Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur 10. október 1976
TÍMINN
27
undanförnum árum, t.d. í sam-
bandi við útrás bældra neikvæöra
tilfinninga (slæmar ferðir), eink-
um er það ótti og timabundin geð-
veikisreynsla, sem viðkomandi
ræður ekki við og sem félaga hans
skortir yfirleitt kunnáttu til þess
aö hjálpa honum út úr. Jákvæö,
háleit reynsla sem ofskynjunarlyf
kallar fram úr efri hluta dul-
vitundarinnar getur einnig haft
vandamál i för með sér. Af þvi að
reynsla kemur oft án tilhlýðilegs
undirbúnings getur viökomandi
oft ekki skilið hið uppbyggilega
gildi slikrar reynslu fyrir þróun
persónuleikans og i staðinn fyrir
að vinna úr reynslunni og læra af
henni og tengja hina jákvæöu
opnun við lif sitt og lifnaðarhætti,
verður hún e.t.v. aöeins að minn-
ingu um hápunkt sem kannski
aldrei næst aftur.
Það virðist litill vafi að mikil
notkun ofskynjunarlyfja er
hættuleg fyrir likama og sál.
Hvort hægt er og hvernig hægt
væri að nota slik lyf á uppbyggi-
legan hátt eru spurningar sem
áframhaldandi rannsóknir verða
að leitast við að svara. Ef miða
skal við þá, sem virðast hafa haft
gagn af ofskynjunarlyfjum, sýn-
ast það aðallega vera tveir
hópar: — þeir sem fengu lyfin i
kærleiksriku sállæknislegu um-
hverfi, þar sem sállæknisleg
kunnátta var til staöar til þess að
beina reynslunni inn á uppbyggi-
legar brautir og þar sem hægt var
aö leysa sálræna erfiðleika og
sálf lækjur sem upp komu i tengsl-
um viö neðri hluta dulvitundar-
innar (74).
— Og þeir sem fyrst kynntust
breytanleika og fjölbreytileika
vitundar sinnar fyrir milligöngu
ofskynjunarlyfja, en sem upp-
götvuðu tiltölulega fljótt að
margar fleiri og heilsusamlegri
leiðir eru til, til þess aö kanna
hinn stóra transpersónulega heim
dulvitundarinnar (75). Þannig
hafa ofskynjunarlyf reynzt sumu
fólki þrep á hinni sálrænu
þróunarbraut, en aðeins ef það
staldraði ekki of lengi á þrepi
lyfjanna, heldur hélt áfram og
komst að þvi aö lyfin voru óþörf
og að sálrænar, félagslegar leiðir
til þess að hafa áhrif á vitundina
voru þab sem máli skipti.
I vaxandi mæli veröur það
óþarft aö staldra viö i heimi of-
skynjunarlyfjanna eftir þvi sem
sálrænar, lifeðlislegar og félags-
legar leiöir til þess að kanna
heima vitundarinnar breiöast út
og fleiri staðir og stofnanir bjóöa
upp á slika möguleika (76).
Til þess að auðvelda fólki að
stiga skrefið áfram, frá lyf junum,
þurfa aö vera fyrir hendi meiri
leiöbeiningar og kennsia I sam-
bandi við sállikamlega þróun, en
slikt er af skornum skammti á
okkar menningarsvæði, enn sem
komið er.
í bók sinni, Hinn náttúrulegi
hugur, bendir Andrew Weil á aö
aðkallandi þörf sé fyrir það að
sérfræðingar eins og sálfræöing-
ar, læknar og prestar öðlist hald-
góða menntun á þessu sviði (77).
Sé litið yfir Psychopharmaoolo-
gy Bulletin undanfarinna ára
virðist sem rannsóknir á of-
skynjunarlyfjum fari nú aftur
vaxandi eftir lægð i rannsóknum
á þessu sviði undanfarin 5-6 ár.«
Langtum meiri rannsókna er þörf
á þessum lyfjum áður en iáreiöan-
legar upplýsingar liggja fyrir um
hugsanlegt notagildi og hættur.
Miklu nánari rannsókna er einnig
þörf á fólki, sem notaö hefur þessi
lyf i litlum eða miklum mæli,
þannig að raunhæfar upplýsingar
fáist um áhrif neyzlunnar á mis-
munandi fólk i mismunandi
félagslegum kringumstæöum.
Mikið af þeim rannsóknum sem
nú standa yfir á ofskynjunarlyfj-
um beinast að þvi aö rannsaka
hvernig þessi lyf gripa inni
starfsemi heila og miðtauga-
kerfis. Þar eð þessi lyf hafa svo
sterk vitundaráhrif i för meö sér
gætu þau að öllum likindum gefið
athyglisverö svör viö spurning-
unni um tengsl sálarlifsins viö lif-
efnastarfsemi llkamans.
Meðal ungra höfundá, sem
skrifa um lyfjavandamál af skiln-
ingi og útfrá þekkingu á þeim
transpersónulegra heimi sem lyf
geta opnað er David Spangler.
