Tíminn - 05.09.1976, Síða 17

Tíminn - 05.09.1976, Síða 17
Sunnudagur 5. september 1976 TÍMINN 17 og fróftir menn telja, að hvað úr hverju muni taka til við að gjósa i sautjánda sinn frá landnámsöld. Austan við Kerlingardal er Höfðabrekkuháls og við enda hans blasir við Mýrdalssandur, ein stærsta sandauðn landsins. Hjörleifshöfði gnæfir algrænn upp af eyðisöndunum á hægri hönd, og við skulum taka á okkur smákrók og liðka leggina með þvi að ganga upp á höfðann. Hann er auðveldur uppgöngu og útsýni af honum hið fegursta. Mýrdalssandurinn, sem nú er framundan, er talinn nálægt 700 km að flatarmáli og viðast vita gróðurlaus. Hann nær frá Mýr- dalsjöklitil sjávar,takmarkast af Mýrdalsfjöllum að vestan, en af Skaftártungu og Alftaveri að austan. Mýrdalssandur hefur smám saman orðið til fyrir jökul- hlaup úr Kötlu og rennsli vatn- anna frá jöklinum, enda hefur hann tekið stöðugum breytingum allt frá landnámstið. Katla Kötlugigur er I suðaustanverð- um Mýrdalsjökli. Venjulega sjást þar litil missmiði á jöklinum, — aðeins dálitil lægð I hjarnbreið- una. En a.m.k. sextán sinnum frá þvi að sögur hófust, hefur Katla brotizt undan jöklinum með ógur- legum hamförum. Þá hefur hún brætt jökulinn á stórum svæðum og valdið hinum hræðilegustu jökulhlaupum. Talið er, að sum hlaupin frá Kötlugosum hafi eytt heilum byggðarlögum, enda herma eldri frásagnir, að Mýr- dalssandur hafi verið albyggður fyrr á öldum, þótt nú sjái þar vart stingandi strá. Síðast hljóp Katla árið 1918. Það mun hafa verið meðalhlaup, og gerði töluverðan skaða á lönd- um og fénaði kringum hlaupa- svæðið. Oskufall olli lika tölu- verðum skemmdum og stórkost- legt vatnsflóð varð viöa á Mýr- dalssandi. —oOo— Nú liggur leið okkar i áttina að Hafursey, hrikalegu móbergs- fjalli, sem stendur á sandinum spölkorn frá jökulröndinni. Sunnan fjallsins er sæluhús, sem fyrr á timum var afar kærkominn áningarstaður fyrir ferðalanga. Rétt áður en við komum að ánni Skálm er hliðarvegur niður i Alftaver. Það er litil byggða vestan Kúðafljóts, — sem þrátt fyrir þung áföll hefur staðið af sér öll hlaup Kötlu. t Álftaveri er hinn kunni krikjustaður Þykkvabæjar- klaustur, þar sem klaustur var i kaþólskum sið. Austan við jökulána Skálm, sem fellur undan Mýrdalsjökli, stefnir vegurinn til norðurs fram hjá Laufskálavörðu, lágum sand- hrygg með óteljandi vörðubrot- um. Hér áður fyrr tiðkaðist, að sérhver ferðalangur, sem þar fór um fyrsta sinn, hlæði nýja vörðu. E.t.v. ættum við að taka upp forna siðu og bæta nokkrum vörðum við i sumar. Nú fer gróðurinn smám saman vaxandi og söndunum lýkur við jökulána, Hólmsá. Austan hennar tekurSkaftártungan við, öldótt og gróin. Þar förum við fram hjá nokkrum bæjum, fyrst Hrifunesi, þá Flögu og siðan Hemru vestan Tungufljóts, sem er eina berg- vatnsáin á þessum slóðum. Austan Tungufljótsbrúar liggur Búlandsvegur norður sveitina að Grafarkirkju og Búlandi, efsta bæ i Skaftártungu. Þjóðvegurinn leiðir okkur aftur á móti upp á lágan ás, þar sem við okkur blasir vesturálma Skaftáreldahrauns, svokallað Eldhraun. Hraunið þekur samtals 565 ferkm. og er talið mesta hraunflóð, sem nokkru sinni hefur runnið á jörð- inni. Norðan við Edlhraunið eru Siðufjöllin, og þar sjást bæirnir Skál hátt i brekkunum. Báðir eru bæirnir þekktir úr sögum Jóns Trausta. ,,Frá Skaftáreldi”, og voru þeir fluttir upp i brekkurnar undan hraunflóðinu. Með brekku- rótum á vinstri hönd okkar renn- ur. Skaftá og i austri grillir i húsaþyrpingu norðan árinnar. Það er Kirkjubæjarklaustur, en spölkorni austar er brúin yfir Skaftá og þar rétt hjá er hliðar- vegur heim að Klaustri. Kirkjubæjarklaustur Krikjubæjarklaustur stendur undir brattri hlið Klausturheiðar- innar og þaðan er hið fegursta út- sýni. Þar er eitt mesta stórbýli i Skaftafellssýslum og siðari árin hefur myndazt þar töluvert byggðahverfi. Þarer læknissetur, prestssetur, verzlun, félags- heimilið Kirkjuhvoll, skóli gisti- hús o.fl. Frægastur er Kirkjubær fyrir nunnuklaustur, er þar var frá 1186 og fram undir siðaskipti. Rústir klausturbyggingarinnar sjást enn á svokölluðum Kirkju- hólum i austanverðu túninu á Kirkjubæjarklaustri. Eftir siðaskipti var Kirkju- bæjarklaustur löngum höfðingja- setur og kirkjustaður fram um miðja siðustu öld. Þar þjónaði eldklerkurinn frægi, Jón Stein- grimsson, og þar flutti hann sina máttugu eldmessu, sem stöðvaði rennsli Skaftáreldahrauns þegar staðurinn virtist i yfirvofandi háska frá hraunflóðinu. Siðustu árin hafa bændurnir á Klaustri unnið nytjaland með þvi að veita ánni Stjórn yfir eyði- sanda. Vatnið hefur bæði gefið landinu áburð og fest jarðveginn, og þarna hafa unnizt tugir hekt- ara af nytjalandi. Siða heitir öll sveitin sunnan undir fjöllum frá Skaftá að Hverfisfljóti. Hún er mest á lengdina, liggur i suðurhlið lágra fjalla, þar sem eru margar ár og lækir með fögrum fossum. Bæirn- ir standa I einni röö undir grón- um hliðunum, framundan þeim er viðáttumikið graslendi, en handan þess sandarnir. Frá Lómagnúpi er stutt að Núpsvötnum, vatnsmikilli jökulsá vestast á Skeiðarársandi. Þar var leiðarendi fyrir ferða- langa á bifreiðum þangað til hringvegurinn komst i gagnið i fyrrasumar. Fram að þeim tima var Skeiðarársandurinn með öll- um sinum vatnsföllum ófær bilum en nú hefur verið ráðin bót þar á, og við getum haldið áfram ferð okkar hringinn i kringum landið. Rétt handan við nýju brúna á Sandgigukvisl á Skeiðarársandi eru sýlumótin, þar sem Austur- Skaftafellssýslan tekur við. % Systrastapi á Sfðu. Nýreist kapella á Klaustri til minningar um séra Jón Steingrimsson tlr Landbroti, Holtsberg til vintri. Lómagnúpur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.