Tíminn - 05.09.1976, Qupperneq 21
20
TÍMINN
Sunnudagur 5. september 1976
Sunnudagur 5. september 1976
TÍMINN
21
ÞAÐ HEFUR lengi veriö keppi-
kefli Islenzkra foreldra aö senda
börn sin i menntaskóla, og hefur
þá ekki alltaf veriö spurt, hvort
þau heföu sérstaka hneigö til bók-
legrar iöju umfram aörar mann-
legar athafnir. Sú trú hefur veriö
furöulega útbreidd, aö menn
væru ekki þaö sem kallaö
er menntaðir, nema þeir hefðu
tekiö stúdentspróf.
Nú er þetta aö breytast. Nú á
ungt fólk um fleiri leiðir aö velja
til þess aö búa sig undir lifiö en aö
ganga undir „busavigslu” og
setja siðan i fyllingu timans upp
húfu meö hvitum kolli og svörtu
skyggni.
Húsasmiður settist
i Kennaraskólann
Og á þessum dögum, þegar
mikiö er talaö um mismunandi
námsbrautir og margvislega val-
kosti unglinga I þeim efnum, er
vel viö eigandi aö tala viö mann,
sem kennir handavinnu. Hann
heitir Auöunn Hliöar Einarsson,
ogviö skulum gefa honum oiðið.
— Hvernig stóö á því, Auðunn,
aö þú geröist handavinnukennari,
en féllst ekki f þann farveg, þar
sem flestir lenda, þaö er aö segja
bóknámiö?
— Fyrst er frá þvi aö greina, aö
ég læröi húsasmlði og útskrifaöist
frá Völundi áriö 1961. Siöan fór ég
austur aö Eiöum til aö vinna viö
að innrétta þar skólahúsiö, eftir
brunann mikla, sem þar haföi
oröiö.Siöan atvikaöist þaö svo, aö
Halldór Sigurösson, sem kenndi
handavinnu á Eiöum, tók viö
skólastjórninni þar um eins vetr-
ar skeiö, þegar Þórarinn Þórar-
insson skólastjóri fékk fri frá
störfum. En þá vantaði handa-
vinnukennara i staö Halldórs, og
nú kom hann til min og baö mig
aö leiöbeina nemendum meö
handavinnuna þennan vetur. Þaö
varö svo úr, aö ég fór austur aö
Eiöum haustið 1964 og kenndi þar
handavinnu veturinn, sem þá fór i
hönd.
Nú fóraö hvarfla aðméraöþað
gæti veriö gaman aö fara i handa-
vinnudeild Kennaraskólans og
öðlast réttindi til aö kenna þessa
grein. Einn samkennara minna á
Eiöum, Lúövik Ingvarsson, skrif-
aöi dr. Brodda Jóhannessyni og
innti hann eftir þvi hvort ég gæti
gert mér einhverjar vonir I þess-
um efnum. Þaö varö svo úr, aö
haustiö 1965 hóf ég nám i bókleg-
um greinum I Kennaraskóla ís-
lands, en ég kom ekki „til leiks”
fyrr en nokkru eftir aö skólar
voru teknir til starfa, eöa nánar
til tekiö I desember.
Þegar þetta var, var Kennara-
skólinn fluttur i húsnæöi sitt viö
Stakkahliö, og þaö hús var ekki
fullgert. En fleiri breytingar
höföu oröiö á högum skólans.
Nokkrum árum áöur höföu nem-
endur ekki veriö nema liölega
hundraö, en nú var nemenda-
fjöldinn oröinn um þúsund, en
kennararnir rétt um hundraö.
En þaö var lika mikil breyting á
högum minum aö setjast á skóla-
bekk. Ég haföi aldrei veriö mikiö
gefinn fyrir bóknám, ég var
miklu eldri en bekkjarsystkin
min, enda haföi ég ekki veriö þar
nema einn dag, þegar þau fóru aö
kalla mig „afa”, og þaö nafn
fylgdi mér siöan skólaveruna á
enda. Skólasystkin mta voru flest
nýútskrifuö úr landsprófi, svo ég
var næstum eins og hrafn I sól-
skrikjuhóp.
Nýja skólahúsiö viö Stakkahllö
mun i upphafi hafa veriö ætlað
fyrir tvö hundruö og fimmtiu til
þrjú hundruö nemendur, en nú
var þar yfir þúsimd manns, enda
var þröngt þar inni, en aldrei
uröu árekstrar, og er þaö vafa-
laust aö þakka þeim ágætu mönn-
um, sem skólanum stýröu.
