Tíminn - 05.09.1976, Page 36

Tíminn - 05.09.1976, Page 36
36 TÍMINN Sunnudagur 5. september 1976 RÍKISSPÍTALARNIR lausarstöður VÍFILSSTAÐ ASPÍTALINN: VINNUMAÐUR óskast til ýmissa starfa á spitalanum frá 15. septem- ber n.k. Þárf að vera vanur almenn- um sveitkstörfum og byggingar- vinnu. Um vaktavinnu gæti verið að ræða. Litið húsnæði á staðnum gæti einnig fylgt. Nánari upplýsingar veitir umsjón- armaðurinn, simi 42800. KÓPAVOGSHÆLIÐ: STARFSSTULKUR óskast til ræst- ingarstarfa. Upplýsingar veitir ræstingarstjórinn, simi 41500. Reykjavik 3. september 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765 Bændur ^!!!ÍÍ4 Til sölu hænuungar á öll- um aldri — einnig dag- gamlir. Viö sendum til ykkar um allt land og nú er bezti timinn til aö endur- nýja hænurnar. Skarphéðinn — Alifuglabú Blikastööum I Mosfellssveit. Simi um Brúarl. (91-66410). Dróttarspil á: Blazer — GMC Jimmy — Suburban Einnig dráttarspil á: Bronco — Scout II — Dodge W 100 og W 200 — Ramcharger Jeep — Trailduster Ford F 100, F 150 og F 250 — Terra — _ » Traveler — Toyota SOLU-UMBOÐ: 1 Akureyri: Bilasalan hf., Strandgötu 53. Kópavogur: Bilayfirbyggingar, Auðbrekku 38. Selfoss: MM-varahlutir, Eyrarvegi 33. NÝTT FRÁ © Tengjum saman . . . gegndi merkilegu menningar- hlutverki I lifi Eskfiröinga. Þar voru haldnar samkomur, kórar sungu, og þar var lesiö upp. Einn þeirra, sem lásu þar upp var Haraldur Björnsson leikari. Hann segir i ævisögu sinni, aö hvergi hafi hann lesið upp, þar sem hljómburður hafi veriö eins góöur og i frikirkjunni á Eskifirði. Si'ðustu beinu notin, er menn höföu af þessu merkilega guös- húsi munu hafa verið þau, að þar bjuggu brezkir hermenn á striös- árunum. En þau urðu örlög nokk- urra þeirra, sem bjuggu i krikjunni, að þeir uröu Uti i miklu rigningarveöri, sem gekk yfir, þegar þeir voru á leið frá Reyðar- firði til Eskifjarðar um Svinadal og Tungudal. Þetta varö nóttina milli 19. og 20. janúar 1942. Eitthvað ári seinna eða svo var kirkjan seld Bretum, sem þá héldu til á Reyðarfirði. Hún var rifin, og mér hefur ekki tekizt að hafa upp á svo miklu sem einu feti af öllu þvi timbrisem Ihennivar. En ef einhver kynni að vita um spýtu, glugga, eða eitthvað annað sem var i kirkjunni, þá væru slikir hlutir vel komnir á byggða- safni fyrir austan. I Arbók Ferðafélags Islands 1955 segir, að kirkjan hafi Vopnafjarðarheiðum, og meira að segja bændur austan úr Jökulsárhlið og Hróarstungu sóttu þangað kaupstaöarvöru sina og lögðu inn afuröir búa sinna þar. 1 öðru þessara húsa bjó Kristján Fjallaskáld á siðustu ævidögum skium og dó þar I litlu kvistherbergi. En þrátt fyrir stór- merka fortið þá var ekki rúm fyr- ir þessi gömlu hús við hliðina á nýja timanum I Vopnafjaröar- kauptúni, og nú eru þau komin suöur I Árbæjarsafn. Ég efast ekki um að þessi gömlu hús muni auka á þokka Árbæjarsafnsins, en mikið þykir mér, ef gamlir vinir þeirra finna ekki til óþæg- inda, þegar þeir sjá þau I brekku- hallanum fyrir ofan Elliöaárnar I Reykjavik, og að þeim detti þá ef til vill i hug hin fleygu