Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 10. október 1976
TÍMINN
29
Hæsta sektarheimild
lögreglustjóra
45.000 krónur
Rlkissaksóknari hefur nýver-
iö gefiö út skrá yfr brot, sem
sektarheimild lögreglumanna
nær til og leiöbeiningar um upp-
hæö sekta 1 þvl sambandi. Þá
hefur rlkissaksóknari gefiö út
skrá yfir meginflokka brota,
sem sektarheimild lögreglu-
stjóra nær til, og leiöbeiningar
um upphæöir sekta I þvi sam-
bandi.
t þessari síöarnefndu skrá eru
tilgreind brot á ákveönum
greinum umferöarlaganna. Má
segja, aö þarna sé um tæmandi
skrá yfir brot aö ræöa og til-
greint i hverju tilviki fyrir sig,
hve há sekt sé viö þessum brot-
um, sem sektarheimild lög-
reglustjóra nær til. Áöur hefur
rikissaksóknariekkigefiöUt svo
itarlega skrá um sektarupphæð-
ir vegna brota á umferöarlög-
unum, sem eru númer 40 frá
1968. Með þessari skrá ætti aö
vera meira samræmi i sektar-
upphæöum i lögsagnarumdæm-
um landsins, og nú getur lög-
reglustjóri hreint og beint flett
upp i skránni, þegar afgreiöa
þarf mál, sem sektarheimild
hans nær til. Þá ætti þetta ekki
siður aö vera viðvörun til veg-
farenda um þaö, við hverju þeir
mega búast, brjóti þeir ein-
hverja grein umferöarlaganna.
Frá því þessi sektarskrá var
gefin út fyrir rúmri viku, hefur
athyglin kannski helzt beinzt aö
sektum viö þvi að stöðva ekki
við stöövunarskyldu, eða aka
yfir gatnamót á rauöu ljósi. Þvi
fer fjarri, aö þetta séu einhver
aöalatriði fþessu sambandi, þvi
þótt sllk brot séu allt of algeng,
þá eru önnur brot lika algeng og
ekki siður alvarleg. Og þaö er
ekki aðeins, aö sektaskráin
kveði á um brot ökumanna bif-
reiða þvi þar er einnig fjallaö
um þá, sem eru á reiðhjólum,
bifhjólum, vinnuvélum, drátt-
arvélum og siðast en ekki sizt er
i skrá yfir sektarheimild lög-
reglumanna tiltekin sekt gang-
andi vegfarenda, brjóti þeir
umferöarlögin. 61. og 62. grein
umferöarlaganna fjallar um
umferð gangandi manna. Lög-
reglumönnum er heimilt aö
sekta gangandi vegfarendur um
allt aö eitt þúsund krónur, ef
þeir brjóta gegn 61. grein um-
ferðarlaganna og þriöja kafla
reglugerðar um umferöarmerki
og notkun þeirra.
Eins og fram kemur hér aö
framan, er um tvennskonar
sektaskrá að ræöa, sem rikis-
saksóknari hefur sent frá sér,
annarsvegar um sektarheimild
lögreglumanna og hins vegar
um sektarheimild lögreglu-
stjóra. Siðan taka svo viö sektir
dómara, sem eru mun þyngri en
þær, sem getiö er hér.
Þyngstu sektimar
í sektarheimild lögreglu-
stjóra eru þyngstu sektirnar
vegna brota á 56. grein um-
feröarlaganna, en hún fjallar
um leyfilega þyngd ökutækja og
öxulþunga. Ef öxulþungi er allt
að 10% umfram leyfilegan há-
marksþunga, er sektin tiu þús-
und krónur.
Siöan fara þessar sektir
hækkandi og ef öxulþungi er
umfram 30% af leyfilegum há-
marksþunga, er sektarheimild-
in 45 þúsund krónur. Alvarlegri
og itrekuð brot varðandi þessa
grein skal svo sæta dómsmeö-
ferö. Þessari sektarheimild
veröur liklega ekki beitt nú á
næstu dögum, þegar vetur er að
ganga I garð, en þessar sektar-
upphæöir ættu vörubifreiöar-
stjórar til dæmis aö hafa i huga i
vor, þegar klaki er að fara úr
vegum, og eftirlit meö öxul-
þunga er hvaö mest.
30 þúsund króna sekt er viö
þvi, ef ökutæki er stórlega áfátt,
og er þá átt viö ef mikið vantar
á, aö öryggistæki séu I lagi. Þá
eru tiu þúsund króna sekt, ef
helztu stjórntækjum bifreiðar,
svo sem stýrisbúnaði og heml-
um, er áfátt. Algengustu sektar-
upphæðir nú eru frá þremur
þúsundum króna i tiu þúsund
krónur. Þá er i nokkrum tilvik-
um heimilt aö beita allt aö
fimmtán þúsund króna sekt,
eins og þegar ekiö er á 81-90
kilómetra hraöa, og ef ekiö er á
90-100 kilómetra hraöa á malar-
vegi, þar sem er 70 km há-
markshraöi. Þá er einnig 15
þúsund króna sekt viö þvi, ef
réttindalaus maöur ekur bifreiö
eöa bifhjóli án réttinda I þriöja
sinn.
Þessar sektir ættu nú á haust-
dögum að veröa til þess, aö
menn athuguöu betur sinn gang
i umferðinni, þvi ef einhvern
tima er meiri ástæöa en ella til
varúöar i umferö i þéttbýli, þá
er það á haustin og i byrjun
vetrar.
Kári Jónasson.
Austfirðingar —
Norðlendingar
Við erum að koma i heimsókn, með úrval
af mokkaskinnsfatnaði fyrir veturinn.
Verðum i:
Hótel Höfn Hornafirði
Mánudaginn 11. október kl. 15.00-20.00.
Félagsheimilinu Skrúð, Fáskrúðsfirði
Þriðjudaginn 12. október kl. 15.00-20.00
Egilsbúð Neskaupstað
Miðvikudaginn 13. október kl. 15.00-20.00
Félagsheimilinu Valaskjálf, Egilsstöðum
Fimmtudaginn 14. okt. kl. 15.00-20.00
Hótel Húsavik
Föstudaginn 15. okt. kl. 15.00-20.00
Hótel Varðborg Akureyri
Laugardaginn 16. okt. kl. 15.00-20.00
Hótel Höfn, Siglufirði
Mánudaginn 18. okt. kl. 15.00-20.00
Hótel Mælifell ^
Þriðjudaginn 19. okt. ^ T ^
kl. 15.00-20.00
GRÁFELDUR HE
Ingólfsstræti 5, Reykjavik.
Þessi stórglæsilegi
Charger SE 1974
er til sölu. Allar upplýsingar
veittar í síma 2-52-52.
Þykk og dúnmjúk stofuhúsgög
OTRULEGA ODYR
Fyrir kr. 24.800
færðu fyrsta stólinn
Fyrir kr. 31.400
færðu hornstól —
og áfram getur þú svo aukið við að vild —
því að þetta eru raðhúsgögn — en komdu
nú fyrst og kynnstu þeim.
Spurðu um áklæði, liti, greiðsluskilmála
SMIÐJUVEGI6