Gamalt handverk
hafið til vegs
og virðingar
— Hverjir af kennurum þfnum
eru þér minnisstæöastir?
— Einhver eftirminnilegasti
kennarinn var dr. Broddi Jó-
hannesson. Hann kenndi uppeldis
og sálarfræöi. Hann skýröi mál
sitt venjulega meö nærtækum
dæmum úrdaglegu lifi manna, og
jafnvel dýra. Þaö voru ekki þýdd
skólabókardæmi frá fjarlægum
löndum, heldur dæmi sótt i þaö
umhverfi sem viö vorum I, og
hverjum nemanda auöskilin.
Annaö var lika sem auökenndi
mjög kennslu dr. Brodda, en þaö
var efnismeöferöin og tungutak-
iö. Hver setning virtist þaulhugs-
uö áöur en hún var sögö, og talaö
á svo mergjuöu máli aö unun var
á að hlýöa. Gátu timar þessir
einnig jafngilt sem kennsla I
framsetningu efnis og framsögn
Þetta eru eftirminnilegir timar,
og þá kennslu heföi ég sizt viljaö
fara á mis viö.
Nemendurnir, sem stunduöu
nám I sömu deild og ég, ætluöu i
aörar áttir. Þegar aöfaranáminu
lauk fóru þeir I Iþróttaskólann á
Laugarvatni, sumir I Tónlistar-
skólann og enn aörir I handa-
vinnudeild Kennaraskólans, sem
starfaði þá og reyndar enn i
gamla Kennaraskólanum viö
Laufásveg.
— Og þangaö hefur þú auövitað
fariö?
— Já, þaö varhiö raunverulega
nám, sem aö var stefnt. Aðal-
kennari í handavinnudeild pilta
var Gunnar Klængsson. Hann
kenndi trésmiði, málmsmlöi, fri-
hendisteikningu, viðarfræöi og fl.
Verkefni okkar voru tengd þeim
viöfangsefnum, sem leysa þarf i
skólum, og jafnframt var gengiö
lengra og glimt viö vandasamari
og flóknari hluti.
Gunnar Klængsson er frábær-
lega fjölhæfur kennari, og þaö
leikur allt jafn létt ihöndum hans.
Or tré voru smiðuð ýmiss konar
leikföng, og húsgögn. Viöfangs-
efni i 'málmsmiöinni voru einkum
skrautmunir ýmiss konar. 1 eir
voru smlðaöir bakkar, skálar,.
könnur og flesta vetur voru
smiðaðir einn eöa tveir tekatlar.
Tekatlarnir voru drifnir upp og
afglóðaöir á milli, yfirleitt úr
heilli plötu, en ef katlarnir voru
mjög stórir voru þeir kveiktir
saman i miöju. Munu slik verk-
efni hafa þótt glæsileg viðfangs-
efni á sveinsprófi meöan þetta
var iðngrein. Einnig kenndi
Gunnar sisileringu, „edsun” og
aö lita málma, en þessar vinnu-
aöferöir munu silfursmiðirnir
hafa notað mikiö. Einkum var
unniö I eir, messing, nýsilfur og
smiöajárn.
Sérstaklega var gaman aö sjá
Gunnar teikna þá málmhluti, sem
mótaðir voru i handavinnudeild-
inni, þvi hann sá fyrir hvernig
móta mátti þá á steöjanum er
málmurinn kom glóandi úr eldin-
um. Einnig eru fjölmargar aö-
ferðir viö að móta mynd i málma,
og sumar þeirra eru nú kenndar i
efstu bekkjum grunnskólans. Ef
þaö handverk bjargast frá
gleymsku, þá er það Gunnari
Klængssyni aö þakka. — Gunnar
er listilegasti smiöur, sem ég hef
séö vinna. Honum er jafnlagiö aö
smiöa tré og járn, og hann er lika
frábærlega snjall teiknari.
Gunnar Theodórsson hús-
gagnaarkitekt kenndi fagteikn-
ingu i Kennaraskólanum, og
Helgi Tryggvason kenndi bók-
band.
Bóknám er gott —
en ekki hið eina
eftirsóknarverða
— Og siöan fórst þú aö kenna
handavinnu. Finnst þér ekki, aö
nemendur þinir taki alveg eins
þakksamlega viö þeirri tilsögn,
eins og öörum fróöieik, sem aö
þeim er réttur?