Hann segir eftirfarandi i nýút-
kominni bók (78):
„Oft er hugsað um vanamynd-
un með tilliti til lyfja og vissulega
er vandamál lyfjamisnotkunar
eitt af aðalviöfangsefnum manns-
ins, einkum á Vesturlöndum. Það
sem Nýi Timinn (The New Age)
og hin nýja menning lofar okkur
er einnig sameining hinna ýmsu
sviða vitundarlifsins i verknaði
og tjáningu. Þetta kemur fram i
ssimruna efnissviösins og hinna
hærri, andlegu sviða og leiðir til
meiri birtingar einingar vitund-
arinnar. Það er vissulega ekki um
það að ræða aö leita hinna hærri
heima i anda uppreisnar, ágrein-
ings eða flótta frá hinum ytri
efnisheimi. Lyf þjóna einmitt oft
þessum tilgangi og gera einstakl-
ingnum kleift að hverfa inni
einkaheim sins imyndunarafls
eða að minnsta kosti deyfa pirr-
andi óþægindi frá hinum ytra
heimi. Lyf má lika nota i alvar-
legri tilgangi, i von um aö verða
sér meövitaður um hærri vitund-
arsvið. Hér er ekki svo mikið um
að ræða flótta heldur leit einstakl-
ingsins að einhverju handan sins
venjulegs sjálfs. Vandamálið i
þessu sambandi er um hærri vit-
undarsvið hjá vissum ein-
staklingum, að þá gera þau það
með sundurgreiningu, ekki sam-
einingu, lifverunnar. Hin
kemisku efni lyfjanna losa um
vissa hærri vitundarþætti, sem
siðan lyftast upp til hærri vitund-
arsviða og miðla til baka meira
eða minna skýrri reynslu frá
þessum sviðum. Samstilling vit-
undarlifsins i menningu Nýja
Timans gengur alveg þveröfugt
við þetta fyrir sig. Þar er
bæði um að ræða það að
koma meö reynslu frá hærri
sviðunum niöur á við. Afleið-
ingin er meiri eining. Það er
sameinandi, samræmandi starf-
semi ekki sundurgreinandi.
Eftir lyfjatöku veröur vitundin að
samræma reynsluna inn i heild-
arvitundarsvið Sjálfsins ef
reynslan á að hafa eitthvað raun-
verulegt gildi, þvi miöur veikja
lyf samræmingarkrafta Sjálfsins.
Þetta er ein af ástæöunum til
menningarheims Nýja Tímans.
Vanamyndun nær þó til fleira
en lyfja. Hún er afstaða og vit-
undarstarfsemi sem felst i þvi að
vitundin er i vaxandi mæli háð
utanaðkomandi fyrirbrigöum,
leit að fyllingu á skökkum stað,
utan lifverunnar fremur en innra
með henni.”
Lokaorð
Aðalvandamálið i sambandi við
sállyf og vimugjafa er ekki að
slikar lifefnafræðilegar leiðir til
þess aö breyta um vitundar-
ástand eða hafa áhrif á sálarlifið
skuli vera til, heldur hitt hversu
m ikiö leiknir sem læröir styðjast
við þessar leiðir öðrum fremur.
Út frá sjónarmiði nútima
kerfavisinda (6,7) er maðurinn
opið sállikamlegt kerfi meö inn-
tökum og úttökum (input output)
á að minnsta kosti 3 aöalsviðum,
efnislega, sálfræðilega og félags-
lega. Stöðug vixlverkan (inter-
actions) og samverkan (synergy)
á sér stað milli þessara aöalsviða
og aðgeröir á einu þeirra leiöa til
afieiöinga á hinum sviöunum.
Jafnvel þó aö kjarneðlisfræðin
hafi fyrir mörgum áratugum sýnt
fram á fræðilega og I verki að allt
efni er raunverulega orka (79) þá
gengur okkur illa mannfólkinu að
venja okkur af þeim efnishyggju-
hugsunarhætti, sem litaö hefur
vestræna menningu á siöustu öld-
um iðnvæðingar og tæknifram-
fara.
1 takt við tiðarandann hefur
miklu meiri áherzla verið lögð á
þaö aö rannsaka visindalega lif-
efnafræðilegar leiðir til þess aö
stjórna vitund og sálarlifi heldur
en sálfræðilegar eða félagslegar
erum illa undir búin að ráöa við.
Við höfum ekki einu sinni getað
byggt okkur upp heilbrigöar
menningarvenjur i sambandi við
áfengi og höfum viö þó haft það aö
fylginauti lengi, en þar gildir
sama, sálfræðilega og félags-
fræðilega þekkingu hefur skort til
þess að takast á við rætur vand-
ans. Vandamál misnotkunar á
sállyfjum og vimugjöfum verður
ekki leyst nema út frá fjölþættu
eða heildrænu gildismati, þar
sem nýjustu sálfræðilegi, félags-
fræðilegri og læknisfræðilegri
þekkingu er beitt til mótunar vis-
indalega grundvallaðar stefnu,
stefnu sem siðan er framfylgt af
stjórnvöldum með hlutlægri
fræðslu i skólum og fjölmiölunar-
kerfi rikisins.
