Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. október 1976
TÍMINN
3
Áttræður:
HELGI INGVARSSON,
fyrrv. yfirlæknir
VS-Reykjavik.
HELGI INGVARSSON, fyrrum
yfirlæknir á Vifilsstööum er átt-
ræður i dag. Helgi fæddist 10. okt.
1896 aö Gaulverjabæ I Flóa. For-
eldfar hans voru Ingvar Gest-
mundur Nikulásson prestur þar,
og sföar á Skeggjastööum, og
kona hans Júlla Guömundsdóttir
frá Keldum á Rangárvöllum.
Helgi varö stúdent frá Mennta-
skólanum i Reykjavik áriö 1916,
og cand. med. frá Háskóla
Islands 1922. Hann stundaöi siöan
framhaldsnám i Danmörku og
vlöar á Noröurlöndum, svo og i
Þýzkalandi, og var viöurkenndur
sérfræöingur i berklalækningum
2. sept. 1929. Aöstoöarlæknir á
heilsuhælinu aö Vifilsstööum var
hann frá 1922-1939, og yfirlæknir
þar frá 1. jan. 1939 til ársloka
1967. Jafnframt var hann læknir
viö Kópavogshæli frá 1927-1938 og
heilsuverndarstöö Liknar frá
1935-1937. Þá varö hann og lektor
viö læknadeild Háskóla Islands
15. sept. 1959.
Helgi Ingvarsson hefur ritaö
margt um læknisfræöileg efni,
meöal annars i Læknablaöiö,
Hjúkrunarkvennablaöiö, Berkla-
vörn, Reykjalund og
Læknanemann, Helga
Ingvarssyni hefur veriö marg-
vislegur sómi sýndur, svo sem
Helgi Ingvarsson
veröugt er. Hann hiaut riddara-
kross fálkaoröunnar 1. des. 1946,
og stórriddarakross sömu oröu 5.
sept. 1960. Og heiöursfélagi
Sambands islenzkra berklasjúk-
linga varö hann haustiö 1956.
Kona Helga Ingvarssonar er
Guörún Lárusdóttir Pálssonar,
smáskammtalæknis i Reykjavik.
233 fulltrúar
á BSRB-þingi
eftir helgina
30. þing BSRB veröur sett kl. 10
f.h. mánudag 11. okt. n.k. i Súlna-
sal Hótel Sögu. Fulltrúar eru 233
frá 33 bandalagsfélögum, en fé-
lagafjöldi þeirra var 12.134 um
slöustu áramót, segir I frétt frá
BSRB.
1 drögum aö tillögum um kjara-
mál felst stefnumótun fyrir gerö
fyrstu kjarasamninganna meö
verkfallsrétti á næsta ári, segir I
fréttinni. Einnig liggja fyrir til-
lögur um skattamál, efnahags-
mál, jafnréttismál, fræöslustarf
og hugsanlega aöild viö hliö ASÍ
aö norrænu samstarfi stéttar-
samtaka.
Aformað er að fjalla um
skýrslu stjórnar á mánudag, og
þá verða lögö fram mál frá stjórn
og einstökum fulltrúum. Nefndir
starfi fyrri hluta þriöjudags en
siöan hefjist afgreiösla mála.
Þinginu lýkur slödegis á fimmtu-
dag.
Hækkun hjá SVR
ASK-Reykjavik. — Eins og Tim-
inn greindi frá fyrir skömmu,
samþykkti rikisst jórnin
hækkunarbeiöni frá Strætis-
vögnum Reykjavikur. Kemur
hækkunin til framkvæmda frá og
meö mánudeginum 11. október,
en þá veröa fargjöld sem hér
segir: einstök fargjöld full-
oröinna kr. 50.- einstök fargjöld
barna kr. 18.- >
NU veröur hægt aö fá farmiöa-
spjöld fyrir fulloröna meö 58
miöum og kosta þau kr. 2.000,-
Farmiöaspjöld fyrir börn kosta
hins vegar kr. 500,- og eru þau
meö 40 miöum. Fyrir aldraöa og
öryrkja kosta spjöld meö 58
miöum kr. 1000. Framangreind
farmiðaspjöld eru einungis seld i
farmiöasölum SVR á Lækjar-
torgi, Hlemmi og I skrifstofu SVR
aö Hverfisgötu 115. Vagnátjórar
munu selja 1.000,- kr. spjöld meö
21 farmiöa.
Volvo-sýning
Veltir hf. er meö blla-
sýningu yfir helgina I
Voivo-salnum aö Suðurlands-
braut 16 og er sýningin opin
frá klukkan 10-19 i dag.
Þarna eru sýndar allar nýj-
ustu árgeröirnar af Voivo-bil-
um, en megináherzluna legg-
ur Veltir núááýjan smábfl
Volvo 343.
AUGLÝSING
í TÍMANUM NÆR
TIL FÓLKS
UM LAND ALLT
Þegar þú ert kominn í drauma-
landið þá slekkur rekkjunauturinn á
útvarpinu án þess þó, að sofna
sjálf ur, því hann vekur þig aftur að
morgni, hvort sem þú vilt með út-
varpinu, suði eða hvoru tveggja. Ef
þú ert morgunsvæfur, þá tekur
hann tillit til þess og lætur heyra
frá sér á 10 mínútna fresti, þar til
þú drífur þig af stað.
Eitt er víst að rekkjunauturinn frá
SHARP verður á rúmstokknum á
kvöldin og hugsar bara um þig!
Komið og skoðið rekkjunaufinn og
sjáið hvað hann hefur uppá að bjóða
PÓSTSENDUM
<jjjjji KARNABÆR
HLJÓMTÆKJADEILD
Laugavegi 66 • Simi 2-81-55
Rekkjunauturinn trá SHARP
er útvarpsklukka, sem svæfir þig
á kvöidin með ómum góðrar tónlistar