Tíminn - 05.09.1976, Qupperneq 27
Sunnudagur 5. september 1976
TÍMINN
27
Ráðstefna að Bifröst um:
Vandamál smásöluverzl-
unar í dreifbýlinu
— Úrbætur mega ekki leiða til þess, að
vöruverð verði almennt hærra í
dreifbýli en þéttbýli
—hs-Rvik. — Samband isl. sam-
vinnuféiaga gekkst fyrir ráö-
stefnu um efniö‘Vandamál smá-
söluverzlunar i dreifbýli’og var
hún haldin aö Bifröst I Borgar-
firöi 1. og 2. september. Ráö-
stefnugestir voru um 70, frá Sam-
bandskaupfélögunum, ýmsum
opinberum stofnunum, bönkun-
um, stjórnmálaflokkunum o.fl.
Þá sóttu ráöstefnuna allmargir
starfsmenn frá ýmsum deildum
Sambandsins. Ráöstefnustjóri
var Valur Arnþórsson kfstj. á
Akureyri, en ritari Gunnar
Grimsson fyrrv. starfsmanna-
stjóri Sambandsins.
Sex framsöguerindi voru flutt á
ráðstefnunni. Axel Gislason
frkvstj. ræddi um framtiðarhlut-
verk verölagsyfirvalda með sér-
stöku tilliti til hverfis- og dreif-
býlisverzlana. Erlendur Einars-
son forstjóri ræddi um aögeröir
annarra þjóða til aö leysa vanda-
mál smávöruverzlunarinnar i
dreifbýili. Olafur Sverrisson
kfstj.: i Borgarnesi ræddi um
vandamál dreifbýlisverzlunar
kaupfélaganna. Ingi Tryggvason
alþm. ræddi um álagningará-
kvöröun sex-mannanefndar.
Ólafur Jóhannesson viöskipta-
ráöherra ræddi um viöskiptamál
og svaraöi fyrirspurnum fundar-
manna. Þá voru einnig á ráö-
stefnunni almennir fyrirspurna-
og umræöutimar, og vinnuhópar
störfuöu.
I umræöum á ráöstefnunni og
niðurstöðum starfshópa kom
fram, aö erfiöleikar smásölu-
verzlunar i dreifbýli stafa ekki
sizt af þvi, aö leyfö álagning er of
lág til aö standa undir þeim
kostnaði, sem óhjákvæmilega
hlýzt af fjarlægö verzlananna frá
heildsöludreifingaraðilum. Þetta
útheimtir m.a. meira birgöahald
og minni veltuhraöa en i þétt-
býlisverzlunum, sem aftur leiðir
af sér aukinn vaxtakostnaö og
aukna rýrnunarhættu. Þá veröur
flutningskostnaöur verulegur, og
einnig eru ýmsir aörir kostnaöar-
liðir hærri en i þéttbýli, svo sem
póst- og simakostnaður, og kostn-
aöur við húsnæöi. Eitt stærsta
vandamálið er þó árstiöabundin
lánsfjárþörf sauðfjárbænda, sem
að stórum hluta hefur lent á
kaupfélögunum aö leysa. A siö-
ustu árum hefur þar stööugt orö-
iö viö erfiðari vanda að glima,
sem hefur haft i för meö sér stór-
aukinn vanda og verulegan kostn-
aðarauka fyrir dreifbýlisverzlun-
ina.
A ráöstefnunni var rætt um
fjöldamargar leiðir, sem til
greina kæmu til lausnar á þessum
vandamálum. Menn voru þó sam-
mála um, að slikar úrbætur
mættu ekki leiða til þess, aö vöru-
verö yröi almennt verulega hærra
úti á landi en I þéttbýli. Meðal
annars var rætt um aö auka þyrfti
stórlega rekstrarlán landbúnað-
arins, og einnig þyrfti aö auka
rekstrarlán til verzlunar I dreif-
býli. Þá þyrfti að gefa dreifbýlis-
verzlunum aukinn kost á hag-
kvæmum fjárfestingarlánum, og
var m.a. bent á þá leið, aö
Byggöasjóöur hæfi að lána til
verzlana, sem hann hefur ekki
gert. Þá var rætt um þá leið að
jafna álagningu á milli einstakra
vöruflokka frá þvi sem nú er, og
sömuleiöis um leiöir til aö verö-
jafna ýmsa kostnaðarliði, t.d.
