Tíminn - 05.09.1976, Page 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 5. september 1976
barnatíminn
Anton Mohr:
Árni og Berit
Ævintýraför um Afriku
ar risavöxnu skepnur
verði þvi fegnar að fá
hjálp til að losna við
skordýramergðina.
Á ellefta degi eftir að
báturinn lagði upp frá
Rejaf, var hann á móts
við mynnið á ánni Sobat,
þar sem hún fellur i
Hvitu-Nil. Venjulega er
þessi á vatnsmikil, en i
þetta skipti var óvenju-
lega litið vatn i henni.
Það leit þvi svo út sem
ferðin yrði ennþá erfið,
vegna vatnsleysis i
Hvitu-Nil.
Hinn 30. janúar 1913
lagðist Ramses við fest-
ar á höfninni i Fashoda.
Þetta litla, sóðalega
þorp varð allt i einu
þekkt um allan heim ár-
ið 1898, en gleymdist
jafnskjótt aftur.
Frakkar höfðu lengi
hugsað sér að leggja
undir sig alla Norð-
ur-Afriku, frá Atlants-
hafi austur að Indlands-
hafi, en Englendinga
dreymdi um samfellda
nýlendu frá Kairo i
Egyptalandi og alla leið
suður til Höfðaborgar.
Báðir sendu út leið-
angra, allstóra herdeild,
til að framkvæma þessi
áform. Þessir hópar
hittust i Fashoda. Hvor-
ugur vildi hætta við á-
formið og um stund leit
svo út, sem þessi þekktu
stórveldi færu i styrjöld.
Um allan heim var
nafnið Fashoda á allra
vörum, ekki siður en
Danzig árið 1939. Frakk-
ar slökúðu loksins til og
herdeiíd þeirra dró sig i
hlé.
Frá þilfari bátsins leit
Árni yfir þetta óásjálega
þorp, með hálfföllnum
kofum, byggðum úr leir,
sem ennþá bar þetta
sögufræga nafn. Háset-
arnir, sem voru ættaðir
af þessum slóðum, höfðu
beðið um landgöngu-
leyfi, og það voru einu
mennirnir, sem hann sá
á ferli i þorpinu. Annars
virtust ibúarnir sofa i
hinum sterka sólarhita.
Árni átti bágt með að
hugsa sér það, að hér á
þessum eyðilega stað
hefði nær þvi brotizt út
heimsstyrjöld. Það var
erfitt að finna nokkurn
stað i heiminum, sem
væri óliklegri til að
verða þrætuepli.
vm.
í fjötrum
1.
Vatnsmagnið i
Hvitu-Nil varð alltaf
minna og minna og skip-
stjórinn fullyrti, að hann
hefði aldrei vitað það
eins litið. Það bætti
heldur ekki úr skák, að
Ramses var alls ekki
grunnskreiður bátur og
risti allt of djúpt. Hann
strandaði þvi eða „tók
niðri”, sem svo er nefnt,
stundum oft á dag. Oft-
ast gekk sæmilega að
koma bátnum aftur á
flot, en þetta seinkaði
ferðinni mikið. Landsýn
var mjög leiðinleg. Báð-
um megin árinnar var
láglendi með mýrúm og
fenjum, en hér og þar
sáust fámenn og vesæld-
arleg negraþorp. Hitinn
var óþægilega mikill og
sólarbirtan mjög sterk,
þar sem landið var
skóglaus auðn, strax og
komið var út úr sjálfum
dalnum. Allir notuðu
dökk gleraugu, en þó
leið þeim illa. Berit
fannst þetta leiðinleg-
asti kaflinn af ferðinni
og hún og allt hitt fólkið
hlakkaði til þeirrar
stundar, er það gæti sagt
skilið við Ramses og
haldið ferðinni áfram
með járnbraut.
Árið 1911 hafði einmitt
verið lokið við jámbraut
frá E1 Obeid um Sennar
til Khartum. Þessi jám-
braut liggur yfir Nil hjá
þorpinu Kosti, og er þar
mikil brú yfir fljótið.
