Tíminn - 05.09.1976, Side 35
Sunnudagur 5. september 1976
TÍMINN
35
QPEL
SJ-Reykjavík. — Hálf milljón
langskólagenginna manna krefst
aöildar að ákvörðunum i atvinnu-
lýöræði og jafnréttis kynjanna.
Svo hefst sameiginleg yfirlýs-
ing formanna bandalaga háskóla-
manna á Norðurlöndum, sem
héldu þing sitt að Hótel Sögu i
Reykjavik 1. og 2. september.
Á fundi með forystumönnum
bandalaganna kom m.a. fram, að
þeir væntu sér mikils af löggjöf
um atvinnulýðræði, sem er að
ganga i gildi á flestum Norður-
landanna.
Könnun, sem gerö var i Sviþjóð
og náði til 1000 háskólamanna og -
kvenna, sýndi aö konur með há-
skólamenntun höfðu yfirleitt
lægri laun en karlmenn með sams
konar menntun. Þetta átti við um
konur i opinberri þjónustu, en þó
fyrst og fremst um konur, sem
störfuðu hjá einkafyrirtækjum.
Þessi launamismunur kynjanna
var hvorki háður mismunandi
aldri né starfsaldri. Þá var áber-
andi, hve fáar kvennanna gegndu
störfum formanna.
Helztu viðfangsefni þings nor-
rænu háskólamannanna að þessu
sinni voru hlutverk bandalaga
þeirra i samfélaginu með sér-
stöku tilliti til launamálastefnu,
atvinnupólitikur og atvinnulýð-
ræðis. Islenzkir fyrirlesarar á
þinginu voru Markiis A. Einars-
son og Ragnhildur Helgadóttir.
í yfirlýsingu háskólamannanna
segir:
„Við höfum of lengi vanmetið
mikilvægi þess að samræma af-
stöðu hálfrar milljónar háskóla-
genginna manna til ýmissa sam-
eiginlegra hagsmunamála. Þess
vegna var stefnt að samvinnu á
ýmsum sviðum. Þetta kemur
fram i sameiginlegu áliti for-
manna bandalaga háskólamanna
á Norðurlöndunum fimm.
Meðal annars hefur verið á-
kveðið að vinna að mótun sam-
eiginlegrar afstöðu til atvinnu-
lýðræðis og starfsaðstöðu, en
þessi atriði eru ofarlega á baugi I
öllum löndunum. Ennfremur er
ætlunin að vinna sameiginlega að
athugunum á aðstöðu háskóla-
manna til sjálfstæðrar starfsemi.
Nokkrar breytingar eru að gerast
i þeim efnum, sem geta leitt til
þrengri aðstöðu sjálfstætt starf-
andi manna. Það er skoðun for-
mannanna, að jafnrétti kynjanna
sémikilvægt mál og sameiginlegt
verkefni samtakanna.
Við höfum hér i Reykjavik náð
samkomulagi um sameiginlega
tillögu um hver skuli vera grund-
völlur menntunar mennta- og
framhaldsskólakennara. Þessi
tillaga felur I sér þá eindregnu
skoðun, að menntun þessara
kennara verði á komandi árum að
vera tengd rannsóknastarfsemi i
viðkomandi greinum og i tengsl-
um við aðra háskólamenntun. Við
höfum einnig rætt um tillögu,
sem fram kom i Norðurlanda-
ráði um norræna stofnun, sem
fjallaði um málefni vinnumark-
Hringið -
og við
sendum
blaðið
um leið
Verdlœkkun q Opel
Rekord-Manta-Kadett Skandinavía
Kadett Economy Kynniö yöur hinar fjölbreyttu stæröir og geröir Opel-bílanna
og þér munuö auöveldlega finna Opel viö yöar hæfi.
Opel er trygging fyrir traustum og sparneytnum bíl.
Norrænir hdskólamenn vilja
Atvinnulýðraeði, jafnrétti
kynjanna og betri
menntun í framhalds-
og menntaskólum
Rekord
Opel Rekord er framleidd-
ur í fjórum aðalgerðum,
auk dísel-bílsins. Rekord
hefur í nokkur ár verið mest seldi bill í sínum stærðarflokki
í Evrópu. Ástæðan er einföld: Ökumenn gera allsstaðar
sömu kröfur þegar þeir velja sér bíl. Öryggi, þægindi, end-
ingu, sparneytni, orku og skerpu. Vandlátur kaupandi gerir
samanburð og velur ekki fyrr en hann er ánægður.
aðarins. Afstaða okkar til þessar-
ar tillögu er jákvæð, þvl að há-
skólamenntaðir menn á Norður-
löndum hafa sums staðar átt við
atvinnuleysi að strlöa, og ætla
má, að hér geti verið um vaxandi
vandamál að ræða.
Sú staöreynd, að samstaða
hefur náðst um ýmis málefni á
fundinum hér i Reykjavlk, er til
marks um að samstarf samtaka
norrænna háskólamanna er þeim
mikils virði. Þegar hálf milljón
háskólamenntaðra manna ber
fram sameiginlegar kröfur — þá
er þar um að ræða sjónarmið,
sem ekki verður gengið fram-
hjá”.
Á blaðamannafundinum kom
m.a. fram að um 5% háskóla-
menntaöra manna I Svlþjóð eru
atvinnulausir eða um 6000 manns.
Árið 1973 var þessi tala hærri eða
á milli 13.000 og 15.000 manns, en
um það leyti lauk mikill fjöldi há-
skólanámi án þess að miða að á-
kveðnum starfsréttindum.
Formenn bandalaga háskóla-
manna á Norðurlöndum eru:
Bent Nylökke Jörgensen (Dan-
mörk), Jon Skatun (Noregur),
AulisEskola (Finnland), Osborne
Bartley (Svlþjóð), og Jónas
Bjarnason (ísland).
Kadett Skandinavía
Kadett Economy
Opel framleiðir fimm aðalgerðir af Kadett smábíl-
um, sem allsstaðar eru þekktir fyrir sparneytni og
öryggi.
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavík Sími 38900
Vilhjálmur Vilhjálmsson
rr.
rr
Ljód og textar eftir
Kristján frá Djúpalæk
Á þessari f rábæru nýju plötu
syngur Vilhjálmur 11 íslenzk
lög bæði gömul og ný,
þ.á.m. eru ný lög
ef tir Gunnar Þórðarson,
Magnús Kjartansson,
Pálma Gunnarsson
og Magnús Eiríksson,
einnig eru á plötunni gömul
lög og Þórður sjóari
eftir Ágúst Pétursson
og Einu sinni var
eftir Svavar Benediktsson,
Þetta er platan sem
beðið hef ur verið eftir.
FALKINN
SUÐURLAN DSBRAUT 8, SÍMI 84670
manta
Manta er framleidd í þremur aðalgerðum. Hann er
glæsilegur fyrir þá, sem ekki láta sér nægja draum-
inn. Hieinræktaður „Sportcoupé" með gott rými fyrir
farþegana. Byggður á áratugareynslu Opel í smiði
slíkra bila.