— Til skamms tima hefur þaö
þótt mest um vert, — og jafnvel
hiö eina eftirsóknarveröa, — aö
lærabóklegar greinar. Menn hafa
komizt aö raun um, aö ekki nái
allir viöhlitandi ársmgri á bókl.
sviöinu, einstaklingarnir eru mis-
jafnir, og sjálft þjóöfélagiö er
gert úr mörgum fleiri þáttum en
þeim, sem tengdir eru bóklegum
fræöum. Þess vegna er nú aukinn
áhugi á þvi I skólum aö hefja
ýmsar greinar handavinnu til
vegs og viröingar. Margir nem-
endur eru mjög áhugasamir viö
handavinnuna og ganga aö henni
meö eldmóöi, en hinir eru lika til,
sem halda aö sér höndum, og þaö
arti þá oftast þeir, sem meira eru
^efnir fyrir bókina. Hitt er alveg
öruggt mál, aö handavinnunámið
gefur þeim nemendum, sem hafa
oröið undir i bóklega náminu,
tækifæri til þess aö njóta sin, og
þar meö erum viö komin aö þvi
lagaákvæöi, aö hver nemandi
TENGJUM
SAMAN
FORTÍD OG
NÚTÍÐ
Sisileraöur veggskjöldur, unninn I handavinnudeild Kennaraskóla
tslands.
Auöunn Hliöar Einarsson.
Timamynd Gunnar.
Auðunn Hlíðar Einarsson kennir ungu fólki handavinnu að nútímalegum hætti, og er jafnframt
mikill óhugamaður um varðveizlu gamalla menningarverðmæta. — Um þetta hvort tveggja er
mikið rætt í þessu viðtali
.
Gamla búnaöarskólahúsiö á Eiöum er fremst á myndinni til vinstri.
IISl
Frikirkjan á Eskifiröi — fyrsta frikirkja á islandi.
Franski spitalinn á Fáskrúösfiröi. Næst til vinstri er bústaöur Georgs
læknis. Hoffell ber viö himinn.
Séö frá Hátúni ýfir Lambeyrartún og Miö-Tunguna á Eskifiröi. Suöurfjöllin eru snæviþakin, Hólmanes er nær, og
Hólmaborg ber yfir Frikirkjuna. Ljósiö lýsir upp stafn pósthússins.Húsiö, sem skyggir á hliö Frikirkjunnar, er Grund.
' Ljósm. Sveinn Guönason Brezkir hermenn fyrir neöan Frlkirkjuna á Eskifiröi 1941.
skuli fá þá kennslu, sem honum
hentar og aö njóta þeirra hæfi-
leika, sem hann er gæddur. —
Nemendunum þykir gaman aö
þvi aö skapa eitthvaö áþreifan-
legt, búa til hluti, sem þeir geta
haft heim meö sér og átt sjálfir
eöa gefiö foreldrum slnum og
systkinum. Iöulega hafa nemend-
urnir sjálfir átt frumkvæöiö aö
þvi aö móta hlutinn þótt þeir nytu
handleiöslu kennara viö vinnuaö-
feröir.
Nú er mikiö talaö um endur-
menntun fulloröinna. Þaö er
ákaflega þarfur hlutur, en svo
undarlega bregöur viö, aö endur-
menntunin viröist stefna aö þvi aö
gera alla aö stúdentum. Hér virö-
ist enn vera á feröinni sá gamli
hugsunarháttur, aö einmitt þetta
nám sé hiö eina sem sé eftirsókn-
arvert. Hins vegar vinnur fjöldi
fólks margvisleg iönaöarstörf ár-
um saman, án þess aö öölast iön-
réttindi, sem þó ætti ekki aö vera
miklum erfiöleikum bundiö, þvi
auövitaö kann þetta fólk verk sitt
jafnvel og þeir, sem réttindin
hafa. En þetta fólk er ennþá utan
endurmenntunar aöstööu.
Ef viö snúum okkur aftur aö
skyldunámi I skólum, þá er þess
aö geta, aö stefnt hefur veriö aö
þvi, aö veita piltum og stúlkum
sömu tækifærin til náms. Þannig
hafa stúlkur getað fengiö aö
smiöa i tré og jafnvel i járn, og
piltarnir geta prjónaö og saumað
eins og þá lystir. Þetta er gott, þvi
öllum þykir vænt um aö geta
sjálfur búiö til þann hlut, sem
hann vanhagar um.