Þar var áætlað að yfir-
gefa bátinn og halda á-
fram með járnbraut.
Jafnframt áttu hinir þrir
þeldökku hásetar að fá
heimfararleyfi. Eftir þvi
sem þeir sögðu, þá áttu
þeir heima langt inni i
landi i suðvestur frá
Kosti. Þeir sögðust
hlakka mikið til að koma
heim eftir þessa löngu
ferð og höfðu farið á
land i Fashoda til að
reyna að koma boðum
heim.
Um kvöldið 3. febrúar
kom Ramses til Um Sir,
sem er litið kauptún um
50 km sunnan við Kosti.
Ofurstinn hafði frétt, að
járnbrautarlest ætti að
fara frá Kosti kl. 14
næsta dag á leið til
Khartum. Ef þeir legðu
upp um sólaruppkomu,
þá ættu þeir alltaf að ná
nógu snemma til Kosti,
jafnvel þótt Ramses
tæki niðri einu sinni til
tvisvar á leiðinni. Það
leitút fyrir, ef lánið væri
með, að hinni löngu,
þreytandi siglingu á
Hvitu-Nil væri nú að
ljúka.
Þorpið Um Sir virtist
vera mjög ógeðslegt
þorp — óhreinna og fá-
tæklegra en ferðafólkið
hafði séð áður. Hér var
lika alls staðar hræði-
legur óþefur. Þau tóku
strax eftir þvi að þessi
óþefur var þó ekki frá
þorpinu sjálfu, heldur
upp úr fljótinu. Skip-
stjórinn útskýrði fyrir
þeim, hvernig á þessum
óþef stæði. Hann sagði,
að hér við Khartum félli
hin straumharða og
vatnsmikla Bláa-Nil út i
Hvitu-Nil, og yrði þvi
vatnið i Hvitu-Nil nær
þvi kyrrstætt. Straum-
fjallið i Bláu-Nil, sem
kemur austan úr
Abessiniufjöllum,
þvingar lygna vatnið i
Hvitu-Nil til baka og
gerir það kyrrstætt. All-
ar jurta- og dýraleifar
rotna i vatninu, og þess
vegna verður lyktin svo
vond.
Rétt vestan við þorpið
var dálitill ás eða hæð,
liklega um 200 metra á
hæð. Einn svertinginn
stakk upp á þvi, að fólkið
skyldi tjalda um nóttina
uppi á þessari hæð.
Hann sagði, að þar væri
minni óþefur og heldur
kaldara. Ofurstinn var
þessu samþykkur. Þá
stakk frú Alice upp á þvi
að halda dálitið skilnað-
arhóf, úr þvi þetta væri
siðasta kvöldið, sem öll
skipshöfnin af Ramses
væri með þeim. Ofurst-
anum fannst þetta ó-
þarft og erfitt að bera
mat og drykkjarföng
upp á þessa hæð, en eins
og venjulega hafði frú
Alice sitt mál fram, og
ofurstinn sagði hásetun-
um að bera upp að tjöld-
unum vistir og vinföng.
Siðan hófst skilnaðar-
veizlan. Skipstjórinn var
boðinn og hásetarnir
báru varninginn upp að
tjöldunum og voru
kurteisir og fáorðir eins
og venjulega. Það sá
enginn, að þeir erfðu
það neitt við frú Alice,
sem kom fyrir i siðustu
veizlu. Það var komið
fram yfir miðnætti, er
UNDIR SAMA
ÞAKI
KE-25DOK
0
Plötuspilari - útvarp - magnari
25W+25W RMS Solinis 2()Hz 20,000Hz
Nýr Kemvood! Hi Fi samstæðan KE 2500 frá Kenvvood, sú bezta sem völ er á.
Þú hvorki heyrir né sérö aðra betri. Raunverulega er hún samstæða 3ja
úrvals Kenwood tækja sem sameinuð eru í fallegum hnotukassa undir einu
og sama þaki, fágað og fyrirferðarlítið.en ódýrt.
Komið og kynnist KENVVOOD, þið verðið ekki fvrir vonbrigðum.
Allt fvrstii flokks frá
fKENWOOD
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670