það, sem ef til vill vekur áhuga margra, er að óperan virðist vera að lifna við aftur. Um einn veit ég, sem er að skrifa óperu án ★ ★ ★ ★ Tímamyndir Gunnar ★ ★ ★ ★ söguþráðar, og er vægast sagt spennandi að sjá hvernig þvi verki reiðir af. — Hefur þú áhuga á að beina tónlist þinni á svipaða braut? — Ég hef mikinn áhuga á að skrifa fyrir leiksvið, og i þvi sam- bandi, tel ég að ekki sé verra að hafa æfingu i meðferð lita. Ef ég ætti eftir að sjá tónlist eftir mig á sviði, vildi ég lika ráða miklu um sviðsetningu og annað sem henni viðkemur. — Nú hefur stundum veriö sagt, að islendingar séu æði vanþróað- ir, þegar tónlist er annars vegar? Hvað vilt þú segja um það? — Það sem við þurfum að gera okkur grein fyrir fyrst af öllu er, að tónlist er tiltölulega ung list- greinhérá landi. Islendingar eru ekki eins rigbundnir viö vissar hefðireinsogviða gerist erlendis, þar sem tónlistarmenn og hlust- endureru sifellt i skugga gamalla og genginna listamanna. Að visu gætir áhrifa þeirra hér á landi, en ekki i eins miklum mæli. Ég get sagt þér, að fyrir nokkru var ég á ferðalagi um Astraliu, og ég fann, að svipuð einkenni voru þar á ferðinni, hins vegar hafa þeir átt marga frábæra tónlistarmenn, sem hafa töluvert mótað stefn- una. Ég er lika viss, um að eitt- hvað gott á eftir að leiða af þvi frjálsræði, sem hér er i tónlist. Það er lika annað, sem hefúr átt sinn þátt i að gera Islendinga að þeim tónlistarunnendum, sem égtel,að þeir séui dag. Það er, að fólk er loks farið að mennta börn vel i tónlist, með öðrum orðum, farið að átta sig á þvi hvaða menningar- og uppeldisgildi tón- listin hefur. — Svo við vikjum að öðru Haf- liði, hvar hefur þú aðallega starf- að að undanförnu? — Mest hef ég verið i London, en þar hef ég átt heima meira eða minna undanfarin þrettán ár. En ferðalög hafa tekið mikinn tima, t.d. hef ég farið i tvær hnattreisur með stuttu millibili. Annars hef ég verið nokkurs konar lausa- maður, leikið með mörgum ólik- um hljómsveitum, eins og t.d. The English Chamber Orchestra, sem er mörgum hér heima að góðu kunn. — Hvað er svo framundan? — Ég fer af landi brott i næsta mánuði, og þá er ferðinni enn heitiðtil Englands, en ég er búinn að fá starf við hljómsveit, sem hefur fast aðsetur i Edinborg. Meginástæðan fyrir þvi að ég yfirgef London er sú, að ég á lit- inn dreng, sem þarfhast rólegra umhverfis heldur en hægt er að finna i höfuðborg Bretlands. nú mú sfeppa honum lausum út í frumskúg umferdarinnar. Nú sleppum við Allegro lausum - kraftmiklu ”dýri" af þeirri tegund, sem fer lipurlega um frumskóg umferðarinnar. Með þjálu framhjóladrifi smýgur hann í beygjurnar og hefur gott tak á veginum, jafn- vel á hálum vetrarbrautum. Undir vélarhlifinni leynist kraftmikil þverliggjandi vél. Auk þess er fimm stiga gírkassi (1500-gerðin) og fádæma góð vökvafjöðrun, Hydragas, sem tryggir að "dýrið” þitt er ávallt tryggilega með öll hjólin á veginum. Sérstaklega styrktir diskahemlar á framhjól- um veita þér einnig aukiö öryggi og tryggingu; þú getur snarhemlað ef nauðsyn krefur. Og í þessum nýja / Combi er farangursrými, sem gæti rúmað 1320 lítra af vatni. En það sem kannski vekur hvað mesta athygli við Allegro er hve neyzlugrannt ”dýr” hann er. Hann eyðir litlu benzíni, hóf- legt verð er á varahlutum. Það er ótrúlega ódýrt að eignast þetta "hlaupadýr”. P. STEFANSSON HF. “*SSB HVERFISGÖTU 103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092 *t£o BYGGINGA- KRANAR 24,8 m - L 25/25 25,1 n - L 25/32 Allir árgangar og stærðir Elektro- mekaniskir Elektro- hydrauliskir Öruggir Afgreitt frá: LINDEN-ALIAAAK A/S r Arósum í Danmörku 16,6 m - L 25/25 16,9 m - L 25/32 20,0 m -9,7 m 2,5 m 25,0 m med 3 armdelar 16.5 m med 2 armdelar- 19.5 m med höjd arm 0,8 m L. M. JOHANNSSON & CO. - SIMAR 20030 & 20743

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.