— Nú langar mig aö vera
persónulegur viö þig: Varst þú
hneigöur fyrir smiöar, þegar þú
varst ungur drengur?
— Já, ég haföi snemma gaman
af ýmiss konar handavinnu, og
sjáífsagt hefur áhugi minn stafaö
af þvi, aö mér gekk betur aö læra
til handanna en bókarinnar. Ég
átti tiltölulega létt meö aö læra aö
skrifa, teikna, og smiöa, — yfir-
leitt þaö sem þurfti að gera meö
höndunum, en margt annaö nám
varö mér talsvert þungt. Þegar
ég kynnist börnum, sem eiga viö
einhverja námsöröugleika aö
etja, þá minna þaumig á, hvernig
égvar sjálfur, þegar ég var á ald-
ur viö þau. Ef einkunnirnar min-
ar I skrift, handavinnu og reikn-
ingi heföu ekki veriö reiknaðar til
aöaleinkunnar, þá væri ég liklega
i barnaskóla ennþá.
Nú vikur sögunni til
Eskifjarðar
— Er þaö ekki rétt, aö þú sért
Austfirðingur, — svo ég haldi
áfram að spyrja um sjálfan þig?
— Jú, þaö er rétt. Ég ólst upp i
Læknishúsinu á Eskifirði, en þaö
stendur I miötungunni i þorpinu.
En nú er búiö aö byggja hús yfir
allt Lambeyrartúniö svo Eski-
fjarðarþorp er allt ein samfelld
byggö. Læknishúsiöer stóra húsiö
á myndinni fyrir ofan ljósabaug-
inn. í þessu húsi bjuggu foreldrar
minir I 23 ár, en þau voru Einar
Astráösson læknir og Guörún
Guömundsdóttir.
Nokkru neöar viö götuna, sem
lá að læknishúsinu, stóö fyrsta
frikirkja, sem byggö var á Is-
landi.
Forsaga þeirrar kirkju var sú,
aö 5. janúar áriö 1880 lézt séra
Hallgrimur Jónsson, sem haföi
veriö prestur á Hólmum I Reyö-
arfiröi, um áratuga skeiö. Hann
haföiveriö ákaflega farsæll iemb-
ætti, og sonur hans, Jónas Pétur,
haföi útskrifazt úr prestaskóla
niu árum fyrir dauöa fööur sins
og oröiöþá þegar aöstoöarprestur
hans. Nú óskuöu sóknarbörn i
Reyðarfjaröarsókn þess viö Pét-
ur Pétursson biskup, aö Jónas
Pétur yröi ráöinn til þeirra sem
prestur, en biskup taldi sig ekki
geta sett svo ungan mann aö svo
góöu brauöi. Pétur biskup sendi
söfnuðinum kveöju Guðs og sina,
og bað menn aö taka vel viö þeim
góða kennimanni, er hann hafði
veitt Hólma, en það var Daniel
Halldórsson, sem áður haföi veriö
á Hrafnagili i Eyjafiröi.
Ei vildu heimamenn una bessum
málalokum. Þeir skrifuöu
biskupi og tjáöu honum óánægju
sina, en biskup sagðieins ogPila-
uts foröum: „Þaö sem ég hef
skrifaö.þaö hef ég skrifaö”. Hann
hafði veitt Daniel brauöiö, og frá
þvi varö ekki snúiö.
Þegar þessir atburöir geröust,
var prestur á Valþjófsstaö i
Fljótsdal Lárus Halldórsson, son-
ur Halldórs Lárussonar, prófasts
á Hofi í Vopnafiröi, og konu hans,
Kristinar Pétursdóttur. Faöir
hennar var Pétur Guöjohnsen
organisti. Kristin var uppeldis-
dóttir Péturs Péturssonar bisk-
ups.
Nú var högum séra Lárusar
Halldórssonar á Valþjófsstaö svo
komiö, aö hann var I ósátt við
hluta safnaðar sins, þar á meöal
nokkra fyrirmenn á Héraöi. Hann
skrýddist til dæmis ekki skrúöa
fýrir altari nema á stórhátíöum,
og hann skrifaði biskupi, aö hann
treysti sér ekki til þess aö fylgja
þeim tilskipunum kirkjunnar,
sem striddu gegn sannfæringu
sinni. En þar sem kona sér Lárus-
ar var uppeldisdóttir biskups,
mun honum hafa þótt sér vandi á
höndum að vanda um viö prest
svo aö heitiö gæti.
