Tíminn - 05.09.1976, Síða 40
►
V
>■'"...............................>
Sunni.úa{;ur 5. septeinber 1976
-
FÓÐURVÖRURj
þekktar
UM LAND ALLTi
fyrir gæði
Guöbjörn
Guöjónsson
Heildverzlun Siðumúla 22
,Símar 85694 8. 85295
t
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólavörðustig 10 - Sími 1-48-06
BRUÐU
Póst-
sendum'
-vagnar
-kerrur
-rúm
/•ALLAR TEGUNDIR .. ” ' \
FÆRIBANDAREIAAA
FVRIR
Lárétta
færslu
Einnig: Færibandareimar úr
ryöfriu og galvanfteruöu stáli
ÁRNI ÓLAFSSON & CO.
...ii ■ —i 40088 a 40098—-
Húsnæðisvandræðin valda því
að íbúum í Eyjum fjölgar
ekki eins og rúð var fyrir gert
Mikið starf er unnið við vikurhreinsun f Eyjum.
FB-Reykjavik. tbúar Vest-
mannaeyja eru enn ekki orðnir
eins inargir og þeir voru fyrir
gosið 1973. Þrátt fyrir það, er þar
aliti fullum gangi, og atvinnulif i
miklum blóma, eins og fram
kemur i viðtali viö Pál Zóphonias-
sonbæjarstjóra i Eyjum, sem hér
fer á eftir.
— Atvinnuiifið hefur verið i
miklum blóma að undanförnu.
Sumarvertiðin er sú bezta, sem
komið hefúr i langan tima, og
atvinnahefur veriðnæg alls stað-
ar. Það hefur i för með sér að
tekjur bæjarsjóðs hafa skilað sér
sæmilega vel, sem siðan stuðlar
að því, aö hægt hefur verið að
halda uppi þeim dampi, sem hér
hefúr verið alit frá goslokum.
Iþróttahúsið hérverðurallt vigt
12. september næst komandi.
Þetta er iþróttahús og sundhöll.
Laugin er 25x11 metrar að stsa’ð
með búningsklefúm. 1 miðbygg-
ingu er-funda- og félagsaðstaða,
og einnig er þarna iþróttasalur
meö löglegum keppnisvelli 20x40
m. Völlurinn er þriskiptanlegur,
ogerþað gert vegna skólanna, og
þar af leiðandi eru þarna sex bún-
ingsklefar. Kemur þetta i stað
gömlu salanna, sem voru orðnir
allt of litlir. Þetta mannvirki var
boðiðút á heimsmarkaöi, og þrjú
tilboð bárust Leitað var samn-
inga við tvo aðila, ogsamningar
tókust. Byggingaframkvæmdir
hófust fyrir rúmu ári, eða i júni
1975. Samningsveröið var 360
milljónir króna. Siðan hafa orðið
gengisbreytingar og verðhækk-
anir, sem erusliku samfara. Aðr-
ar verðhækkanir hafa ekki verið á
sam ningstimabi linu. 1 þessari
upphæð eru ekki innanstokksmun-
ir, en söfnun hér í bænum fyrir
öllum innanstokksmunum, bún-
aði og tækjum, hefur gengiömjög
vel, og er hún komin yfir 10 mill-
jón króna markið, sem menn voru
búnir að setja sér.
Ferjan hefur valdið
straumhvörfum
— Samgöngumál Vestmanna-
eyja hafa batnað til muna við til-
komu ferjunnar. Stuttu eftir að
ferjan kom var lokið við frágang
aðstöðu fyrir hana hérna megin,
þannig að hægter að aka bifreið-
um til og frá. Vonir standa til, að
innan tíðar verði sama aðstaöa
komin i Þorlákshöfn. Miklir
rekstrarörðugleikar hafa einmitt
veriö i sambandi við það, að sú
aöstaða hefur ekki verið fyrir
hendi, en eru vonandi fljótlega úr
sögunni.
Hreinsun og sáning
— Mikið hefur verið unniðhér i
sumar á vegum, eða fyrir tilstuðl-
an Viðlagasjóðs að uppgræðslu.
Vikurfok- var, og er reyndar enn,
mjög hvimleitt hér. Nær óbyggi-
legt hefur verið i sumum hlutum
bæjarins vegna þessa. Stjórn Við-
lagasjóðs ákvað að gera stórt á-
taka i uppgræðslumálum i sumar.