orö Jóns prófessors Helgasonar i Kaup- mannahöfn: ...... hvers vegna ertu hér,/ hafrekið sprek á annar- legri strönd?” Og enginn þarf að segja mér, að ekki sé nóg af gömlum hlutum i Vopnafiröi, stórum ogsmáum, sem heföi ver- ið hægt að geyma i gömlu verzlunarhúsunum, ef þau hefðu fengið að vera kyrr á sinum stað. Til dæmis er ekki til neitt gamalt hús á Austurlandi, sem er nógu stórt til þess aö inni i því megi geyma gömul hestaverkfæri, sem hætt er aö nota, og eru nú orðin safngripir. Ein er sú tegund bygginga, sem veriö er að endurbæta, en þaðeru kirkjur. Ekki virðast menn alltaf fara þar aö með gát. Fallegar timburkirkjur eru litnar horn- auga, og byggð er steinkirkja til þessaöleysa þáfyrriaf hólmi. Þá kemur oft I ljós, að gamla kirkjan var fallegri, og að þar er hljóm- buröur miklu betri. Þegar menn standa svo frammi fyrir kirkjun- um tveim, þá horfast þeir i augu við þá staðreynd, að ekki tekur hiö nýja alltaf hinu gamla fram, og menn efast um ágæti fyrri á- kvaröana. Miklu ódýrara hefði verið aö endurbæta gömlu kirkjuna en að byggja nýja úr steini, og ekki þurfti stærri kirkju en þá gömlu, þar sem fólki i sókn- inni hafði ekki farið fjölgandi. Eitt slikt dæmi eru kirkjurnar tvær að Heydölum i Breiðdal. Ekkinýtur gamla kirkjan sin þar, við hlið steinkrikjunnar. En gam- an væri, ef timburkirkjan að Hey- dölum mætti prýða fornan kirkju- stað á Austurlandi, til dæmis Hallormsstað eða Skorrastað i Norðfirði. Annars má nefna falleg dæmi um hvernig gamlar krikjur hafa verið endurbyggðar til dæmis kirkjan aö Skeggjastööum, sem séra Sigmar Torfason hefur þjón- að og kirkjan á Eiðum, sem um þessar mundir er nitiu ára. Eru báðar þessar kirkjur öllum til sóma, er að unnu. A Austurlandi eru i flestum fjörðum falleg hús, og eigendur þeirra hafa séð um að þau fengju að halda upprunalegu útliti sinu. A Djúpavogi eru gömul og svip- mikil hús, á Fáskrúðsfirði er læknishúsið, sem Georg Georgs- son bjo i, en Franska spitalann er búið að flytja út I Hafnarnes. A Reyðarfirði er hús Kristins Beck með útskornu munstri meðfram þakbrún og gluggum, og falleg norsk hús eru á Hliðarenda á Eskifirði, þar sem er hús Thors Klausens, að ógleymdum sjóhús- unum norsku. A Seyðisfirði eru húsin svo mörg, að vart verður tölu á komið, og sjálfsagt er svo viðar. En nú hefur Safnastofnun Aust- urlands hafiö þróttmikið starf i safnamálum fjórðungsins, svo að þar verður húsum ekki framar fórnað á altari skipulagningar eða vanmats. Sýnum fyllstu aðgát En það er fleira en gömul hús, sem okkur ber að varðveita handa komandi kynslóöum. Inni i gömlum húsum leynast lika oft merkilegir hlutir, jafnvel miklu merkilegri en húsin sjálf. Þar má til dæmis nefna gamlar verzlun- arbækur, sem eru talandi heim- ildir um efnahag og líf forfeöra okkar. Þegar við lesum I þessum gömlu verzlunarbókum, hvað hver bóndi lagði inn mikið af ull og tólg og hvaö hann tók út I stað- brunnið. En það er ekki rétt, eins ogég hefsýntfram áhér á undan. Þegar Einar Bragi skáld skrifaði sina gagnmerku bók, Eskju, þá