Tíminn - 05.09.1976, Page 11

Tíminn - 05.09.1976, Page 11
Sunnudagur 5. september 1976 TÍMINN n Páll G Jónsson, forstjóri Pan Am á tslandi, ásamt eriendum gestum frá Pan Am. Viðmælandi vor er annar frá vinstri. — Voru þetta vondar flug- vélar? — Það held ég ekki. Flugbátar Pan Am voru mjög virðulegar flugvélar og i samræmi við lifsstíl millistriðsáranna, sem I senn var glæsilegur, frjáls og öfgafullur. — Farþegar voru fáir fyrstu árin, en nú fara milljónir manna um á þessum fíugleíðum á hverju ári. — Flugleiðin yfir Atlantshaf og Austurlandaflugleiðin voru með lengstu flugleiðum I heimi, og eru það auðvitað enn. Alla tlö frá fyrstu starfsárum hefur langflug verið einskonar sérgrein Pan Am. Flugvélakostur félagsins er við það miðaður. Það nýjasta er, að breiðþotur okkar fljúga I einum áfanga frá New York tíl Nýju-Belhí á Ind- landi og þaöan i einum átanga til Tokyo, og siðan i einum áfanga frá Tokyo til New York. Þetta tekur breiðþotur okkar aðeins 43 klukkustundir, sem er heimsmet. — Hefur Pan Am I hyggju að taka I notkun hljóðfráar þotur? — Það er ekki fyrirhugað. Við fjúgum á langleiðum og þar erum við fljótastir allra. Concorde- þotan þarf alltaf að vera að lenda til þess a ,',fá sér aö drekka”, en það þurfa breiðþoturnar ekki og þær fljúga ótrúlega langt I einum áfanga, þannig verður hraðinn og þægindin meiri á langleiðunum. Verkaskipting i flugi. I fluginu er rikjandi dálitil verkaskipting ef nota má það orð. Við fljúgum milli fjarlægra borga og heimsálfa. Onnur flugfélög sérhæfa sig i fjöldaflutningum að og frá þessum flugvöllum. Far- þegar okkar koma þvi mjög oft frá öðrum flugfélögum, sem safna saman farþegum viösvegar að úr nágrenninu, þeir fljúga siðan langar vegalengdir með Pan Am. Til að mynda. Suður- Kyrrahafsleiðina. New York- Jóhannesarborg og New York- Tokyo. Viö verðum aðreiða okkur á önnur flugfélög, sem hafa sér- hæft sig i innanlandsflugi i þessum löndum. Og á styttri flug- leiðum á þéttbýlium svæðum. — Þrátt fyrir langar flugleiðir, eru viðkomustaöir margir, þvi aö þrátt fyrir allt, þá er hnötturín.n nokkuö stór. Við höfum viðkomu á 86 flúgvöllum viðs vegar um heim. Þetta leiðir af sér mikil vanda- mál og oft mikla vinnu. Viö rekum flugfél., sem er I einkaeign og verður að bera sig fjárhags- lega, —veröur aö standa á eigin fótum. Við verðum aö semja um flugleiðir okkar við yfirvöld I við- komandi löndum, og það er ekki ávallt auðvelt verk að samræma hlutina þeim stjórnarformum, sem notuð eru I hinum ýmsu löndum. Við höfum ekki neinn raunverulegan, stjórnmálaíegan bakhjarl, eins og t.d. rikisrekin flugfélög hafa að baki sér, en það gerir hlutina oft auðveldari. Pan Am er öflugt alþjóðaflugfélag, en það verður að standa á eigin fótum. 