Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 10. oktdber 1976 Reipi gert upp eftir notkun Gömul eyfirzk hö húsin voru bæöi i nánd viö bæ- inn, og beitarhús um klukku- stundargöngu frá bæ. Beitar- húsin voru allmjög niöurgrafin og þurfti aö venja ungfé á aö stinga sér þar niöur, en sjaldan fennti nokkuö aö ráöi inn i þau. Enginn garöi var i beitarhús- unum (er kölluö voru byrgin), féö var rekiö út til gjafar á gaddinn, ef meö þurfti, en beitin var góö. Mold var borin i húsin ef þar blotnaöi um of. Leiöin til beitarhúsanna var vel vöröuö, en þó stundum ófær dögum saman i hörku-stór- hrföum. Á sumrin voru um 15 manns i heimili, segir Ólafur en 11-12 á vetrum. Kaupamaöur fékk þá 9- 12 krónur i kaup á viku. Gest- kvæmt mjög var i Möörudal. Póstur kom á þriggja vikna fresti og gisti þar jafnan. Oft var kalt á vetrum i óupp- hituöum húsunum. Stefán bóndi skrifaöi mörg bréf á kvöldin og haföi þá jafnan langar hand- stúkur.kallaöar smokka, úr þeli og gengu þær alveg fram á hendur. Slikar handstúkur voru algengar og skjólgóöar i bezta lagi. Stefán bóndi svaf meö þær á vetrum. Gamli torfbærinn mun hafa veriö rifinn á árunum 1917-1918 og þá byggt steinhús. Timbur- húsiö var rifiö siöar, haföi áöur veriö numiö af enda þess. Nýju kirkjuna i Möörudal reisti Jón Stefánsson bóndi. Hann málaöi lika altaristöfluna, samdi sálmalög og lék á orgeliö i kirkjunni. Stefán bóndi gaf sig aftur á móti lítiö aö trúmálum, lagöi stundum kapal i svefnhúsi sinu, meöan kona hans, Amfriöur Siguröardóttir, las eöa lét lesa húslestur i miöbaö- stofunni. Möörudalur og Grimsstaöir hafa öldum saman veriö áfangastaöir á þjóöleiö yfir Fjöllin. Minnzt var á reipi og hér eru myndir af þeim, bæöi lausum og uppgeröum til aö halda á. Til voru ólreipi (sjaldgæf), ullar- reipi, krosshársreipi (al- gengust) og kaölareipi. Ullar- reipi voru mjúk i hönd, en vildu togna. Hrosshársreipi snörp og sterk. Vel man ég vinnubrögöin þegar faöir minn spann hross- hár á halasnældu i reipi og smíöaöi hornhagldir. Horniö var fyrst látiö liggja i sjóöandi vatni unz þaö linaöist og varö hæfilegt til tálgunar og beygju. Enda horns, meö haki, var smeygt i gegnum gat á hinum endanum. Þá var búiö aö „gifta” högldina. Algengast var aö báöar hagldirnar á reipi væru eins, þ.e. hornhagldir eöa tréhagldir. Sili heitir bandiö Möörudalur á Fjöllum um 1914 Möörudalur á Fjöllum hefur löngum stórbýli veriö og kemur viöa viö sögu. Myndin sem hér er birt, mun tekin um 1914. Lengst t.v. sést gamla kirkjan, litil timburbygging meö krossi. A árunum 1910-1916, er heimildarmaöur minn ólafur Tryggvason bókbindari átti þar heima, var messaö um fimmtándu og átjándu sumar- helgi. Var venjulega fjölmennt , og sóttu menn þá þangaö til messu úr Axarfiröi, Mývatns- sveit og Jökuldal. Þáöu kirkju- gestir siöan kaffi i stofu og á eftir var gjarnan dansaö i kirkj- unni. Þar var geymd þvegin ull á vorin, en reipi og reiöingar á veiurna. Ef margir næturgestir komu rýmdu stundum sumir he.milismenn út í kirkjuna. Gamla timburhúsiö sneri fram- hliö móti norövestri. Var bæjar- dyrahuröin margföld og mjög þung, enda eru norövesturveöur oft hörö á þessum slóöum. Til vinstri var gestaherbergi og smiöahús, en stofa og svefnher- bergi til hægri. A kvistinum uppi bjuggu kaupamenn á sumrin. Einn þeirra var Asgeir Asgeirsson skólapiltur — siöar forseti. Eldhús og búr voru i kjallara undir stofu, en undir smiöahúsi var mjólkurbú, er sérstök mjólkurbústýra annaö- ist. A búinu voru um 170 kviaær svo m jólkin var mikil. Húsiö var óupphitaö og æriö kalt á vetrum. Til hægri á myndinni sér á gamla torfbæinn, er var stór og traustlegur meö framþil og metersþykka gafla úr torfi. 1 enda hans var stórt stúlknahús — siöan miöbaöstofa, en svefn- herbergi húsbónda t.h. Sat fólkiö aöallega viö vinnu sina i miöbaöstofunni, en lampi hékk i dyrum hennar og svefnherbergisins og lýsti báðum. Kýr voru undir palli I baöstofunni. Þaö var upphitun þeirra tima allviöa. Úr miöbaöstofunni lá hár stigi upp á langan gang og inn i svefnherbergi til hægri, en geymsluherbergitil vinstri. Þar uppi hékk belgur af uppáhalds- reiöhryssu húsbóndans — Slettu — meö haus, hófum og tagli. En þá var bóndi Stefán Einarsson. Bæjarlækur rann fast viö gamla torfbæinn, leiddur um langan veg úr uppsprettulind. Kýr voru fáar i Möörudal — oft 3-4, en hestar margir — 45 alls á árunum 1910-1912, aö tryppum meötöldum. Þá voru 9 hestar bleikálóttir, þ.e. bleikir meö svörtu tagli og faxi. Fjár- milli þeirra og kom hann á klakkinn, þegar baggi var látinn á hest. Eftir notkun voru reipin gerö upp, annaö hvort i högld, sila eöa I tagl eins og sýnt er á myndinni. Parið bundiö saman og hengt á uglu eða stag til vetrargeymslu. Nú eru reipi fremur óviöa til, notkun hætt aö mestu. Sumir hengdu reipin upp i eldhúsin á haustin og létu _þau hanga þar á veturna. Þóttu reipin þá endast betur en ella, vel reykt eins og hangikjötiö! Reipi meö gömlum högldum Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið 143 í gamla daga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.