safnaði hann myndum til bókarinnar. En hvergi fannst mynd af frikirkjunni. Kirkjan stóð þannig inni á milli annarra húsa, að erfitt hefur verið að ná henni i einu lagi á mynd. Hins vegar voru myndir, þar sem hún sést að einhverjum hluta. Svo var það um páskana 1971, að vinur minn, Kristján Gissurar- sonáEiðum var veðurtepptur hjá mér hér fyrir sunnan. Við sátum þá lengi yfir þeim hlutum kirkj- unnar, sem til voru á myndum, og reiknúðum út stærðarhlutföll hennar. Siðan gerðum við smá-- likan af kirkjunni. Gamla skólahúsið á Eiðum En dæmið um frikirkjuna á Eskifirði er ekkert einsdæmi, þvi miður. Ekki er sfður sorgleg saga gamla bæjarins á Eiðum, þar sem einu sinni var starfandi búnaðarskóli. Veturinn sem ég var kennari á Eiðum, reyndum við þrír, Lúðvik Ingvarsson, Kristján Gissurarson og ég, að fá heimamenn til þess að standa meö okkur i þvi aö húsiö yrði varðveitt. En nokkrum árum áður höföu nokkrir menn úr Reykjavik komið austur og fellt þann dóm, að húsið skyldi rifa, og heimamenn á Eiðum voru svo samvizkusamir að þeir hlýddu þessu. — Höfðuð þiö þremenningarnir ætlaðgamla húsinu á Eiðum eitt- hvert sérstakt hlutverk, annað en að vera kyrrt á sinum stað, til minja um liöinn tima? — Já. Við vildum aö s jálfsögðu aö húsið yröi kyrrt á sinum staö, eins og þú segir, það er að segja, aö það yröi hvorki jafnað við jörðu né flutt i burtu. En auk þess lögðum við til, að þar yrði minja- safn. Minjasafn Austurlands hafði verið geymt uppi á Skriðu- klaustri, I litlu herbergi, og nú fannstokkur tilvaliö aö flytja þaö að Eiðum. Þar er, eins og kunnugt er, rekið hótel aö sumrinu, og okkur þótti sem fleiri gætu átt kost á þvi að sjá safniö, ef það væri þar, þvi að þar er jafnan gestkvæmt. Auk þesshaföi húsið sjálft það til sins ágætis, að það var elzta skólahús á Austur- landi byggt 1868. Þar var stofh- aður búnaöarskóli skömmu eftir 1880, fyrir svokallaöa „ösku- peninga”, en það var fé, sem safnaðhafði verið erlendis, handa tslendingum eftir öskufallið mikla 1875. — Okkur þótti sem sagt, að húsiö ætti þá sögu að baki að þaö verðskuldaði að fá að standa, — ekki sizt þar sem þaö þurfti ekki að vikja fyrir neinum öðrum byggingum. — En þvi miður er þetta dæmi ekki ein- stakt. Slikir hlutir eða álika eru að gerast enn þann dag I dag. — Þú ert auðvitað þeirrar skoðunar, að hús eigi að standa á þeim stað, þar sem þau voru á meöan þau gegndu slnu upphaf- lega hlutverki? — Já, það álít ég, og held að þaðsé skoðun allra, sem láta sig þessi mál einhverju varöa. En það einkennilega er, aö þegar farið er að skipuleggja þorp og kauptún, að þá falla elztu húsin ekki að hinu nýja skipulagi, þegar arkitektar og skipulagsfræðingar hafa unnið sitt verk. Þá er ekki nema um tvennt að velja, flytja húsin eða rifa þau. Flutningar gamalla húsa getur verið svo kostnaðarsamur, að eigendur þeirra hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að standa I sliku, og þá liggur sú hætta auðvitað opin fyrir, að húsin verði rifin. „Hvers vegna 'ertu hér?” Yngsta dæmið, sem mér er t kunnugt