28.000 manns vinna hjá Pan Am. — Hvað vinna margir hja Pan Am? — Hjá Pan Am unnu i lok sein- asta árs 28.445 manns og hefur starfsmönnum verið fækkað verulega, en þeir voru 39.000 árið 1973, þegar oliukreppan Skall á heiminum. Þetta hefur tekizt með þvi að endurskípuleggja nær alla starfsemina og nýta starfliðiö betur. Sömu störf eru unnin á flestum flugvöllum, og Imörgum tilvikum framkvæmá nú tveir menn það, sem fjórir menn gerðu áöur, því að verkefnin hafa verið einfölduð og skipulögð, svo og tækniþjón- ustan. Við höfum tvær stórar tækni- stöðvar, þar sem skoðanir og viö- hald flugflotans fer fram. önnur stöðin er I SanTi'rancisco I Kali- forniu, en hin er I New York. Flugvélum okkar er beint inn á þessar tvær stöövar I venjulegu áætlunarflugi, þar sem þær fá af- greiðslu, en nýjar vélar eru settar inn, — vélar sem eru að koma úr skoöun. Þetta kerfi kemur I stað þess að hafa 4-5 viðgerðarstöðvar og skoöunarstöðvar viðsvegar um heim. Félagið kemst á þann hátt hjá kostnaðarsömu ferjuflugi (tóm vél) milli staða. Þetta hefur tekizt svo vel, að Pan Am er nú i öðru sæti I heim- inum með nýtingu mannafla. — Það er rétt að hafa það I huga, að það er siður en svo auö- velt fyrir flugfél. að fækka starfsliði með skömmum fyrir- vara. Starfslið flugfélaga er sér- hæft. Ef smálægö kemur I flutn- ingana, þá er ekki hægt að fækka mönnum. — Þetta er oft hægt I þungaiðn- aði, en hjá flugfélögunum eru þetta að mestu leyti sérhæfðir starfsmenn, og ef þú lætur þá hætta, að þá getur svo farið að þú verðir að þjálfa aðra I þeirra störfum eftir mjög stuttan tima, þegar lægðin er farin hjá. Það kostar kannski mörgum sinnum meira en það kostar að greiða starfsmanninum laun fyrir þann tima sem lægðin stóð ýfir'. Stjórn- un á starfsmannahaldi er þvi mjög samvirk i flugrekstri. Ekki er hægt að mæta efnahagssveifl- um með þvi að fækka fólki og fjölga eftir þvi sem reksturinn gengur frá degi til dags. Okrað á Evrópuflugi. — Er misdýrt aö fljúga á hinum ýmsu flugleiðum flugfé- laganna og hvar er dýrast að fljúga? — Fyrir almenning er dýrast að fljúga innan Evrópu. Sætis- mllan kostan 29-36C. Til saman- burðar má geta þess að sætis- milan kostar I Norður-Atlants- hafsfluginu aöeins 7c. Hæsta far- gjald á innanlandsleiðum i Bandarikjunum er á leiðinni New York-Washington, sem er ein fjöl- farnasta flugleið I heimi, þaö er 11 c á sætismiluna. — Hvaö veldur þessum háu fargjöldum innan Evrópu? — Þessi fargjöld eru einfald- lega ákveðin með samkomulagi milli rikjanna, en ekki af fram- boði og eftirspurn. — Hvernig hefur rekstur Pan Am gengið I viðskiptastriðinu milli flugfélaganna? — Flugið er um þessar mundir I miklum vanda. Olíukreppan setti gifurlegt strik I reikninginn fyrir flugfélögin. Pan Am hefur tapað fé undanfarin sex ár, en á þessu ári er gert ráð fyrir að dæminu veröi snúiö viö. Það er margt sem bendir til þess aö svo muni veröa, til dæmis er sætanýting I flugvélum félags- ins nú 11% meiri en hún var á seinasta ári. Pan Am á Norðurlöndum — Nú hefur þú aðsetur á Norðurlöndum. Hvernig hefur flug Pan Am til Norðurlandanna gengið? — Það er rétt, ég sé um Noröurlöndin og hefi aösetur I Kaupmannahöfn: Það hafa veriö erfiöleikatimar I efnahagsmálum Norðurlanda á árinu 1975 og það sem af er 1976. Sviþjóð á við vissa örðugleika að etja, en ástandiö I Noregi er að batna. Munar þar mestu um oli- una I Norðursjó. Sama er að segja um Danmörku þar hefur verið samdráttur og verðbólga. Þetta hefur sin áhrif á flugið. Við