Dreift hefur verið mold yfir
vikurfláka á suðausturhluta eyj-
unnar, ogsáði. Einnig hafa hliðar
Helgafells verið hreinsaðar, og i
þær sáð, og svæðið milli fellanna
er að verða tilbúið. Þetta hefur
mælzt mjög vel fyrir, og má
segja, að allir hafi verið mjög á-
nægðirmeð, að þessi framkvæmd
skyldi hafa tekizt eins vel, og
raun ber vitni.
Viölagasjóður verður lagður
niður nú um áramótin. Ennþá er
óvist, hvernig viðskilnaður hans
veröur. Ýmis mál hafa ekki verið
leyst, og á ég þar við uppgjörsmál
við bæjarsjóð, en allt útlit er
fyrir, að þessu verði lokið fyrir
þann tima. Þaö, sem hefur verið
hvaö erfiöast er, að á þeim tima,
sem liðinn er frá gosinu, hefur
verðbólgan verið geysileg, og þær
verðbætur, sem greiddar hafa
verið, hafa verið miðaðar við
verðlag 1973. Þar af leiðandi hafa
þeir fjármunir orðið rýrari en
ella, þegar átt hefur að fara að
nota þá núna.
Eitt af grundvallarskilyrðum
þess, að hafizt gæti heimflutning-
ur og búseta hér, var að sjúkra-
húsið væri tilbúið, og aðstaða þar
i lagi. Bæjarsjóður hefur lánað
rikissjóði yfir 150 milljónir til
þess að ljúka við sjúkrahúsið.
Þarna er bundið fé, sem bæjar-
sjóður sem slikur, hefur orðið að
leggja til, sem siðan hefur orðið
til þess að tefja aðrar nauðsyn-
legar framkvæmdir, þótt þær séu
ef til vill ekki eins nauðsynlegar
og sjúkrahúsbyggingin, er honum
ber einum að sjá um að fram-
kvæma.
Uppbygging nýrra
hverfa
— Strax og hreinsun hófst árið
1974 var ákveðið að aka vikri,
sem tekinn var i bænum, á bygg-
ingarsvæðið á vestureyjunni.
Fyrir lá skipulag á þvi hverfi,
sem að vfsu var ætlað að endast
til aldamóta, en þar er nú búið að
ganga frá götum og lóðum, hol-
ræsi hafa verið lögð, og einnig
vatnslagnir og rafmagn, þar sem
þess þarf með, og fjarhitun er
einnig komin i öll hús, sem þess
þurfa með.
Vorið 1974 var farið að ræða um
það, hvernig upphitun þessara
húsa skyldi verða, og mikið rætt
um rafmagnshitun. Vegna þess,
hve varaafl er bæði dýrt i upp-
setningu og rekstri þegar um
beina húshitun er að ræða, var á-
kveðið að byggja f jarhitunarstöð
með möguleika á þvi, að hægt
væri að nýta rafmagn til upphit-
unar á vatninu, og fá það raf-
magn á hagstæðu verði, þar sem
þetta gæti verið það sem kallað er
ótrygg orka. Þá lá llka fyrir, að
þegar búið væri að finna aöferðir
og reyna til þrautar nýtingu
hraunvarmans, þá væri þetta
kerfi tilbúið til þess að taka viö
þeim hita.
i
Safnahús og
skólamál
— Hér er nú í byggingu safna-
hús, meö bóka- og byggðasaftii.
Hafizt var handa um þessa fram-
kvæmd við gos, og er nú verið að
ljúka við bókasafnsbygginguna,
enda fór sú bygging, sem bóka-
safnið var I, undir hraun.
Byggðasafnið verður á efri hæð-
inni, og er reiknað með, að það
geti flutzt i húsnæðið að ári.
1 nýja hverfinu vestur frá er
gert ráð fyrir, að annar af tveim-
ur grunnskólum Vestmannaeyja
verði. Uppbygging þar hefur
gengiðhægar, enreiknaðvarmeð
i fyrstu, og ekki er heldur komin
nægilega langt undirbúningur að
þeim grunnskóla, svo að ekki
hefur verið hægt að hefja fram-
kvæmdir við hann. Bæjarsjóður
er hins vegar að reisa litið
timburhús, sem á að vera skóli
fyrir yngstu árgangana i þessu
hverfi, svo að þeir þurfi ekki að
ganga eins langt i skólann i vetur
i misjöfnum veörum. Ekki er
heldur húsrými f gamla barna-
skólanum fyrir þessa bekki. 1
undirbúningi hefur verið aö koma
hér á fjölbrautaskólakerfi. Það
hefur gengið hægar en viðhöfðum
vonazt til. Þó er kominn visir að
þvi þar sem búið er að sameina
Vélstjóraskólann og Stýrimanna-
skólann i húsnæði Iðnskólans.