um af Austurlandi, eru " gömlu verzlunarhúsin á Vopna- firöi. Þessi hús eiga sér merki- lega sögu. Sú var tiðin, að Vopn- firðingar, Hólsfjallamenn, heið- arbúarnir i Jökuldalsheiði og inn handa sér og fjölskyldu sinni, þá er okkur innan brjóts eins og við hefðum slegizt i för meö þeim i kaupstaðinn — fyrir hundrað ár- um eða svo. En þvi miður eru þessmörg dæmi, að stórfróölegar verzlunarbækur hafi glatazt, eöa að þeim hafi 'einfaldlega verið fleygt, af þvi að þær þóttu vera fyrir. Slik slys verður að fyrir- byggja með öllum tiltækum ráð- um. Ef einhverjir, sem lesa þess- ar lihur, vita af gömlum verzlun- arbókum eða öðrum heimildum um liðinn tima, — annað hvort bækur eða verkfæri þá ætti sá hinn sami að koma þeim minjum I örugga vörzlu hið bráðasta, svo að þær verði ekki sofandahætti og hugsunarleysi að bráð. Það er ekki langt siðan merk- um skjölum var ekið áhauga hér i Reykjavik, þegar verið var aö hreinsa til eftir húsbruna, einung- is vegna þess, að þeim sem þar voru að verki, datt ekki I hug aö athuga hvað þetta væri, sem lá fyrir fótum þeirra. Þetta dæmi sýnir að aldrei er of varlega farið, og að seint verður of brýnt fyrir fólki að sýna fyllstu aðgát i þess- um efnum. Tilvalið efni i kennslubækur — Við höfum nú spjallað hér um marga hluti, en eitt langar mig að spyrja þig um, áður en við fellum talið, þótt það sé ef til viU persónulegt: Finnst þér ekki stundum að þú sért tviskiptur eða klofinn á milli tvenns konar menningarskeiða, þar sem þú ert að öðru leytinu handavinnukenn- ari unglinga að nútimalegum hætti, en I hina röndina með lifi og sál i varðveizlu og söfnun fornra muna og minja? — Nei, ekki hef ég fundið til þess.Viðlifum að visuá gifurlega miklum breytingatimum. Hlutir, sem voru I daglegri notkun fyrir tuttugu árum eða svo, eru orðnir safngripir núna. Og sumir hlutir, sem liggja ofurlitið fjær, kannski fimmtíu til sextiu ár aftur i tim- anum, eru með öllu horfnir. Þar má til dæmis nefna kornmyllurn- ar, sem áður voru á flestum bæj- um, en eru nú gersamlega úr sög- unni, svo að nútima tslendingar vita varla hvernig þær litu út, hvað þá að þeir hafi séð þær i notkun. En nú eru menn farnir að huga að fortið sinni. Við erum að byrja að taka okkur til fýrirmyndar griska guðinn Janus, sem haföi þann siö að lita bæði fram og aft- ur. Við lifum I tviskiptu þjóðfélagi, annars vegar er hið svokallaða Reykjavikursvæði, hins vegar dreifbýli, — sveitir, og þorp eða bæir, sem enn hafa ekki náð ugg- vænlegri stærð. Það er heillandi að tala við börn, þegar þau koma „úr sveitinni” á haustin og fara aö segja kennurum sinum og skólasystkinum frá þvi sem á dagana hefur drifið um sumarið. Nú eru skólabókasöfn við marga skóla, og þar læra nemendur að afla sér heimilda og vinna úr þeim. SIBan semja nemendurnir ritgerðir um það, sem þeir hafa kannaö og valið sér til að fjalla um. Margt af þvi, sem islenzkir skólanemendur vinna, er tilvalið efni i kennslubækur um það þjóð- félag sem við lifum i. —VS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.