fljúgum daglega til Kaup- mannahafnar með breiðþotum, B-747. Auk þess fljúgum viö frá San Francisco um London til Bergen og Osló. Þetta nefnum við flugið til Vestur-Skandinavlu. Hins vegar íljúgum viö ekki reglubundið til Sviþjóðar og Finn- lands, en höfum þar skrifstofu og fljúgum leiguflug með ferðahópa. — Hvers vegna fijúgiö þið til tveggja flugvalla f Noregi? — Þetta er vegna ferðamanna og ferðahópa. Þeir sem koma til Norðurlanda, vilja byrja á Kaup- mannahöfn, og enda ferðina I Bergen, eöa öfugt. Þaö væri óhugsandi að enda Norðurlanda- feröina á sama staö og hún byrj- ar. Osló er höfuðborg Noregs og mikil alþjóðleg viðskiptamiðstöð. Þangaðleggja margir leið sina og þess vegna fljúgum við þangað. — Einkenni Norðurlanda- markaösins er það sama og á Is- landi. Yfir sumartimann ferðast allir, og það eru hreinustu vand- ræði að útvega nógu mörg sæti i flugvélum. Atta mánuöi ársins vill fólk yfírleítt ekkí ferðast og sætaframboöiö er þar of mikiö. Þetta veldur flugfélögunum erfið- leikum, þvi að bezt er að þetta sé sem jafnast allt árið. Efnahags- ástandið veldur þvl nú að færri feröast, en megineinkenni feröa- laga eru árstiðabundnar sveiflur. Hótel um allan heim — Nú kemur það fram að Pan Am rekur hótel vlða um heim. Hvers vegna reka flugfélög hótel? — Hótelrekstur er I mjög nánu sambandi við farþegaflutninga. Ef við skoöum söguna, þá voru það oft eigendur gististaða, sem ráku flutningavagna. Járnbraut- arfélögin byggðu snemma járn- brautarhótel, og þaö sama gera flugfélög. Þau eiga lif sitt undir þvi, að nægilegt gistirými sé á viðkomustöðum, þvi aö enginn ferðast, eða a.m.k. mjög fáir, ef gistiaöstaða er ekki fyrir hendi. Með þessu móti, — að reisa hótel, — skapast möguleiki til að ferð- ast. Flugfélögin eru þá ekki ofur- seld einstökum hótelhringjum með þjónustu eöa verðlag. Viö rekum Interkontinental- hótelin um allan heim, eöa I 46 löndum og einnig Forum hótelin. Þessi hótel eru i tveim veröflokk- um. Interkontinental er lúxus- hótel, en Forum það sem nefnt er Nýju breiöþoturnar hafa ótrúlegt flugþol og flughraða. 1 aprfl s.l. setti Pan Am þota nýtt heimsmet og flaug umhverfis jörðina i far- þegaflugi á aðeins 46 klukku- stundum og 50 sekúndum. Hér er forsetafrú Bandarikj- anna við „Frelsisklukkuna” sem er viðurkenning fyrir þetta flug- afrek, sem nú er partur af áætl- unarflugi, eftir að B 747 SP vél- arnar koinu fram. tslendingar eiga kost á að taka svona vélar frá New York og öðrum viðkomu- stöðum Flugleiða, ef þeir ætla lengra. ferðamannahótel, þar er meira reynt að stilla kostnaði I hóf. — Ef málið er athugað, þá hefur skapazt hefð I hótelrekstri. Vissar lágmarkskröfur eru gerö- ar, en menn hafa þó misjöfn fjár- ráö, svo ein gerð af hótelum nægir ekki öllum mönnum. Hótelreksturinn gefur flugfé- lögunum aukið svigrúm og ekki sizt Pan Am, þvi að við ráðum yfir alþjóðlegu fjarskiptakerfi og getum séð mönnum fyrir flugfari og gistingu um allan heim, við sanngjörnu verði. Ætla ekki að keppa við Flugleiðir hf. — Nú hafið þið opnaö skrifstofu á islandi. Hvenær verður byrjað að fljúga aftur til tslands? — Já, meðal