Voru þeir reknir sem sameigin-
legur skóli i fyrra. I fyrra var þar
1. stig i vélstjóra- og stýrimanna-
skólanum, hvorum fyrir sig, en
fullt iðnskólanám, og i vetur
verða tvö stig i fyrrnefndu skól-
unum tveimur. Er reiknað með,
að yfir 100 nemendur verði i Iðn-
skólanum, en um 20 i hvorum
hinna tveggja.
I gagnfræðaskólanum er reikn-
aö með, að i fimmta bekk verði
þrjár valgreinar, verzlunar-,
mennta- og hjúkrunargrein. Von-
andi tekst að ljúka undirbúningi
að fjölbrautaskólanum.
Mikil efturspurn er hér eftir
dagvistunarrými. Hér eru nú um
120 dagvistunarpláss, en þyrftu
að vera milli 150-170 til þess að
anna brýnustu þörfum, og er
reiknað með aö reyna að leysa
vandann i ár til bráðabirgða.
í leikskólunum eru börn fyrir
ogeftir hádegi, um 40 i hvert sinn.
Siúkrahús verður ráð-
hús
— Ég sit núna i gamla sjúkra-
húsinu, sem viö erum búnir að
breyta i ráðhús. Hingað erum við
fluttir með tvo þriðju hluta af
starfsemi okkar ogverðum fluttir
hingað inn að fullu fyrir eða um
áramótin.
— Mikið hefur verið unnið i
málum eins og gatnagerð, vatns-
veitu og fjarhitun. Byrjað er að
gera við gömlu göturnar, og
byrjað var á gangstéttununm.
Reiknað er með, að byrjað verði
siðan á lagfæringu fjölförnustu
gatnanna, þar sem búið er að
koma fyrir fjarhitunarleiðslum,
og öðrum þ'eim leiðslum, sem
skipta þarf um. Sama verður um
malbikunarframkvæmdir. Þær
munu dreifast á ein 10 ár, nokkuð
jafnt. Verið er að undirbúa bygg-
ingu á vatnstanki fyr:- efra
hverfið, þ.e. það hverfi, ö3m er
fyrir ofan núverandi vatnstank.
— Hafnarframkvæmdir hafa
verið hér nokkrar. Byrjað er að
endurleggja rafmagn og vatn á
bryggjur. Unnið er jöfnum
höndum að dýpkunarfram-
kvæmdum, en mikill vikur fór i
höfnina, og er verið að hreinsa
hann upp, koma honum i uppfyll-
ingar, eða hann er fluttur út fyrir
höfnina.
— Stærsta vandamálið hér er
húsnæðismálin. Búsetaeða heim-
flutningur fólks hingað ræðst af
þvi húsnæði, sem til er á hverjum
tima. Hingaðeru komnir um 4300,
sem búa hér, þótt eitthvað fleiri
séu hér á skrá. Reiknað var með
þvi, að 1. desember 1977 yrði
kominn sama ibúatala hér og
fyrirgosið, en þaðverðurekki.og
dregst trúlega allt fram til 1980.
Bæjarsjóður hefur tekið þátt i
byggingu ibúða til sölu á kostn-
aðarverði,isama formi og verka-
mannabústaðir. Einnig hafa
verið byggðar 11 leiguibúðir, og
hér er I notkun bráðabirgðahús-
næði, sem eru smáhúsin, sem
fyrst voru reist í Hveragerði, en
siðan flutt hingað til Vestmanna-
eyja. Verða þau svo i framtiðinni
seld, eftir þvi sem hætt verður að
nota þau, og eru þau þá mjög
hentug sem sumarbústaðir og þvi
um likt.
Efnt hefur verið til samkeppni
um skipulagningu miðbæjar-
svæðisins hér og hverfin, sem
verstfóru undan vikurfarginu. Er
búiztvið.aðmikið gott komi út úr
þessari samkeppni, og hún komi
til góða við framkvæmdir hér.
Páll Zóphoniasson sagði að
lokum, að þetta væri aðeins laus-
legt yfirlit yfir það helzta, sem á
döfinni væri i Eyjum, og unnið
væri að þessa stundina. Margs
annars mætti eflaust geta, en við
látum hér með staðar numið.
Þessi mynd er úr ferjulæginu I Vestmannaeyjum. Nýja Vestmannaeyjaferjan hefur bætt mjögúr
samgöngumálum Eyjanna. (Timamynd:Þórarinn M. Friöjónsson).
*