simagjöld, rafmagnskostnaö og
flutningskostnað. Einnig kom
fram sú hugmynd, að dreifbýlis-
verzlunum verði leyft aö halda
eftir hluta þess söluskatts, sem
þær innheimta, t.d. sem svaraöi
tveimur söluskattsstigum. Lika
kom fram sú hugmynd á ráö-
stefnunni, að hið frjálsa fyrir-
komulag, sem lengi heföi rikt um
stofnun verzlana, þ.e. aö hver
sem óskaði gæti sett upp nýja
verzlun hvar og hvenær sem hon-
um sýndist, kynni nú aö hafa
gengiö sér til húðar. Vafalaust
væri, aö af þessu heföi viöa skap-
azt verulegt óhagræöi, og var á
það bent, aö hugsanlega væri
timabært, að taka upp þann hátt,
að sveitafélög fengju um þaö á-
kvörðunarvald, hvort leyft væri
aö setja upp nýjar verzlanir innan
endimarka þeirra. í þvi sam-
bandi var bent á, að þessi háttur
heföi lengi viðgengizt viö
skipulagningu nýrra byggöa-
hverfa á Reykjavlkursvæðinu.
HVITSERKUR SF
Pósthólf 4181 — Reykjavík
KR. 55.00
pr. stk. meö sölu
skatti.
Sendum í póstkröfu
um allt land án
aukakostnaðar ef
pöntuð eru 50 stk.
eða meira.
BEOSYSTEM 901
HLJÓMTÆKI ÞESS VIRDI AD HLUSTA Á
jafnvel eftir að þér hafið kynnt yður verðið
/ytEÐ BEOMASTER 901 FÁIÐ ÞÉR
UTVARP/ SEM ER MIKLU BETRA EN
HIFI STAÐALLINN
BEOSYSTEM 901 frá BANG &OLUFSEN
er sjálfstætt sett.
Þegar BEOSYSTEM 901 var hannað var mark-
miðið að einbeita sér að tóngæðum, en prjál látið
sitja á hillunni. Þetta er ástæðan f yrir því að tækin
eru hljómgóð jafnvel á fullum krafti
Ekki mun verðið fæla yður.
Auk þess er
BEOSYSTEM 901 '
skynsamlegt HiFi
tæki, vegna þess
að ei nstaka
einingar eru
tæknilega full-
komnar ásamt
því að hönnun
tækisins er lista-
verk, sem finnst í
nútíma listasafni
New York borgar.
Þér borgið einungis fyrir gæði í hæsta f lokki.
BEOSYSTEM 901 er í einingum.
BEOMASTER 901 hjarta kerfisins
útvarp og magnari (2X20 sin. wött).
Tæknilegar upplýsingar eru f jölþættar og
veitum vér yður aðstoð til glöggvunar og
samanburðar.
BEOGRAM 1203: Algerlega sjálfvirkur plötu-
spilari hlaðinn gæðum.
öll stjórn í einum takka.
Sjálfvirk mótskautun, uppfinning sem ein-
ungis B&O má nota.
BEOVOZ P-30 eða S-30
Þetta eru hátalarar framtíðar-
innar. Þeir kallast ,,Uni-Phase"
þ.e. þeir vinna saman í stað þess að
eyðileggja hvor fyrir öðrum.
B&O hefur einkaleyfi yfir ,,Uni-
Phase „hátalarakerfið.
KYNNIST TÆKJUNUM OG
HEYRIÐ MUNINN.
í}B«>wST€Raa»
'-v íf, ' \ ' t ;>í' p kMU rn HMIMPnKWn
Verð 227.267.-
BANG & OLUFSEN
NÓATÚNI, SÍMI 23800
KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800