Tíminn - 05.09.1976, Page 29

Tíminn - 05.09.1976, Page 29
Sunnudagur 5. septeinber 1976 TÍMINN 29 TÍMINN ræðir við Inga Björn Albertsson, fyrirliða íslands- meistara i Vals gert, þvi aö i fyrsta lagi skorum viö nú mikið af mörkum. í ööru lagi töpum við varla leik. Þaö er ekki annað hægt, en horfa björt- um augum á framtiðina. Strák- arnir, sem byrjuðu að leika með Valsliðinu undir stjórn Ilitcev 1974, hafa nú öðlazt meiri leik- reynslu. Það má segja, að aðeins þrir menn i liðinu hafi einhverri reynslu yfir að ráða. Það eru þeir Sigurður Dagsson, Hermann Gunnarsson og Bergsveinn Alfonsson. Hinir leikmennirnir eru allir ungir strákar. — Teiurðu að Valsliðið hafi náð toppinum i ár? — Nei, langt frá þvi. 1 ár höfum við oröið reynslunni rikari meö hverjum leik. Við gerum ekki sömu mistökin aftur og lykillinn að góðum árangri er samvinna allra leikmanna, sem hugsa allir um liðið fyrst og fremst. Vörnin hefur orðið betri og heil- steyptari með hverjum leik. Þá eru við ósparir við, að senda fleiri memm fram i sóknina og á- rangurinn hefur ekki látið á sér standa. — Við höfum verið frjálsir meö það, sem við gerum, en þó vitum við, að við höfum allir skyldum að gegna, enda leika 11 menn inni á i einu. — Rússinn hefur leikið stórt hlutverk hjá Valsliðinu? — Já, það má segja, að hann hafi verið tólfti maðurinn inni á leikvellinum. Ilitcev er frábær skipuleggjari og lika hefur hann mjög næmt auga fyrir að finna út veikleika mótherja okkar. Siöan lætur hann okkur spila á þá veik- leika, sem hann hefur fundið út hjá andstæðingum okkar. Valsliðið byrjaði mjög vel i 1. deildarkeppninni, en þegar keppnin var liðlega hálfnuð, virtist liðiö falla niður i öldual og hinir ungu leikmenn liðsins, virtust ekki ætla að þola þá miklu spennu, sem fylgir þvi, aö vera á toppnum lengi. Framarar fylgdu þeim eins og skuggi, og þeir biðu aðeins eftir þvi, aö Valsliðið gæfist upp. — Tók það ekki á taugarnar að vita af Fram-Iiðinu alltaf á hæi- unum á sér? — Jú, það er ekki hægt að neita þvi, að við vorum farnir að lita um öxl oftar og oftar i kapphlaup- inu um meistaratitilinn. Það hefur mikla spennu i för með sér aö vera á toppnum vitandi það, að eitt feilskref gæti kostað okkur meistaratitilinn, sem okkur hafði dreymt svo mikið um. — Við vissum, að Framarar myndu verða okkur hættulegir I baráttunni. Maður verður alltaf að gæta sin á þeim. Þeir eru stór- hættulegir og miklir baráttu- menn, sem gefast ekki upp fyrr en i fulla hnefana. — Hvaða liðum finnst þér erfiðast að leika gegn og hverjir eru skemmtilegustu mótherjarn- ir? — Reykjavikurfélögin Fram, KR og Vikingur eru erfiðustu mótherjar okkar. Aftur á móti er skemmtilegast að leika gegn Skagamönnum, þar sem þeir leika svipaða knattspyrnu og við. — Hvaða leikmaður telur þú, að sé erfiðast að glima við? — Þeir eru margir erfiðir, t.d. Skagamaðurinn Jóhannes Guðjónsson, sem er geysilega sterkur, og hann hefur yfir góðum staðsetningum að ráða. Þá er alltaf erfitt að leika gegn Akur- eyringnum Gunnari Austfjörð. Eru það ekki mörkin, sem gilda? Ingi Björn var nú markakóngur i fyrsta skipti á keppnisferli sin- um. Hann skoraði 16 mörk i 1. deildarkeppninni, eða einu marki minna en markamet Hermanns Gunnarssonar — 17 mörk. — Áttir þú von á að verða markakóngur I ár? — Nei, ég setti stefnuna aldrei á markakóngstitilinn, og þaö er kannski þess vegna, að ég varð markhæstur maður deildarinnar. Aftur á móti hugsaði ég mikið um, að það væri gaman að vera markakóngur, þegar ég byrjaði að leika með Valsliðinu 1970 og 1971. Það er alltaf draumurinn hjá ungum nýliðum, aö verða markakóngur. — En það getur enginn tekið sig til upp á eigin spýtur og farið að skora. Til þess að skora mörk, þarf mikla samvinnu milli leik- manna, hún hefur nú mikiö að segja, til þess að geta skorað mörk. Þessi samvinna var fyrir hendi hjá sóknarleikmönnum Vals i sumar, og það var geysi- lega skemmtilegt að leika með þeim — auðvitað hugsuðu allir um að skora mörk, eru það ekki mörkin sem gilda? —SOS INGI BJÖRN og YOURIILITCEV, hinn snjalli þjálfari Valsmanna. Nýr bíll I VOLVO Litli sjálfskipti Volvobillinn Innlegg í lækkun rekstrarkostnaðar Lítill, nettur og harður af sér. Sjálfskiptur (variomatic). 4 cyl. vatnskæld vél. 53 eða 57 havél. Volvo öryggisbúnaður. Volvo 66 sameinar sparneytni, öryggi, þægindi og gæöi. Árs ábyrgð (án tillits til ekins km. fjölda). Suðurlandsbraut 16 Reykjavík Simi 35200 TD 275 — TD 400 — TD 400 R tauþurrkarar 2,75 og 1 kg jafnan fyrirliggj- andi. Eru ódýrastir i sínum gæðaflokki. Knnfremur útblástursbark- ar og veggfestingar fyrir TD 275. ARMULA 7 - SIMI 84450 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.