Tíminn - 05.09.1976, Síða 19
Sunnudagur 5. september 1976
TlMINN
19
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 —18306. Skrifstofur I
Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug-
lýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f.
Að búa til þjóðsögu
í stjórnmálabaráttu, sem á mörgum öðrum svið-
um, er áróður hafður uppi. Það er eðli mála sam-
kvæmt, og verður ekki hjá þvi komizt, ef ekki á að
falla deyfð og dofi yfir allt.
Aftur á móti er áróður af ýmsu tagi. Hann getur
bæði verið góðkynjaður og illkynjaður. Af lakara
taginu er sú árátta að geta aldrei unnt andstæðingi
sannmælis. Á þetta er hér drepið fyrir þær sakir, að
nú að undanförnu hefur hvað eftir annað skotið upp
kollinum mikil hneigð til þess að sverta vinstri-
stjórnina, sem sat að völdum á árunum 1972-1974.
Mest hefur kveðið að þessu i forystugreinum i
Morgunblaðinu. Þarna er sýnilega verið að reyna á
skipulegan hátt að búa til þá þjóðsögu, að vinstri-
stjórnin hafi verið afleit. Þetta á vafalaust að heita
stjórnmálabarátta. Ef lengra væri um liðið, myndi
þetta kallast sögufölsun.
Vinstristjórnin áorkaði mjög miklu á skömmum
tima. Hún færði fiskveiðilögsöguna út i fimmtiu
milur eftir langt aðgerðaleysi á þvi sviði, og einmitt
þess vegna erum við þangað komin, er við stöndum
nú. Og hún hratt af stað hreinni og beinni atvinnu-
byltingu i fjölda byggðarlaga, sem áður höfðu lengi
verið látin hanga á horriminni. Velmegun fólks á
þessum stöðum, endurvakin trú á heimahagana og
nýju ibúðahverfin eru tákn þessa stórvirkis.
Fram hjá þessu og ótal öðru er litið, þegar
Morgunblaðið er að reyna að búa til þjóðsögu sina.
Aftur á móti er verðbólgan á árinu 1974 vafninga-
laust skrifuð á reikning vinstristjórnarinnar, þótt
svo það væri Sjálfstæðisflokkurinn, sem þá átti
meginþátt i að knýja fram kosningar, þegar fyrst af
öllu hefði átt að bregðast til varnar gegn aðsteðj-
andi verðbólgu. Þegar upp úr sýður i landinu vegna
misræmis i skattalagningu, bregður Morgunblaðið
hart við og eignar vinstristjórninni þennan þáttinn,
þótt sannleikurinn sé sá, að allir flokkar bera
ábyrgð á þvi, hvernig þessi mál hafa verið. Stuðn-
ingsflokkar „viðreisnarstjórnarinnar” gengu
meira að segja svo langt að ætla að gera hlutafjár-
gróða skattfrjálsan.
Skattstofurnar sveltar
í öllum þeim umræðum, sem orðið hafa um
skattamálin, hefur þvi litið verið á loft haldið,
hvernig búið er að skattstofunum og starfsfólki
þeirra.
Lögfræðingur skattstofunnar i Reykjavik, Bergur
Guðnason, hefur i blaðaviðtali lýst þvi, hvernig hæf-
asta fólkið flýr stofnunina vegna bágborinna launa,
en þrjú ár tekur að fullþjálfa fólk i stað þeirra,
sem fara. Þess munu dæmi, að menn hafi hækkað
um sjö launaflokka við að flýja úr skattstofunni i
aðra rikisstofnun skylda.
Gott, vel hæft og þjálfað starfslið er forsenda
þess, að skattstofan geti framfylgt lögunum að þvi
marki, sem þau sjálf leyfa. Skattstjórinn i Reykja-
vik, Halldór Sigfússon, hefur sagt i öðru blaðavið-
tali: „Gerbreyting á afstöðu fjárveitingavaldsins til
launamála á skattstofum og aðstöðu þeirra er
frumskilyrði bætts skattaeftirlits”.
Við framhaldskönnun á skattframtölum siðari
hluta árs koma að jafnaði i leitirnar miklar tekjur,
sem hækka skattinn samtals um hundruð milljóna.
Engar nýjar ráðstafanir hafa enn verið gerðar til
þess, að þessi eftirleit geti orðið sem áhrifamest i
ár. —JH
Úr Arbeiderbladet:
Konan, sem er lög-
þingsforseti í Noregi
Meðal tuttugu og fjögurra
kvenna, sem sæti eiga á
norska stúrþinginu, er Torild
Skard, þrjátiu og niu ára
gömul, dótturdóttir hins al-
kunna stjórnmálamanns
Halvdans Kohts. Hún var for-
maður félags Stúdentafélags
sósialista, er það var rekið úr
Verkamannaflokknum áriö
1959. Að loknu námi varð hún
lektor i Oslóarháskóla og árið
1973 var hún kosin á þing i
Akershús-kjördæmi af lista
Sósialska vinstriflokksins. Nú
er hún forseti lögþingsins.