Bændur létu ekki sitja
við orðin tóm
I maimánuði áriö 1883 var hald-
inn fundur á Svinaskála við Eski-
fjörð. Þar var þeim Hans Beck á
Sómastöðum og Eyjólfi Þor-
steinssyni á Stuölum viö Reyöar-
fjörö faliö aö riöa til Valþjófsstaö-
ar og semja við séra Lárus um aö
hann gerðist þeirra prestur.
Fundur, sem haldinn var á
Svinaskála 7. desember þetta
sama ár, 1883, ákveður ráöningu
séra Lárusar Halldórssonar til
frikirkjusafnaöar
Á þessum tima voru margir
efnaöir bændur á Austfjöröum.
Þeir létu ekki sitja viö oröin tóm,
heldur gáfu rikulega til þess
safnaöar, sem þeir ætluðu aö
stofna. Tvö hundruö krónur gáfu
þeir Jónas Simonarson á Svina-
skála, Hans Beck á Sómastöðum
og Jónas Eyjólfsson á Sléttu.
Hundraö og fimmtiu krónur gáfu
Eyjólfur Þorsteinsson á Stuölum
og Jón Stefánsson I Sóma-
staöageröi. En alls söfnuöust um
sautján hundruö sjötiu og fimm
krónur.
Ef viö viljum gera okkur i
hugarlund, hvílikir fjármunir þaö
voru, sem söfnuöust þarna i
fyrstu lotu, þá má geta þess, aö
timakaup karlmanns var um
tuttugu aurar á timann. En væru
menn I fastri vinnu voru karl-
mönnum greiddar tvær til þrjár
krónur á dag um hásláttinn.
Séra Lárus Halldórsson fluttist
svo til Eskifjaröar snemma árs
1884. Hann bjó á Grund. Til
gamans má geta þess, aö ein af
dætrum séra Lárusar hét Guörún.
Hún giftist séra Sigurbirni Gisla-
syni i Asi. Sonur þeirra er Gisli
Sigurbjörnsson, forstjóri Elli-
heimilisins Grundar i Reykjavik,
og mun nafn þeirrar mjög svo
þörfu stofnunar vera sótt austur á
Eskifjörö.
Snemma á árinu 1884 fór Jónas
á Svúiaskála meö norsku sildar-
flutn.skipi til Noregs til þess aö
semja um kaup á timbri I hina
nýju frikirkju, er reisa skyldi á
Eskifirði. Hann heldur fund á
heimili sinu i mái um voriö og
segir aö kirkjan sé nú I smíöum i
Noregi. Var verö hennar áætlaö
fjórtán hundruö krónur, en sjö
hundruð áttu aö greiöast viö
afhendingu. Karl Tulinius á Eski-
firöi mun hafa veriö ábyrgöar-
maöur fyrir þessum kaupum, og
allt viröist hafa gengiö vel, þvi aö
kirkjan er komin undir þak i
september 1884.
Slðasti frikirkjupresturinn á
Eskifiröi var Guömundur
Asbjarnarson. Kona hans var
Björg Jónasdóttir frá Svinaskála,
dóttir Jónasar, þess er beitti sér
svo rösklega fyrir stofnun
safnaöarins og byggingu
kirkjunnar. Séra Guömundur
Asbjarnarson var greindur
maður, og svo heyröi ég sagt,
þegar ég var aö alast upp á Eski-
firöi, aö hann hefði talaö sjö
tungumál. Þau uröu ævilok hans,
að hann varö úti á Eskifjarðar-
heiöi 29. marz 1925. Þá var
prestur i Hólmasókn séra Stefán
Björnsson. Hann fluttist um 1930
út á Eskifjörö. Ekki mun hann
hafa spurzt fyrir um þaö, hverjir
væru i frikirkjunni og hverjir
ekki, og vist er aö hann geröi
prestsverk fyrir hvern sem var,
er á sliku þurfti að halda, og lét
menn aldrei gjalda þess hver af-
staða þeirra haföi veriö. Og upp
úr þessu leiö starfsemi fri-
kirkjunnar smám saman undir
lok.
Hvað varð um
gömlu kirkjuna?
— En kirkjan hefur haldið
áfram aö standa?
— Já, hún stóö á sinum staö og
, Framhald á bls. 36