viðkomustaða, sem lagðir voru niður til þess að vinna bug á oliukreppu og efna- hagsvandræðum heimsins, var ísland. Við lögðum niður flug til margra staða, eins og áöur hefur verið sagt. Viö opnum skrifstofu á Islandi I sérstökum tilgangi. Við teljum á hinn bóginn, að ekki sé markaður fyrir nýtt flug til og frá landinu, og munum þvi ekki hefja samkeppni viö Flug- leiðir. Þaö yröi báðum til tjóns. Það, sem við erum að sækjast eft- ir, er að vinna meö Flugleiðum og fá islenzka feröamenn til þess aö fljúga með Pan Am út um allan heim. Ferðamaður frá tslandi flýgur t.d. til New York með Flugleiöum og þaðan getur hann flogiö t.d. til Japan meöf^an Am, og það sama getur hann gert frá Kaupmannahöfn og Frankfurt, ef hann ætlar lengra. Viö bjóðum Is- lendingum þannig aöild að al- þjóölegu flugleiðakerfi og alla þá þjónustu, sem Pan Am véitir. Þegar menn ferðast, þá verða þeir að hugsa fyrir ýmsu. Hvar á maður að gista I Jóhannesarborg, eða Hong Kong? Hvaö kostar gisting? Hvað getur maður gert á svona staö milli vinnu eða er- inda? Pan Am ræöur yfir alþjóð- legu fjarskiptakerfi, flugkerfi og rekur hótel, og hefur samvinnu við hótel og flugfélög. Það er þetta, sem skrifstofan I Reykja- vik mun annast. Viö erum mjög ánægðir með þá aöstöðu, sem viö höfum fengið I Reykjavik, og á ég þar bæði við umboðsmann okkar, Pál Jónsson, forstjóra, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur mikla reynslu og skilning á flugmálum og viðskiptum. Fleira er til en sól og sandur — Annar þáttur þessarar starf- semi veröur aö fá ferðamenn til þess að koma til tslands. Þeir munu þá koma til áöurnefndra flugvalla og ferðast með flugvél- um Flugleiöa siðasta spölinn til Islands. Viö gerum til dæmis ráð fyrir að japanskir ferðamenn muni brátt leggja leið sina I aukn- um mæli til tslands, og unnið verður að kynningu á tslandi meðal margvislegra félagshópa. tsland hefur að minni hyggju ó- mælda möguleika til þess að taka við auknum ferðamannastraumi. Landið er sérkennilegt og fagurt og hefur upp á margt aö bjóða, — en sól og sandur er ekki lengur einhlitt til þess að vekja áhuga og löngun ferðamanna til þess að heimsækja lönd. Menntun fólks hefur fleygt fram, og áhugamálin eru þvi mun fleiri en áður var. Pan Am hefur mjög fullkomna ferðamannaþjónustu, þar sem unnt er að veita upplýsingar um staði, borgir og lönd um allan heim. Ef einhver spyr um Island, eða spyr um eitthvað, sem unnt er að gera á Islandi, þá er nú orðið unnt að svara þeim hinum sama á Pan Am-skrifstofum I svo að segja öllum löndum heims. Við fljúgum ekki til Finnlands, samt höfum við þar skrifstofu og höfum getaö beint vaxandi ferða- mannastraumi til Finnlands, og margir Finnar fljúga með okkur á alþjóðaflugleiðum. — Eruð þið bjartsýnir á árang- urinn á tslandi? — Það held ég að unnt sé aö fullyrða. öll framvinda flugmála og feröamála er reist á bjartsýni og reynslu. Pan Am væntir mikils af samstarfi við tslendinga, flug- félögin og aðra, sem hlut eiga að máii. JG Boeing 747 SP sem flýgur i einum áfanga frá Bandarfkjunum til Japan.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.