A sumrin dvelst hún ýmist i
sumarhúsi á mjög afskekktum
stað, þar sem hvorki er simi
né borinn út póstur og les ævi-
sögur kvenna, sem fremstar
hafa staöið i flokki byltingar-
sinnaðra manna — Rósu
Luxemburg, Emmu Gold-
mans og Alexöndru Kollontay,
eöa þá feröast um hina nyrðri
hluta Noregs til þess að kynna
sér lif og landshætti þar.
Enda þótt hún sé forseti lög-
þingsins, litur hún svo á, að
Stórþingið sé enn samkunda
karlmanna, og I viðtali við
Arbeiderbladet segir hún um
þetta:
— Starfsfólk þingsins er enn
beitt þessu venjulega misrétti
kynjanna, og konur, sem sæti
eiga á Stórþinginu, eru lika
settar skör lægra en karlar I
reynd, þótt jöfnuður sé, aö þvi
er tekur til launanna. Þjóðfé-
lagið allt er samfélag karl-
manna, og stjórnmál einkenn-
ast sér i lagi af karlmenn-
ingunni. Stórþingið er vett-
vangur, þar sem þetta kemur
sérlega skýrt fram, til dæmis I
samanburði við sveitar-
stjórnir. Stórþingið hefur
meira vald, og þingmennska
er ekki igripavinna.
— Hversu fáar konur eiga
sæti á þingi, segir Torild
Skard enn fremur, er þvi að
kenna, að þau öfl, sem ættu að
setja mót sitt á stórþingið, eru
veik og tvistruð. Sextán af
hundraði þingmanna eru kon-
ur, og fáar þessara kvenna eru
sérlega herskáar. Eigi konum
að vegna vel á stjórnmála-
brautinni, verða þær að að-
laga sig kerfinu, sem karl-
mennirnir hafa byggt upp, og
haga sér a ð mestu leyti eins og
þeir.
Torild Skard segir, að það sé
þó úreltur hugsunarháttur, að
konur eigi að hreppa nákvæm-
lega hið sama og karlmenn-
irnir. Það sé nútimalegra
viðhorf að leggja á þaö
áherzlu, að konur eigi ekki að
vera eins og karlmenn, heldur
njóta sömu virðingar og réttar
eins og þeir.
— Við viðurkennum, segir
hún, að þaö sé munur á kynj-
unum, sem ekki verður þurrk-
aður út, einkum félagsiega og
menningarlega. En þessu
fylgir, að konur eiga ekki að-
eins að fá réttmæta hlutdeild i
stjórnmálunum, heldur verða
stjórnmálin einnig að mótast
að réttmætu leyti af félags-
legum og menningarlegum
viðhorfum kvenna.
Torild Skard telur, að þaö sé
ekki liklegt til fylgisauka að
berjast hart fyrir málefnum
kvenna, og það segir hún eiga
viö, hvar i flokki sem sé. Hún
ber sósialismann þeim sökum
að hafa lengi vanrækt málefni
kvenna og telur þó að vonum
sinn flokk einna skárstan.
Sjálfri var henni boðin for-
mennska i þingflokknum. En
hún hafnaði þvi. Hún segir, að
I þvi starfi hefði það orðið
fjötur um fót að vera kona.
Hún telur að visu, aö konur
eigi ekki aö hika við aö taka að
sér forystu á mörgum sviðum,
en á hinn bóginn sé sú stund
ekki upp runnin, að timabært
sé fyrir konu að taka að sér að
vera leiðtogi ein sins liðs.
Þetta rökstyður hún á þann
veg, að kona i sliku sæti myndi
ánetjast þvi stjórnmálakerfi,
sem karlmennirnir hafa mót-
að og viðhalda enn. Þar sem
fleiri mynda forystusveit,
gegnir öðru máli, segir hún,
þvi að þar verður hlutverka-
skiptingu komið við, og konan
getur farið sinar götur. Þegar
sá dagur kemur, að karlar og
konur verða til helminga á
þingi, og bæði kynin hafa
sama styrkleika og jafna aö-
stöðu til þess að móta stjórn-
málin — þá er kominn timi til
þess, að kona gerist leiðtogi
flokka innan þings og utan, ef
hún hefur traust og fylgi til
þess.
— Eg er hrædd við, að kon-
ur geti orðið nokkurs konar
gislar s.tjórnmálaflokka, segir
hún.
Þannig hugsar róttæk kona,
sem til trúnaðarstarfa hefur
veriðkjörin i Noregi, og á kost
á þeim fleiri en hún vill þiggja.
Aö loknu samtalinu grúfir
hún sig aftur yfir ævisögu
by ltingarkvennanna —
anarkistans Emmu, kommún-
istans Rósu og bolsivikkans
Alexöndru. Þrátt fyrir tals-
veröan blæmun á þeim, finnur
hún hjá þeim öllum viss
viðhorf, sem hún telur stafa af
þvi, að þær voru konur. Sér-
staklega kemur það fram i
þvi, hvaða augum þær litu
meðölin i þjónustu bylting-
arinnar.
Þegar blaðamaðurinn
spurði hvort hún væri að
lesa þessar bækur i mótmæla-
skyni við samfélagið, svaraði
hún:
— Nei, til mótvægis. Ég
sæki i þær styrk.
Torild Skard