Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 4
/
4
kaffÍnu
Þii skilur, aö þetta er bara ráön-
ing til skamms tíma, eða þangaö
tii gert veröur viö leynimynda-
vélina okkar.
Og hugsaöu þér, hann á .svo góöa
foreldra, sem gcfa honum allt,
sem hann bendir á.
Hvaö notar þú eiginlega i staöinn
fyrir bensiniö?
TÍMINN Sunnudagur 10. október 1976
Kyn-
bomban
Welch
er ást-
fangin
Raquel Welch, kynbomb-
an fræga var fyrir
skömmu á ferð i Brasilíu,
þar sem hún skemmti
landsmönnum meö söng
og dansi. í ferö þessari
hitti hún mann, sem hún
féll fyrir á augabragði og
fullyröir hún nú, aö hún sé
ástfangin i fyrsta skipti á
ævi sinni. Sá lukkulegi
heitir Paulo Pilla, þrjátiu
og þriggja ára fréttarit-
ari. Hann fylgdi Raquel
til Hollywood og hefur
opinberlega tekiö stööu
fyrirrennara sins, Ron
Talsky, sem ástmaöur
Raquelar. Annars er
Raquel þekkt fyrir þaö að
vera mjög artarleg viö
kærasta sina, og er ekki
ótitt, aö hún finni þeim
einhvern starfa, og þá
ekki aö verri sortinni.
Meöfylgjandi mynd er af
Raquei og Paulo Pilla.
Bara að
hringja,
þá
heyrirðu
það.
Sumt fólk lætur sér ekki
allt fyrir brjósti brenna,
þegar um er að ræða að
þéna peninga. Japaninn
Takeo Kazama hefur
fundiö upp á allsérstæöri
simaþjónustu, og fyrst i
staö bauð hann upp á
hana i Tókýo, en hefur
siðan fært út kviarnar, og
stendur fólki þetta nú til
boöa i Kobe og ýmsum
öðrum borgum. En tak-
mark Kazama er aö
kynna þessa þjónustu um
alit landiö. Þaö er aö
segja, aö þvi tilskildu, aö
yfirvöld blandi sér ekki f
spiliö og stoppi hann.
Þessi þjónusta er i þvi
falin, aö viðskiptavinur
hringir i Kazama og fær
hann þá að heyra kven-
raddir gefa frá sér ýmiss
konar hljóö, meöal ann-
ars frygöarstunur. A eftir
þvi kemur tilboö: i stað-
inn fyrir aö senda upp-
hæö, scm nemur um sex
hundruð krónum, tii
heimilisfangs, fær viö-
komandi sendan i staöinn
miða meö simanúmeri.
Síöan, ef hringt er i þetta
númer, þá getur maöur-
inn fengið að hlusta á
fimm minútna langa
segulbandsupptöku af
ástarleik, en skipt er um
spólu vikulega. A tveim
mánuöum hefur Kazama
fyrrverandi bankastarfs-
maður fengið fjörutiu
þúsund upphringingar.
Hann segist hafa fengiö
hugmyndina að þessu, er
hann ias i blaöi um menn,
sem iðkuðu það aö
hringja i kvenfólk og
klæmast viö það. Hann
hugsaöi meö sér, aö úr
þvi aö slikir menn væru
til, hlytu þeir aö notfæra
sér þessa þjónustu. Og
eftir viötökunum aö
dæma veðjaöi hann þar á
réttan hest.
Ginger Rogers
hin bandariska, sem fræg var hér á árunum fyrir aö
dansa meö Fred Astaire, er nú aö koma aftur á fjalirn-
ar INew York. Ef einhvern langar tilaö vita þaö, fædd-
ist Ginger Rogers 16. júlí 1911, og fram aö þessu hefur
hún verið fimm sinnum gift og fimm sinnum skilin.
Ungfrú Rogers dansaöi ágætlega Charleston á sinni
tiö, en satt bezt aö segja stóö hún ekki snúning sumum
öörum dansfélögum Fred Astaire.