Framboð raunhæfra valkosta,
sem nota má i staðinn fyrir sál-
ræn lyf og vimugjafa til þess að
stjörna sálarlifi sinu og vitund, er
lykilatriði til þess að draga úr
misnotkun þeirra. Hefur verið
lögð á það áherzla I þessu riti að
kynna nokkra af þeim sálrænu,
lifeðlislegu og einstaka af þeim
félagslegu valkostum, sem sann-
að hafa gildi sitt eða sem liklegt
má telja að geti oröiö aö liði i
baráttunni gegn misnotkun sál-
lyf ja og vimugjafa. Eins og áður
var minnzt á liggja fyrir niður-
stöður, sem sýna að bæöi hug-
leiösla (25), lifræn stjórnun (bio-
feedback) (23) og slökun (31)
geta komið I staðinn fyrir viss lyf
eða vimugjafa. Frekari
rannsókna er þörf á þvi hvernig
hagnýta megi bezt sállækninga-,
sálvaxtar- og sálarsameiningar-
aöferðir i baráttunni gegn þessu
vandamáli. Grundvallarleg gildi
þessara leiða til þess aö hafa
áhrif á vandamálið eru næsta
augljós, eii mikla vinnu þyrfti að
leggja i hönnun fræðsluefnis bæði
bóklegs, myndræns og verklegs
fyrir mismunandi viötökuhópa,
eins og neytendur sjálfa, starfs-
fólk á sviði heilbrigöismála,
starfsfólk á sviði dómsmála o.fl.
Sérstaka áherzlu þarf aö leggja á
fræðslu i barna og unglingaskólun
þvi fyrirbyggjandi aöferðir borga
sig bezt.
Félagslegar aðgerðir til lausn-
ar þessum vanda er stór kafli út
af fyrir sig. Hér skal aðeins
minnzt á gildi tjáskiptahópa, sál-
vaxtarhópa og hópeflis, sem fé-
lagslegra leiöa til eflingar mann-
legra samskipta, dýpri tilfinn-
ingatengsla og aukinnar hæfni til
félagslegrar samvinnu (41, 42,
80).
Meiri beiting slikra hópa i
tengslum viö félagslega þjónustu
rikis og sveitarfélaga mundi geta
verið nærtækt skref.
I ljósi þeirra hugleiöinga, sem
settarhafa veriö fram i þessu riti,
virðist vera brýn þörf fyrir aö
beina töluvert miklu meira fjár-
magni en verið hefur til
rannsókna og eflingar á sálræn-
um, lifeðlislegum og félagslegum
valkostum til stjórnar vitundar
og sáiarlifs, þannig að það hlut-
fallsiega einræði sem sálræn lyf,
vimugjafar og aðrar lifefnafræði-
legar leiðir haia til þess aö
stjórna innra lifi mannsins, megi
vikja fyrir f jölþættara gildismati.
Vinnubrögð og hugmyndir úr
mannúöarsálfræði, trans-
persónulegri sálfræði og sálar-
sameiningu, hafa, eins og
miðkaflar þessa rits bera nokk-
um vott um, töluvert til málanna
að leggja i sambandi við slika
valkosti og rannsóknir I sam-
bandi viö þá. Ef misnotkun sál-
rænna lyfja og vimugjafa er til-
raun til þess að uppfylla á lifefna-
fræðilegan hátt sálrænar og fé-
lagssálfræðilegar þarfir verður
augsýnilega aö taka allar slikar
sálfræðilegar eöa félagsfrasðileg-
ar aðgerðir, sem völ er á, til
alvarlegrar athugunar og bera
saman árangur af þeim við
árangur af þeim leiðum, geð-
læknislegum, félagslegum og
stjórnmálalegum, sem reyndar
hafa verið til þessa.
Heimildir:
Von Bertalanffy, L.: Robots,
Men and Minds, Psychology in
the Modern World, J. Braziller,
Inc. New York 1967.
Koestler, A. & Smythies, J. R.:
Beyond Reductionism, Hutching-
son & Co. London 1969.
Assagioli, R.: Psychosynthesis,
Þar sem fagmennirnir verzla,
er yóur óhætt
nú viðarklæðningu á veggi, i loft
og á gólf. Verðið er hagstætt.
Vióarþiljuverðið hió hagstæðasta
á markaðinum, vonum vió.
viðarþilfur
BYGGINGAVÖRUVERSLUN
KÓPAVOGS SF
NÝBÝLAVEGI8 SÍMI:41000
TIMBURSALAN KÁRSNESBRAUT 2
BYKO
MEKKA
Stórglæsileg ný
skápasamstæða
með höfðingjasvip
HUSiiACNAVEK/I.IJN
,/UT} KRISTIANS SlliGKIRSSONAR HF.
Laugaveiji i:i Kuykjavik siuii 251170